Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
Hverra von-
ir byggjast
á verðbólgu?
„Versti óvinur
allrar uppbygg-
ingar og
framleiðslu... “
„Stuðlar að
aukinni
misskiptingu
þjóðartekna“
£
Verðbólgan hefur fært tekjur
i
og sparifé almennings til
skuldakónga, bæði til að standa
undir ófhófseyðslu þeirra og til að
fjármagna atvinnurekstur þeirra
og byggingastarfsemi.
A Verðbólgan elur alls kyns afæt-
ur og heidur við stórkostlegri
þjóðfélagslegri sóun.
* Almennt má því segja að verð-
bólgan þjóni þeim sterku í efna-
hagslífinu og stuðli að aukinni
misskiptingu þjóðartekna borg-
arastéttinni í hag...
* Tvímælalaust refsar verðbólg-
an þeim aðilum sem hygðust koma
ár sinni fyrir borð með tilstilli
hinna fornu dyggða frumkapítal-
ismans, sparnaði, nýtni og ráð-
deild.
* Verðbólgan veikir þær atvinnu-
greinar, sem eiga gengi sitt undir
verðlagi á erlendum mörkuðum,
og er það sjávarútveginum sérlega
háskalegt... Af völdum hennar
vex tilhneiging til fjárfestingar en
síður í framleiðslugreinum — og
sízt við útflutningsframleiðslu ...
* Verðbólgan leiðir til stöðugs
skorts á rekstrarfé hjá fram-
leiðslufyrirtækjum og rekstrar-
truflana af þeim sökum. Hún
skekkir áætlanir fyrirtækja um
framleiðsluhagnað og raskar yfir-
leitt öllum rekstrarviðmiðunum
þeirra. Á svipaðan hátt leikur hún
einstaka opinbera aðila.
A Verðbólgan er þannig einhver
versti óvinur allrar uppbyggingar
og framleiðslu. Peningamagninu
er ekki beint inn á þær brautir,
sem skila mestum arði í þjóðar-
búið til lengdar ...“
Framangreindar tilvitnanir er
að finna í „Stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins", sem gefin var út
1975 og endurútgefin 1981, bls.
62—64. Til þessarar stefnuskrár
er vitnað í athugasemd frá rit-
stjórum Þjóðviljans 10. ágúst sl.
og hún talin stefnumarkandi fyrir
blaðið á líðandi stund.
Ríkisvaldið hafnar alfarið kröfum BSRB á fyrsta samningafundi deiluaðilæ
80 % verðbólga myndi af hljótast
næðu kröfur BSRB fram að ganga-i
- segir Geir H, Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra X \ 1
..........Ili|||ii«|,‘. )).'
Við erum ekki lengi að koma stjórninni frá ef okkur tekst að særa þennan déskota upp!!
Upphaf óðaverðbólgunnar
Stöðugleiki í verðlagi og ís-
lenzku efnahagslífi í það heila tek-
ið hefur ekki verið meiri í sögu
lýðveldisins en á tólf ára ferli við-
reisnar, samstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks,
1959—1971. Meðalársvöxtur dýr-
tíðar fór yfirleitt ekki yfir 10%
allt þetta tímabil og var oftlega
langt undir þeim mörkum. Við-
reisnin hjó á hnúta hafta og hnik-
aði þjóðarbúskapnum verulega
nær því frjálsræði sem mótar at-
vinnulíf hins vestræna heims.
Árið 1971 sezt vinstri stjórn við
völd, m.a. með aðild Alþýðubanda-
lagsins. í kjölfar hennar hefst
óðaverðbólga, sem skók íslenzkan
þjóðarbúskap til skamms tíma.
Verðbólga, sem var um 50%
1974/75, næst að vísu niður fyrir
30% á miðju ári 1977, en fer á ný
úr böndum vegna óraunhæfra
kjarasamninga það sama ár. Síð-
an steig verðbólgan jafnt og þétt
unz hún náði 130% hraða á fyrsta
ársfjórðungi liðins árs. Án efna-
hagsráðstafana, sem þá var gripið
til, hefði verðbólga farið í
170—180% fyrir sl. áramót.
Verðbólgan skekkti samkeppn-
isstöðu innlendrar framleiðslu,
heima og heiman. Framleiðsla,
sem bjó við 60% árlega tilkostnað-
arhækkun, eins og raun var á
1980, að ekki sé talað um 130%
tilkostnaðarhækkun, eins og hér
var á fyrsta ársfjórðungi liðins
árs, stóð hörmulega að vígi í verð-
og sölusamkeppni við erlenda
framleiðslu með 5—10% árlegt
verðris.
Nauðvörnin í óðaverðbólgunni
var tvíþætt:
1) Gengisfall, sem gerði at-
vinnurekstrinum kleift að greiða
kostnað sinn með smærri krónum,
Merkur barnalæknir, Michel
Odent, er búinn að skipta um
skoðun, rétt eins og starfsbróðir
hans, Benjamin Spock. Undanfarin
ár hefur það verið tízka að leggja
hart að feðrum að vera viðstaddir
fæðingu barna sinna, en þessi
franski læknir sem hefur haft for-
göngu um nýjungar á sviði fæð-
ingarhjálpar er nú kominn á þá
skoðun að návist feðra við fæðingu
geti fremur verið til vanza en góðs.
í nýjustu bók sinni um hina
frægu fæðingarstofnun sína i
Pithiviers þar sem hann hefur
leiðbeint 10 þúsund mæðrum við
fæðingu skýrir Odent frá því að
nú hafi hann komizt að þeirri
niðurstöðu að það sé í þágu bæði
lækna og foreldranna að feður
dragi sig nú í hlé og láti sér
framvegis nægja að æða um
gólfið í biðstofunni fyrir framan
fæðingarstofuna eins og áður
tiðkaðist.
Mæður hafa komið hvaðanæva
að úr veröldinni til að ala börn
sín undir handarjaðri Odents
sem ýmist lætur þær sitja á
hækjum sér á meðan fæðingin
fer fram, standa eða liggja í
vatni — ævinlega án deyfingar
og oftast í viðurvist feðranna.
Nú orðið eru 90% feðra við-
staddir fæðingu í sjúkrahúsum.
Það hefur frá upphafi verið til-
gangur Odents að gera sem
minnst úr hlutverki læknis við
fæðinguna og stuðla að því að
fæðingin verði á ný „mál kon-
unnar". Hvað veldur því að hann
hefur nú skipt um skoðun?
„Það er ekki eðlilegt," segir
hann.
„í öllum helztu menningar-
þjóðfélögum hafa konur alið
börn sín með aðstoð mæðra
sinna, frænkna og nágranna-
kvenna en ekki karlmanna. Það
var ekki litið svo á að konur
hefðu það næði sem þeim er
Faðirinn til trafala
við fæðinguna?
Nýjar hugmyndir Odents vekja undrun
nauðsynlegt er þær ala börn ef
karlmaður væri viðstaddur. Það
er sjálfsagt ekki að ástæðulausu
að þessi venja varð til,“ bætir
hann við.
Hann letur makann ekki til
þess að vera við fæðingu og hann
neitar því heldur ekki að slíkt
geti verið til bóta.
En hann heldur því fram að
iðulega dragist fæðingin á lang-
inn er makinn er viðstaddur.
Sumir feður eru svo taugaveikl-
aðir að konur þeirra smitast af
kvjða þeirra og það truflar hríð-
arnar.
Kvíðafullir feður eiga það til
að tala of mikið. Ráðríkum feðr-
um hættir til of mikillar af-
skiptasemi. Þeir láta sér of annt
um konur sínar þegar þær þrá
ekkert fremur en frið og ró. Slík-
ir feður eru iðulega til trafala
þegar þeir koma með sínar vel
meintu en ástæðulausu ráðlegg-
ingar.
Fyrir kemur að agnúar í sam-
bandi foreldranna koma upp á
yfirborðið á meðan á fæðingunni
stendur. En þær konur eru mjög
fáar sem þora að lýsa því yfir að
þær kjósi fremur að makinn sé
fjarverandi og þeir feður eru
líka fáir sem þora að segja að
þeir vilji helzt ekki vera við-
staddir áf því að nú má heita
alsiða að þeir séu við fæðinguna.
Odent heldur því líka fram að
*
Michel Odent
konur þurfi ekki endilega á að
halda samskonar næði í fæðing-
unni og þær þurfa á að halda er
þær sinna mökum sínum. Svo
dæmi sé nefnt, segir Odent, þá
getur að því komið að konan
þurfi að tæma endaþarminn.
Undir eðlilegum kringumstæð-
um mundi hún ekki gera það í
návist maka síns. Við vitum ekki
hvaða áhrif þetta gæti haft á
kynlíf hennar og makans þegar
frá líður. Kannski kynþokkinn
þurfi að vera dálítið leyndar-
dómsfullur ef hann á að endast
og kannski konan þurfi að fá að
halda einhverju leyndu fyrir
manni sínum. Væri ég kona í
kvenfrelsishreyfingunni þá
mundi ég óttast að þátttaka
karla í fæðingunni væri ekki
annað en liður í áhrifum þeirra
og yfirráðum á þessu sviði, segir
hann, um leið og hann leggur
áherzlu á að Ijósmæður og aðrar
mæður séu betur til þess fallnar
að láta í té stuðning við barns-
burð en faðirinn.
Ekki eru allir á sama máli og
Odent. Belinda Ackerman er fé-
Iagi í Samtökum róttækra ljós-
mæðra í Bretlandi, en samtökin
halda fram þeim rétti mæðra að
ákveða sjálfar hvar og hvernig
þær ali börn sín. Hún segir:
„Vissulega lítum við á okkur sem
femínista og það er okkar
reynsla að feður séu yfirleitt
mjög æskilegir við barnsburð.
Þeir trufla alls ekki konur sínar.
Flestar konur vilja hafa föður-
inn nálægt sér er þær ala börn
og ef þær vilja það ekki þá láta
þær það í Ijós. Öft fer fæðingin
að ganga betur er faðirinn kem-
ur á vettvang."
Greta Balfour sem starfar við
Royal College of Midwives er
einnig mjög hlynnt því að feður
séu viðstaddir fæðingu: „Er ég
hóf ljósmóðurstörf árið 1963
voru feður ekki viðstaddir fæð-
ingar sem fram fóru í sjúkrahús-
um. Það tók þá sinn tíma að
skilja að þeir voru orðnir hluti af
fjölskyldu því að þeir komu bara
í heimsókn eins og vinir og
vandamenn. Feður sem við-
staddir eru fæðingu eru langtum
blíðari og líklegri til að láta
börnum sínum í té ástúð og taka
þátt í umönnun þeirra. Eg hef
engan hitt sem segist óska þess
að hann hefði ekki verið við fæð-
ingu en að sjálfsögðu verður fólk
að ráða þessu sjálft."
Svo Michel Odent gæti mætt
andstöðu af hálfu kvenna jafnt
sem karla varðandi þennan
boðskap, en hann leggur áherzlu
á að ekki beri að skilja hann svo
að um einhvern stórasannleik sé
að ræða. „Ég er ekki að koma á
framfæri neinum algildum sann-
indum," segir hann, „ég hef það
bara sterklega á tilfinningunni
að það þurfi að meta vandlega
hlutverk karla við barnsburð áð-
ur en við gerum það að föstum
lið í menningu okkar.“
En hefur þetta ekki í för með
sér að læknirinn sé þá um leið að
útiloka sjálfan sig frá starfi
sínu? „Jú,“ segir hann. „Mér
finnst vandi í því fólginn að vera
karlmaður í þessu starfi. Ég
velti því fyrir mér í fullri alvöru
að hætta störfum sem fæð-
ingarlæknir. Karlmenn hafa
enga möguleika á því að verða
sér nokkru sinni úti um reynslu
og vitneskju um hvað það felur í
raun og veru í sér að ala barn,“
segir hann og það er ekki Jaust
við að þessi staðreynd virðist
valda honum mikilli hryggð.
(Úr The Observer)