Morgunblaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
237. tbl. 71. árg.
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
Prentsmiöja Morgunblaðsins
Morðið á Jerzy Popieluszko:
Rannsóknar-
menn farast
Vanjá, 30. ■ÓTember. AP.
Tveir háttsettir embettismenn í
innanríkisráðuneytinu, sem stjórna
rannsókn i morðinu i prestinum
Jerzy Popieluszko, biðu bana f kvöld
er vörubifreið ók beint framan i bif-
Hryðjuverka-
menn tamila
myrða fanga
Colombo, 30. oóvember. AP.
Hryðjuverkamenn úr röðum tamfla
réðust i endurhæfingarstöð fyrir
fanga í norðurhluta Sri Lanka í dag
og dripu 42 menn samkvæmt fri-
sögnum opinberra aðila, en heima-
menn sögðu a.m.k. 80 liggja í valn-
um. Kmbættismenn kalla verknað-
inn fjöldamorð
Embættismenn segja um 200
hryðjuverkamenn hafa ráðist á
búðirnar. Hefðu þeir fyrst fellt
þrjá fangaverði, síðan smalað
föngum inn í byggingar og varpað
þar inn handsprengjum og haldið
uppi vélbyssuskothrið samtimis.
Árásin var gerð skömmu fyrir
dögun og aðeins sólarhring eftir
að ríkisstjórnin tilkynnti ýmsar
ðryggisráðstafanir til að stemma
stigu við ofbeldisverkum. Hermt
er að 20 tamílar hafi beðið bana í
átökum við fangaverði.
í búðunum hafast við um 450
fyrrverandi fangar og fjölskyldur
þeirra. Talið er að flestir hinna
látnu séu sinhalar. Herþyrla í eft-
irlitsferð lenti við stöðina rétt eft-
ir árásina en hvarf frá er á hana
var skotið.
Yfirmaður í her segir tamíla í
norðri reyna með þessu að stofna
til illdeilna milli sínhala og tamíla
í suðurhluta Sri Lanka, þar sem
þeir síðarnefndu eru í minnihluta.
Þar með yrðu öryggissveitir í
norðurhlutanum sendar suður á
bóginn og þá gætu tamflar, sem
eru í yfirgnæfandi meirihluta í
norðurhlutanum, leikið lausum
hala.
reió þeirra við borgina Bialobrzegi
70 km suður af Varsjá.
Mennirnir voru Stanislaw Traf-
alski ofursti og Wieslaw Piatek
majór. Voru þeir á heimleið eftir
yfirheyrslur í tengslum við ránið
og morðið á Popieluszko. ökumað-
ur þeirra beið einnig bana.
Ökumaður vörubifreiðarinnar
er sagður hafa valdið slysinu og
brotið umferðarreglur. Ók hann á
sama vegarhelmingi og rannsókn-
armennirnir, en í gagnstæða átt.
Var hann handtekinn og er í
vörslu lögreglunnar.
Popieluszko var rænt 19. októ-
ber og fannst lík hans í uppistöðu-
lóni 11 dögum seinna. Þrir leyni-
lögreglumenn hafa verið sakaðir
um morðið á presti og ofursti i
innanrikisráðuneytinu, sem fer
með stjórn lögreglumála, er
sakaður um að hafa verið i vitorði
með þeim.
AF VETTVANGI MORÐSINS
Símamynd/ AP
Bifreið leigubflstjórans hafnaði utan vegar eftir að steypustaur var varpað niður i hana af brúnni, sem sést í baksýn.
Nimamaðurinn slapp ómeiddur, en bflstjórinn var litinn iður en komið var með hann i sjúkrahús. Lögreglustjóri í
Suður-Wales segir að um morð hafi verið að ræða af hilfu nimamanna.
Leigubflstjóri myrtur í
aðgerðum námamanna
Lowkn, 30. ■óvember.
TVEIR VELSKIR nimamenn voru handteknir í kvöld og sakaðir um að
hafa myrt leigubflstjóra, sem beið bana er steinsteypustaur var litinn falla
niður á bifreið hans af brú, er hann ók nimamanni til vinnu sinnar nærri
Aberfan í suðurhluta Wales í dag. Þriðji maðurinn hefur verið yfirheyrður
og leikur grunur á að hann eigi hlutdeild í morðtilræðinu. Nimamaðurinn,
sem sneri til vinnu í síðustu viku, slapp ómeiddur.
Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra fordæmdi árásina og
sagði hér vera um að ræða kald-
rifjaða illgirni og þaulhugsað
glæpaverk. „Enginn sómakær
maður getur stutt verkfall, sem
byggir á ofbeldis- og þorparaverk-
um,“ sagði Thatcher.
Neil Kinnock leiðtogi Verka-
mannaflokksins sagði að um við-
bjóðsverk væri að ræða og skoraði
á þá sem að verki voru að gefa sig
fram.
Bílstjórinn var 35 ára og ein-
hleypur. Var hann látinn áður en
komið var með hann í sjúkrahús.
Margsinnis hefur komið til átaka
milli lögreglu og verkfallsvarða
við Merthyr Vale námuna, sem
námamaðurinn var á leið til.
Tveir menn sáust á hlaupum við
brúna í þann mund sem atvikið
átti sér stað. Leigubíllinn ók i
lögreglufylgd.
Lát bílstjórans er þriðja dauðs-
fallið, sem lögregla segir hljótast
beint af verkfalli námamanna,
sem hófst 12. mars sl. Hinn 14.
mars lézt námamaður sem fékk
múrstein í höfuðið í átökum
námamanna og lögreglu og 15.
júní varð verkfallsvörður fyrir
vörubifreið og lést.
Alls hafa 1.247 lögreglumenn og
329 verkfallsverðir og námamenn
slasast I átökum frá því verkfall
hófst. Rúmlega 8.500 handtökur
hafa átt sér stað.
í þessari viku sneru 1.977 náma-
menn til vinnu, en i siðustu viku
nam sá fjöldi 5.959. Er sagt að
verkfallsmenn og fjölskyldur
þeirra sæti nú hótunum og hafi
það dregið úr straumnum.
Bréfasprengja fannst í pósti til
Thatcher forsætisráðherra i dag
og hafa skoskir aðskilnaðarsinnar
lýst sig ábyrga.
E1 Salvador:
Biskup vongóður
um samkomulag
Ayagulo, 30. nArember. AP.
FULLTRÚAR uppreisnarmanna og ríkisstjórnarinnar ræddust við öðru
sinni í dag um leiðir til að stilla til friðar í El Salvador og hvatti
skæruliðaleiðtogi til aukinna og ákafari viðræðna til þess að binda mætti
endi á borgarastyrjöldina hið fyrsta.
í viðræðunum i dag tóku ekki
jafn háttsettir menn þátt og í
fyrsta fundi aðila. ÁÖ þessu
sinni snúast viðræðurnar fyrst
og fremst um fangaskipti og að-
hlynningu særðra. Borgarastyrj-
öldin, sem staðið hefur i fimm
ár, hefur kostað 59 þúsund
manns lífið.
Fulltrúar beggja deiluaðila
létu í ljós ánægju með fundinn
og bjartsýni. Rosa Chavez erki-
biskup í San Salvador, sem gegn-
ir hlutverki sáttasemjara í við-
ræðunum, segist vongóðir um
samkomulag af einhverju tagi,
þar sem báðum deiluaðilum sé
ljóst að þjóðin kýs sættir.
^ Slmamynd/AP
A FRIÐARFUNDI
Þrír fulltrúar skæruliða, sem þátt tóku f friðarviðræðunum við fulltrúa
stjórnarinnar { El Salvador f gær, á fundi með fréttamönnum í upphafl
viðræðnanna. Á myndinni eru f.v. Dagoberto Gutierrez, Hector Oqueli og
Ruben Zamora.
Hawke spáð
yfirburðasigri
Sydiey, 30. BÓTember. AP.
Bob Hawke er spáð yflrburðasigri
í kosningunum á morgun, laugardag,
þrátt fyrir að skoðanakannanir
kvöldið fyrir kjördag bendi til að
ríkisstjórnin hafl tapað fylgi til
flokks, sem vill loka öllum banda-
rískum herstöðum í Ástralíu.
Samkvæmt skoðanakönnunum
hefur Verkamannaflokkurinn 10-
—16 prósentustiga fylgi umfram
stjórnarandstöðuflokkana. Morg-
an Gallup-skoðanakönnun, sem
þykir áreiðanleg, spáir því að
flokkur Hawke auki á meirihluta
sinn í fulltrúadeild þingsins úr 25
í 46 sæti. Fjölgað verður I deild-
inni að þessu sinni úr 125 í 146
sæti vegna fólksfjölgunar.
Hawke var sigurviss í dag og
sagði kjósendur játa þá staðreynd
að stjórn sinni hefði tekist að
koma Ástralíu út úr meiriháttar
kreppu. 1 stjórnartíð hans hefur
tekist að minnka verðbólgu úr
11% í 3,6%, atvinnuleysi úr 11% f
8,6%.