Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 10

Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 Œíáfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 265. þáttur Haraldur J. Hamar í Reykjavík sendir mér klippu úr blaði þar sem orðið ferða- mannaiðnaður kemur fyrir í fyrirsögn. í framhaldi af inn- gangsorðum bréfs síns segir Haraldur: „Eitt orð fer æ meira í taug- arnar á mér: „ferðamannaiðn- aður“ (tourist industry). Sé ekki betur en ferðaþjónusta geti gengið í flestum tilvikum. Hef heyrt „ferðamannaþjónusta", sem mér finnst klúður. Ferða- þjónusta finnst mér geta náð yfir allt sviðið. Ef þú ert sammála ertu lík- legastur til að geta drepið „ferðamannaiðnaðinn" og kom- ið á ferðaþjónustu. Ef þú ert ósammála, þá gleymum við þessu bara.“ Ég þakka Haraldi þetta bréf. Ég veit að vísu ekki hvers þessir þættir eru megnugir, en þeir eiga að minnsta kosti að vera vettvangur fyrir skoðanir manna og tillögur um meðferð íslenskrar tungu. Ég bið í fyrstu lotu lesendur að segja álit sitt á tillögu Haralds. Mér þykir hún svo góð að alls ekki megi hafna henni að svo stöddu. Ferðamannaþjónusta er komið inn í Orðabók Menning- arsjóðs, en hvorki ferðaþjón- usta né ferðamannaiðnaður. Ég kann ekki við það síðarnefnda fremur en Haraldur. Ég vísa svo til bréfa Heimis Hannes- sonar og fleiri um þetta efni og vænti góðra tillagna frá les- endum. ★ Fleiri en Jón Bjarman eru fúsir til að fræða mig og les- endur þáttarins um nafnið Jósafat. Kolbeinn Þorleifsson í Reykjavík skrifar svo: „Jósafat er í gömlum kristn- um fræðum nafn á tveimur merkismönnum, sem engan veginn eiga það skilið að vera hafðir að háði og spotti meðal íslenskumanna. Með slíku höggva þeir all-nálægt ýmsum helgum véum íslenskrar tungu, svo sem skilningi Njáls á Bergþórshvoli á píslar- vættisgildi þess að brenna inni. Nafnið Jó-safat merkir: Drottinn dæmir, og segja má um konung þann meðal Júda- manna, sem þetta nafn bar, að hann hafi verið vitur sem Njáll í lögum. Þó held ég ekki. að þessi Gyðingakonungur hafi verið sá maður, sem ís- lenskir menn voru skírðir eft- ir. Þar kemur til indverskur prins, sem kristnir menn köll- uðu Jósafat, en Indverjar Siddharta Búddha. Helgidagur þessa manns í rómversku kirkjunni er 27. nóvember. Þessi saga er indversk dul- speki í kristnum búningi, og það er píslarvættishugmynd þeirrar sögu sem bergmálar í sögunni af Njálsbrennu. Um þessa sögu og hugsanlega þýð- endur hennar ræðir dr. Jónas Kristjánsson í Sögu íslands III, bls. 266: Sagan af Barlaam og Jósafat. Norskir þýðendur sögunnar hyggja á texta sem talinn hef- ur verið saminn af heilögum Jóhannesi frá Damaskus (d. 749), en aðrir ætla að þessi saga hafi borist til Jóhannesar frá kirkjunni í Georgíu í Kák- asus-fjöllum. Þessarar sögu er getið í Guðmundar sögu góða eftir Arngrím Brandsson, og sagt að Guðmundur hafi haft bók þessa með sér úr vígsluför- inni 1204. Fróðir menn segja, að hin arabíska mynd nafnsins Jósafat í þessari sögu hafi upphaflega verið Jódasaf, sem á indversku er Bódasaf (Bodhisatva: sá sem lærir að verða Buddha). Hitt er undarlegt, að um aldamótin 1900 eru menn skírðir þessu nafni á íslandi, og er það rannsóknarefni. Nafnið er, að ég held, ekki al- gengt í nágrannalöndunum." Umsjónarmaður þakkar Kolbeini þann víðtæka lærdóm sem í bréfi hans er saman dreginn. Jafnframt biðst hann, fyrir hönd góðkunningja síns, Þjóðreks þaðan, afsökunar á gáleysislegri limru, sem í þátt- um þessum birtist. Var hvorki ætlun Þjóðreks að draga spé að mönnum, sem báru Jósafats nafn, né heldur nokkrum véum íslenskrar tungu. Limran átti aðeins að vera saklaus orða- leikur, og er þess beðist að i hana sé ekki lagður annar skilningur. Orð geta verið máttug. ★ Þegar Kolbeinn Þorleifsson vitnaði í dr. Jónas Kristjáns- son, datt umsjónarmanni í hug bók hins síðar nefnda: Hand- ritin og fornsögurnar, sú sem kom út 1970. í þeirri bók kenn- ir margra góðgrasa, og má þar meðal annars finna merkilega kafla úr gömlum íslenskum kennslubókum. Ætli það sé ekki vafamál að okkur takist nú á dögum að fjalla um fræð- in ýmiss konar með svo skemmtilegum hætti sem brátt skal greina. í Árnasafni varðveittist lengi rit um nátt- úrufræði, Fysiologus, frá um 1200 (AM 673 a II 4to). Þar segir frá undarlegum dýrum. Kvikindi það, sem við köllum nú krókódíl, heitir þar koko- drillus og er nafnið beygt upp á latínu. En látum oss sjá: „Er hvalr í sæ er heitir aspedo ... Þá er hann hungrar lýkr hann upp munn sinn, ok sem nökkurn ilm láti hann út fara. En litlir fiskar kenna ilm ok samnask saman í munn hans. En þá er muðr hans er fullr, lýkr hann saman munn sinn ok svelgr þá.“ „Einn fogl er í Ánni Níl, sá heitir hidris... segir þat frá honum at hann banar koko- drillo. Þat er náttúra ok vandi hans: Þá er hann sér kokodrill- um sofa, klínisk hann leiri ok hleypr í munn kokodrillo, er hann sefr á árströndu, ok rífr ok slítr hann allan innan, ok setr í gegnum kvið hans ok at honum dauðum." ★ í frásögninni um hvalinn aspedo er nefnifallsmyndin muðr í góðu gildi, sbr. þolfallið munn. Það kallast ófullkomin samlögun (tillíking), þegar nn breytist í ð á undan r-i. Þannig hefur áttarheitið suður (= sól- arátt, af sunna) verið sunnr, en það varð suðr með sama hætti og munnr varð muðr. Munurinn er sá, að í nútímamáli hefur áttarheitið haldið ð-inu og fengið u-innskot í endingunni til þess að auðvelda framburð. En hitt orðið hefur þokast i áttina til upphafs síns, þó með sama innskoti og suður. Því segjum við nú munnur en ekki muður. Lengi eimdi þó eftir af hinu, sbr. vísu skessunnar: ÓUfur muður, ctlarðu guður? R*ð eg þér, rungkjaftur, að þú snúir beim aftur. Snýttu þér, snúinraftur, og snifaðu beim aftur. Þessi hryssingslegi kveð- skapur er reyndar til í ýmsum mismunandi gerðum. 28611 Opið í dag kl. 2—4 28611 2ja herb. íbúðir Grettisgata Hraunbær Norðurmýri Lokastígur Snorrabraut Spóahólar Sérhæð — Garöabæ Einbýli — Skógahverfi Nýienduvöruverslun Vantar íbúðir 3ja herb. íbúðir Álagrandi Engjasel Furugrund Hraunbær — Skipti Hverfisgata Spóahólar Parhús Kleppsholti Einbýli — Álftanesi Iðnaðarhúsn. - örfyrisey Höfum kaupendur 4ra herb. íbúðir Bjarnarstígur Hraunbær Laugarnesvegur Melabraut Hlíöunum Hólahverfi Endaraðhús - Garðabæ Einbýli — Hellu Einbýli — Stöövarfiröi Eignaskipti Húsog Eignir Vinsamlegast hringiö viö útvegum eignina m 28611m Bankantrœti 6 Lúðvík Gizurarson hrl. Vinnusimi 28611 Haimasími 17677 3ja-4ra herb. íbúð óskast Höfum veriö beönir aö útvega fyrir mjög fjársterkan og góöan kaupanda 3ja—4ra herb. íbúö í Reykjavík eöa Kópavogi. Til greina kemur bæöi góö blokkar- íbúö eöa lítil hæö í sérbýli. Góöar greiöslur í boöi fyrir rétta eign. Eignanaust, Hrólfur Hjaltason viðsk.fr. Opiö i dag kl. 11—15 Einbýlishús Seljahverfi. 330 fm glæsilegt hús meö innb. 55 fm bílskúr. Hægt aö skipta í tvær íbúöir. Skipti koma til greina. Ákv. sala. Selás. Fullbúiö 170 fm einbýlis- hús á einni hæö meö 55 fm bílskúr. Ákv. sala. Laust fljótlega. Raðhús — Parhús Seljahverfi. Stórt og rúmgott raöh., 108 fm grunnfl., 2 hæöir + 60 fm óinnr. ris., innb. bílsk. Verö 3,7 millj. Skipti koma til greina á rúm- góöum 4ra—5 herb. íbúöum t.d. í Fossvogi eöa Seljahverfi. Víkurbakki. 205 fm endaraöhús meö innbyggöum bílskúr. Húsiö er á 4 pölium og er í toppstandi. Góö eign ( ákveöinni sölu. Verö 4—4,2 millj. Kögursel. Parhús um 140 fm hæð og 20 fm baðstofuloft. Ekki fullbúiö hús. Ásgaröur. 130 fm raöhús á 2 hæöum ásamt kjallara. Ný eldhús- innrétting. Ný málaö. Ný teppi. Verð 2,3—2,4 millj. Bakkasel. Glæsilegt raöhús á 2. hæöum auk kjallara sem getur ver- iö séríbúö meö sérinng. Alls um 288 fm. Stórkostlegt útsýni. Mögu- leiki á aö taka ibúö uppí. í smíðum Ártúnsholt. Raöhús á tveimur hæöum á glæsil. útsýnisstaö ásamt tvöf. bílskúr. Alls um 250 fm, fok- helt. Grafarvogur. 220 fm fokheit parhús m. innb. bílskúr. Timbur- hús. Góö teikn. Góö kjör. Rauöás. Fokhelt 270 fm raöhús. Húsin eru tvær hæöir og ris. Innb. bílskúr. Afh. í des. Sérhæðir og hæðir Grenimelur. góö 130 fm efri hæö ásamt 40 fm í risi. 2 saml. stofur, 2 stór svefnherb., eitt for- stofuherb., herb. í risi, nýl. eldh. innr. Bein sala eöa skipti á 4ra herb. íb. í vesturbæ eöa austurbæ. Verö 2,9—3 millj. Laufás Garöabæ. 138 fm neöri sérhæö ásamt 36 fm bílsk. 3 svefnherb., þv.herb. og búr innaf eldhúsi. Suöaustursv. Verö 2,9—3 millj. Blönduhlíö. Mjög snyrtileg 130 fm efrl sérhæö. Þríbýlishús. Tvær stórar saml. stofur. Stórt geymslu- ris. Bílsk.réttur. Ákv. sala. Gæti losnaö fljótl. Verö 2,8—2,9 millj. 4ra—6 herb. Barónsstígur. 106 fm 4ra herb. íb. á 2. hæö í þríbýli. Verö 2 millj. Ásbraut. 110 fm íbúö á 2. hæö, endi. Bílskúrsplata. Engihjalli. A 1. hæö, 110 fm íbúö í góöu ástandi. Verö 1900 þús. Kjarrhólmi. Meö sérþvottaherb. 100 fm íbúö á efstu hæö. Verö 1.850—1900 þús. Gaukshólar. 135 fm íbúö meö bílskúr. 4 svefnherb. Gott útsýni. Verö 2,6 millj. Breiövangur. góö 117 fm íbúö á efstu hæö. 4 svefnherb. S.svalir. Ákv. sala. Verö 2—2,1 millj. 3ja herb. Blikahólar. 96 fm rúmgóö íb. á 4. hæö. Glæsilegt útsýni. Vel inn- réttaö bað meö flísum og panel. Ný teppi á stofum. Parket á ööru. Gott skápapláss. Sameign ný máluð. Laust fljótlega. Verö 1800 þús. Hringbraut. Agæt 84 fm íb. á 3. hæö. Mikiö endurn. ib. á góöum staö. Suðursvalir. 11 fm herb. fylgir í risi og 6 fm herb. í kj. auk geymslu. Verð 1700—1750 þús. Fellsmúli. 75 fm íb. á jarðh. 2 rúmg. herb., geymsla í íb. Verö 1800 þús. Grænakinn. 90 fm sérhæö í risi. 2 svefnherb., rúmg. stofa, búr innaf eldhúsi, lítiö undir súö, endurn. ibúö. Akv. sala. Verö 1700 þús. Stóragerði. Rúmgóö 90 fm íbúö meö 2 mjög stórum svefnherb. Suöursvalir úr stofu. Gott útsýni. íbúö og sameign í mjög góöu ástandi. Verö 1850 þús. Vesturberg. Agæt ibúö, 2 svefnherb., stofa og boröstofu- krókur. Mjög gott útsýni. 2ja herb. Kambasel. Stórglæsileg íb. meö sérinng. á sléttri Jaröh. 86 fm ásamt sérgaröi. Verö 1750 þús. Austurgata Hafnarf. 50 fm íb. á jaröh. m. sérinng. ibúö í góöu standi. Laus strax. Verö 1150 þús. Hlíöarvegur. Ca. 70 fm íbúö á jaröhæö í tvíbýlishúsi. Ákv. sala. Verð 1.250 þús. Æsufell. A 7. h. 60 fm íb. Ákv. sala. Laus 15. des. Verö 1350 þús. Annað Verslunarhúsn. tii söiu víö fjölfarna götu í miöborg Rvíkur, 180 fm, verslunar- og lagerhúsn. Afh. um áramót eöa eftir nánara sam- komul. Uppl. eingöngu á skrifst. Fyrirtæki í rekstri. Lítið fram- leiöslufyrirtæki á sviöi matargeröar til sölu. Uppl. eingöngu á skrifst. Billjardstofa Hafnarf. tii söiu meö góöum kjörum. Uppl. á skrifstofunni. Vantar Vantar. Einbýlishús eöa raöhús á góöum stöðum í Reykjavík eöa Seltjarnarnesi. Vantar. 3ja herb. fb. í Kleppsholti. Vantar. Vantar 2ja herb. í miöbæ og vesturbæ. Vantar. 4ra herb. í austurbæ og Hlíöum. Vantar. Sérhæö í austurbæ. Vantar. i smíöum einbýlishús og raöhús í Reykjavík. Vegna mikillar aölu vantar allar geröir eigna i aöiuskri. Á ' Fl Jóhann Davíösson. Björn Árnason. Helgi H. Jónsson viöskiptafr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.