Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 72
HLEKKURIHBMSHEÐJU OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Tveggja ára drengur lést í umferðarslysi TVEGGJA ára drengur frá ÞorUks- böfn lést í umferðarslysi á mótum Þrengslavegar og Þorlákshafnarveg- ar nm klukkan ellefu í gær. Ung kona með tvö lítil börn sín, tveggja og þriggja ára gömul, ók fólksbifreið eftir Þorlákshafnarvegi inn á Þrengslaveg í veg fyrir rútu og rák- ust bifreiðirnar saman af miklu afli. Sjúkrabifreið kom fljótlega á vettvang og ók áleiðis til Reykja- víkur með litla drenginn, móður hans og eldra barnið. Neyðarbif- reiðin frá Borgarspítalanum með lækni innanborðs var ekið til móts við sjúkrabifreiðina. Litli dreng- urinn komst fljótlega undir lækn- ishendur, en var látinn þegar í sjúkrahús kom. Loðnuskipið Þórður Jónasson: Brotsjór olli mikl- um skemmdum SejéUMi, 28. BÓvember. LOÐNUSKIPIÐ Þórður Jónasson EA fékk á sig brotsjó er skipið var á leið til lands af miðunum austur af Glettingi um klukkan 8 í gærmorgun. Skipið var með 350 lestir af loðnu. Að sögn skipverja var orðið allhvasst af suð- suðaustri, þetta sjö til átta vindstig og þó nokkur sjór og leituðu loðnuskipin til lands undan veðrinu. „Við vorum á um sjö mílna ferð er við fengum hnút á okkur aftar- lega á bakborða og mölbraut hann brúargluggann þeim megin og streymdi sjór inn í brúna. Tveir menn voru í brúnni, fyrsti stýri- Fyrsta sjúkraflug TF Sif LEIGUÞYRLA Landhelgisgæzlunnar, TF Sif, var flogið að Felli í Árnes- hreppi á Ströndum í gærkvöldi til þess að sækja þangað veika konu og flytja í sjúkrahús. Beiðni um aðstoð barst Slysavarnafélagi íslands um níuleytið í gærkvöldi og hóf þyrlan sig til flugs klukkan 21.30. Flogið var til Hólmavíkur og Þorsteinn Njáls- son, béraðslæknir á Hólmavík tekinn um borð. Á meðan ruddu félagar í björgunardeild Slysavarnaféiags ís- lands lendingarstað fyrir þyrluna að Felli í Árneshreppi, en þar var mikill snjór. Þyrlan kom að Felli um klukkan hálftólf og var konan flutt um borð. Flogið var áleiðis til Reykjavíkur og þyrian væntanleg þangað laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þetta var fyrsta sjúkraflug þyrlunnar. Flug- stjóri í ferðinni var Páll Halldórs- son, Benóný Ásgrímsson flugmað- ur og Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður. maður auk háseta á vakt. Sigurður Kristjánsson stýrimaður stóð stjórnborðsmegin í brúnni en þangað þeyttist handfang af brot- inni rúðunni og mölbraut glerið á asdic-tækinu við hliðina á Sigur- jóni. Hann slapp með skrámur en hásetann sakaði ekki,“ sagði Jak- ob Ragnarsson vélstjóri á Þórði Jónassyni. Hann sagði að sjór hefði farið um alla brúna og skemmt eða eyðilagt flest öll siglinga- og fiski- leitartæki sem þar voru. Einnig kom sjór í gegnum brúargólf og í íbúðir sem þar eru undir. „Við tróðum belg i brúargluggann og héldum inn til Neskaupstaðar þar sem tæki sem skemmdust voru tekin í land til þess að ganga úr skugga um hvort hægt væri að gera við þau. í ljós kom á sigling- unni að einu tækin sem í lagi voru í brúnni voru sjálfstýringin og gamall radar. Síðan héldum við hingað til Seyðisfjarðar til þess að landa aflanum en förum aftur til Neskaupstaðar þar sem reynt verður að lappa upp á tækin og gera við skemmdir," sagði Jakob. Hreiðar Valtýsson útgerðar- maður tjáði fréttaritara Mbl. nú í kvöld, að unnið hefði verið að því f dag að leysa út ný tæki í skipið í stað þeirra sem eyðilögðust og færu þau með flugi í fyrramálið austur og yrðu sett í skipið á morgun og vonaðist hann til að viðgerð tæki stuttan tíma. Ólafur Már Viðlegugarður í Norðurfirði Morgunblaðið/Árni Johnsen. Að undanförnu hefur verið unrf- sótti Strandir fyrir skömmu í fjarðarheiði var kannaður. ið á vegum Vita- og hafnarmála- dagsferð og skoðaði mannvirki f Myndin er tekin á viðlegugarðin- stjórnar að gerð viðlegugarðs í Norðurfirði, á Drangsnesi, um í Norðurfirði en næsti áfangi Norðurfirði á Ströndum. Fjár- Klúku og á Hólmavík, auk þess verður að koma fyrir stálþili á veitinganefnd Alþingis heim- að vegurinn yfir Steingríms- hluta garðsins og setja þekju á Launahækkun nú á bilinu 16,6—20,5% Samningur bankamanna: — þar af 10% afturvirk til 1. september SAMKVÆMT nýgerðum kjara- samningi Sambands íslenzkra bankamanna og bankanna fá bankamenn frá 16,6% til 20,5% meira í launaumslagið sitt frá 1. nóv- ember en var í ágúst síðastliðnum. Meðaltalshækkun samningins er metin um 24%. Samningur banka- manna er afturvirkur, þannig að laun hækka um 10% frá 1. septem- ber og þann 1. nóvember var ákvæði um þúsund krónu greiðslu á öll launaþrep og að auki jöfnun á railli launaþrepa þannig að bil milli þrepa verði 3,4%. Þann 1. desember hækka laun um 2,5% og fyrir janúarmánuð fær hver starfsmaður f fullu starfi 5 þúsund króna greiðslu. 1. maí 1985 hækka laun um 4%. Sam- kvæmt hinum nýja samningi eru laun í neðsta flokki, 3. flokki 1. þrepi, 13.740 krónur og er hækk- unin 18,6%. Laun í 8. flokki 1. þrepi eru 20.058 og er hækkunin 20,5% og mánaðarlaun í 13. flokki 3. þrepi 35.410 og er hækkunin 18,7%. Atkvæðagreiðslu um samning- inn er lokið og er stefnt að því að telja atkvæði á föstudag, en sam- komulag tókst 20. nóvember síð- astliðinn. Samningurinn nær til um þrjú þúsund félagsmanna f Sambandi íslenzkra bankamanna. Flugleiðir: Tap vegna verkfalls nam 30-35 millj. kr. Mílljón frá LÍÚ í sjómannanámslán? FYRIR stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna liggur nú sam- þykkt aðalfundar LÍÚ um að samtökin leggi eina milljón króna í sérstak- an sjóð, sem síðan verði lánað úr með það í huga að hvetja menn til náms í sjómannaskólunum. í ályktun fundarins um menntunarmál segir, að það hafi verið mönnum áhyggjuefni, hve dregið hafi úr aðsókn að sjó- mannaskólum landsins á síðustu árum og brýna nauðsyn beri til að snúa þeirri þróun við. Þá seg- ir í ályktuninni: „Til að auka möguleika manna á að komast í nám í sjómannaskólunum þarf að endurskoða lánamál nem- enda. Til þess að kom þeim mál- um sem fyrst í betra horf, leggur umræðuhópurinn það til við stjórn LÍU, að sömtökin veiti eina milljón króna í sérstakan sjóð, sem nemendum sjómanna- skólanum verði lánað úr og hvetji önnur samtök innan sjáv- arútvegsins til að gera slíkt hið sama. Einnig fengi sjóðurinn sérstakt álag á hverja veitta undanþágu." HEILDARTAP Flugleiða vegna verkfalls BSRB nemur 30—35 milljónum króna, að því er fram kemur í grein eftir Sigurð Helgason stjórnarformann Flugleiða á miðopnu blaðsins í dag. Um þrjú þúsund erlendir ferðamenn hættu við íslandsferð með Flugleiðum í október vegna verkfallsins og telur Sigurður að þjóðin hafí misst af tekjum, sem numið hefðu 50—60 milljónum k róna fyrir utan fargjöldin og heildartap því nær 100 milljónum króna. „Mánuðina fyrir verkfall höfðu söluskrifstofur Flugleiða í Banda- ríkjunum unnið við að undirbúa, auglýsa og selja stuttar verslunar- ferðir til Islands í október og nóv- ember. Undirtektir voru betri en nokkur bjóst við og pantanir streymdu inn. Flestir þátttakend- ur ætluðu að kaupa íslenzkar ullar og keramikvörur. Von var á 600—800 manns í þessum sérstöku ferðum. Vegna verkfallsins hættu nær allir við komuna..." segir Sigurður meðal annars í grein sinni. Hann sagði að í könnun sem gerð hefði verið, hefði komið fram að mjög margir hefðu hugsað sér að verja um þúsund dölum í kaup á ullarvörum auk annarra inn- kaupa. „Við höfum fengið hingað hópa bandarískra ferðamanna að und- anförnu. Frá 20 manns upp í 50 manns. Þetta fólk hefur komið um helgar; komið á föstudegi og farið á mánudegi. Þetta er nú að mestu dottið niður," sagði Margrét Sig- valdadóttir aðstoðarhótelstjóri á Hótel Loftleiðum í samtali við Mbl. um komu bandarískra ferða- manna í þeim erindagjðrðum að versla hér á landi. „Það var kom- inn mjög góður skriður á verslun- arferðir Bandaríkjamanna hingað til lands, en hefur ekki náð sér á strik eftir verkfall. 2.300 gistinæt- ur töpuðust vegna verkfallsins," sagði Margrét ennfremur. Sjá miðopnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.