Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
Forsetar ASÍ
að loknu þingi:
„VÍST ER til baráttuafl ( Alþýðu-
sambandinu ef eftir því þarf að
leita. En það þarf vafalauat að
skipuleggja það betur en gert hefur
verið hingað til,“ sögðu forsetar Al-
þýðusambands Íslands, þau Ás-
mundur Stefánsson, Björn Þórhalls-
son og Guðríður Elíasdóttir, i fundi
með fréttamönnum í lok 35. þings
ASÍ síðdegis í gsr. Þau sögðu að á
þinginu hefði komið fram greinileg
samstaða og vilji til að fsra þjóðfé-
lagsgerðina til betri vegar.
„Megineinkenni þessa þings var
mikið og gott starf," sögðu forset-
arnir. „Það var unnið mjög stíft,
vel og samfellt, og áberandi
hversu margir fulltrúar voru
virkir í störfum þingsins og
Morgunblaðið/Friðþjófur.
Eorjstuþrenning Alþýðusambands (slands: Ásmundur Stefánsson, forseti,
Guðríður Elíasdóttir 2. varaforseti og Björn Þórhallsson 1. varaforseti.
Baráttuaflið er til ef
eftir því þarf að leita
nefnda þess. Umræður hafa verið
mjög málefnalegar, þingið hefur
einbeitt sér að þeim málefnum,
sem verður að telja meginhlut-
verk verkalýðshreyfingarinnar.”
Þau kváðust ekki vilja nefna eitt
mál fremur öðrum sem merkasta
mál þingsins — kjarabarátta væri
samfelld heild og þar bæri mörg
mál hátt: kjaramái, skipulagsmál,
fræðslu- og útgáfumál, málefni
aldraðra og vinnuverndarmál, svo
getið væri um nokkur þingmála.
„Við höfum orðið sammála um,“
sögðu þau ennfremur, „að verka-
lýðshreyfingin þarf að vera virk-
ari i pólitískri umræðu i landinu.
Hún þarf að taka frumkvæði þar
um og marka sér ákveðna heild-
arstefnu. Atvinnurekendur og
samtök þeirra eru sterkari að því
leyti og væntanlega verður
stærsta málið að loknu þingi að
koma stefnumörkun hreyfingar-
innar í fastara form. Sé samstaða
fólks i hreyfingunni virkjuð er
hún það sterk, að ekki er hægt að
líta hjá afli hennar í þjóðfélags-
umræðunni. Hvað varðar stöðu
Alþýðusambandsins nú er aug-
ljóslega stærsta vandamálið að
draga enn fleiri til virkra starfa
innan hreyfingarinnar. Og það er
ekki aðeins verkefni fyrir mið-
stjórn og æðstu forystu sam-
bandsins, heldur öll verkalýðsfé-
lög á landinu."
Áhrif stjórnmálaflokkanna á
störf og verkaskiptingu innan
verkalýðshreyfingarinnar, það
sem margir þingfulltrúa kölluðu
„samtryggingu flokkanna í „ASÍ“,
voru mikið til umræðu á þinginu.
Forsetarnir voru að lokum spurð-
ir um það atriði. „Samtrygging er
rangnefni,” svaraði Björn Þór-
hallsson. „Hér er um að ræða
samstarf stjórnmálaaflanna í
landinu um að hindra það, að ein-
stakir stjórnmálaflokkar yfirtaki
verkalýðshreyfinguna. Samstarf-
ið er leið til að verjast gegn
flokkspólitíkinni fremur en að
innleiða hana. Þegar kosningum
er lokið og hið faglega starf hafið
skiptast menn ekki eftir flokks-
legum línum.“
Lýsi hf.:
Verja 8—10 millj. kr.
til rannsóknastarfa
Allt bendir til að fitusýrur í lýsi geti komið í
veg fyrir hjartasjúkdóma og skyndilegan hjartadauða
KYRIRTÆKIÐ Lýsi hf. hefur ikveðið að fjármagna rannsóknir dr. Sig-
mundar Guðbjarnasonar i fjölómettuðum fitusýrum í lýsi. Rannsóknirnar
eru fyrst um sinn afriðnar sem tveggja til þriggja ira verkefni og er búist við
að þær kosti 8—10 milljónir króna. Meginmarkmið rannsóknanna eru
tvenns konar. Annars vegar að vinna að sameiginlegri þróun aðferða til að
vinna tiltekin hollustuefni úr lýsi og gera að markaðsvöru og hins vegar að
rannsaka áhrif þessara hollustuefna i dýr og menn, einkum með tilliti til
hjartasjúkdóma. Fara þessar rannsóknir fram i Raunvísindastofnun Hiskól-
ans.
Frá þessu var greint á frétta-
mannafundi sem haldinn var I
gær, að viðstöddum forráðamönn-
um Lýsis hf., dr. Sigmundi Guð-
bjarnasyni og dr. Grími Valdi-
marssyni forstöðumanni Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins,
sem aðstoðað hefur við rannsókn-
irnar. Framkvæmdastjóri Lýsis
hf., Steinar Berg Björnsson, gerði
grein fyrir þessari ákvörðun og
sagði hana tilkomna þar sem
fyrirtækið gerði sér grein fyrir, að
nýta yrði þá þekkingu sem til væri
í landinu til að bæta samkeppnis-
aðstöðu á erlendum mörkuðum.
Hann sagði, að verðmæti lýsis i
dag væri aðeins 10% af því sem
það var fyrir um 40 árum, og því
væri brýnt að fullvinna hráefnið
eins og unnt væri innanlands og
nýta til þess alla þá þekkingu sem
við byggjum yfir. I dag er stór
hluti af framleiðslu Lýsis seldur i
stórum umbúðum til útlanda, þar
sem unnið er úr því í neytenda-
umbúðir. Þá sagði Steinar, að
samstarfið við dr. Sigmund hefði
þegar staðið yfir í nokkurn tima
og þess að vænta, að fyrsta varan,
sem er ávöxtur þess samstarfs,
kæmi á markað upp úr áramótum,
en það eru sérstakir vítamínbelg-
ir. Við rannsóknirnar nýtur Lýsi
hf. samstarfs við Raunvísinda-
stofnun Háskólans svo og starfs-
manna Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins.
Dr. Sigmundur gerði siðan grein
fyrir rannsóknum sinum. Hann
sagði að í lýsi væru tvær fjöl-
ómettaðar fitusýrur sem væru
sérstaklega áhugaverðar með til-
liti til æða- og hjartasjúkdóma.
Önnur þessara fitusýra er kölluð
EPA og hindrar samloðun á
blóðflögum, tefur fyrir blóð-
storknun og gæti þannig tafið eða
hindrað myndun blóðtappa. Er
jafnvel talið að þetta efni geti,
vegna þessara eiginleika, stuðlað
að því að koma í veg fyrir myndun
kransæðaþrengsla. Hin sýran
kallast DHA og virðist geta dregið
úr hættu á banvænum hjartatitr-
ingi. Þessi fitusýra er nauðsynleg
fyrir eðlilega starfsemi taugakerf-
is og er í heila og taugum manna,
en hlutverk hennar er óþekkt.
Dýratilraunir gefa til kynna að
þessi fjölómettaða fitusýra tefji
myndun efna sem valda sam-
drætti i æðaveggjum, hún stuðli
að slökun æðaveggja og auknu
blóðstreymi og minnki þannig
hættu á hjartatitringi og skyndi-
legum hjartadauða. Dr. Sigmund-
ur sagði, að tilraunir á rottum
Dr. Sigmundur itaunt Guðmundi Haraldssyni, efnafræðingi i tilraunastofu
Hiskólans, þar sem rannsóknirnar fara m.a. fram.
Annað bindi heimildaþátta
eftir Hannes Pétursson
IÐUNN hefur sent frá sér „Misskipt
er manna láni“ annað bindi heim-
ildaþitta Hannesar Péturssonar.
í frétt frá Iðunni segir m.a.:
„Sögusviðið er skagfirskt, en efni-
viður fjölbreytilegur. „Andlit
augnalaust" segir frá Jóni nokkr-
um Jónssyni sem lengi lifði blind-
ur í Lýtingsstaðahreppi. Hann var
„Dalkotsstrákurinn sem varð að
þeim Jóni godda sem síðar iðkaði
forneskju, eignaðist rúnaskræður
og kaupslagaði við Andskotann"
— og hann hirti úr Jóni augun að
síðustu. Þetta er skemmtileg
dæmisaga um það hvernig þjóð-
sagan spinnur þræði sína um
nafnkennda menn. „Sögubrot af
Eyólfum tveim“ segir meðal ann-
ars frá hörmulegum atburðum í
Vindheimum þar sem ungur mað-
ur veill á geði lét lífið með voveif-
legum hætti 1885. „Jakobsævi
myllusmiðs" bregður upp eftir-
minnilegri mynd af næsta sér-
stæðum manni á ofanverðri nítj-
ándu öld sem fór um byggðir
Skagafjarðar, smiður á tré, járn
og stein, nefndur Myllu-Kobbi af
því að hann setti upp vatnsmyllur
á bæjum. „Þúfnakollar og bögur“
Hannes Pétursson
greinir frá hagyrðingnum Einari á
Reykjarhóli, gæflyndum búand-
manni sem með vísum sínum
brást við atvikum hversdagslífsins
heima og heiman og tókst þar „að
spegla svo vel sinn alþýðlega
mann í réttu umhverfi, að þar býr
mynd hans ljóslifandi".
Bókin er prentuð í Odda.
Sleppt
ÞREMUR mönnum, sem úrskuröaðir
voru í gæsluvarðhald til 17. desember
vegna smygls i 900 skömmtum af
LSD var sleppt i fimmtudag. Þeir
hafa viðurkennt brot sitt — að hafa
reynt að smygla 900 skömmtum af
LSD til landsins, amfetamíni og
kókalni. Einn þeirra var handtekinn
við komuna til landsins fri Kaup-
mannahöfn. í skóm hans fundust 260
skammtar af LSD og 100 grömm af
amfetamíni auk kókaíns.
haldi
Fikniefnadeild lögreglunnar
fann síðar 500 skammta af LSD,
sem reynt var að smygla til lands-
ins i pósti. Mennirnir hafa enga
skýringu gefið á þeim 140 skömmt-
um af LSD, sem ekki hafa komið i
leitirnar. Þetta er umfangsmesta
smygl á LSD, sem upp hefur kom-
ist hér á landi. Andvirði fíkniefn-
anna er talið vera á aðra milljón á
markaði hér.
LJósm. Mbl. Bjarni.
Dr. Sigmundur Guðbjarnason, prófessor lengst til vinstri, þi Tryggvi Ólafs-
son, annar stofnenda Lýsis hf„ og Steinar Berg Björnsson, framkvæmda-
stjóri Lýsis hf.
hefðu sýnt, að hjartatitringur og
skyndilegur hjartadauði væri um
60% algengari hjá rottum, sem
ekki hefði verið gefið lýsi, en hin-
um.
Dr. Sigmundur sagði ennfrem-
ur, að rannsóknirnar byggðust
fyrst og fremst á því, að finna út,
hvaða efni það væru í lýsinu sem
hefðu áðurgreind áhrif. Það væri
ekki enn sannað að fyrrnefndar
fitusýrur væru orsakavaldurinn,
þó allt benti til þess að svo væri.
Hugmyndin væri síðan, að vinna
úr lýsinu ákveðin efni, þannig að
gefa mætti fjórfalt meira magn í
einum skammti til dæmis þeim,
sem ekki þyldu önnur efni í lýsinu.
Sigmundur þakkaði forráða-
mönnum Lýsis sérstaklega fram-
tak þeirra, sem hann sagði sýna
hug og dug þeirra.
Dr. Grímur Valdimarsson sagði
framtak Lýsis mjög þakkarvert og
bætti við, að rannsóknastofnanir
hefðu ekki tök á að meta notagildi
rannsókna sinna og því væri slík
samvinna mjög nauðsynleg. Hann
nefndi sem dæmi, að Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins væri að
vinna að rannsóknum á rotvarnar-
efni fyrir lifur, sem sýndi að mjög
auövelt væri að verja lifur í lang-
an tíma. Staðreynd væri, að í dag
væri um 60 þúsund tonnum af úr-
gangsefnum hent í sjóinn, sem
vinna mætti úr um 12 þúsund tonn
af hráefni að verðmæti 200—300
milljónir króna.
Það kom fram á fundinum, að
lýsisneysla landsmanna hefur
stöðugt aukist undanfarin ár. Dr.
Sigmundur var spurður, hvort
finna mætti tengsl milli tíðni
hjartaukdóma og lýsisneyslu.
Hann svaraði því til að það sem
hleypt hefði lífi í rannsóknirnar á
lýsi hefði verið niðurstöður rann-
sókna í Danmörku á tíðni hjarta-
sjúkdóma Dana annars vegar og
eskimóa á Grænlandi hins vegar,
en Grænlendingar neyta fisks og
þeirra fæðutegunda sem innihalda
umræddar fitusýrur í miklum
mæli. Niðurstöður þeirra hefðu
verið þær, að tíðni hjartasjúk-
dóma væri miklu minni meðal
eskimóanna og blæðitími þeirra
væri mun lengri, þ.e. blóðstorkn-
unartími mun lengri, sem bendir
til mikils magns EPA-fitusýra.
Þess má geta að lokum, að Lýsi
hf. hefur verið starfrækt f Reykja-
vfk síðan 1938. Annar stofnend-
anna er enn í fyrirtækinu, Tryggvi
ólafsson, sem verður að teljast
frumkvöðull á þessu sviði. Tryggvi
sat blaðamannafundinn í gær og
sagði Steinar Berg, að Tryggvi
hefði verið í atvinnulffinu í 60 ár,
og að hann hefði hafið lýsis-
vinnslu árið 1924.