Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
Þorbjörg Halldórs
frá Höfnum - Minning
Fædd 18. ágúst 1904
Dáin 9. ágúst 1984
Frú Þorbjörg fæddist í Adding-
ton í íslendingabyggðum Mani-
toba í Kanada. Faðir hennar var
Helgi Bjarnason frá Hrappstöðum
í Víðidal. Föðurfjölskyldan fluttist
öll til Ameríku á árunum á milli
1890 og 1900 að undanskildum
Tryggva Bjarnasyni bónda og al-
þingismanni í Kothvammi, föður
Helga Tryggvasonar kennara og
þeirra systkina.
Móðir Þorbjargar, Helga Jó-
hannsdóttir, var systir Ólafíu Jó-
hannsdóttir. Móðir þeirra Ragn-
heiðar var úr hinum landskunna
systkinahópi Þorbjargar ljósmóð-
ur og Benedikts Sveinssonar al-
þingismanns. Helga var tvígift og
fluttist með fyrri manni sínum
vestur um haf en þar slitu þau
samvistir. Með síðari manni sín-
um, Helga, eignaðist hún 5 börn
og með þremur börnum Helgu af
fyrra hjónabandi var systkinahóp-
ur Þorbjargar átta börn. Tvær
systranna áttu eftir að flytjast til
Islands. Auk Þorbjargar var það
Elísabet sem giftist Thor Brand
síðar þjóðgarðsverði á Þingvöll-
um. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
skráði stuttar ævisögur þeirra
hjóna í bókina „Heim til Islands"
(Setberg 1967).
í ævisögu Elísabetar er m.a.
dregin upp allglögg mynd af kjör-
um systkinahópsins í uppvextin-
um á mörkum auðna Kanada í
nábýli við indíána og ýmsa harð-
neskju náttúrunnar, lengi vel í
bjálkakofum. Þegar Þorbjörg var
tíu ára fór hún í einskonar fóstur
til nöfnu sinnar og föðursystur og
manns hennar Páls Eyjólfssonar.
Frá heimili þeirra gekk hún í
skóla, fyrst barna- og gagnfræða-
skóla og síðan kennaraskóla 1
Saskatoon, Saskatchwan.
Eftir eins vetrar nám hóf Þor-
björg að kenna þá aðeins átján ára
að aldri en jafnframt sneri hún
sér af alvöru að því sem hafði ver-
ið hennar áhugamál frá blautu
barnsbeini, tónlistinni. Kirkjuorg-
elleikari var hún í heimabæ sínum
Wynyard þegar frá árinu 1921 en
árið 1925 lauk hún í Toronto kenn-
araprófi konunglega tónlistarskól-
ans í London í píanóleik. Árið 1926
lauk hún kennaraskólanum og
kenndi næstu árin á nokkrum
stöðum í Saskatchewan og Winni-
peg-
Á þessum árum kynntist hún
tilvonandi eiginmanni sínum, Sig-
fúsi Halldórs frá Höfnum, sem þá
var ritstjóri Heimskringlu og
mjög umsvifamikill í félagsstörf-
um Vestur-íslendinga. Trúlega
hafa þau kynni tekist í gegnum
tónlistina sem báðum var hugleik-
in. Sigfús var allnokkru eldri en
Þorbjörg og nánast heimsborgari,
með litríkan feril að baki, m.a. i
Austurlöndum fjær. Sigfús var
formaður heimferðarnefndar
Vestur-Islendinga á Alþingishá-
tíðina 1930 og daginn fyrir heim-
ferðina, hinn 11. júní 1930 giftust
þau og héldu „heim“.
Sú ferð varð aðeins aðra leiðina
og þá um haustið tók Sigfús við
skólastjórn og stýrði gagnfræða-
og iðnskólanum á Akureyri á ár-
unum 1930—1935. Þorbjörg
kenndi við gagnfræðaskólann og
þegar þau fluttust suður til
Reykjavíkur árið 1935 hóf hún að
kenna við Samvinnuskólann. Þar
kenndi hún til ársins 1949. Á
skólaárinu 1946—1947 tók hún við
vélritunarkennslu í Kvennaskól-
anum í Reykjavík og enskukennsl-
unni tveimur árum síðar. Um það
leyti mun heilsu Sigfúsar hafa
hrakað og framfærsla heimilisins
og barnanna tveggja færðist að
mestu eða öllu leyti yfir á herðar
Þorbjargar. Sigfús lést árið 1968
en Þorbjörg kenndi við Kvenna-
skólann til ársins 1974 að hún lét
Sœmundur Þórðar-
son - Minningarorð
Fæddur 29. október 1888
Dáinn 18. júlí 1984
Hann afi, Sæmundur Þórðar-
son, er dáinn. Hann fæddist I
Garðakoti í Mýrdal 29. október
1888. Foreldrar hans voru Guðrún
Finnsdóttir og Þórður Sigurðsson.
Hann fór í fóstur frá foreldrum
sínum til Sæmundar Árnasonar
bónda í Sólheimum og var afi þá
fjögurra ára. Hann var vinnumað-
ur í Fjósum eitt ár en fór síðan til
Reykjavíkur 19 ára gamall og
lærði trésmíði. Hann var 25 ára er
hann kvæntist Bergþóru Björns-
dóttur frá Króki í Gaulverjabæj-
arhreppi. Þau eignuðust ekki börn
en tóku dreng í fóstur, Skarphéðin
Þorkelsson, er þá var 6 ára, en
þetta var árið 1918. Þá voru Sæm-
undur og Bergþóra búin að kaupa
húsið Barónstíg 16 hér í Reykjavík
og þar bjó afi til æviloka. Þau
komu fóstursyni sínum til
mennta, en hann nam læknis-
fræði. Skarphéðinn kvæntist Láru
Björnsdóttur og eignuðust þau 6
börn. Tvö þeirra dóu ung. Afi
missti fósturson sinn árið 1950.
Fluttist þá ekkjan til afa og ömmu
með börnin. Ári síðar missti afi
ömmu. Lára tók þá við heimilinu
og ólu þau börnin upp í samein-
ingu. Tvö börn bættust við, sem
Lára eignaðist. Þeim gekk hann í
föðurstað jafnt og hinum.
Sæmundur afi var mjög hægur
maður, en skapfestan mikil. Hann
var skemmtilegur í viðræðum,
léttur og kátur. Hann hafði yndi
af að tefla og spila á spil. — Eig-
um við góðar minningar um
skemmtileg spilakvöld, sem aldrei
munu gleymast. Árið 1977 flutti
Lára frá afa, en Skarphéðinn son-
ur hennar og kona hans tóku við
búskapnum með honum. Lýsir það
vel hve viðmótsþýður maður hann
var og skemmtilegri skapgerð.
Vinir ungu hjónanna urðu góðir
vinir hans og komu oft til þess
eins að tefla, spila eða rabba við
hann.
Þó hann hafi verið orðinn mjög
fullorðinn var hann ern vel, las,
tefldi og fylgdist vel með öllu og
var óþreytandi að segja okkur frá
bernsku- og æskuárum sínum,
fyrir utan allan annan fróðleik,
sem hann miðlaði okkur af, bæði
úr bókum og frá atburðum þjóðar
og heims. Það vantar mikið þar
sem hann er horfinn og skarðið
stórt, en við eigum góðar minn-
ingar sem aldrei gleymast.
Það kom einstaka sinnum fyrir
að hann gleymdi nestinu sínu
heima og þá var maður sendur til
hans í vinnuna, en hann var verk-
stjóri í Rúllu- og hleragerðinni hjá
Ólafi Flosasyni. Oft var hann í
smiðjunni þegar maður kom og sú
sjón líður ekki úr minni að sjá
hann standa þar stóran og þrek-
mikinn taka járn úr eldinum með
þykkum vinnulúnum höndum.
Hann vann erfiðisvinnu frá barn-
æsku þar til fæturnir sviku hann,
þá kominn hátt á níræðisaldur.
Já, margs er að minnast er við
kveðjum hann afa. — Spilakvöld-
in, þegar systurnar á Lokastígnum
komu, bíltúrarnir út á Seltjarn-
arnes, til ólafar systur hans og
Gunnþórunnar og bílferðirnar til
þess að njóta sumarblíðunnar
uppi í sveit og stundirnar, þegar
maður hreiðraði um sig í stólnum
uppi í herberginu hans og átti
góða og rólega stund með honum.
Við eigum fjársjóð í minning-
um, sem geymast og aldrei glatast
er við kveðjum hann, öll barna-
börnin, barnabarnabörnin.
tengdabörnin, Finnur bróðir hans
í Noregi og frændfólkið þar. Bless-
uð sé minning afa.
Birna Skarphéðinsdóttir og
Skarphéðinn Helgason og
fjölskyldur.
Kransar og
kistuskreytingar|
Flóra,
Langholtsvegi 89,
sími 34111.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
af störfum fyrir aldurs sakir eftir
28 ára gifturíkt starf.
Það var löngu eftir að frú Þor-
björg hafði hafið störf við
Kvennaskólann að ég kom þangað
fyrst og kynntist þessari fíngerðu
og virðulegu konu. Frá fyrsta degi
var hún í mínum huga sérstök
fyrir ýmissa hluta sakir. Kynni
okkar urðu að vísu nær eingöngu á
vettvangi starfsins og jafnvel þar
aldrei mjög náin því að hún kom
mér a.m.k. fyrir sjónir sem mjög
hlédræg kona sem aldrei talaði
um sína hagi og hélt starfi og
einkalifi mjög aðskildu. Gerð
hennar var hins vegar þess háttar
að nærvera hennar og viðmót gáfu
vettvangi hennar svip og styrk.
Þetta og það að hún var þar í hópi
kennara eins og frú Salome Þ.
Nagel, Hrefnu Þorsteinsdóttur og
skólastjórans, dr. Guðrúnar P.
Helgadóttur, svo að nokkrar séu
nefndar af þeim ágæta hópi, gerðu
Kvennaskóíann að mjög sérstök-
um vinnustað. Frú Þorbjörg verð-
ur í mínum huga óafmáanlegur
hluti þessa hins gamla skóla í
fleiri en einum skilningi.
Frú Þorbjörg var tillögugóð og
jafnan jákvæð; í minningu minni
alltaf með léttu yfirbragði sem gaf
umhyggju hennar fyrir skóla-
starfinu og kennslunni aukið vægi.
Nákvæmni hennar, fumleysi og
sjaldgæflega fáguð framkoma
49
kölluðu ósjálfrátt á hið sama í
umhverfi hennar.
Þetta var hennar styrkur í
kennslunni sem í fáum orðum sagt
fórst henni frábærlega vel úr
hendi. Ef til vill hefur nemendum
hennar á stundum fundist hún
nokkuð eftirgangssöm og sumt
jafnvel jaðra við smásmygli. Ég
hygg þó að allir hennar nemendur
séu henni þakklátir fyrir þá ögun
og nákvæmni sem hún tamdi
þeim. I eðli hennar var heldur
engin smásmygli heldur var að-
ferð hennar af ætt listarinnar sem
veit að það eru hinir fínu drættir
og mjúku tónar sem gefa hinu
endanlega verki gildi og yfirbragð
vandaðra vinnubragða.
Nú er hún fallin frá þessi ágæta
kona sem manni virtist þrátt fyrir
háan aldur vera síung. Það er
þeim sem lifa huggun að minnast
þess að hún naut um skeið frið-
sællar en þó um leið athafnasamr-
ar elli við allgóða heilsu allt fram
undir það sfðasta. Ég sendi börn-
unum, Þuríði og Halldóri, samúð-
arkveðjur og þakka um leið hlý-
legt viðmót móður þeirra ásamt
ýmislegri uppörvun sem hún veitti
mér í starfi alla tíð. Ekki síst
stendur Kvennaskólinn í Reykja-
vík í þakkarskuld fyrir að hafa svo
lengi notið krafta frú Þorbjargar
og skal það hér með þakkað svo
vel sem orð duga.
Aðalsteinn Eiríksson
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
sonar míns,
JÓNATANS VALGARÐSSONAR.
Valgaröur Jónatanason,
Jónína Pálsdóttir.
t
Þökkum af alhug öllum þelm, nær og fjær, sem sýnt hafa okkur
samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur,
tengdafööur, afa og bróöur,
JÓNS S. ÓLAFSSONAR,
skrifstofustjóra,
Hávallagötu 3,
og viröingu þá sem minningu hans var sýnd. Guö blessi ykkur.
Erna Óskarsdóttir,
Ólöf S. Jónsdóttir, Kjartan Gíslason,
Óskar G. Jónsson, Þórunn H. Matthlasdóttir,
Herdís Þ. Jónsdóttir, Ingi Sverrisson,
Halla G. Jónsdóttir,
barnabörn og systkíni hins látna.
Legsteinar
granít — marmari
^0lanCt xf.
Opið kvöld Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
og helgar símar 620809 og 72818.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
Legsteinar
Framleidum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
_______um gerð og val legsteina._
!| S.HELGASON HF
ISTEINSMHMA
■
SKEMMUVEGI 48 SÍMI 76677