Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 2
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 VILTUVINNABUGAFEIMNINNI Manstu eftir því þegar þú fórst að roðna þegar mest lá við og þú ætlaðir „a í augun á þeim útvalda eða þeirri útvöldu. Já manstu eftir kvölinni sem feimnin olli þér oft á tiðum. Fullorðna fólkinu finnst feimnisroði hjá unglingum afar gott merki um sakleysi og góða hegðun, en unglingarnir sjálfir vita ekkert eins hræðilegt eins og að koma upp um sig með roða i vanga. Feimni er hugtak sem snertir eflaust flest okkar. Hvað er feimni. I orðabók menningarsjóðs er hún skilgreind sem „óframfærni, einurðarleysi". Og það er alveg rétt að feimni orsakar oftast óframfærni og tengist þessháttar hegðun. Hún gerir það einnig að verkum að það er erfitt að hitta ókunnuga, eign- ast nýja vini og yfirleitt njóta skemmtilegra tilvika. Feimnin vill oft verða völd að því að fólk segir ekki álit sitt og stendur ekki sem skyldi á rétti sínum. Hún dregur úr skýrri hugsun og neikvæðar til- finningar eins og þunglyndi ein- manaleiki og streita gera frekar vart við sig en ella. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum sem fór fram undir nafninu feimniskönnun og voru þáttakendur í henni um 5000. Þar kom fram að feimni er algeng og útbreidd og er alls staðar til ( heiminum. Rúmlega áttatíu pró- sent af þáttakendum töldu sig hafa verið feimna einhverntíma í lífi sínu. Nærri helmingur þeirra taldi sig vera feiminn af og til og einn þriðji taldi sig altaf feiminn. Fram kom að feimni er algeng- ari meðal skólabarna en fullorð- inna þar sem margir fullorðnir hafa sigrast á henni með árunum. Einn táningur skrifaði til Ann Landers sem er þekktur ráðgjafi í amrískum vikublöðum og sagði um feimni sína eftirfarandi. „Ég hef það á tilfinningunni að ég sé vinsæl þegar einhver strákur brosir til mín eða segir halló, en næsta dag finnst mér ég vera svo ömurleg af því að einhverjar stelpur eru að flissa úti i horni og ég held að þær séu að hlæja að mér. Mamma segir að ég eyði of miklum tíma í útlitið þegar í raun ég ætti að vera að læra. Æi ég er eitthvað svo misheppnuð." Margir táningar kannast ef- Iaust við lýsingar þessarar stúlku og flest okkar hafa einhverntíma roðnað, fengið fiðring í magann eins og fyrir próf og fundið hjart- að slá með ofsahraða. Vinkona mín lýsir þessu þannig: „Þegar ég verð skotinn í einhverjum strák og sé hann tekur hjartað kipp. Ég fæ fiðring í magann og vona að hann taki nú loksins eftir mér og segi a.m.k. halló. Þegar hann svo veitir mér einhverja athygli og brosir kannski roðna ég svo niður i tær.“ En hvað er hægt að gera við feimninni? Hvernig losar maður sig við hana? Ótal ráð hafa verið gefin til að vinna bug á feimni. Tæpast er þó nokkurt þeirra algilt það sem ein- um verður að liði virðist öðrum lítt gagna. Hinsvegar er feimni ekki einungis smávandi ævinlega, heldur vandi, sem veldur því stundum, að ungt fólk leiðist út í andfélagslegt athæfi eða neyslu eiturefna til þess aö vinna bug á feimninni. Það er því ekki að ástæðulausu að uppalendur leggja gjarnan áherslu á að ungt fólk taki sem mest þátt í hollri um- gengni og hópstarfi til að öðlast sjálfstraust. í fyrsta lagi þarftu að virða sjálfa(n) þig og muna að það er enginn eins og þú og þú ert sér- stakur persónuleiki. Reyndu að vera vingjarnleg(ur) við alla og taka þá ákvörðun að tala við alla þá sem þú hefur áhuga á að kynn- ast. Lærðu að hlusta á aðra tala og sýna áhuga jafnvel þeim er minna mega sín i þeim efnum. Dr Zimbardo sem var forsvars- maður könnunarinnar sem gerð var við Stanford-háskóla leggur til að fólk geri eftirfarandi ef það vill vinna bug á þessum oft hvim- leiða kvilla, feimninni. Fólk þarf að gera sér grein fyrir veikleikum sínum og einnig sínum sterku sviðum. Það þarf að ákveða hvað það vill vera og trúa á það og hvernig það langar til að lffið sé. Að líta á fortíðina og fyrirgefa sér mistök og hluti sem það hefði óskað að hefðu verið öðruvisi. Fólk verður að jarða vondar minningar þvi þær lifa aðeins i hugum fólks eins lengi og það vill. Gefðu f stað- inn meira pláss fyrir sigra þina í fortíðinni og fyrir það sem þér finnst hafa verið jákvætt f fari þínu. Sektarkennd og blygðun eru hlutir sem hjálpa ekki þegar ráða skal bug á feimninni svo best er að reyna að útiloka þær tilfinningar eins og hægt er. Það er nauðsynlegt að minnast þess að öll mál hafa tvær hliðar og raunveruleiki er ekki neitt annað en hlutur sem fólk er sammála um frekar en að vera á öndverðum meiði um. Það er mikils virði að segja aldrei slæma hluti um sjálf- a(n) sig eins og heimsk(ur), ljót- (ur), o.s.frv. örvaðu fólk til að tjá sig um hegðun þína segir Dr. Zimbardo einnig því það hjálpar manneskjunni að sjá sig i betra Ijósi. Það er vert að muna að vonbrigði þau sem koma stundum fyrir i lffinu eru oft mannskjunni fyrir bestu, þó seinna komi það f Ijós. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að bera sig saman við aðra því hver einstakur er sér- stakur í veruleikanum og aldrei gott að reyna að vera eins og ein- hver annar, þ.e. eftirlíking. Að gefa sér tíma til að slappa af og njóta lffsins er nauðsynlegt. Reyndu ekki að ofvernda sjálfs- (í)mynd þína og taktu gagnrýni með rósemd. Settu þér takmörk í lffinu er síðasta ráðlegging Zimbardos. Þú ert ekki hlutur sem vondir hlutir elta í Iffinu. Það ert þú sjálf(ur) sem skapar þér lifið sem þú lifir og enginn annar. Þú ert sérstakur einstaklingur og getur breytt stefnunni í lífi þínu hvenær sem þú vilt. Með sjálfsáliti verða erfið- ustu hjallar að spennandi verkefn- um. Feimnin hverfur því í staðinn fyrir að vera alltaf að búa þig und- ir og kvfða fyrir þá gleymirðu sjálfri(um) þér við að lifa lífinu. Lauslega þýtt og endursagt: GRG. Skotið á diplómat Kómaborg, 26. okL AP. Vararæðismaður Sameinuðu ar- abafurstadæmanna í Rómaborg varð fyrir skoti og særðist alvarlega og írönsk kona sem var með ræð- ismanninum í bifreið hans beið bana. IVförgum skotum 'var skotið í fólkið. Þessi atburður gerðist árla fostudags er maðurinn var á leið beim til sín. Jórdanskur maður var nokkru síðar handtekinn, en lögreglan hefur ekki staðfest að hann sé til- ræðismaðurinn. f-------------------------------------\ Skákskólinn Þriöjudaginn 6. nóvember hefjast námskeiö skól-- ans. Kennt veröur í öllum flokkum. Manngangsflokkur veröur nú í fyrsta skipti kennd- ur viö skólann. Innritun hefst á þriöjudaginn 30. október aö Laugavegi 51 og í síma 25550 frá kl. 14.00—18.00. Þeir sem taka þátt í námskeiöum skólans í vetur veröa sjálfkrafa klúbbmeölimir skólans. Skákskólinn. Geymiö auglýsinguna. I ^ Sarasota, Florida, U.S.A. Tvö lúxusherbergi og tvö baöherb. í íbúöablokk til leigu. Hægt er aö synda í Mexíkóflóa eöa í okkar fallegu sundlaug og fara í tennis. Frábærir veitinga- staöir og öll önnur þjónusta fyrir ferðamenn. Skrifiö eöa hringiö eftir upplýsingabæklingi. Sarasota Surf & Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581. Sími 1-813-349-2200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.