Morgunblaðið - 19.08.1984, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
SVIPMYND Á SUNNUDEGI/ MARIO CUOMO
Vegur Marios Cuomos, ríkisstjóra í New York, hefur faríð vaxandi meðal demókrata og margir spá því að
hann verði forsetaframbjóðandi flokksins í kosningunum 1988.
Forsetaefni demókrata
í kosningunum 1988?
Enda þótt nú sé ótímabært að
huga að forsetaframbjóðanda
demókrata í Bandaríkjunum árið
1988, er því ekki að leyna, að veg-
ur Marios Cuomos ríkisstjóra f
New York hefur farið öldungis
vaxandi ínnan flokksins. Er jafn-
vel farið að orða hann við forseta-
framboð 1988 nái Walter Mondale
ekki kjöri nú í nóvember.
Sumir stjórnmálaskýrendur
telja, að raeða Cuomos á flokks-
þingi demókrata í síðasta mán-
uði, þar sem Walter Mondale
fékk ásamt varaforsetaefni sínu,
Gerraldine Ferraro brautar-
gengi, hafi markað upphaf nýs
tímabils í sögu flokksins. En
hver er Mario Cuomo?
Fyrir tveimur árum var hann í
hlutverki hins sigraða, og fæstir
bjuggust við að hann ætti fram-
tíð fyrir sér í stjórnmálum. Þá
keppti hann um útnefningu
demókrata til ríkisstjóra í New
York, en andstæðingi hans,
Edward Koch, sem er borgar-
stjóri New York-borgar, var
spáð auðveldum sigri. Tölfræðin
benti einnig til þess: Á átta ár-
um hafði Cuomo þrisvar sinnum
lotið í lægra haldið fyrir Koch í
forkosningum til borgarstjóra-
embættisins. En í berhögg við
alla spádóma bar Cuomo sigur-
orð af Koch í þetta skipti, og
sigraði svo repúblikann Lewis
Lehrman í sjálfum kosningunum
til ríkisstjóra. Þó hafði Lehrman
varið meiri fjármunum í kosn-
ingabaráttuna, en nokkur önnur
dæmi eru til um í sögu New
York-ríkis.
Starfaöi í Brooklyn
Mario Cuomo, sem er sonur
nýlenduvörukaupmanns, er nú
52 ára að aldri. Á yngri árum
þótti hann liðtækur hornabolta-
maður, og átti jafnvel þess kost
að komast í atvinnumennsku í
þeirri grein. En meiðsli gerðu að
verkum, að sá draumur rættist
ekki. Hann ákvaö því að snúa sér
að háskólanámi og tók lögfræði-
prófi frá St. John háskólanum.
Eftir það vann hann um tíma,
sem skrifstofumaður hjá áfrýj-
unardómstóli í New York-ríki,
en sótti síðan um vinnu hjá
lögfræðiskrifstofum í Wall
Street-hverfinu í New York.
Ekki tókst honum þó að fá þar
vinnu, en réð hann sig þá hjá
lögfræðiskrifstofu i Brooklyn-
hverfi í New York. Þar fór hann
að vinna að ýmsum samfélags-
málum, en segja má að áhugi
hans á stjórnmálum hafi ekki
vaknað fyrr en Jóhn Lindsey
fyrrum borgarstjóri í New York
bað hann um að gerast sátta-
semjari í húsnæðisdeilu í borg-
arhverfinu Queens.
Málið snerist um hve margra
hæða byggingar ætti að reisa á
einu svæði þar, en skipuleggj-
endur þess höfðu mælt með 24
hæðum. Cuomo var fljótur að
leysa deiluna, og var komist að
samkomulagi um að reisa 12
hæða byggingar á umræddu
svæði. Er þetta talið táknrænt
fyrir starfsaðferðir Cuomoss.
Gekk illa í
stjórnmálum í fyrstu
Hvað sem þvi líður verður ekki
sagt, að fyrstu ár hans í stjórn-
málum hafi borið mikinn árang-
ur. Árið 1974 sóttist hann eftir
útnefningu demókrata sem vara-
ríkisstjóraefni, en án árangurs.
Siðan bauð hann sig í fram sem
borgarstjóraefni flokksins, en
beið eins og áður sagði ósigur
fyrir Koch. 1978 tókst honum
loks, að verða vararíkisstjóri í
New York.
Þá fór hann að leggja grund-
völl að frekari frama sínum
meðal demókrata. T.a.m. stjórn-
aði Cuomo baráttu demókrata
fyrir endurkjöri Jimmys Carters
fyrrum forseta og Mondales
varaforseta hans 1980. Síðan var
hann kjörinnn ríkisstjóri 1982.
Og í síðasta mánuði var hann
aðalræðumaður flokksþings
demókrata. Af þessu má öldung-
is ráða, að Cuomo hefur tryggt
mjög stöðu sína í flokknum, og
því hefur nafn hans æ oftar bor-
ið á góma í sambandi við
forsetakjör 1988, einkum ef
Mondale og Ferraro ná ekki
kjöri í nóvember.
I skoðanakönnunum, sem
gerðar hafa verið upp á síðkast-
ið, ber mikill meirihluti kjós-
enda honum vel söguna í starfi,
og gildir einu hvort um íhalds-
menn eða frjálslynda er að ræða.
Hvað kemur til? Ljóst er, að
sveigjanleiki er einn þeirra
kosta, sem hann er búinn 1
stjórnmálum; hann hefur ávallt
leitast eftir málamiðlun, sem
flestir geta sætt sig við. En það,
sem hugsanlega hefur komið
Cuomo best, er að hann er skín-
andi ræðumaður. Ræða hans á
flokksþingi demókrata, sem var
geysilega vel tekið, bar því
glöggt vitni.
Gagnrýndi Reagan
Þar hélt hann uppi hörðum
árásum á Rónald Reagan Banda-
ríkjaforseta,.-og skírskotaði oft
til sögunnar, stefnu demókrata
til réttlætingar. En hann fór þó
engan veginn ótroðnar slóðir í
þeim efnum, og vitnaði til New
Deal-stefnu Franklíns Roose-
welts, sem mörkuð var í kjölfar
kreppunar miklu á fjórða ára-
tugnum; enda þótt margir demó-
kratar telji að upprifjun hennar
eigi ekki við á timum Reagans og
þeirrar hægri sveiflu, sem nú
virðist vera í Bandaríkjunum.
Cuomo sagði að New Deal hafi
gert að verkum, að heilu kyn-
slóðirnar hefðu hafist upp í mið-
eða hástéttir bandarísks samfé-
lags.
Hann kvað ennfremur Reagan
hafa haft rangt fyrir sér þegar
hann lýsti bandarísku þjóðinni
sem „geislandi borg á hárri
hæð“. Hin „geislandi borg"
Reagans væri einungis sjáanleg
frá Hvíta húsinu og verönd for-
setans á býli sínu í Kaliforníu.
„Það er önnur hlið á þessari
borg, þar sem fólk getur ekki
greitt húsnæðislán sín; þar sem
ungt fólk getur hvorki fest kaup
á húsnæði né farið menntaveg-
inn; þar sem heilu fjölskyldurn-
ar sjá drauma sína um framtíð
barna sinna fara í súginn. Það er
örvænting, sem gagntekur fólk
sem þú aldrei sérð, herra forseti,
og á þeim stöðum sem þú aldrei
sækir heim í hinni geislandi
borg,“ sagði Cuomo m.a. í ræðu
sinni. Hér erum við komin að
því, sem Cuomo leggur mikla
áherslu á: ræktun fjölskyldu-
banda. í raun má segja að kjarni
málflutnings Cuomos sé að sam-
eina íhaldssemi og frjálsyndi
sem mest. Leggur hann áherslu
á arfleifð þjóðarinnar og forn
siðferðisgildi, en að sama skapi
vill hann með öllum ráðum upp-
ræta atvinnuleysi í bandarisku
þjóðfélaginu Og það er sennilega
ástæða þess, að hann á svo miklu
fylgi nú að fagna.
íslenskur iónaður á uppleið:
Sölu- og framleiðsluaukning
— Kemur fram í nýlegri könnun á vegum Félags íslenskra iðnrekenda
ÍSLENSKUR iönaöur er á uppieið, samkvæmt niður-
stöðum könnunar, sem Félag íslenskra iðnrekenda
gerði nýverið. Könnunin náði til 84 iðnfyrirtækja í 22
iðngreinum og er greint frá niðurstöðum hennar í frétta-
bréfinu Hagsveifluvog iðnaðarins, sem Félag íslenskra
iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna gefur út.
Könnun, sem Félag íslenskra
iðnrekenda gerði fyrir skömmu
náði til 84 iðnfyrirtækja og 22
iðngreina, en alls eru umrædd
fyrirtæki með 25,5% heildar-
veltu íslensks iðnaðar. Könnun
sem þessi er gerð ársfjórðungs-
lega og voru forráðamenn fyrir-
tækjanna spurðir um fram-
leiðslu — og sölumál, ásamt áliti
þeirra á þróun nokkurra mikil-
vægra rekstrarþátta.
Helstu niðurstöður könnunar-
innar sýna meðal annars að
veruleg framleiðsluaukning
varð hjá iðnaðinum í heild á
öðrum ársfjórðungi þessa árs, í
apríl, maí og júií. Söhiauíning
átti sér stað hjá 68% aðspurðra,
en samdráttur varð hjá 12%
miðað við sama tímabil á síð-
asta ári. Þá spá forsvarsmenn
iðnfyrirtækjanna, sem tóku þátt
í könnuninni, sölusamdrætti á
tímabilinu júlí — september á
þessu ári.
Meiri hluti aðspurðra (52%)
spáði framleiðsluaukningu á
þriðja ársfjórðungi og 70% að-
spurðra sögðu framleiðsluna
meiri á öðrum ársfjórðungi
þessa árs en þeim fyrsta. Miðað
við sama tímabil í fyrra, töldu
64,4% aðspurðra að heildar-
framleiðsla iðnaðarvara hefði
aukist. * * '
Birgðir iðnvara reyndust
minni en á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs (jan., feb. og mars) og
nýting afkastagetu betri. Heild-
arfjöldi starfsmanna í iðnaði
reyndist hins vegar vera meiri
en fyrstu þrjá mánuði ársins og
85% aðspurðra áætluðu að
starfsmannafjöldi í iðnaði héld-
ist óbreyttur næstu þrjá mán-
uði.
„f heimsókn hjá afa“ eftir flnnsku listakonuna Esa Riipa. Ljism. Mbi. Bjamí.
Friðardagar í Félagsstofnun
FKIÐARDAGAR verða í Félags-stofnun
stúdenta við Hringbraut dagana 22. til
26. ágúst sem ýmis friðarsamtök gang-
ast fyrir.
Þar verður sýning á listaverkum
graffklistamanna frá Fínnlandi, Svi-
þjód, Noregi. og Danrnörku. Méöal
þeirra erut Daninn Pallé NíelSen,
Finninn Ulla Rantanen, Svíinn Nils
Stenquist og Norðmaðurinn Björn
Wilii Mortensen. Sýningin verður
opnuð kl. 17 miðvikudaginn 2. ágúst,
en um kvöldið verða tóníeikar, dr. Jan
Williams, lífefnafræðingur, flytur er-
indi o.fl.
Sænski ltikarinn Jan Bergquist
kemtír hingdö til lands og sýnir le»k-
rit sitt Síðpsti samtalsþátturinn eða
„The Last Talk-Show“ föstudaginn
24. á ensku og sunnudaginn 26. á
sænsku.
Friðardagar eru í tengslum við
ráðstefnu Friðarsambands Norður-
-. hafa sem hefst á Hótel Loftleiðura 23.
- ágút.