Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
Minning - Brandur
Búason, verkstjóri
Fæddur 10. júlí 1896
Dáinnm 19. ágúst 1982
Brandur Búason, lengstum
verkstjóri Grænmetisverslunar-
innar, er í hópi þeirra manna, sem
mér eru minnisstæðastir á lífs-
leiðinni. Ég var ungur að árum,
þegar ég kynntist honum, en hann
þá fulltíða. Tókst fljótt með okkur
góð vinátta og síðar samstarf sem
bar engan skugga. Hefi ég í langan
tíma haft hug á að minnast þessa
merka manns, enda þótt ekki hafi
orðið úr framkvæmd fyrr. Nú eru
liðin rétt 2 ár frá dánardægri
hans.
Brandur var fæddur að Kollsá
við Hrútafjörð, sonur hjónanna,
er þar bjuggu, Guðrúnar Brands-
dóttur og Búa Jónssonar. Átti
hann ættir að rekja til traustra
bænda og kunnra klerka á Strönd-
um. Hann ólst upp í foreldrahús-
um til 12 ára aldurs, en fluttist þá
með ömmu sinni, Valgerði, að
Kollafjarðarnesi til séra Jóns
Brandssonar, prófasts, sem var
móðurbróðir hans. Fermdi séra
Jón frænda sinn. Valgerður var af
flestum kölluð „maddama" eins og
títt var um prestsekkjur. Brandur
hefir látið þess getið, að hann
ásamt öðrum barnabörnum Val-
gerðar hafi jafnan sagt „hin
mamma“, þegar við hana eða um
hana var talað. Segir sú nafngift
meira um samband hennar og
barnabarnanna en löng orðræða.
Tveimur árum áður en Brandur
fór til séra Jóns hafði fjölskylda
hans flutt að Litlu-Hvalsá, sem er
næsti bær við Kollsá.
Skólaganga var stutt. Hann
stundaði nám hjá séra Ólafi pró-
fasti Ólafssyni að Hjarðarholti í
Dölum, en undirbjó síðan inntöku-
próf upp í 2. bekk Verzlunarskóla
Islands, sem hann stóðst með
ágætum. Skömmu seinna varð
hann að hætta tímasókn vegna
fjárskorts.
Árin 1919—31 var Brandur af-
greiðslumaður í Riis-verzlun á
Borðeyri. Það starf var honum
boðið af verzlunarstjóranum
Heinrich Theódórs, og þótti
Brandi það að vonum merkilegt,
er hann hafði einmitt orðið að
hverfa frá þeirri ætlan sinni að
fara í Verzlunarskólann. Meðan
hann vann á Borðeyri, dvaldi hann
á heimili verzlunarstjorans og
konu hans, frú Ásu Guðmunds-
dóttur. Þar var myndarbragur á
öllu og gestkvæmt mjög. Frúin,
sem var stöðvarstjóri Pósts og
síma á staðnum, tók virkan þátt í
félags- og leiklistarlífi Borðeyrar.
Mun samneyti Brands við þessa
fjölskyldu hafa eflt þroska hans,
víðsýni og áræði.
Greint skal frá tveim atvikum
úr lífi hans á Ströndum, sem
varpa ljósi á skaphöfn hans og ör-
iagavefi. í fyrstu kaupstaðarferð-
inni, sem hann fór ungur drengur
til Borðeyrar, gerðist það, sem
hann kvaðst aldrei geta úrskýrt
fyrir sjálfum sér, hvað þá fyrir
öðrum, „nema eitthvað kynni að
vera til, sem menn kalla forlög".
Svo segir í viðtali við Brandi í
Tímanum — sunnudagsblaði 7.
nóvember 1971 í tilefni 75 ára af-
mælis hans 10. júlí 1971. Ennfrem-
ur segir þar:
„Ég var ekki fyrr kominn inn í
búðina en ég kom auga á brúðu.
... Hana vildi ég eignast. En eitt
er að óska sér, annað að fá óskina
uppfyllta. Og hér var alvarlegur
Þrándur í Götu. Hagalagðarnir
mínir voru ekki nándarnærri nóg-
ur kaupeyrir fyrir slíkt dýrmæti.
Móðir mín reyndi með öllu móti að
tala um fyrir mér. Ég gæti keypt
mér góðan vasahníf fyrir upptín-
inginn minn og kannski eitthvað
annað að auki. Auk þess væri það
alls ekki siður, að drengir ættu
brúður. En við mig varð engu tauti
komið. Ef ég fengi ekki brúðuna
þá arna, stóð mér á sama um aðra
hluti, svo vasahnífa sem annað.
Og þar við sat. Sjálfsagt hefir
mamma ráðstafað hagalögðunum
mínum, ég keypti að minnsta kosti
ekki neitt fyrir þá. Og ég fór frá
Borðeyri — ógrátandi að vísu —
en svo sárhryggur,að ég minnist
þess ekki að hafa nokkru sinni á
uppvaxtarárum mínum þolað ann-
an eins harm. ... Á þessum sól-
bjarta vordegi held ég, að ég hafi
lifað smækkaða mynd af ævisögu
minni eða með öðrum orðum
samþjöppun hennar í erfiðleikum
og söknuði eins dags.“
Hitt atvikið átti sér stað eftir að
Brandur var orðinn starfsmaður í
nefndri búð, Riis-verzlun. Um það
er smáþáttur í sömu heimild:
„Inn í búðina snaraðist ungur
maður, ljóshærður með liðað hár,
röskur í hreyfingum og allur hinn
myndarlegast. Þessi maður var
Þorvaldur Böðvarsson. ... Var
hann þá á leið til Stykkishólms til
þess að ganga þar í hjónaband
með heitmey sinni, Gróu
Oddsdóttur."
Frásögnin heldur áfram, þegar
þau hjónin eru komin aftur til
Borðeyrar:
„Öllum bar saman um, að Þor-
valdur væri með allra gjörvileg-
ustu mönnum, og ekki var kona
hans síðri hvað það snerti. í fylgd
með ungu hjónunum var einnig
Júlíana, systir Gróu. Var það mál
manna norður þar, að þær systur
væru fríðustu konur, sem þar
hefðu sézt nær því í manna minn-
um. Báðar voru þar ljóshærðar, og
féll hár þeirra, þykkt og gullið,
fast að beltisstað. Það var því
bjart og létt yfir hinum litla
ferðahóp, sem kom í Hrútafjörð-
inn þetta vor — og héraðið tók á
móti þeim opnum örmum."
Eftir stuttan búskap á Litlu-
Hvalsá með móðurinni, sem orðin
var ekkja, og síðan hestagæzlu hjá
Vegagerðinni á Holtavörðuheiði,
flutti Brandur til Reykjavíkur og
gerðist verkstjóri í Grænmetis-
verzlun ríkisins, sem stofnuð hafði
verið um þetta leyti (1936). Mun
það mega teljast hans aðalstarf,
sem hann stundaði samfellt til
ársins 1964, þegar hann var kom-
inn fast að sjötugu. Grænmetis-
verzlunin var frá 1956 kennd við
landbúnaðinn. í þessu starfi, sem
Brandur rækti af mikilli alúð,
varð hann að góðu kunnur fjöl-
mörgum borgarbúum og raunar
mönnum af landinu öllu. Um verk-
stjórn Brandar Búasonar segir
forstjóri Grænmetisverzlunarinn-
ar, Jón ívarsson, þjóðkunnur gáfu-
og athafnamaður (Tíminn — ís-
lendingaþættir 7. ágúst 1976.):
„Brandur hefir reynzt árvakur,
samvizkusamur og skyldurækinn
starfsmaður, sem hefir látið sér
annt um hag beggja aðila, bæði
stofnunarinnar sem hann vinnur
hjá og þeirra sem til hennar leita.
Að starfi sínu kom hann jafnan að
morgni fyrr en tilskilið var og
vann lengur án sérstakra launa
fyrir það. Hann vill vita hið rétta í
hverju máli og fylgja því fram, er
sannara reynist, svo að orð Ára
fróða séu notuð."
Það var á Holtavörðuheiði, sem
leiðir okkar Brands lágu saman.
Ég var þar einskonar vikadrengur
eða ekill (kúskur) við vegagerð hjá
Jóhanni Hjörleifssyni, verkstjóra,
sem gjarnan hafði hóp mennt-
skælinga í vinnu. Kom það sér
einkar vel fyrir fátækan nemanda
á kreppuárunum. Brandur sá um
kerruhestana, sótti þá í dögun og
skilaði þeim á beitiland að kveldi.
Hann var einmitt á hestbaki, þeg-
ar ég sá hann fyrst, og sat fákinn
eins og þeim einum er lagið, sem
með gripinn kunna að fara.
Brandur var góður klárunum á
heiðinni, líkt og vinir hans væru.
Hygg ég, að honum hafi ekki síður
þótt vænt um málleysingjana en
mannverurnar. Hann átti sjálfur
hesta, sem hann annaðist fram að
elliárum af kunnáttu og næmum
skilningi — og af slíkri natni jafnt
í húsi sem í haga, að unun var á að
horfa.
Nokkrum árum eftir að suður
kom, gerðist Brandur meðeigandi
veitingahúss, sem ég rak að
Laugavegi 28B (1941). Var það
upphaf að löngu og farsælu sam-
starfi. Ég leitaði oft til hans um
aðstoð, sem ætíð var fúslega í té
látin. Það var einkum varðandi
uppgjör og bókhald, því að maður-
inn var reikningsglöggur og skrif-
aði listahönd. Get ég ímyndað
mér, að starf hans í Riis-verzlun
undir handleiðslu Heinrich verzl-
unarstjóra hafi verið honum ekki
minni lærdómur og þjálfun en
Verzlunarskólinn, sem hann varð
að hverfa frá, hafði þá upp á að
bjóða.
Síðasta ævikaflann var Brandur
Búason dyravörður og þá nætur-
vörður á Arnarhvoli. Hann var
einn þeirra manna, sem enga
stund gat verið verklaus. Vinnan
var honum fyrir öllu. Henni vand-
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Öndveröarnesí,
fer fram frá Selfosskirkju, þriöjudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Jarö-
sett veröur í Kotstrandarkirkjugaröi.
Halldóra Bjarnadóttír,
Anna Bjarnadóttir,
Bjarni K. Bjarnason,
tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
VILHJÁLMUR SIGTRYGGSSON,
Túngötu 14, Húsavík,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 22. ágúst kl.
10.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Björgunarsveitina Vopna,
Vopnafiröi.
Kristrún Jóhannsdóttir
og börn.
t
Ástkær eiginkona mín,
ANNA HULDA SÍMONARDÓTTIR,
Þinghólsbraut 41,
Kópavogi,
veröur jarösungin þriöjudaginn 21. ágúst kl. 13.30 frá Fossvogs-
kirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélag fslands.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurpáll A. ísfjörö.
t
Hjartans þakklæti færum viö ykkur öllum sem meö hlýjum vinar-
hug vottuöu okkur samúö viö fráfall og útför sonar okkar og
bróöur,
HJALTA DAN KRISTMANNSSONAR,
Hamarsgötu 3, Fáskrúösfiröi.
Elsa Guörún Hjaltadóttir,
Kristmann Dan Jensson
og synir.
t
Þökkum auösýnda samúö vegna andláts,
SÆMUNDAR ÞÓRDARSSONAR,
Barónstíg 16.
Fyrir hönd aöstandenda,
Skarphéöinn Helgason.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúö og hlýhug
viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og
afa,
BENEDIKTS EGILS ÁRNASONAR,
endurskoöanda,
Sigríöur Pálsdóttir, Ásta Benediktsdóttir,
Kristrún R. Benediktsdóttir, Jón R. Kristinsson,
Ingibjörg K. Benediktsdóttir, Friörik Daníelsson,
Árni Benediktsson, Guöbjörg Ólafsdóttir,
Páll Benediktsson, Hildur Rögnvaldsdóttir
og barnabörn.
ist hann þegar í bernsku. Skortur
samfara striti fyrri hluta ævi-
skeiðsins kenndi honum að nýta
hverja stund. Hann var hófsemd-
armaður á alla hluti, mat og
drykk, klæðaburð og hversdags-
lega eyðslu. Hann ferðaðist á
reiðhjóli, hvernig sem viðraði, og
hirti ekki um að kaupa bifreið þótt
hann gæti það. Eitt sinn mælti
hann við mig þessi orð: „Hið mik-
ilverðasta fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið er að spara neyzluna,
lifa af því sem aflað er.“ Með elju-
semi og sparneytni komst hann í
talsverð efni, hygg ég, en hann var
þó aldrei naumur. Hann var gest-
risinn með afbrigðum, rausnarleg-
ur og gaf stórgjafir. Sumum vin-
um og vandamönnum lánaði hann
peninga í neyð, en gekk ekki fast
eftir greiðslum. Eru ótaldar þær
fjárhæðir, sem þannig glötuðust
honum.
Brandur Búason var meðalmað-
ur á hæð og hinn vörpulegasti.
Hann var óvenjulega náttúru-
greindur maður, las mikið, einkum
fræðilegar bókmenntir, og var
hann viðræðuhæfur um flest svið
mannlegs lífs. Tryggð hans við
vini var með eindæmum. Hann ól
önn fyrir bróður sínum Ásgeiri,
sem var fatlaður, og móður sinni,
aldurhniginni, í heimahúsum,
meðan þau lifðu. Hvorugt þeirra
var sent á stofnanir. Skyldurækni
hans og nærgætni við þessi ætt-
menni hans vakti aðdáun. Ég
kynntist móður hans, Guðrúnu
Brandsdóttur, allnokkuð síðustu
æviár hennar. Hún hafði þróað
með sér fagra og frjóa lífsskoðun,
sem ekki er ótítt um íslenzkt al-
þýðufólk, og enginn hefir betur
lýst en Matthías Johannessen, rit-
stjóri, í sumum viðtalsþáttum sín-
um.
Brandur var ritfær vel og hafði
glöggt auga fyrir fegurð, bæði í
náttúru og listum. Hann skynjaði
jafnvel dýrð náttúrunnar gegnum
þröngan gluggann á Grænmet-
iskjallaranum — líkt og skáldið
frá Þröm, sem lét sér nægja að sjá
brot himinsins úr fangaklefa sín-
um við Skólavörðustíg. Þannig
mælir Brandur í viðtali vegna 75
ára afmælis (sbr. tilvitnun hér að
framan):
„Þarna blasir við augum allt
það fegursta, sem Reykjavík hefur
upp á að bjóða: Fjallahringurinn
til norðurs með Akrafjall,
Skarðsheiði og Esju í allri sinni
litadýrð. Og svo eyjarnar, Engey
og Viðey, og sundin blá. A því er
ekki nokkur vafi, að þessi mikla
náttúrufegurð umhverfis Reykja-
vík hefir verið ómetanleg uppbót
mörgum þeim, sem hingað hafa
flutt úr víðsýnum og fögrum hér-
uðum. Svo var einnig um mig —
bæði vitandi og óvitandi.“
Næmleiki Brands virtist stund-
um ná út fyrir „landamærin" í
þeim skilningi, að hann sá hluti
fyrir og var berdreyminn. Þannig
skynjaði hann feigð bróður síns
Georgs, þegar þeir kvöddust
hinzta sinni, báðir ungir menn.
Georg var afburða stærðfræðing-
ur, sem innritaðist í Kaupmanna-
hafnarháskóla til verkfræðináms
að loknu stúdentsprófi í Reykja-
vík, en lézt sama vetur úr
spönskuveikinni.
Af fjórum systkinum Brands
lifir nú aðeins bróðir hans Her-
mann, sem var til skamms tíma
starfandi í Kaupfélagi Borgfirð-
inga, mætur maður og traustur í
alla staði.
Það lá ekki fyrir Brandi Búa-
syni að eignast Júlíönu — fremur
en brúðuna í Riis-verzluninni
forðum daga. Þó má ætla, að hann
hafi fellt hug til hennar. Árið 1942
hóf hann hjúskap með Guðrúnu
Halldórsdóttur, ættaðri af Snæ-
fellsnesi, fallegri konu og fram-
úrskarandi húsmóður, sem bjó
honum yndislegt heimili að Tóm-
asarhaga 53. Þau eignuðust eina
dóttur barna, Guðrúnu Ásu, sem
erft hefir eðliskosti foreldranna
beggja. Hennar maður er ólafur
Halldórsson, endurskoðandi. Þau
hjónin búa nú á Tómasarhagan-
um. Guðrún dvelur á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Blessuð sé minning Brands Búa-
sonar.
Reykjavík, í ágúst 1984
Magni Guðmundsson.