Morgunblaðið - 09.09.1984, Side 34

Morgunblaðið - 09.09.1984, Side 34
114 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Félag guðfræðinema Frá ungversku söfnuðunum á heimsþingi Lútherska heimssambandsins í Búdapest Guðsþjónusta úti í litlu þorpi, þar sem allir 800 íbúar þorpsins eru sagðir lútherskir. Jacob Nag frá Indlandi veitir altarissakramentið í ungverskri kirkju. Máltíð eftir messu, stund áframhaldandi fagnaðar. Séra Jón í Bolungarvík Ekki er langt síðan Jón Ragn- arsson var stúdent í guðfræðideild- inni, gekk þar um ganga, sat á lesstofu og tók þátt í menningarlíf- inu á kapellulofti. Nú er hann orð- inn prestur í Bolungarvík, býr á prestssetrinu og gengur í forystu fyrir söfnuðinum. Hvernig skyldi honum nýtast námið úr deildinni, hvernig fínnast að vera kominn í bóp þeirra, sem verða að reyna að fella prestsstarfið að nýjum að- stæðum nýs þjóðféiags, sem er gjörólíkt þeim, sem prestshlut- verkið féll svo vel inn í í gamla daga? Nýr kirkjuskóli Það er greinilegt að prests- starfið á hug hans og hjarta. — Sl. vetur byrjaði ég kirkju- skóla fyrir börn, sem eru yngri en 9 ára, segir séra Jón. Konur úr kirkjunefnd Kvenfélagsins Brautar tóku þátt i þessu starfi og það var ómetanlegt. Við hitt- umst í skólanum. Það er sveigj- anlegra en í kirkjunni. Mér fannst þetta gefast vel. Barna- guðsþjónustur eru svo hálfsmán- aðarlega þann tíma, sem skólinn starfar. Er kirkjusókn góð í Bolungar- vík? — Hún er sæmileg. í vetur var hún daufari eftir áramótin, sennilega vegna þess hvað karla- kórinn var efldur. Söngkraftarn- ir verða að skiptast á milli kór- anna beggja. En fullorðið fólk Séra Jón Ragnarsson sækir barnamessurnar mjög vel og foreldrar koma með börnun- um. Er kirkjukórinn svo afdrifaríkur í safnaðarstarfinu? — Já, hann er það. Við höfum áhugasaman og duglegan organ- ista, Sigríði Nordquist. Hún er búin að vera organisti í nærri 30 ár. Það er tryggur og traustur kjarni í kirkjukórnum. Sú hefð er komin á að halda kirkjukvöld annan sunnudag í aðventu. Kirkjukórinn á frumkvæðið að þessum kvöldum. Þau eru mjög góð. Hvernig er kirkjustarfið á sumr- in? — Helgihaldið er ekki eins umsvifamikið yfir sumartímann. Þá er ekkert barnastarf og guðs- þjónusta aðeins annan hvorn sunnudag. En það er sérstakt við prestsstarfið í Bolungarvík að þar er þjónusta við mannauðar sóknir. A sumrin kemur þangað fólk, sem óskar eftir helgihaldi, og bæði í Grunnavík og Aðalvík eru haldnar messur fyrir ferða- fólk. Og þér líkar starfið? — Mér finnst gott að starfa með Bolvíkingum að kirkju- starfi. Margir hafa lifandi áhuga og þótt það kosti alltaf vinnu að fitja upp á nýju er ekki erfitt að fá fólk til að taka þátt í því. Samtalsstundin er úti. Prestar eru önnum kafnir. Við sitjum og hugleiðum samtal okkar. Fyrir hugarsjónum okkar birtist kirkjan í Bolungarvík, sem hefur það sérkenni, sem þó er ekki ein- stakt i íslenskri kirkju, að préd- ikunarstóllinn er yfir altarinu; gnæfir hátt yfir söfnuðinn. Við hugsum til vetrarferðanna. Séra Jón sagðist reyndar eiga greiðan veg til ísafjarðar frá Bolungar- vík, hvergi smeykur við Óshlíð- ina. Það er ekki barlómur í séra Jóni og þótt vetrarveður setjist kannski að fólki með aldrinum má líka sjá björtu hliðarnar eins og einn Bolvíkingur sagði: Þótt það vori seinna hérna fyrir vest- an þá höfum við það fram yfir ykkur syðra að það haustar fyrr hér. Biblíulestur vikuna 2. til 8. september Sunnudagur 2. sept.: Mánudagur 3. sept.: Þriðjudagur 4. sept.: Miðvikudagur 5. sept.: Fimmtudagur 6. sept.: Föstudagur 7. sept.: Laugardagur 8. sept.: Jóh. 2.26—29 — Brauð og trú Jóh. 6.66—68 — Frelsi til að fara Jóh. 7.28—31 — Stund Drottins Jóh. 8.1—11 — Enginn er syndlaus Jóh. 10.11—18 — Góði hirðirinn Jóh. 11.20—27 — Játning Mörtu Jóh. 12.24—26 — Leyndardómur Úr ritum Lúthers Baen hversu þungbært sem það ann- Bæn er eina trúarathöfnin ars er. sem enginn annar en hinn kristni getur framkvæmt. Fræðsla Er við heyrum Guðs orð, meg- Biðjum stutt, en oft og af krafti. um við ekki beina athyglinni að þeim sem talar, heldur að Guði Guð sem leiðbeinir okkur gegnum hið í Guði er líf og kærleikur hið talaða orð. sama. Dauði Þjáning Sá sem óttast dauðann meir Við verðum að læra að líta á en Krist og elskar lífið meir en Guðs Orð og vilja. Þá getum við hann, hefur ekki náð tökum á liðið þjáningar með þolinmæði, kristinni trú. Ferðabæn Enn er tími sumarleyfanna. Þá er gott að vita til þess, að almáttug- ur Guð situr ekki eftir heima inni í stofu og hefur það náðugt — hann fylgir sínum. Eftirfarandi ferðabæn er að finna í Sálmabók íslensku kirkj- unnar (bls. 585). FERÐABÆN Ég veit, Drottinn, að örlög mannsins eru ekki á hans valdi né það á færí manns að stýra skrefum sínum. En allir vegir þínir eru elska og trúfesti. Þvl vil ég fela þér vegu mlna og treysta þér. Þú munt vel fyrir sjá. Sála mfn heldur sér fast við þig og hönd þin styður mig. Gjör mig fúsan að fylgja þér. Kenn mér að gjöra vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig. Amen Hef flutt læknastofu mína Hef opnað læknastofu aö Austurstræti 6, 5. hæö. Viötalsbeiöni í síma 621775 kl. 15—17, alla virka daga. aö Austurstræti 6, 5. hæö. Viötalsbeiöni í síma 621775 alla virka daga. Högni Óskarsson læknir, sérgrein: geölækningar. Oddur Bjarnason læknir, sérgreín: geölækningar. Hef flutt læknastofu mína Hef opnað stofu aö Austurstræti 6, 5. hæö. Viötalsbeiöni í síma 621775 kl. 15—17, alla virka daga. í Austurstræti 6, 5. hæö. Viötalsbeiöni í síma 621776, alla virka daga. Ingvar Kristjánsson læknir, sérgrein: geðlækningar. Hulda Guðmundsdóttir fólagsráðgjafi, meöferö einstaklinga, hjóna og fjölskyldna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.