Morgunblaðið - 01.12.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.12.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 5 Námsmenn mótmæla stöðu lánamála: Stefnt að óskert- um desemberlánum - að sögn menntamálaráðuneytisins SAMTÖK námsmanna heima og erlendis gengust í gær fyrir mótmælum vegna stöðunnar í lánamálum námsmanna, sem samtökin lýsa sem neyðar- ástandi. Námsmenn í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi heimsóttu sendiráð íslands í þessum borgum og afhentu þar mótmæli sín og einnig heimsóttu námsmenn í Reykjavík menntamálaráðuneytið þar sem þeir komu mótmælum sínum á framfæri. Kröfur námsmanna á Norður- löndum eru þær að nemar á fyrsta ári fái lán frá því að nám þeirra hefst; að lánasjóður ís- lenskra námsmanna fái fjárveit- ingu samkvæmt áætlunum stjórnar sjóðsins um fjárþörf á næsta ári; að lánahlutfall verði 100% frá áramótum; að tekin verði upp skylduaðild að SÍNE að nýiu. I yfirlýsingu sem námsmenn hér heima afhentu menntamála- ráðuneytinu segir meðal annars, að nú vanti 41 milljón króna upp á desembergreiðslur í Lánasjóðn- um og að 300 milljónir króna van- ti upp á greiðslur næsta árs. Af þessum sökum verði námsmenn að lifa af 3.000 krónum í desem- ber og að lánin verði 70% af framfærslu á næsta ári. í svari menntamálaráðuneytis- ins til námsmanna á Norðurlönd- um segir, að Alþingi ákveði fram- lag til lánasjóðsins og að sú ákvörðun liggi ekki fyrir fyrr en fjárlög hafi hlotið umfjöllun á Alþingi og breyst í samræmi við hana. Að fyrsta árs nemar njóti sama réttar og verið hafi, lögum samkvæmt, hvort sem vixlar séu afgreiddir af banka eða lánasjóði. Haustlán þeirra verði afgreidd hjá lánasjóðnum eftir áramótin eins og venja hafi verið og lög geri ráð fyrir. Námsmenn séu ekki skyldugir til þess að hlíta skerðingu námslána vegna aðild- argjalda að SÍNE. Hins vegar sé þeim það frjálst að skrá ósk sína um það á lánsumsókn sína. Ráðu- neytið vinni að þvi að leysa vanda sem upp sé kominn vegna desem- berlána. Ráðuneytið telji að það takist og gangi að sjálfsögðu út frá því að desemberlánin verði óskert eins og verið hafi. Að sögn sendiherra íslands i Kaupmannahöfn, Osló og Stokk- hólmi komu námsmennirnir þar f alla staði vel fram þó dvöl þeirra hefði valdið lítilsháttar erfiðleik- um i sendiráðunum í Osló og Kaupmannahöfn, en þar voru allt að 40 manns mest allan af- greiðslutíma sendiráðanna. Bankamenn samþykktu BANKAMENN samþykktu nýgerð- an kjarasamning Sambands ís- lenzkra bankamanna og bankanna, en atkvæði voru talin í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram i byrjun vikunnar. Á kjörskrá voru 3.114, eða 88,99%. Atkvæði féllu þannig að 2.096. eða 75,6% sögðu já og 511, eða 18,4%, sögðu nei. Auðir seðlar og ógildir voru 164 eða 5,9%. Mokveiði á loðnunni MOKVEIÐI var á loðnumiðunum út af Glettingi í gær. Síðdegis höfðu 27 skip tilkynnt um afla frá miðnætti samtals 20.520 lestir, flest með full- fermi. Sólarhringinn þar á undan var aflinn 5.610 lestir af 11 skipum. Auk þeirra skipa, sem áður er getið í Morgunblaðinu, tilkynntu eftirtalin um afla á fimmtudag; Albert GK, 600, Jón Finnsson RE, 600, Huginn VE, 580, Jöfur KE, 560 og Guðmundur ólafur ÓF, 80 lestir. Frá miðnætti aðfaranætur gærdagsins til klukkan 16 til- kynntu eftirtalin 27 skip um sam- tals 20.520 lestir: Hrafn GK, 650, Hákon ÞH, 820, Rauðsey ÁR, 600, Sæbjörg VE, 630, Sighvatur Bjarnason VE, 720, Guðrún Þor- kelsdóttir SU, 700, Harpa RE, 620, Súlan EA, 800, Helga II RE, 480, Húnaröst ÁR, 620, Gísli Árni RE, 620, Þórshamar GK, 600, Bjarni Ólafsson AK, 1.150, Pétur Jónsson RE, 800, Gullberg VE, 600, Kap II VE, 700, Ljósfari RE, 570, ísleifur VE, 730, Sjávarborg GK, 800, Jón Kjartansson SU, 1.100, Höfrungur AK, 920, Fífill GK, 630, Hilmir II SU, 550, Eldborg HF, 1.400, Júpí- ter RE, 1.200, Víkurberg GK, 560 og Grindvíkingur GK, 950 lestir. Þróarrými er af skornum skammti á Austfjarðahöfnum, en vegna þess og fría áhafna er loðn- unni nú landað á svæðinu frá Eyjafirði til Faxaflóahafna. Auk þess héldu fimm skip með afla sinn til Færeyja og Danmerkur. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 ■ - ItöOsklDirta * * Úrval af ítölskum Ijósum í loft - á veggi - á borð - á gólf hvar sem þörf er fyrir mjúka lifandi lýsingu. íbúðin fær hlýja birtu og blæ með Ijósi frá okkur. Þú gengur að gæðunum vísum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.