Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 87 „Vantar fleira fólk í eyjuna eftir að frystihúsið hóf vinnslu á skelfisk“ í húsinu Sólbakka búa þau Hrönn Hafsteinsdottir og Hlynur Antonsson. Hrönn er dóttir þeirra Hafsteins og Línu í Læknishúsi, og hún hefur búið í Flatey í 19 ár. „Eg var um 3 ára þegar mamma og pabbi fluttu hingað og hef búið hér síðan. Var í barnaskólanum hér i Flatey, tók svo Gagnfræða- próf í Skógum. Áður en við Hlynur fórum að búa hérna bjuggum við í um eitt ár í Látrum." Hlynur kom til Flateyjar vorið '79 „ég kom sem gestur hérna að sumarlagi, var þá starfandi lög- reglumaður í Reykjavík, en hef verið hér meira og minna siðan." — Er ekki ólíkt að vinna í lög- reglunni í Reykjavík og hér í skel- inni? „Jú, ætli það sé ekkí jafn ólíkt og hugsast getur. Annars er ég hálfgerður sveitamaður, er alinn uppp í Reykjavík til 10 ára aldurs, en þá flutti ég austur í Rangár- vallasýslu. Áður en ég fór i lög- regluna var búinn að vera á sjón- um, en ég var í lögreglunni í 4 ár áður en ég kom hingað." — Saknarðu einskis úr Reykja- vík? „Jú, það er þá helst ýmis konar þjónusta. Það tekur tíma hér að panta hluti og bíða eftir þeim. En veran hérna hefur ýmsa kosti, fólk býr hér i miklu meiri snertingu við náttúruna en t.d. Reykvík- ingar." Þau Hlynur og Hrönn segja Flateyinga gera ýmislegt sér til skemmtunar á veturna, spila vist og bridge og nú nýlega var komið fyrir borðtennisborði I ónotuðum sal í frystihúsinu. Hlynur hefur verið að undirbúa skelfiskvinnsl- una undanfarin ár, og er nú á skelfiskveiðum en Hrönn vinnur í frystihúsinu. Þau segja það skil- yrði fyrir búsetu ungs fólks í eyj- unni að átak sé gert í atvinnumál- um og eftir að frystihúsið hóf vinnslu á skelfisknum vantar fleira fólk í eyjuna. „Það koma auðvitað þær stundir að gott væri að skreppa í bíó eða á ball,“ segja þau en bæta því við að fólk verði að læra að skemmta sér sjálft á svona stöðum. — Er ekki gífurlegt myrkur hérna a veturna? „Jú, það er stundum myrkur nánast allan sólarhringinn." — Nokkrir draugar á ferli? „Nei,“ segja þau bæði og Hlynur bætir því við að hann hafi hvergi orðið var við jafn lítinn drauga- gang og þarna í eyjunni! „Skilyrði fyrir búsetu ungs fóllu að átak sé gert f atvinnumálum“ sögðu þau Hrönn og Hlynur. „Nei, þær hljóta að vera nokkr- ar titlaðar bændur." Svanhildur sýgur að sér reykinn úr pípunni. „Sveitakonur verða líka í flestum tilfellum að vera meira og minna bændur." — Er ekki erfitt fyrir konu að þurfa að hugsa um búskapinn, öll verk úti og inni, og vera ein með börnin? „Það eru margir karlmenn sem búa einir. Það gilda sömu reglur um alla í þessari aðstöðu. Þó hef ég orðið vör við að það gilda ekki alveg sömu reglur hvað varðar inniverk, þar eru gerðar meiri kröfur til konu sem býr ein.“ — Finnst þér þið ekkert vera einangruð hér á veturna? „Flóabáturinn Baldur kemur hér að jafnaði tvisvar I viku, og það kemur varla fyrir að ferðir falli niður. Mér finnst við ekkert vera einangruð hérna, miðað t.d. við margar sveitirnar hér í kring, en þangað getur verið lokað lang- an tíma á veturna.” Svanhildur segir að lítið sé að gera af venjulegum búverkum fyrri hluta vetrar og lífið sé ótrú- lega ólíkt í eyjunni sumar og vet- ur. „Það er dálítið erfitt að vera með börn á svona stöðum, því það þarf að senda þau burt í skóla á veturna." Dætur hennar 12 og 15 ára verða báðar að öllum líkindum í heimavistarskóla að Laugagerði á Snæfellsnesi, en skólinn í Flatey verður ekki starfræktur vegna nemendafæðar. — Heldurðu að unga fólkið sem elst upp á svona stöðum komi hingað aftur að loknu skólanámi? „Unga fólkið á að hafa það frjálsræði að velja og hafna. Það er nauðsynlegt fyrir það að fara I burtu og kynnast einhverju öðru. Á þann hátt getur það borið sam- an lífið hér og annarstaðar, læra jafnvel að meta það sem þessi staður hefur upp á að bjóða. Ef eitthvað verður gert hér í atvinnu- málum, þá gæti ég trúað að unga fólkið kæmi aftur. Fólk getur lifað hér góðu lífi ef það vill leggja það á sig. Það verður alltaf fyrirhafn- arsamt, en jafnframt fjölbreytt og skemmtilegt. Helstu gallar við að búa hér er að hér er of fátt fólk, þetta er allt of fámennur hreppur, og ef ekki rætist úr því á næst- unni, líst mér ekki á framtíð byggðarinnar hér.“ Nýtt tölublað af Storð NVTT tölublað af tímaritinu STORÐ kom út í byrjun október- mánaðar. Á forsíðu er mynd af mál- verki eftir Sigurlaugu Jónasdóttur, en í blaðinu er einmitt viðtal sem Aðalsteinn Ingólfsson tók við þenn- an áður óþekkta alþýðumálara. Við- talinu fylgja fleiri myndir af mál- verkum Sigurlaugar. f grein er nefnist „Hvað kostar kunningjaþjóðfélagið?” fjallar Vilhjálmur Egilsson, hagfræðing- ur, um pólitíska misnotkun fjár- magns á íslandi undanfarna ára- tugi, ábyrgðarleysi ráðamanna og afleiðingar þess fyrir þjóðarbúið. „Með storminn í fangið“ nefnist grein eftir breska kvikmyndasér- fræðinginn Peter Cowie, um grósku í íslenskri kvikmyndagerð síðastliðinn áratug og er þar notuð önnur mælistika á islenskar kvikmyndir en hér hefur tíðkast. Solveig K. Jónsdóttir skrifar um Árna G. Pétursson, hlunninda- ráðunaut og uppfóstran hans á æðarungum og Indriði G. Þor- steinsson segir frá ferð þeirra Jóns Helgasonar, Ijóðskálds og prófessors, á slóðir kvæðisins Áfanga. Bandarískur heimspek- ingur, Don Brandt, skrifar síðan hugleiðingar um gönguferðir á ís- landi. STORÐ birti einnig nýja smásögu, „Eitthvað", eftir Fríðu Á. Sigurðardóttir. Meðal mynda- sería í STORÐ eru nýlegar ljós- myndir af Surtsey eins og hún er í dag, nærmyndir af sjö þekktum ís- lenskum leikurum og nýjar mynd- ir frá New York, allar eftir ljós- myndara blaðsins, Pál Stefánsson. Loks eru í STORÐ þættir um ljósmyndir, hönnun, bókmenntir, vinsmökkun, myndbönd, tölvur og samskipti kynjanna eftir þau Að- alstein Ingólfsson, Rögnu Ragn- ars, Ólaf Hauk Símonarson, Einar Thoroddsen, Björn Vigni Sigur- pálsson, Ásu Sólveigu og Helga Órn Viggósson. STORÐ er 100 síð- ur að stærð, litprentað að mestu. Útgefandi er Haraldur J. Hamar, sem einnig er ritstjóri ásamt Að- alsteini Ingólfssyni, ljósmyndari er Páll Stefánsson, en útlitshönn- un annaðist Guðjón Sveinbjörns- son. (FrétUtilkynning) Stykkishólmur: Björgunar- sveitaræfing Stjkkishólnii. I. okL Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi gekkst hinn 29. sept. sl. fyrir æfingu fyrir sjómenn um ör- yggisútbúnað báta. Þessi æfing var haldin um borð í flóabátnum Baldri í Stykkishólmshöfn. Á æfingu þess- ari voru mættir yfir 50 sjómenn, og einnig fulltrúar frá Slysavarnafélagi íslands, Siglingamálastofnuninni og einnig fulltrúi björgunarnetahönn- unar. Á þessari æfingu var sýnd notk- un gúmmíbjörgunarbáta og búnaður þeirra og skýrðar út um leið farsælustu notkunarreglur. Þá voru sýndir og prófaðir 10 flotbúningar af mismunandi gerð- um og sjómenn látnir fara f þeim í sjó og reyna þá. Þá var farið yfir notkun línubyssu og leiðbeint um hvernig hægt væri að nota þær við að koma björgunarlínu til manna sem fallið hafa í sjóinn og rekið frá bát. Björgunarnetið var sýnt og menn teknir um borð í bát með því. Var leiðbeint um allskonar ör- yggi á sjó og allt sem lýtur að því að bjarga mönnum úr sjávar- háska. Þá voru á eftir sýndar myndir um reykköfun og skýrðar. Einnig voru umferðar- og öryggismál sem viðkoma sjómönnum rædd. Að viðstaddra dómi voru þessar æf- ingar og leiðbeiningar gagnlegar og björgunarsveitinni til sóma. Fréttaritari FYRIR VIÐSKIPTAVIN PKKAR AUGLYSUM VIÐ: FÓLKSBÍLAR Mercedes-Benz 240 D Árg. 1981, ekinn 180.000 km. Litur: beige, rauöur aö innan, sjálfskiptur, útvarp (casettu), toppbíll. Veröhugmynd 580.000. Skipti athugandi. Upplýsingar í síma 626423 eöa 11720/92. Mercedes-Benz 240 D Árg. 1982, ekinn 190.000 km. Litur: beige, sjálfskiptur. Ný dekk. Veröhugmynd 550.000. Upplýsingar í síma 82998 frá kl. 18—21. Mercedes-B'enz 220 D Árg. 1976, ekinn 240.000 km þar af 70.000 á vél. Litur: gul- brúnn, beinskiptur. Upplýsingar í síma 74429 eftir kl. 16. FÓLKSBÍLAR Mercedes-Benz 250 Árg. 1977, ekinn 15.000 km á vél. Litur: grænn, sjálfskiptur, einn eigandi. Bíll i sérflokki. Veröhugmynd 400.000. Upplýs- ingar veitir Hjörtur í síma 19550. Mercedes-Benz 250 Árg. 1978, fyrst skráöur 1979. Litur: orangerauöur, ekinn 50.000 km., sjálfskiptur, vökvastýri, allæsing. Veröhugmynd 650.000, sveigjanleg eftir kjörum. Upplýsingar í sima 33464. SENDIFERÐABILAR fegji Toyota Hiace með gluggum Árg. 1983, ekinn 50.000 km. Litur: blár. Feröainnrétting getur fylgt. Upplýsingar í síma 43576. Mercedes-Benz 307 m/gluggum Árg 1982, ekinn 94.000 km, stólar geta fylgt. Lltur: hvítur, góöur bíll. Veröhugmynd 600.000, skipti athugandi á ódýrari. Upplýsingar í síma 41787 eöa á vinnutíma í 25050 nr. 26. VÖRUBÍLAR Mercedes Benz 2232 m/kassa. Árg. 1980, ekinn 280 þús. km. Kassinn 7 m langur tll sýnis á verkstæöi okkar Skúlagötu 59. Upplýsingar i síma 19550 (verkstæöi) og hjá Kaupfól. Hvammsfjaröar, Búöardal — Ólafur Sveinsson, síml 93-4180. RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59 121 REYKJAVIK SiM 19550 v____— -<8- Mercedes-Benz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.