Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
51
í ÞINGHLÉI
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Hér má sjá forsíðu „Stefnuskrár Alþýðubandalagsins“ endurút-
gáfu 1981. Inn á forsíðuna eru settar tvær málsgreinar úr verð-
bólguþætti stefnuskrárinnar, sem er að finna á bls. 62 til 64 í
ritlingnum.
STEFNUSKRÁ
ALPÝeUBANDALASSINS
GefiS út
samkiamt samþykktum 3ja landsfundar flokksins,
sem haldtnn var t nóvemher 1974
M Almennt má því segja að verðbólgan þjóni þeim
sterku í efnahagslífinu og stuðli að aukinni misskiptingu
þjóðartekna borgarastéttinni í hag. Tvímælalaust refsar
verðbólgan þeim aðilum sem hygðust koma ár sinni
fyrir borð með tilstyrk hinna fornu dyggða frumkapítal-
ismans, sparnaði, nýtni og ráðdeild."
• * Verðbólgan er þannig einhver versti óvinur allrar upp-
byggingar og framleiðslu. Peningamagninu er ekki beint
inn á þær brautir, sem skila mestum arði í þjóðarbúið til
lengdar þótt seinfærar kunni að vera, heldur inn á braut-
ir þar sem peningarnir ávaxtast á skjótastan hátt án
nokkurs tillits til arðsemi þeirra fyrir þjóðarbúið í heild.'1
REYKJAVÍK
MIÐSTJÓRN ALÞÝÐUBANDALAGSINS
1981
2) Eigið fé fyrirtækja ázt upp.
Skuldasöfnun, innanlands og er-
lendis, fór hríðvaxandi. Viðskipta-
halli hrannaðist upp.
Gallinn við þessa lausn var sá
að hið stanzlausa fail íslenzka
gjaldmiðilsins hækkaði sífellt all-
an erlendan kostnað, aðföng og
greiðslubyrði erlendra skulda.
Þegar verðbólgan fór yfir á annað
hundraðið var sýnt að skammt
yrði í stöðvun fjölda fyrirtækja og
víðtækt atvinnuleysi.
Launahækkanir, sem um samd-
izt, hurfu jafnhraðan í verðbólgu-
hítina. Á árabilinu 1972—1980
hækkaði kaup í krónum talið um
900% en kaupmáttur launa jókst
aðeins um 9%.
Atvinnuleysi og
efnahagslegt hrun
Þegar Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, mælti fyrir
frumvarpi til laga um ráðstafanir
í ríkisfjármálum, peninga- og
lánsfjármálum 4. maí 1984 sagði
hann m.a. um viðblasandi vanda
verðbólgu og samdráttar í sjávar-
útvegi og þjóðartekjum:
„Þessir erfiðleikar í efnahags-
málum eru þeir mestu sem þjóðin
hefur átt við að glíma frá stofnun
lýðveldisins. Áhrifin urðu meiri og
alvarlegri vegna þess að ekki náð-
ist samstaða um nægilega ákveðn-
ar og harðar viðnámsaðgerðir á
árinu 1982 og í upphafi árs 1983.
Afleiðingin varð verðbólga, sem
samkvæmt framfærsluvísitölu 1.
maí á sl. ári (1983) var yfir 130%,
þegar ársbreytingar þriggja mán-
aða vóru reiknaðar til árshraða.
Með erlendar skuldir þjóðarinnar
í hámarki var ljóst að slík verð-
bólga hlaut að leiða til stöðvunar
atvinnuveganna, atvinnuleysis og
efnahagslegs hruns. Því varð að
forða. Það gerði núverandi ríkis-
stjórn með róttækum aðgerðum í
efnahagsmálum."
Fyrsti áfangi í efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar náðist fljótt og
vel. Það tókst að ná verðbólgu
niður fyrir 20%. Þessum árangri
má alls ekki glutra niður með við-
líka hætti og gert var árið 1977.
Það þarf að tryggja viðvarandi
stöðugleika í íslenzkum þjóðar-
búskap, eftir því sem í valdi þjóð-
arinnar stendur. Við það þurfa
framhaldsaðgerðir að miðast.
Stjórnarflokkarnir þinga nú um
framhaldið. Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
leggur áherzlu á fimm kjarnatriði,
varðandi framhald stjórnarsam-
starfs, stefnumörkun, markmið og
leiðir. í fyrsta lagi að stöðugt
gengi verði áfram kjarni efna-
hagsstefnunnar. f annan stað að
verðbólgu verði áfram haldið i
skefjum með framlengingu banns
við vélrænni, sjálfvirkri uppskrúf-
un verðlags og launa (vísftölu). í
þriðja lagi að stuðlað verði að auk-
inni framleiðni í hefðbundnum at-
vinnugreinum, samhliða því sem
verðmyndunarkerfi búvöru verði
breytt og sjávarútvegur felldur að
breyttum rekstrarskilyrðum.
Fjórða skrefið verði grundvöllur
að nýsköpun íslenzks atvinnulífs,
bæði með almennum aðgerðum og
kerfisbreytingu, og auknum
orkuiðnaði, sem breyti fallvötnum
í vinnu og verðmæti. Loks verði
gerð áætlun um núllvöxt ríkis-
útgjalda til að skapa svigrúm fyrir
vöxt í atvinnulífinu.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, orðaði þetta svo í
þingræðu, sem vitnað var til hér
að framan: „í öðrum áfanga er
ætlunin að koma á viðunandi
heildarjafnvægi í þjóðarbúskapn-
um, þannnig að ekki þurfi stöðugt
að grípa til bráðabirgðaaðgerða,
sem hafa í alltof ríkum mæli ein-
kennt hagstjórn hér á landi í mörg
ár. Þessu markmiði hyggst ríkis-
stjórnin ná með hefðbundnum
hagstjórnaraðferðum, fjármála-
og peningastefnu og almennum
reglum, sem aðilum efnahagslífs-
ins eru kunnar þannig, að þeir geti
tekið sínar ákvarðanir á eigin
ábyrgð".
Vekjum ekki upp
verðbólguna
Sú var tíðin að talsmenn verka-
lýðsfélaga vildu meta hjöðnun
verðbólgu til kjarabóta. Það var á
þeim tíma þegar „Stefnuskrá Al-
þýðubandalagsins" tíundaði fylgi-
kvilla verðbólgunnar, sem yki
fyrst og fremst á auð hins ríka en
eyddi jafnóðum „kjarabótum"
hinna verr settu.
Kjararýrnun, sem orðin er, á
ekki sízt rætur í þrennu: sam-
drætti þjóðartekna, kostnaði við
erlendar skuldir og rangri (óarð-
bærri) fjárfestingu. „Skuldirnar
við útlönd gleypa árlega upphæð,
sem annars gæti gengið til að
hækka kaupgjald í landinu um allt
að 15%,“ segir Björn Steffensen
endurskoðandi í ágætri Morgun-
blaðsgrein 23. maí sl.
Já, víst hefur samdráttur þjóð-
artekna skert almennan kaupmátt
tilfinnanlega. Óhjákvæmilegt er
að rétta hlut þeirra sem efna-
hagskreppan hefur bitnað harðast
á. En kröfugerð, sem fram hefur
verið sett, stefnir fremur til verð-
bólgu en stöðugleika.
„Miðað við að það verði 30% al-
menn launahækkun í landinu 1.
september, er spáð 80% verðbólgu,
í stað þeirrar 10% verðbólgu, sem
spáð var að óbreyttu ástandi.
Svona kröfugerð er alveg út í blá-
inn og gerir engum gagn og stefnir
efnahagsárangrinum í verulega
hættu," sagði Geir H. Haarde, að-
stoðarmaður fjármálaráðherra,
um kröfugerð BSRB. Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Vf, telur kröfugerð þessa leiða af
sér 2.500 m.kr. aukna skattheimtu,
eða 15 þúsund króna meðaltals-
skattahækkun hjá hverjum skatt-
greiðenda.
Það er mjög mikilvægt að við-
ræður og væntanleg stefnumörk-
un stjórnarflokkanna leiði til auk-
ins trúnaðar milli ríkisstjórnar-
innar og almennings. Án al-
mannatrausts gagnast engin rík-
isstjórn samfélaginu til lengdar.
Forystumenn Alþýðubandalags-
ins mega svo gjarnan glugga í
stefnuskrá flokks síns, sem þeir
hafa efalaust samið, og gefið út
tvisvar. Þar er engin tæpitunga
töluð: „Verðbólgan er einhver
versti óvinur uppbyggingar og
fra'mleiðslu... “ og „þjónar þeim
sterku í efnahagslífinu og stuðlar
að aukinni misskiptingu þjóðar-
tekna...“
Verðbólgukröfur eru varla það
sem þjóðin þarfnast mest í dag.
!
Garðar Hólm
Pálsson — Minning
Fæddur 2. janúar 1916
Dáinn 31. júlí 1984
„Gott er sjúkum að sofna
meðan sólin er aftanrjóð
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
(D.St.)
Óljúft, og með trega, sting ég
niður fjöðurstaf til að rita eftir-
mál, en falinn er sjónum og falinn
Guði, Garðar, tengdafaðir minn,
ekki svo ýkja aldri orpinn, en far-
inn að heilsu.
Höfðum við þekkzt í tæpan tug
ára og oftast, er leiðir okkar skár-
ust, ræddum við okkar sameigin-
lega áhugamál, þ.e. Gretlu, Eglu
og annan fornan íslenzkan fróð-
leik.
Skvetti hann þá oft ótæpilega úr
þeim vizkubrunni á mannamótum.
Ekki ætla ég að lesa mig upp né
niður hans ættartré, en þess í stað
að mínnast á hans stærstu stoð,
Gauju Pálma, eins og allir kalla
hana, þar fer vammi firrt vild-
arfljóð, og væri gulli betra að fá
fleiri slíkar.
Synd þykir mér það ungum að
hafa ekki kynnzt Garðari er kraft-
urinn, sem og kjarkurinn voru
ófúnir í leik og starfi undir hádeg-
issól, en Guð einn semur tímans
sjónarspil.
Garðars rætur liggja til Deild-
ardals í Skagafirði, þeim víða sal
með söng sinn og sögur.
Ekki tróð hann menntaveginn,
en skilaði þó sínu lóði til sinna
niðja og barði sér eigi á brjóst, né
vílaði hætishót.
Nú er hann kominn á ódáins-
vellina, blessaður, á undan oss,
hefur losnað úr helsjúkum ham.
Já, oft erum við minnt á hrynj-
andina í ríki náttúrunnar, samspil
lífs og dauða, þann darraðardans
er lífið kviknar og loks kiknar.
Já, gott er lúnum að liggja í
Guðs ranni, verndi og vermi þig
góðar vættir.
Far vinur í friði. Blessuð sé
hans minning í hugum og hjörtum
aðstandenda.
„En mér finnst alltaf moldin fara að anga
er myrkvast loft og sér ei handaskil.
Og þegar menn frá grafreit mínum ganga
þá gleymist það, að ég hef verið til.
Þá verður eiltf þögn um minning mína,
um mínar ástir, ljóð og strengjaspil.
Og dagar, ár og aldir koma og dvína,
en aldrei hættir dauðans stjarna að skina."
(Davíð Stefánsson)
Friðgeir
Hluti þátttakenda á endurmenntunarnámskeiðinu á Varmalandi. Ljósmynd: Þórhallur Bjarnason.
Félög ensku- og dönskukennara með
sameiginlegt endurmenntunarnámskeið
ÞESSA viku stendur yfir endur-
menntunarnámskeið á Varmalandi í
Borgarfirði á vegum félags dönsku-
kennara og félags enskukennara í
samvinnu við Kennaraháskóla ís-
lands og endurmenntunarstjóra Há-
skóla íslands. Námskeiðið er um að-
ferðafræði í kennslu erlendra tungu-
mála og verið er að kynna nýjar
hugmyndir á því sviði. Blaðamaður
ræddi við llafdísi Ingvarsdóttur sem
er í stjórn félags dönskukennara um
námskeiðið.
„Við erum svo lánsöm að hafa
fengið hingað afbragðs leiðbein-
endur, þær Marion Geddes og Jan-
et Price. Marion Geddes, sem er
ensk, er þekktur fræðimaður í
sínu heimalandi, hún hefur ferð-
ast um allan heim og haldið nám-
skeið fyrir kennara og hefur auk
þess samið fjölda námsbóka á
sviði tungumálakennslu. Janet
Price, sem kostuð er af British
Council, hefur áður haldið nám-
skeið hér á vegum félags ensku-
kennara. Við erum mjög ánægð
með hvernig námskeiðið hefur
tekist, en hér eru kennarar frá
öllu landinu og af öllum skólastig-
um upp að háskólastigi. Þetta er í
fyrsta skipti sem tvö fagfélög
tungumálakennara halda nám-
skeið af þessu tagi. Við höfum líka
haft mikla samvinnu við félög
þýsku- og frönskukennara þó að
þau hafi ekki getað verið með
okkur á þessu námskeiði." sagði
Hafdís, en félögin voru einnig með
námskeið í Reykjavík í síðustu
viku.
„Námskeiðin hafa verið vel sótt,
en á þessu námskeiði eru tæplega
30 kennarar, en um 50 sóttu nám-
skeiðið í Reykjavík. Það er greini-
lega mikill vilji hjá kennurum að
notafæra sér endurmenntunar-
námskeið á sviði fræðigreinar
sinnar.Kennsluaðferðir hafa lík-
abreyst mjög mikið í tungumálum
á síðustu árum, og námsbækur að
sama skapi. Við erum að reyna að
gera kennsluna þannig að nem- 1
endur verði virkir málnotendur en
ekki aðeins óvirkir hlustendur eða
lesendur. Það sem er einnig mjög
gagnlegt við þessi námskeið er að
hér koma saman kennarar af öll-
um skólastigum og bera saman
bækur sínar. Það getur stuðlað að
mun meiri heild í tungumála-
kennslu milli skólastiga."
Koma þá kennarar til með að
vinna meira saman eftir nám- j
skeiðið? „Mér finnst mjög líklegt
að það verði myndaðir starfshópar 1
á næstunni sem hafi einhverja j
samvinnu næsta vetur,“ sagði
Hafdís að lokum. Annar skipu- \
leggjandi þessa námskeiðs er Auð- f
ur Torfadóttir formaður félags
enskukennara. Námskeiðinu lýkur
á föstudaginn.