Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L DESEMBER 1984 17 Skálholt gefur út 2 bækur og 2 hljómplötur Útgáfan Skálholt sendir frá sér tvær bækur og tvær hljómplötur nú á aðventunni. Fyrirtækið hefur þann háttinn á, að sölufólk gengur með efnið hús úr húsi og býður til sölu. Bækurnar heita „Af hverju afi?“ eftir dr. Sigurbjörn Einars- son, biskup, og „Börn skrifa Guði“, sem er erlend þýðing. Plöturnar tvær eru „Og það varst þú“ og „Ljósaskipti". Til ágóða fyrir augndeildina Lionsklúbbur Reykjavíkur hef- ur sett sér það markmið að safna fé til kaupa á tækjum fyrir augn- deild Landakotsspítala. í dag, laugardag, efnir klúbburinn til kökubasars í Lionsheimilinu sem er í Sigtúni 9, og hefst hann kl. 15 og rennur allur ágóði í tækja- kaupasjóðinn. Kökubasar og flóamarkaður Kvenfélags Garðabæjar KVENFÉLAG GarAabæjar heldur sinn árlega kökubasar og flóamark- að í Garðaskóla við Vífílsstaðaveg f dag, laugardag, kl. 14—16. Boðið verður upp á laufabrauð og ýmiss konar kökur sem félags- konur hafa sjálfar bakað og á flóamarkaðnum kennir ýmissa grasa. Úr fréttatilkynningu. Af vöxtunum skuluð þér þekkja þá í grein Sigurðar H. Friðjónssonar í blaðinu sl. fímmtudag féll niður hluti setningar í tilvitnun. Viðkom- andi kafli á að vera þannig: „Um hina háu raunvexti nú seg- ir Ragnar Arnalds: „Þetta er stefna auðhyggjunnar i sinni verstu mynd þar sem hagsmunum fjöldans er fórnað í þágu auð- magnsins.“ Ekkert gæti verið fjær sanni en slíkar yfirlýsingar. Marg- ir vinstri menn virðast hafa alveg sérstakt lag á því, að hafa ná- kvæmlega endaskipti á staðreynd- um. Reynslan sýnir einmitt alls staðar, að einfeldningslegar að- gerðir til að „þjóna hagsmunum fjöldans“, væntanlega þá á kostn- að „auðmagnsins", hefna sin venjulega síðar og oft einmitt á þeim, sem líknarverkið átti að vera unnið á.“ Þá var sagt i kynningu á höf- undi, að hann kenndi við tækni- deild Háskóla íslands, en á að vera læknadeild. Blaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. Rokktónleikar í Keflavík Rokktónleikar verða haldnir i Félagsbiói i Keflavik i kvöld, laug- ardaginn 1. desember, og hefjast klukkan 17. Á tónleikunum koma fram þrjár keflviskar hljómsveit- ir. XJöföar til XI fólks í öllum starfsgreinum! 125 ára afmælis Þingvallakirkju minnzt Ein elsta kirkja landsins, Þingvallakirkja, var byggð og vígð árið 1859 og var 125 ára afmælis hennar minnst með hátíð safnaðarins sl. sunnudag. Kirkjan var þéttsetin, þótt aðeins 60 manns séu í söfnuði. Sóknarprestur- inn, sr. Heimir Steinsson, annaðist hátíðaguðsþjónustu en síðan flutti sr. Eiríkur i. Eiríksson, fyrrum prestur á Þingvöllum, erindi um sögu kirkj- unnar. Dr. Sigurður Pálsson vígshibiskup og frú hans voru meðal kirkju- gesta. Á síðasta ári fór fram marg- háttuð útlitsbót kirkjunnar, hún var máluð i upphaflegum litum og búnaður hennar bættur. Geymir hún ýmsa merka gripi m.a. rúmlega 300 ára gamlan predikunarstól sem er með þeim elstu í notkun hérlendis. Áðrir stólar frá þessum tíma eru flest- ir komnir á söfn. Hreinsun hefur verið hafin á stólnum og kom þar i ljós hin upphaflega myndskreyting hans og er brýnt að ljúka þeirri vinnu. Ikirlyunni er einnig altaristafla sem Ofeig- ur á Heiðarbæ gerði 1836. Mjög er gestkvæmt i Þing- vallakirkju. Allir opinberir gest- ir sem til Þingvalla koma ganga í kirkju á þessum helga stað þjóðarinnar. Margir hópar sem heimsækja staðinn biðja gagn- gert um að þar sé bænastund og virðist að i vitund margra Is- lendinga sé Þingvallakirkja eins- konar pílagrímakirkja, á staðn- um þar sem kristni var lögtekin. Á sumrin er messað í kirkj- unni alla helga daga frá maí- byrjun til septemberloka, morg- unbænir alla morgna um aðal- sumarmánuðina og kvöldvökur og kvöldbænir á laugardags- kvöldum þann tíma. Á vetrum eru guðsþjónustur hálfsmánaðarlega og eru mjög vel sóttar af söfnuðinum, þrátt fyrir erfitt færi á köflum. Er sjaldnast minna en 50% safnað- arins við guðsþjónustur. Rúm- lega 100 guðsþjónustur fóru fram i Þingvallakirkju á síðasta ári, að auki athafnir svo sem skírnir og hjónavigslur, svo og helgistund með ferðafólki. Núverandi sóknarprestur á Þingvöllum er séra Heimir Steinsson. Samkvæmt lögum frá 1970 er Þingvallaprestur skipað- ur af ráðherra eftir tillögu bisk- ups og Þingvallanefndar og gegnir hann jafnframt starfi Þjóðgarðsvarðar. í sóknarnefnd Þingvallakirkju eru Ingólfur Guðmundsson, Miðfelli, Guð- mann ólafsson, Skálbrekku og Sveinbjörn Jóhannesson, Heið- arbæ I, sem jafnframt er með- hjálpari. Organistinn kemur alla leið frá Selfossi, Einar Sigurðs- SOn. (FrttUíilkyBBtaj) Verslunin Bernharð Laxdal er flutt HINGAÐ Á HORNIÐ á götuhæð þessa glæsilega húss að Laugavegi 63. Enn sem fyrr bjóðum við vandaðan og fjölbreyttan fatnað frá þekktum tískuhúsum í Evrópu. í nýju og björtu húsnæði bjóðum við enn betri þjónustu. Verið velkomin. 9 "M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.