Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 24
104 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 „Að morgni þriðjudags- ins 5. febr. 1889 var tjaldiö dregið frá og ég kastaði grímunni í eitt skipti fyrir öll, gekk upp í vitnastúkuna og kom fram í réttu gervi: Eng- lendings, sem var stolt- ur af landi sínu og blygðaðist sín ekki vit- und fyrir feril sinn í þjónustu þess.“ Sá sem þetta mælti í einhverjum frægustu réttarhöldum síns tíma kallaði sig Henri Le Caron majór. Hann var 47 ára gamall og hafði í rúm 20 ár verið félagi í írska lýðveldisbræðra- laginu (IRB), leynifélagi sem var stofnað 1858, og gefíð brezkum yfír- völdum nákvæmar skýrslur um starf þess. Le Caron hefur senni- lega verið einn hugrakk- asti njósnari sögunnar. Grunur féll á hann einu sinni, en hann bjargaði sér með því að halda því fram að ástæðan væri alkunnur ofsóknarótti írskra lýðveldissinna. Hann naut trausts í æðstu stjórn þeirra til loka. Hann var bindindis- maður, en hélt vináttu drykkfelldra íra. Því drukknari sem þeir urðu, því meira sögðu þeir honum og því minna sagði hann þeim. Hjá þeim fékk hann ná- kvæma vitneskju um allt sem þeir vissu um hjálp bandarískra stuðn- ingsmanna, fyrirhuguð sprengjutilræði og her- gagnasendingar til ír- lands. Staðhæft er að miðað við hann hafí Philby verið viðvaning- ur. Frá þessum manni segir í nýrri bók eftir J.A. Cole með því viðeig- andi heiti „Prins njósn- aranna“. Hér er þó að- allega stuðzt við grein eftir Charles Curran. Njósnarí njósnaraima Um aldarfjórðungsskeið var fyrrverandi majór úr banda- ríska landhernum leynilegur útsendari Breta í röðum írsk- ættaðra þjóðernissinna í Bandaríkjunum f Wk írska bræðralagið Le Caron hét réttu nafni Thom- as Billis Beach og var fæddur í Colchester í Essex, þar sem faðir hans var innheimtumaður. Sextán ára gamall hnuplaði hann pen- ingaskríni systur sinnar og flúði til Parísar, þar sem hann fékk starf í kauphöllinni. Meðal við- skiptavina hennar voru Banda- ríkjamenn og hann slóst í för með þeim þegar þeir sneru heim er þrælastríðið brauzt út 1861. Hann gekk í her norðanmanna og kallaði sig Henri Le Caron, Frakka. Hann barðist unz strfðinu lauk, særðist og náði majórstign. 1 apríl 1865 gekk hann að eiga stúlku frá Virginíu, sem hann kynntist í Nashville. Hún bjargaði honum úr klóm Suðurríkjaher- manna, sem tóku hann til fanga. í Nashville hitti hann kunn- ingja úr hernum, John O’Neill ofursta, félaga f (IRB). Félagar IRB kölluðu sig Feníana. Stjórn Lincolns forseta notaði IRB í stríðinu til að fá menn til herþjónustu og efla stuðning írsk- ættaðra manna við málstað Norð- urríkjanna. William Seward utan- ríkisráðherra gaf í skyn að Banda- rfkjamenn mundu hjálpa Irum eftir stríðið f þakklætisskyni. Þegar friður var saminn hafði IRB innan sinna vébanda þúsund- ir þjálfaðra og reyndra hermanna. Hungursneyð á írlandi hafði fyllt þessa íra heift í garð Breta og þeir vildu óðir og uppvægir grfpa til vopna gegn þeim. Innrás í Kanada Á fundi í Fíladelfíu í október 1865 var samþykkt að gera Bret- um skráveifu með innrás í Kan- ada, þar sem mikill rígur rfkti milli ólíkra héraða. Einn leiðtogi Feníana, T.W. Sweeny hershöfðingi, tók að sér að skipuleggja innrásina og O’Neill var falið að aðstoða hann. O’Neill fræddi Le Caron um það sem ákveðið hafði verið að gera. Le Caron skýrði föður sínum frá því í bréfi. Hann sýndi þingmanni sfn- um, John Gurdon Rebow, bréfið og Rebow fór með það til Sir George Greys innanríkisráðherra. Að beiðni Greys bað faðirinn son sinn að kynna sér allar ráða- gerðir um árás á Kanada. Le Car- on gerði það og sendi mikið magn upplýsinga til Englands. Þær voru síðan kynntar ríkisstjórn Kanada. Bandaríkjastjórn var fjand- samleg Bretum, sem höfðu stutt sunnanmenn f þrælastrfðinu með þvf að leyfa þeim að smfða „Ala- bama“ og önnur víkingaskip, sem herjuðu á skip norðanmanna frá brezkum höfnum. Til að bæta þetta upp vildu Bandaríkjamenn innlima Kanada. Þeir töldu að innrás Feníana gæti valdið uppnámi í Kanada og undirbúið jarðveginn fyrir innlim- un og hvöttu Sweeny og O’Neill að láta ekki deigan síga. Stanton sagði Sweeny að ef Feníanar lýstu yfir stofnun frsks lýðveldis á kanadískri grund gæti hann vænzt þess að stjórnin i Washington við- urkenndi það sem strfðsaðila. Hann útvegaði þeim vopn og skotfæri, sem var komið fyrir í vopnageymslum við Erie-vatn. Út um þúfur Eftir sex mánaða undirbúning, sem ekki fór leynt, sótti O’Neill með 900 manna sveit yfir landa- mærin frá Buffalo 31. maí 1866. Þeir lögðu undir sig Erie-virki, þar sem'þeir drógu niður brezka fánann og fána írska lýðveldisins að húni, og sóttu inn i Ontario. I þorpinu Ridgeway gersigruðu þeir herflokk, sem i flýti hafði ver- ið sendur frá Toronto. Sigurinn vakti mikla hrifningu irskættaðra Bandaríkjamanna. Brátt hafði Sweeny vopnað 30.000 menn, sem voru þess albúnir að koma O’Neill til hjálpar. En vegna þrýstings frá ríkis- stjórnum Bretlands og Kanada gaf Andrew Johnson forseti út hlutleysisyfirlýsingu 6. júní. Hann skipaði Bandarfkjaher að hertaka vopnageymslurnar og koma í veg fyrir að fleiri Feníanar sæktu yfir landamærin. O’Neill hörfaði með Kanadaher á hælunum. Sextíu manna hans féllu, 200 voru teknir til fanga og hann var handtekinn, en siðan látinn laus. Skýrslum Le Carons lauk þegar árásin fór út um þúfur. Árið 1867 fór hann aftur til Englands. Faðir hans fór með hann á fund Rebows og hann vísaði honum á Robert Anderson, þáverandi starfsmann frlandsmálaráðuneytisins, sem bauð honum starf útsendara Breta í Bandaríkjunum. Hann tók boðinu og þeir gerðu með sér samkomulag: enginn mátti vita hver Le Caron væri, skýrslur hans áttu að vera einka- eign hans og hann varð að fá þær aftur, ef hann óskaði. Seinna hóf Anderson störf í innanríkisráðu- neytinu og 1888 var hann skipaður varalögreglustjóri og yfirmaður rannsóknardeildar Scotland Yard. Hann stóð við samkomulagið við Le Caron og sagði aldrei frá honum. í æviminningum hans seg- ir að laun Le Carons hafi ekki ver- ið greidd með fé úr sjóðum ráðu- neyta eða Scotland Yard (en lík- lega úr leyniþjónustusjóði). Sam- komulagið stóð frá 1867 til 1889 þegar Le Caron lét af störfum. Önnur innrás Le Caron sneri síðan til Banda- ríkjanna, hafði upp á O’Neill, sem var orðinn yfirmaður IRB í Bandaríkjunum, og bauð honum þjónustu sína. Félagar IRB urðu að vera af írskum ættum, en Le Caron sagði að þótt faðir sinn væri franskur væri móðir sín írsk. O’NeilI tók hann í bræðralagið. Le Caron hélt áfram námi í Chicago og fékk réttindi til að Thomas Billis Beach, öðru nafni Henrí Le Caron majór. taka við læknisstarfi við fangelsi i Illinois. Hann lét af því starfi f ágúst 1868, þegar O’Neill sagði honum frá annarri árás á Kanada og fól honum að skipuleggja hana. Mánaðarlaun hans voru 60 dollar- ar og auk þess fékk hann dagpen- inga að upphæð sjö dollarar. O’Neill sagði að þeir yrðu að ná aftur vopnunum, sem voru gerð upptæk 1866. Hann ákvað að ræða málið við Johnson forseta, sem var gamall vinur hans. Le Caron fór með honum til Hvíta hússins og skráði hjá sér það sem forsetinn sagði þeim. Hann sagði: „Þið kennið mér að miklu leyti að ósekju um hlut þann, sem ég átti í því að stöðva hreyfingu ykk- ar. Ég vil að þið skiljið að ég er algerlega á ykkar bandi og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að aðstoða ykkur ... “ O’Neill fékk vopnin aftur og hóf undirbúning nýrrar árásar með aðstoð Michael Kerwins hershöfð- ingja, sem var Feníani. Hann ákvað að gera árásina frá þremur stöðum norðarlega í New York- ríki og Vermont og ráðast síðan yfir St. Lawrence-fljót í átt til Ottawa, 160 km í burtu. Hann hækkaði Le Caron í tign, gerði hann að eftirlitsmanni og fól honum að safna skotfærum. Le Caron vann að þessu árið 1869 og útvegaði 15.000 vopn, 3 milljón skotfærahleðslur og þung vopn. Á sama tíma sendi hann And- erson nákvæmar upplýsingar. Með samþykki Le Carons vék Anderson frá samkomulaginu um að enginn þriðji aðili fengi að vita um sam- band þeirra og skýrði Monck lá- varði, landstjóra Kanada, frá því. Að beiðni Moncks fór Le Caron til Ottawa og þar var ákveðið að hann sendi Gilbert McMicken dómara, yfirmanni kanadísku lögreglunnar, skýrslur á hverjum degi með sérstökum sendiboða. Viðbúnaður Vopnuð þessari vitneskju sendi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.