Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUft 28. OKTÖBER 1984
75
Nýtt jafnteflismet
í sögu heimsmeist-
araeinvígjanna
Skák
Jóhann Hjartarson
18. einvígisskák Karpovs og Kasp-
arovs lauk með jafntefli eftir 22
leiki. Settu kapparnir þar med nýtt
met hvað varðar fjölda jafnteflis-
skáka í röð í heimsmeistaraeinvígi.
1 lokastöðunni þáði Karpov
jafnteflisboð áskorandans, sem
fórnað hafði manni til að ná
þráskák. Heimsmeistarinn hefur
því enn 4 vinninga forskot og eru
jafntefli ekki talin með. Áhorf-
endur í Alþýðuhöllinni í Moskvu
voru spenntir eftir byrjunina, en
framan af fygldu meistararnir
sama framhaldi og i 16. skákinni,
þegar Kasparov tókst að ná öflugu
frumkvæði. Heimsmeistarinn
bjargaði sér þó á elleftu stundu,
eftir grófan afleik áskorandans í
30. leik.
í skák dagsins fékk Kasparov
rýmri stöðu, en Karpov jafnaði
taflið auðveldlega.
I. d4 - Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
b6, 4. g3 — Ba6, 5. b3 - Bb4, 6. Bd2
— Be7, 7. Bg2 — c6, 8. Bc3 — d5, 9.
Rbd2 - Rbd7, 10. 0-0 — 0-0, 11.
Hel — c5, 12. e4 — dxe4, 13. Rxe4
— Bb7, 14. Rfg5 — cxd4, 15. Bxd4
— Dc7, 16. Rxf6 - Bxf6, 17. Bxb7
— Dxb7, 18. Re4 — Bxd4,19. Dxd4
— Had8, 20. Hadl — Da8, 21. Dc3
— Rb8, 22. Rf6. Jafntefli samið.
Nú er fróðlegt að velta fyrir sér
stöðunni í einvíginu. E.t.v. vakir
það fyrir Kasparov að fylgja for-
dæmi Korchnois úr einvíginu í
Baguio 1978, en þá tókst hinum
landflótta skákmeistara að þreyta
andstæðinginn og teygja lopann
sér í hag.
Aðrir telja eina möguleika
Kasparovs felast í að venda kvæði
sínu í kross og leita á ný mið i
byrjanavali.
Drottningar-indverska vörnin,
sem áskorandinn hefur beitt nær
eingöngu með hvitu hingað til, er
nefnilega einhver mesta jafntefl-
isbyrjun sem tefld er nú á dögum.
Væri gaman að sjá hann fara í
smiðju til meistara Fischers: 1. e2
— e4 og vinnur!
Næsta einvígisskákin verður
tefld á mánudaginn.
Fiskimiöl
Jarögufuþurrkaö fiskimjöl frá Ströndum hf. er nú fáanlegt í
eftirtöldum kaupfélögum:
Kaupfélag Árnesinga
Kaupfélag Borgfiröinga
Kaupfélag Hrútfirdinga
Kaupfélag Hvammafjaröar
Kaupfélag Rangaainga
Kaupfélag Skaftfellinga
Kaupfélag Steingrímsfjaröar
Kaupfélag V-Húnvetninga
Kaupfélagiö t>ór
STRANDIR HF.
'TISKIMJÖLS- OC LÝSISVERKSMIÐJA
23; HQINUW ■ REYKJANESi
Slwl 92-3106 OG 91*28990
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA — ÍSLENSK ORKA — ISLENSK GÆÐI.
árgerð
Framkvæmdahópur
’85-nefndar:
„Jafnrétti,
framþróun
og friður“
LIÐIN eru 10 ár frá þeim atburði er
íslenskar konur lögðu niður vinnu á
degi Sameinuðu þjóðanna á kvenna-
ári 1975 til þess að leggja áherslu á
vinnuframlag kvenna f þjóðfélaginu.
Nú hefur verið stofnaður
starfshópur 23 félagasamtaka og
annarra til að vinna að því að
helga árið 1985 baráttunni fyrir
áframhaldandi vinnu að jafnrétti
kynjanna, framþróun og friði, eins
og segir í fréttatilkynningu frá
hóp, sem nefnir sig framkvæmda-
hóp ’85-nefndar. Fimm hópar
kvenna hafa nú tekið til starfa og
vinnur hver að sérstöku verkefni
undir yfirumsjón framkvæmda-
hópsins. Hópar þessir eru: Göngu-
hópur, sem sér um framkvæmd
hringvegargöngu kvenna, Lista-
hópur, sem mun skipuleggja
Listahátíð kvenna 1985, Launa- og
atvinnumálahópur, sem mun
fjalla um stöðu kvenna innan
stéttarfélaga og afla upplýsinga
um launamál þeirra, Alþjóðahóp-
ur, sem mun vinna að því að fá
fuilgiltan sáttmála Sameinuðu
þjóðanna hér á landi um afnám
alls misréttis gegn konum, og
Fræðslumálahópur, sem mun m.a.
vinna að eflingu og kynningu
Kvennasögusafns.
ORKUBILL
á flottu verði
(kominn á götuna)
Daihatsuumboðið hefur nú tekið
við innflutningi á hinum traustu og
vinsælu Polonez frá FSO-verk-
smiðjunum í Varsjá. 1985 árgerðin
er stórglæsilegur lúxusvagn á
hreinu smábílaverði. Nú er rétt
fyrir Polonez-eigendur að endur-
nýja kynnin og aðra að kynna sér
þennan hörkubíl.
Hér eru nokkrir
Polonez-punktar:
★ Vélin er 81 þrumuhestafl og
girarnir 4.
★ Línurnar nýtískulegar og
sportlegar.
★ Diskabremsur á öllum —
Barnaöryggislæsingar —
ir og sterkir stuöaöar — Or
yggissjónarmið í öllu.
★ Sterkbyggöur og þéttur -
Traust fjöörun tryggir aksturs
öryggi og farþegaþægindi
★ Fullkomið mælaborö meö öllu
tilheyrandi.
★ Þægileg sæti fyrir 5 fulloröi
— 5 dyr.
★ Skutdyrnar opnast
inn í 300 '— M
litra farangursrými x ^
sem nær fjórfaldast í
1070 lítra geim er
aftursætiö er lagt niöur.
★ Teppi á öllum gólfum
og fallegt en hagnýtt
áklæði.
Þú lagar stýrishæðina
aö þínum þörfum.
, i
Og þetta er bara brot af
Polonez-punktunum.
Við skorum á alla sem setja upp snúð, er talað er um
Austur-Evrópu bíla að koma og skoða Polonez og það
sem fæst fyrir 226.000 kr.
DAIHATSUUMBOÐIÐ
ÁRMÚLA 23. S. 685870 — 81733.
I