Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 46

Morgunblaðið - 19.08.1984, Page 46
 46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 i HELGTTX)MUR HÉRASKÓGAR Hareskoven nefnist skógur nokkur á Sjálandi noröan Kaupmannahafnar. Hefur í þeim skógi fundizt allmikið af fornleifum, fórnarstöðum jafnt sem steinaröðum. Gerðu áhuga-fornleifafræðingar þarna merka upp- götvun í marz árið 1981, og þykir fundurinn svo mikilvægur, að fornleifafræðingar kjósa að greina ekki nákvæmlega frá fundarstaðnum af ótta við ásókn almennings. Þó hefur bæði fundi og fundarstað verið rækilega lýst, og hefur fundurinn vakið meiri athygli en flest annað er fram hefur komið síðari árin á sviði fornfræða. Segir svo, að hið helga svæði sé að finna á mýrlendum stað og að það sé um 200x200 metrar á stærð. Þar geti að líta miðstæði (central anlæg), og það miðstæði kringt „um það bil tíu tilhöggnum steinum“. „Miðja“ var eitt merkast hugtak fornaldar; svo er þeim stað lýst í Hareskoven: Hér skal þess aðeins getið, að tákn Handar og Miðju fóru jafnan saman að fornu, og lá sú ástæða til þess, meðal annars, að talan 5 tengdist hvoru tveggja (fimm fingur, fjögur heimshorn auk Miðju). Má greina þessi tákn á ólíklegustu stöðum eigi síður en þeim líklegri: í helztu bólfarar- sögu íslendinga finnum við rétt tákn á réttum stöðum. (Einkum er ritað um Bósa sögu í Rammaslag 1978.) Hitt munu ýmsir finna á sér, að í augum fornmanna tengdust Himinn og Jörð að Miðju hvers heilags vés; þar var að finna öxul „Selve central-anlægget bestár af to sten. Begge er klovede — den ene pá tværs, den anden pá langs, og deres lighed með frugtbarheds- symboler i form af henholdsvis det kvindelige og det mandlige kensorgan (vulva og fallos) er páfaldende. De sten, der findes spredt rundt om dette centrale anlæg synes alle at repræsentere kvindelige konsorganer i forskellige udformninger. Nogle bærer tyde- lige spor af riller, mens andre har dybe udflækninger. Et overraskende træk ved an- lægget var, at det syntes at være klart orienteret efter en nord-syd akse. Den storste af stenene havde en rille, der leb pá langs af hela stenen fra nord til syd, og de fleste ovrige sten syntes at kunne ind- passes i 30 graders system i for- hold til central-anlægget. Máling- ene er dog kun forelobige, og nærmere undersogelser má af- ventes." (K. Kristiansen, Det ukendtc Danmark, Sphinx Forlag, Khavn 1984. k. 27.) Talan 12 og Norður- Öxullinn Ef túlkun danskra fornleifa- fræðinga er rétt, liggur eftirfar- andi nokkurn veginn ljóst fyrir: 1) Rauf er höggvin í Hellu Héra- skógar. Sú rauf markar N-S-átt. 2) Greina má, að 30 gráður séu milli steinanna umhverfis Miðju. Þetta bendir eindregið til að í öndverðu hafi 12 stein- um verið raðað um kring og þar myndað „klukku" ellegar 12 Hús Dýrahrings á himni (þ.e. þess „Zodiacs", sem menn hafa þekkt á steinöld, 12x30 eru 360, heill hringur). 3) Raufin í Hellu Héraskógar hefur merkingu: hún táknar sköp konu. 4) Steinninn, sem látinn er bera rétt við skoruna í Hellu Héra- skógar, er tilhöggvinn líkt og Völsi manns. Norður-Öxull íslands Ein helzta tilgáta RÍM hljóðaði svo, að Norður-Suður-öxull hefði verið tákn frjósemi, ins heilaga getnaðar og goðanna Freys- Freyju í heiðindómi landnáms- manna. Sem slíkur hafi Norður- Suður-öxullinn verið tákn þess er kynin tvö komu saman. Er fróð- legt að sjá, að Danir eru ekki í vafa um kyntákn Klofakerlingar og Drangs þarna í Héraskógi; ganga þeir út frá því sem nokkurn veginn vísu, að þar hafi farið fram Heilagt Brúðkaup karls og konu til viðgangs allri skepnu. Ef niður- staða Dananna er rétt kemur hún m.ö.o. beint heim við niðurstöður RÍM: frjósemisathöfn átti sér stað við skoru Héraskógar. Ekki er hér rúm til að skýra þau flóknu sambönd, sem gáfu hina ís- lenzku lausn þessarar gátu. En hins ber að geta, að í rauninni má lesa sömu hugsun af orðum Snorra í sjálfri Eddu. Greinir Snorri svo frá, að in fyrsta sköpun hafi orðið þá er Norðrið og Suðrið í Ginnungagapi komu saman: „Ok þá er mættist hrímin ok blær hitans, svá at bráðnaði ok draup, ok af þeim kvikudropum kviknaði með krafti þess, er til sendi hitann, ok varð manns lík- andi, ok var sá nefndr Ymir...“ (Gylf. k. 5.) Má sjá, að þarna fer fátt milli mála. Héraskógur og Steinkross Það er m.ö.o. augljóst, að niður- stöður Dana um N-S-Öxul Héra- skógar koma heim við niðurstöður RÍM um N-S-Öxul Rangárþings. Miðja þes8 öxuls var að Stein- krossi. Hið Helga Brúðkaup sem farið hefur fram að Steinkrossi í heiðni — ef rétt er til getið — hefur mjög sennilega verið í minn- ingu um goðsögn þá er Snorri færði í letur nokkrum öldum sfð- ar. Þar fór þá í raun fram brúð- kaup Elds og Iss; af þeim „kviku- dropum kviknaði" líf með allri skepnu á þessu landi. Ef það er og rétt, að í Héraskógi hafi upphaflega tólf steinar mark- að hring í 30 gráðu geira, þá er Ijóst, að þar hefur mátt greina svipaða — eða sömu — hugmynd og þá er bjó að baki Dýrahring Rangárhverfis. Sú hugmynd virð- ist hafa verið eign allra Vestur- Evrópulanda allt frá dögum Krists. Það merkilegasta við helgidóm Héraskógar er hins vegar, að forn- leifafræðingum ber saman um, að hann sé frá steinöld. Má ráða þetta af ýmsum aðstæðum, sem hér verða ekki raktar. Ef þetta er rétt ráðið af hinum merka fundi fornleifafræðinga ár- ið 1981, hafa Danir átt sér Klofa- kerlingu og Drang sem kyntákn í um fjögur þúsund ár. Þau kyntákn voru þá þegar bundin Miðjuhug- takinu og Hring, tólf steinum til að marka tíma og geira himins. Þetta var ein helzta tilgáta Baksviðs Njálu um eðli ins ís- lenzka heiðindóms — tólf árum áður en Danir fundu tákn sín. Tikn karls og konu — Klofakerling og Stafur — voru staðsett að Miðju hins helga himinhrings. Þar verður eining alls. Þar er Lífsins Lind. Sköpun veraldar er þar hátíðleg haldin með sköpun Manns. Kornkonungdæmið, sem táknað er með Hring Tíundanna 36, byggist á sköpun æðri máttarvalda. Hlutíöll þurfa að vera rétL Mörkun þarfað vera rétt. Lög byggjast i réttri sköpun, réttum mælingum. Lögur Lífsins ikvarðar lög samfélagsins. — eftir Einar Pálsson veraldar. En í vitund hvers manns er hann sjálfur miðja heims — þaðan er íhugað, þaðan er veröld skoðuð. Það liggur þannig Ijóst fyrir, að 26. tilgáta RÍM 1969 sagði rétt fyrir — í ótrúlegustu smáatriðum — um það er fannst í Héraskógi tólf árum síðar. Tré og Steinn Hitt munu fleiri skilja, hve gjörsamlega fjarstætt það virtist höfundi þessarar greinar — þá er tilgátan um Klofakerlinguna og Stafinn var fram sett — að á þess- ari öld mundi nokkurn tíma finn- ast í fornleifum staðfesting hug- myndarinnar. Svo ólíklegt virtist þetta, að nærri lá, að tilgátunni yrði sleppt. Þetta munu allir sjá, ef þeir hugsa sig um. Tré fúnar tiltölu- lega skjótt; ekki sýnist vegur, að neins konar hugmyndafræðilegar minjar úr tré finnist frá landnámi íslands. Að ímynda sér fund slíkra tákna frá árinu 2000 fyrir Krist — 3000 árum fyrr — virðist þannig gjörsamlega út í hött. Því skyldi ekki gleymt, að árið 1969 (raunar var tilgátan unnin miklu fyrr) hafði Klofakerling úr steini mér vitanlega aldrei fundizt — hvað þá heldur Klofakerling sem teflt var gegn Völsa af steini. Nærfellt óhugsandi sýndist því, að slíkt sönnunargagn kæmi nokkurn tíma í leitirnar. Enn ólíklegra mátti það heita, að jafnvel þótt slík tákn fyndust úr steini, þá mundi unnt reynast að tengja þau Miðjuhugtaki forn- aldar. Það er hins vegar meginat- riði í hinu hugmyndafræðilega samhengi, sem 26. tilgátan 1969 var út reiknuð eftir. Að sjá tilgátu, unna af útreikn- ingi á hugmyndafræði, staðfesta svo rækilega og nákvæmt í forn- leifum — er nánast eins og að sjá Klofakerling og Stafur í RÍM var skýrt fram tekið, að íslenzk heiðni hefði átt sér Klofa- kerlingu og Staf að táknum. Munu víst flestir verða furðu lostnir, þá er þeir lesa 26. tilgátu Baksviðs Njálu 1969: „Karlhöndin og kvenhöndin sameinast að Steinkrossi. Tákn hægri handarinnar er Klofakerl- ing, klofin grein. Tákn vinstri handarinnar er Stafur, óklofinn meiður. Staf og Klofakerlingu er beint að Miðju, að Dellings dyrum, þar sem Himinn og Jörð mætast. Þar verður eining alls, þar full- komnast Njörður í syni sínum, Frey, og báðir í samruna kynj- anna tveggja." Samanburðurinn Ekki mun öllum ljóst, hversu nákvæmlega þetta kemur heim við fornleifafundinn í Héraskógi. Því veldur einkum, hve fáir hafa gert sér grein fyrir hugtaki Miðju og Handar í fornum fræðum. I stúttri Morgunblaðsgrein er að sjálfsögðu ekki unnt að skýra þau flóknu tákn og þá miklu lærdóma sem þeim tengdust, en vísa má les- andanum á sjálft ritsafnið RÍM, þar sem mikið af þessu efni er tek- ið til meðferðar. Völsa afsteini ber við rauf Klofakerlingar. Þarna ætla danskir fornleifa fræðingar, að hið Helga Brúðkaup til æxlunar allri skepnu hafi farið fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.