Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGABDAGUR 1. DESEMBER 1984
Islenzka flugsögufélagið:
Fundur tileinkaður
landhelgisgæzluflugi
ÍSLENZKA flugsögufélagið heldur sinn fyrsta félagsfund á þessum vetri
að Hótel Loftleiðum nk. þriðjudagskvöld. 4. desember, kl. 20.00.
Aðalefni fundarins þessu sinni
verður tileinkað landhelgisgæslu-
flugi og sögu fluggæslu Land-
helgisgæslunnar frá upphafi, og
munu sérstakir gestir fundarins,
þeir Guðmundur Kærnested skip-
herra, Guðjón Jónsson flugstjóri
og Anton Axelsson flugstjóri,
rifja upp atvik úr sögu fluggæsl-
unnar og sitja fyrir svörum fund-
armanna.
Þá mun Guðmundur Kærne-
sted lesa kafla úr nýútkominni
bók sinni „Guðmundur skipherra
Kærnested", frá einstæðri töku
bresks togara við landið, en gestir
fundarins voru allir þrír í áhöfn
gæsluflugvélarinnar TF-RÁN er
tók togarann. Mun fundargestum
gefast tækifæri til að kaupa árit-
uð eintök bókarinnar.
Fundurinn er öllum opinn.
Jólakort Svalanna
JÓLAKORT Hvalanna, félags núver-
andi og fyrrverandi flugfreyja, er kom-
ið ÚL Jólakortið prýðir að þessu sinni
vatnslitamynd eftir Sigríði Gyðu Sig-
urðardóttur, en hún er félagi f Svölun-
um. Allur ágóði af sölunni rennur sem
endranær til líknarmála.
Félagar í Svölunum eru nú um 240
og hefur félagið styrkt ýmsa líknar-
starfsemi með starfsemi sinni. Á
þessu ári styðia félagskonur skóla-
dagheimili Oskjuhlíðarskóla að
Lindarflöt 41 f Garðabæ. Þar er
þjónusta fyrir nokkra fjölfatlaða
nemendur Oskjuhlíðarskóla og nem-
endur frá sérdeild fyrir hreyfihaml-
aðra f Hlfðarskóla. Ennfremur
styrkja þær Múlaborg og Iðjuþjálfa-
félag íslands. Þá hafa þær veitt
námsstyrki til fólks, sem stundar
nám í iðjuþjálfun og endurhæfingu
fatlaðra og heyrnardaufra.
{ tilefni af útkomu jólakortsins I
ár bað Ragna Þorsteins, formaður
Svalanna, fyrir beztu kveðjur og
þakkir til allra þeirra, sem stutt
hafa Svölurnar með kaupum á kort-
unum undangengin ár.
Við Borgarspítalann — konan flutt frá þyrlunni f sjúkrahúsið.
Morgunblaöid/Júlíus.
Fyrsta sjúkraflug TF SIF:
Ljósamessa í Neskirkju
SUNNUDAGINN 2. desember verð-
Þyrlan varð ad lenda á
Akranesi vegna éljagangs
LEIGUÞYRLA Landhelgisgæzlunn-
ar, TF Sif, lenti við Borgarspítalann
laust eftir khikkan eitt aðfaranótt
fimmtudags eftir vel heppnað
sjúkraflug á Strandir • hið fyrsta
sem nýja þyrlan fór í. Vegna élja-
gangs varð Páll Halldórsson flug-
stjóri að lenda á Akranesi og bíða
þess að veðrinu slotaði. Það var
laust fyrir khikkan eitt, en stund-
arfjórðungi síðar hafði veður lægt
og hægt, að halda áfram til förinni
Reykjavíkur og lenti þyrlan við
Borgarspítalann tíu mínútum sfðar.
Aðstoðarflugmaður Páls f ferðinni
var Benóný Ásgrímsson og stýri-
maður Sigurður Steinar Ketilsson.
Tilkynning barst upp úr klukk-
an 20.30 um að fullorðin kona á
Felli f Ámeshreppi á Ströndum
þyrfti nauðsynlega að komast
undir læknishendur. TF Sif fór f
loftið rétt um klukkan 21.30. Veð-
ur var fremur slæmt, éljagangur
og slæmt skyggni. „Þegar við
komum upp á Mýrar slotaði hríð-
inni og við héldum sem leið lá
vestur f Hólmavík og sóttum
þangað Þorstein Njálsson hér-
aðslækni. Á meðan var unnið við
að ryðja snjó á Felli svo þyrlan
gæti lent þar og þegar við komum
þangað lýstu heimamenn svæðið
upp með ljósum frá dráttarvél og
jeppabifreið. Við lentum klukkan
22.55 og gekk lendingin vel, enda
höfðu menn unnið verk sitt mjög
samviskusamlega," sagði Páll
Halldórsson flugstjóri f samtali
við Mbl.
„Þorsteinn hóf þegar að hlúa að
konunni og búa hana undir ferð-
ina suður. Við fórum svo f loftið
klukkan 23.45 og flugum sömu
leið til baka. Vegna éljagangs var
ekki um annað að ræða en lenda
þyrlunni á Akranesi og bfða þess
að veðrinu slotaði. Stundarfjórð-
ungi síðar hófum við okkur til
flugs og lentum við Borgarspftal-
ann klukkan 01.10. Þyrlan reynd-
ist vel í alla staði," sagði Páll
ennfremur.
Þyrlupallurinn á Akranesi kom
sér vel í þessu fyrsta sjúkraflugi
þyrlunnar. Hann var tekinn f
notkun f marz siðastliðnum og
beittu félagar f björgunarsveit
Slysavarnafélagsins á Akranesi
sér fyrir byggingu hans. Starfs-
menn Landhelgisgæzlunnar æfðu
þá lendingar á Akranesi á TF
Gró, svo og æfðu björgunarsveit-
armenn á Keflavíkurflugvelli
lendingar á Jolly Green Giant-
þyrlu sveitarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sœberg.
Að loknu vel heppnuóu flugi — fyrsta sjúkraflugi TF-SIF, frá vinstrí: Sigurður Steinar Ketilsson, stýrimaður,
Benóný Ásgrímsson, flugmaður, og Páll Halldórsson, flugstjórí.
ur Ijósamessa klukkan 14 í umsjá
fermingarbarna. Seinni hluti hátfð-
arinnar hefst klukkan 17, þá talar
Davíð Scheving Thorsteinsson
framkvæmdastjóri, Friðbjörg G.
Jónsson syngur einsöng við undir-
leik Jónasar Þóris Þórissonar, kór
Melaskóla syngur undir stjórn
Helgu Gunnarsdóttur og strengja-
sveit Tónlistarskóla Seltjarnarness
leikur nokkur lög undir stjórn Jak-
obs Hallgrímssonar.
Metsölutímaritið
Áskriftasímar: 91-68-74-74 og 68-74-79.