Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 72

Morgunblaðið - 29.11.1984, Síða 72
HLEKKURIHBMSHEÐJU OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Tveggja ára drengur lést í umferðarslysi TVEGGJA ára drengur frá ÞorUks- böfn lést í umferðarslysi á mótum Þrengslavegar og Þorlákshafnarveg- ar nm klukkan ellefu í gær. Ung kona með tvö lítil börn sín, tveggja og þriggja ára gömul, ók fólksbifreið eftir Þorlákshafnarvegi inn á Þrengslaveg í veg fyrir rútu og rák- ust bifreiðirnar saman af miklu afli. Sjúkrabifreið kom fljótlega á vettvang og ók áleiðis til Reykja- víkur með litla drenginn, móður hans og eldra barnið. Neyðarbif- reiðin frá Borgarspítalanum með lækni innanborðs var ekið til móts við sjúkrabifreiðina. Litli dreng- urinn komst fljótlega undir lækn- ishendur, en var látinn þegar í sjúkrahús kom. Loðnuskipið Þórður Jónasson: Brotsjór olli mikl- um skemmdum SejéUMi, 28. BÓvember. LOÐNUSKIPIÐ Þórður Jónasson EA fékk á sig brotsjó er skipið var á leið til lands af miðunum austur af Glettingi um klukkan 8 í gærmorgun. Skipið var með 350 lestir af loðnu. Að sögn skipverja var orðið allhvasst af suð- suðaustri, þetta sjö til átta vindstig og þó nokkur sjór og leituðu loðnuskipin til lands undan veðrinu. „Við vorum á um sjö mílna ferð er við fengum hnút á okkur aftar- lega á bakborða og mölbraut hann brúargluggann þeim megin og streymdi sjór inn í brúna. Tveir menn voru í brúnni, fyrsti stýri- Fyrsta sjúkraflug TF Sif LEIGUÞYRLA Landhelgisgæzlunnar, TF Sif, var flogið að Felli í Árnes- hreppi á Ströndum í gærkvöldi til þess að sækja þangað veika konu og flytja í sjúkrahús. Beiðni um aðstoð barst Slysavarnafélagi íslands um níuleytið í gærkvöldi og hóf þyrlan sig til flugs klukkan 21.30. Flogið var til Hólmavíkur og Þorsteinn Njáls- son, béraðslæknir á Hólmavík tekinn um borð. Á meðan ruddu félagar í björgunardeild Slysavarnaféiags ís- lands lendingarstað fyrir þyrluna að Felli í Árneshreppi, en þar var mikill snjór. Þyrlan kom að Felli um klukkan hálftólf og var konan flutt um borð. Flogið var áleiðis til Reykjavíkur og þyrian væntanleg þangað laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þetta var fyrsta sjúkraflug þyrlunnar. Flug- stjóri í ferðinni var Páll Halldórs- son, Benóný Ásgrímsson flugmað- ur og Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður. maður auk háseta á vakt. Sigurður Kristjánsson stýrimaður stóð stjórnborðsmegin í brúnni en þangað þeyttist handfang af brot- inni rúðunni og mölbraut glerið á asdic-tækinu við hliðina á Sigur- jóni. Hann slapp með skrámur en hásetann sakaði ekki,“ sagði Jak- ob Ragnarsson vélstjóri á Þórði Jónassyni. Hann sagði að sjór hefði farið um alla brúna og skemmt eða eyðilagt flest öll siglinga- og fiski- leitartæki sem þar voru. Einnig kom sjór í gegnum brúargólf og í íbúðir sem þar eru undir. „Við tróðum belg i brúargluggann og héldum inn til Neskaupstaðar þar sem tæki sem skemmdust voru tekin í land til þess að ganga úr skugga um hvort hægt væri að gera við þau. í ljós kom á sigling- unni að einu tækin sem í lagi voru í brúnni voru sjálfstýringin og gamall radar. Síðan héldum við hingað til Seyðisfjarðar til þess að landa aflanum en förum aftur til Neskaupstaðar þar sem reynt verður að lappa upp á tækin og gera við skemmdir," sagði Jakob. Hreiðar Valtýsson útgerðar- maður tjáði fréttaritara Mbl. nú í kvöld, að unnið hefði verið að því f dag að leysa út ný tæki í skipið í stað þeirra sem eyðilögðust og færu þau með flugi í fyrramálið austur og yrðu sett í skipið á morgun og vonaðist hann til að viðgerð tæki stuttan tíma. Ólafur Már Viðlegugarður í Norðurfirði Morgunblaðið/Árni Johnsen. Að undanförnu hefur verið unrf- sótti Strandir fyrir skömmu í fjarðarheiði var kannaður. ið á vegum Vita- og hafnarmála- dagsferð og skoðaði mannvirki f Myndin er tekin á viðlegugarðin- stjórnar að gerð viðlegugarðs í Norðurfirði, á Drangsnesi, um í Norðurfirði en næsti áfangi Norðurfirði á Ströndum. Fjár- Klúku og á Hólmavík, auk þess verður að koma fyrir stálþili á veitinganefnd Alþingis heim- að vegurinn yfir Steingríms- hluta garðsins og setja þekju á Launahækkun nú á bilinu 16,6—20,5% Samningur bankamanna: — þar af 10% afturvirk til 1. september SAMKVÆMT nýgerðum kjara- samningi Sambands íslenzkra bankamanna og bankanna fá bankamenn frá 16,6% til 20,5% meira í launaumslagið sitt frá 1. nóv- ember en var í ágúst síðastliðnum. Meðaltalshækkun samningins er metin um 24%. Samningur banka- manna er afturvirkur, þannig að laun hækka um 10% frá 1. septem- ber og þann 1. nóvember var ákvæði um þúsund krónu greiðslu á öll launaþrep og að auki jöfnun á railli launaþrepa þannig að bil milli þrepa verði 3,4%. Þann 1. desember hækka laun um 2,5% og fyrir janúarmánuð fær hver starfsmaður f fullu starfi 5 þúsund króna greiðslu. 1. maí 1985 hækka laun um 4%. Sam- kvæmt hinum nýja samningi eru laun í neðsta flokki, 3. flokki 1. þrepi, 13.740 krónur og er hækk- unin 18,6%. Laun í 8. flokki 1. þrepi eru 20.058 og er hækkunin 20,5% og mánaðarlaun í 13. flokki 3. þrepi 35.410 og er hækkunin 18,7%. Atkvæðagreiðslu um samning- inn er lokið og er stefnt að því að telja atkvæði á föstudag, en sam- komulag tókst 20. nóvember síð- astliðinn. Samningurinn nær til um þrjú þúsund félagsmanna f Sambandi íslenzkra bankamanna. Flugleiðir: Tap vegna verkfalls nam 30-35 millj. kr. Mílljón frá LÍÚ í sjómannanámslán? FYRIR stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna liggur nú sam- þykkt aðalfundar LÍÚ um að samtökin leggi eina milljón króna í sérstak- an sjóð, sem síðan verði lánað úr með það í huga að hvetja menn til náms í sjómannaskólunum. í ályktun fundarins um menntunarmál segir, að það hafi verið mönnum áhyggjuefni, hve dregið hafi úr aðsókn að sjó- mannaskólum landsins á síðustu árum og brýna nauðsyn beri til að snúa þeirri þróun við. Þá seg- ir í ályktuninni: „Til að auka möguleika manna á að komast í nám í sjómannaskólunum þarf að endurskoða lánamál nem- enda. Til þess að kom þeim mál- um sem fyrst í betra horf, leggur umræðuhópurinn það til við stjórn LÍU, að sömtökin veiti eina milljón króna í sérstakan sjóð, sem nemendum sjómanna- skólanum verði lánað úr og hvetji önnur samtök innan sjáv- arútvegsins til að gera slíkt hið sama. Einnig fengi sjóðurinn sérstakt álag á hverja veitta undanþágu." HEILDARTAP Flugleiða vegna verkfalls BSRB nemur 30—35 milljónum króna, að því er fram kemur í grein eftir Sigurð Helgason stjórnarformann Flugleiða á miðopnu blaðsins í dag. Um þrjú þúsund erlendir ferðamenn hættu við íslandsferð með Flugleiðum í október vegna verkfallsins og telur Sigurður að þjóðin hafí misst af tekjum, sem numið hefðu 50—60 milljónum k róna fyrir utan fargjöldin og heildartap því nær 100 milljónum króna. „Mánuðina fyrir verkfall höfðu söluskrifstofur Flugleiða í Banda- ríkjunum unnið við að undirbúa, auglýsa og selja stuttar verslunar- ferðir til Islands í október og nóv- ember. Undirtektir voru betri en nokkur bjóst við og pantanir streymdu inn. Flestir þátttakend- ur ætluðu að kaupa íslenzkar ullar og keramikvörur. Von var á 600—800 manns í þessum sérstöku ferðum. Vegna verkfallsins hættu nær allir við komuna..." segir Sigurður meðal annars í grein sinni. Hann sagði að í könnun sem gerð hefði verið, hefði komið fram að mjög margir hefðu hugsað sér að verja um þúsund dölum í kaup á ullarvörum auk annarra inn- kaupa. „Við höfum fengið hingað hópa bandarískra ferðamanna að und- anförnu. Frá 20 manns upp í 50 manns. Þetta fólk hefur komið um helgar; komið á föstudegi og farið á mánudegi. Þetta er nú að mestu dottið niður," sagði Margrét Sig- valdadóttir aðstoðarhótelstjóri á Hótel Loftleiðum í samtali við Mbl. um komu bandarískra ferða- manna í þeim erindagjðrðum að versla hér á landi. „Það var kom- inn mjög góður skriður á verslun- arferðir Bandaríkjamanna hingað til lands, en hefur ekki náð sér á strik eftir verkfall. 2.300 gistinæt- ur töpuðust vegna verkfallsins," sagði Margrét ennfremur. Sjá miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.