Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
45
Magnús Jónsson er Hefnfirðingur í húð og hár. Ljósm. Árni Sæberg.
Vísur sem urðu til
ofan í gröfunum
Spjallað við Magnús Jónsson í Hafnarfirði
Hann vinnur í elsta
húsi Hafnarfjarðar við
Vesturgötu og hefur unnið
þar síðan 1980. Húsið,
sem eftir því sem
næst verður komist er
síðan 1803 til 1805 var kom-
ið í niðurníslu og gert
upp. Bjami riddari
Sivertsen bjó í húsinu,
og hefur það líklega verið á
sama stað frá upphafi.
Sumir vilja þó halda
því fram að húsið hafí
verið flutt, en engar sönnur
eru fyrir því. Það var í
þessu húsi sem við
hittum Magnús Jónsson
að máli ekki alls fyrir
löngu. Tilefni samfunda
okkar er að blaða-
maður hafði heyrt á skot-
spónum af harla sérstæðum
bókum, sem Magnús
hefði tekið saman.
„Ég hef gaman af Ijóð-
um, en því miður fer þeim
fækkandi sem hafa brag-
eyra. Fólk áttar sig oft
ekki á höfuðstöfum,
stuðlum og því öllu saman,“
segir Magnús þegar blm.
innti hann eftir
kveðskap hans.
„Faðir minn, Jón Helgason,
hefur alla tíð gert meira af því
að yrkja en ég, en það hefur
aldrei komið út ljóðabók eftir
hann. Draumur hans er að gefa
út bók með ljóðum þegar hann
verður níræður á næsta ári.
Ég er fæddur í Hafnarfirði og
uppalinn. Á mínum uppvaxtar-
árum heyrði ég mikið að vísum
og naut þeirra. Það var einnig
mikið talað um vísur og ég tel
mig hafa gott brageyra. í raun-
inni hef ég sáralítið ort hvað
magnið varðar en foreldrar mín-
ir hafa verið iðnir við það. Þau
eru bæði á lífi, faðir minn, Jón
Helgason, 89 ára að aldri og
móðir mín, Halla Magnúsdóttir,
90 og dvelja á Sólvangi. Faðir
móður minnar og móðir föður
míns voru einnig með gott brag-
eyra og gerðu eitthvað af því að
yrkja.
Magnús hefur gefið út þrjár
bækur. „Bær í byrjun aldar“ sem
er handskrifuð bók, þar telur
hann upp gömul hús í Hafnar-
firði lið fyrir lið og fólkið sem
upphaflega í þeim bjó. Studdist
hann að nokkru við minni móður
sinnar. Bók þessi er illfáanleg í
dag.
Þá hafa komið út tvær sér-
stæðar bækur er heita hvor um
sig „100 Hafnfirðingar". í hvorri
bók eru 100 Hafnfirðingar teknir
fyrir, myndir af þeim birtar og
vísa við hverja mynd. Við spurð-
um Magnús nánar út í bækurn-
ar, hvernig honum hefði dottið í
hug að fara út í þetta og hvernig
hann hefði valið fólkið í bækurn-
ar.
Allir dánir sem
í bókunum eru
Fyrri bókina gaf ég út árið
1973 en hina síðari 1975. Það er
sami maðurinn sem hefur tekið
allar myndirnar í bókina, Gunn-
ar Rúnar Ólafsson. Myndirnar
voru teknar mest á áratugnum
1940 til 1950 og voru þetta rúm-
lega 200 myndir. Hann tók
myndirnar eins og fólkið kom
fyrir á götunni, en þá á ég einnig
við aðflutta Hafnfirðinga sem
innfædda.
Það má eiginlega segja að ég
hafi ekki farið eftir neinu sér-
stöku við val fólksins í bókina,
fyrst hef ég líklega valið þá er
voru mér minnisstæðastir. Allir
eru nú dánir sem eru í bókunum.
Ég vann mörg sumur í kirkju-
garðinum og hugsaði oft margt á
meðan ég var að vinna þar,
þannig að margar vísurnar um
fólkið urðu til ofan í gröfunum í
kirkjugarðinum sem ég held að
sé óvenjulegt. Flestallar vísurn-
ar í bókinni eru eftir mig, þó
kemur það fyrir að ef fangamark
annars er undir vísu er hún eftir
annan en það er örsjaldan og
aldrei í fyrri bókinni. Ég man
eftir öllum mönnunum 1 bókun-
um en þeir lifðu fram yfir 1940,
því myndirnar eru teknar á ár-
unum ’40 til ’50. Þessi bók er enn
til í bókabúðum Hafnarfjarðar á
góðu verði, og hjá mér.
Ég man eftir einu undarlegu
tilviki í sambandi við vísnatil-
búning minn. Ég orti nefnilega
um einn háaldraðan mann sem
var ekki dáinn. Síðan er ég
nokkrum dögum seinna að vinna
við gröf einhvers og spyr mann-
inn sem ég er að vinna með hver
eigi að vera jarðsettur þar og er
það þá maðurinn sem ég
skömmu áður hafði verið að
yrkja um. Þannig að vísan um
hann varð ekki til í kirkjugarð-
inum. grg
JÓN VlDALÍN HINRIKSSON
f, 8. des. 1904, d. 20, aprll 1961
Rauðbirkinn og röskur Jón,
í ríin fckk orðum snúið,
stuiulað smíðar, fci;rað frón.
fjallskil i;crt og rúið.
JÚLÍUS V. J. NVBORG skipasmiður
f. S. júIi IS95, d. .5. ágúst 1964
Júlli Nýborg fr.imtaksfús
frumdr.ítt svndi smiðnum.
Ungkarl var cn átti hús
umkringt a-yniviðnum.
100 myndir sem slíkar eru birtar í hvorri bók með vísu um persónuna.