Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 16
16
MORGUKBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
Afnám tog-
veiöibanns
— sérstakt línusvædi út af Faxaflóa
SIÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur
og Strandagrunni og gefið út reglugerð
Faiaflóa.
I frétt frá ráðuneytinu segir að
Hafrannsóknastofnun hafi kannað
hólf út af Húnaflóa og hólf á
Hornbanka og Strandagrunni, þar
sem togveiðar hafi verið bannaðar
síðan 11. október 1983 og 20. júnf
1984. Við könnun þessa hafi komið
i ljós að hlutfall smáþorsks hafi
verið undir viðmiðunarmörkum og
þarna hafi einnig fengist góð ýsa.
Ráðuneytið hafi því ákveðið að af-
nema togveiðibannið á þessum
stöðum frá og með 1. desember.
Þá segir að ráðuneytið hafi, eins
og undanfarin haust, gefið út
reglugerð um sérstakt línu- og
nú aflétt togveiðibanni á Hornbanka
um sérstakt línu- og netasvæði út af
netasvæði út af Faxaflóa. Sam-
kvæmt reglugerð þeirri séu allar
botn- og flotvörpuveiðar bannaðar
tímabilið 4. desember 1984 til 15.
maí 1985 á svæði út af Faxaflóa,
sem að sunnan markast af línu,
sem dregin er réttvísandi vestur af
Sandgerðisvita. Að vestan markast
svæðið af 23. gráðu 42. mínútu
vestlægrar lengdar og að norðan
64. gráðu 20. mínútu norðlægrar
breiddar.
Reglugerð þessi sé sett að beiðni
Útvegsmannafélags Suðurnesja og
að fenginni umsögn Fiskifélags ís-
lands.
„Mínir menn“
eftir Stef-
án Jónsson
REYKJAFORLAGIÐ hefur geflð út í
annarri útgáfu vertíðarsögu Stefáns
Jónssonar, „Mínir menn“, sem fyrst
kom út 1962. Teikningar f bókinni
eru eftir Kristinn Jóhannson og kápu
teiknaði Hilmar Þ. Helgason.
Á bókarkápu segir m.a., að í bók-
inni sé „frábær lýsing á lífi og
starfi í sjávarplássi, skrifuð í þeim
góðglettna dúr sem Stefáni er lag-
inn, þótt alvara hörkulegra lífs-
hátta sjómanna gægist greinilega
milli línanna".
Stefán Jónsson.
Bókin er 227 blaðsíður, prentuð
hjá Prentrún.
Guðmundur Jakobsson
Hvergerðing-
ar segja frá
REYKJAFORLAGIÐ hefur geflð út
bókina „Mannlíf undir Kömbum"
með viðtölum Guðmundar Jakobs-
sonar við átta Hvergerðinga.
Á bókarkápu segir, að Guðmund-
ur Jakobsson hafi tekið saman
nokkrar bækur, sem allar hafa
fjallað um sjómenn og þeirra störf.
I þessari bók rær hann á ný mið og
ræðir við fólk i blómabænum
Hveragerði. „En það ágæta fólk
reyndist kunna á fleiru skil en
garðrækt, átti rætur víðsvegar að
og varð tíðrætt um æskustöðvarn-
ar, um Iífshætti fyrri tíma við
margvíslegar aðstæður.
Auk þess að fræðast nokkuð um
þessa sérstæðu byggð Hveragerði,
finnur lesandinn æðaslátt liðins
tíma svo ekki gleymist."
Hvergerðingar, sem segja frá í
bókinni, eru: Aage Michelsen, Axel
Magnússon, Hans Gústafsson, Inga
Wíum, Ingimar Sigurðsson, Sigríð-
ur Björnsdóttir, Sigurður Sól-
mundsson og Þórður Jóhannsson.
Bókin er 312 blaðsíður.
sKreyt^^jsi
í i i »
I.
V tj»,'' :
4»
4
/#
lig
Helgartilboð:
Jolastjarna frá kr. 175
Nóvemberkaktus kr. 150
’HI OMÚAMXIIR
Hafnarstræti 3.
Á morgun er fyrsti
sunnudagur í aðventu. í
tilefni dagsins bjóðum
við upp á heitt súkkulaði
með rjóma og nýbakaöar
smákökur.
Klukkan hálffjögur á
morgun bjóðum við upp
á skemmtiatriði fyrir
börnin í jólatrésskemm-
unni okkar við Miklatorg.
*
Vjjc
Jólabasar Hrings-
ins í Hafnarfirði
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í
Hafnarfirði heldur sinn árlega
jólabasar á morgun, 2. desember,
klukkan 15 í Góðtemplarahúsinu
við Suðurgötu. Margt fallegra
muna verður á boðstólum, m.a.
jólaföndur, prjónles, handmáluð
kerti, laufabrauð, notaðir munir og
ýmsir smáhlutir.
Jólafundur Hringsins verður
haldinn fimmtudaginn 6. des-
ember kl. 20.30 í samkomusal
íþróttahússins v/Strandgötu. í
ár gefa Hringskonur „stór-jóla-
gjöf“ til St.Jósefs-spítala, sem
verða tvær tölvustýrðar vökva-
dælur.
Morgunblaðið/RAX
Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari.
Kristinn Sigmundsson
syngur í Háskólabíói
Kristinn Sigmundsson, söngvari,
og Jónas Ingimundarson, píanóleik-
ari, halda tónleika í Háskólabíói í
dag, laugardag, og hefjast þeir kl.
14.30.
Kristinn hefur undanfarna
mánuði dvalið í Bandaríkjunum
við sðngnám hjá fyrrum kennara
sínum Williams Parker sem sung-
ið hefur hér á landi nokrum sinn-
um. Sagði Kristinn í samtali við
blm. Morgunblaðsins að hann
hefði gagngert komið heim til þess
að halda þessa tónleika. Á efn-
isskránni eru bæði innlend og er-
lend Ijóðalög og arínr, m.a. nokkur
af hinni nýútkomnu nljómplötu
þeirra félaga.