Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 Suður-Kórea: Flóttamaðurinn til Rómaborgar •Seool, 30. bót. AP. SOVÉTMAÐURINN Vasily Yakoul- evich Matuzok, sem flúöi til Suöur- Kóreu frá Norður-Kóreu í síöustu viku er farinn til Rómaborgar „sam- kvsmt eigin ósk“. Skýrði utanríkis- ráöuneyti Suöur-Kóreu frá þessu í dag. Þegar Matuzok flúði kom til Seinheppn- ir en vel skipulagöir bófar Redbill, EagludL 30. nÓTember. AP. ÞEIR VORU seinheppnir ræn- ingjarnir sem stálu 300.000 pundum úr brynvarinni bifreið öryggisgæslufyrirtækis í Surrey í dag. Að vísu sluppu þeir meö feng sinn og aö vísu var fram- kvæmd ránsins lýtalaus ef þann- ig mætti að oröi komast. Sein- heppnin fólst í því að þeir skildu óafvitandi eftir eina milljón punda í bifreiöinni! Hér var um átta manna bófaflokk að ræða og voru þeir grimuklæddir er þeir réðust til atlögu gegn öryggisvörðunum sem voru aðeins tveir. Voru þeir yfirbugaðir og bundnir, en því næst óku bófarnir risa- stórri skurðgröfu að bifreið- inni og rifu þakið af henni með gröfuskóflunni. Að því loknu létu þeir greipar sópa. Keith Portlock, rannsókn- arlögregluforingi í Surrey og yfirmaður rannsóknarinnar á ráninu sagði: „Þó þeir hafi misst af milljóninni, þá verður að segjast eins og er, að ég hef aldrei staðið frammi fyrir jafn öruggum og snjöllum vinnu- brögðum i ráni og nú.“ Portl- ock bætti við að í stöðunni væri lögreglan ráðþrota. blóðugra bardaga milli hermanna frá Norður-Kóreu og Suður- Kóreu, þar sem þrír féllu úr liði Norður-Kóreu en einn úr liði Suður-Kóreu. Talið er að stjórnvöld i Suður- Kóreu vonist til þess að sem fyrst fyrnist yfir flótta Matuzoks, svo að unnt verði að halda áfram að bæta samskipti kóresku ríkjanna. Fyrirhugað var að viðræður milli ríkjanna um efnahagsmál hæfust 5. desember nk., en i kjölfar flótta Matuzoks i siðustu viku, ákvað stjórn Norður-Kóreu að fresta þessum viðræðum. Matuzok var væntanlegur til Rómaborgar siðdegis i dag en hann hefur lýst yfir þeim vilja sinum að fá að setjast að f Banda- ríkjunum. Austur Þjóðverjar: Arafat endurkjörinn Yasser Arafat skæruliöaleiötogi á þingi PLO ásamt helstu ráðgjöfum sínum, Khalil Wazir (th.) og Farouk Kaddoumi. Arafat var í dag endurkjörinn leiötogi PLO á fundinum í Amman í Jórdaníu. Með ný rafeindaleitar- tæki á landamærunum Bonn, 30. nArenber. AP. AIISTUR-ÞÝSKIR landamæra- veröir unnu aö því í vikunni að taka í sundur og flytja á brott 55.000 sjálfvirkar byssur víðs veg- ar á landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands. Hér var um aö ræða byssur sem dreifa sprengju- brotum í allar áttir sé komiö við tengingar þeirra sem eru vandlega huldar. Talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar, Jurgen Sudhof, sagði i dag að stjórnin fagnaði þessari þróun sem væri spor f rétta átt að draga úr mannvíg- um og ofbeldi á landamærum þýsku ríkjanna. „Það er þó langt frá þvi að landamærin séu eitthvað opnari, því austur- þýsku landamæraverðirnir munu eftir sem áður reyna að skjóta það fólk sem sleppur úr klóm þeirra og reynir að komast yfir landamærin," sagði Sudhof. I stað byssanna hafa Austur- Þjóðverjar komið upp sérstöku rafeindakerfi, kerfi sem nemur alla hreyfingu í vissri fjarlægð og gefur frá sér hljóðmerki í varðstöðvum landamæravarð- anna. Binda Austur-Þjóðverjar miklar vonir við hið nýja kerfi. Byssurnar, sem teknar hafa ver- ið úr notkun, hafa orðið að minnsta kosti 50 manns áð bana síðan þær voru teknar í gagnið snemma á áttunda áratugnum. Rússar og þeirra fylgifiskar ekki á ól? Hafa látið ótví- rætt í það skína Vill fá látinn mann í ævilangt fangelsi „Fjölskyldan eins og hrægammar" Los Aageles, 30. nÓTember. AP. SAKSOKNARI í morðmáli í Los Angeles hefur krafist þess aö morö- inginn, sem lést úr krabbameini áö- ur en kveðinn var upp yfir honum dómur, en eftir aö kviödómur úr- skuröaði hann sekan, verði dæmdur í ævilangt fangelsi þrátt fyrir aö hann sé þegar látinn, til þess aö erf- ingjar hans hreppi ekki eina milljón dollara í tryggingarfé. Hinn seki, Clifford Lee Morgan, réð tvo menn til að ráða eiginkonu sinni og 8 ára syni bana, en þó ekki fyrr en hann hafði tryggt þau veglega. Leigumorðingjarnir stóðu við sitt, en allt komst upp. Morgan átti hins vegar við beinkrabba- mein að stríða og áður en dómur var felldur í máli hans, lést hann. Kviðdómur hafði þó úrskurðað hann sekan og dæmt samstarfs- menn hans tvo til dauða. Morgan þessi var fráskilinn og átti 4 börn með fyrri konunni. Konan og börnin báru vitni fyrir hönd verjandans í réttarhöldun- um og er Morgan var allur fór fólkið að falast eftir tryggingar- fénu. Saksóknarinn, Jeffrey Jonas, sagði að þar sem dómur hafi ekki verið felldur á Morgan væri ekkert hægt að aðhafast þrátt fyrir að hann hefði verið sekur fundinn, því hefði hann farið þess á leit að maðurinn yrði dæmdur til lifstíð- arfangelsis, „því fyrri konan og börnin eru eins og hrægammar í kirkjugarði, þau vilja fá blóðpen- inga,“ eins og hann komst sjálfur að orði. Jonas sagði eðlilegra að fjöl-' skylda frú Morgans fengi trygg- ingarféð, en til þess að svo megi verða, verður krafa Jonas að fást samþykkt, eða að það sannist áþreifanlega að Morgan sjálfur hafi tekið þátt i morðunum, ekki einungis skipulagt þau og ráðið ótinda glæpamenn til að fremja þau. Launane, 8r«. 30. nóreinber. AP. SOVÉTMENN hafa nú ótvírætt gef- iö í skyn aö þeir íhugi alvarlega aö taka ekki þátt í ólympíuleikunum sem haldnir veröa í Seoul í S-Kóreu árið 1988. Sem kunnugt er, tóku Sovétmenn ekki þátt í leikunum í Los Angeles síöastliðiö sumar og fylgdu þeim aö málum nokkrar kommúnistaþjóðir. Trúlega myndu hinar sömu þjóöir fara að dæmi Rússa í Seoul ef þeir ákveöa að vera ekki með. Þetta kom fram í bréfi sem tveir ólympíunefndarmanna Rússa sendu Juan Antonio Samanrach, forseta alþjóðaólympíunefndar- innar, nýlega. Þar segir m.a. að Seoul sé afleitur staður til að halda leikana, „mörg vandamál skjóti upp kollinum og ólympíu- nefndin verði að leysa þau vanda- mál,“ eins og þar segir. Þessi orð eru túlkuð með þeim hætti, aö skipta beri um keppnisstað, en Japanir gera tilraunir með nýtt krabbameinslyf Tókjó. 30. DÓTember. AP. JAPANSKA heilbrigðisráðuneytiö hefur heimilaö lyfjafyrirtæki nokkru aö halda áfram tilraunum sem þaö hefur gengist fyrir meö lyf gegn krabbameini. Lyfið heitir Maruyama og hefur gefiö góða Vísindamaðurinn, sem lyfið heitir í höfuðið á, Maruyama, fann lyf þetta upp á fimmta ára- tugnum. Allar götur þar til 1981 hefur lyfið verið á tilraunastigi, en heldur ómarkvisst og það ár neitaði heilbrigðisráðuneytið að skrá það sem krabbameinslyf. Það leyfði hins vegar frekari til- raunir með því skilyrði að til- raunirnar væru færðar í vísinda- legri búning og þær yrðu mark- vissari. Síðan 1981 hafa 10.000 jap- anskir krabbameinssjúklingar tekið lyfið og árangurinn verið góður þegar á heildina er litið. Þónokkrir sjúklingar í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu hafa einnig notað þetta tilraunalyf og einnig með góðum árangri. Sem fyrr segir var lyfið fundið upp á fimmta áratugnum. Mar- uyama tók eftir því að berkla- sjúklingar fengu sjaldan krabba- mein og datt honum þá i hug að berklaveirur gætu haldið krabba niðri. Það virðist vera raunin samkvæmt þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir. Samanrach hefur margítrekað að það verði ekki gert úr þessu, of skammt sé til leikanna og Suður- Kóreumenn hafi eytt milljónum dollara í undirbúning. í bréfi Sovétmannanna, Smir- novs og Andrianovs, er einnig fjallað um hugmyndir sem uppi eru um að refsa þeim þjóðum sem hætta við þátttöku á vafasömum forsendum. Segja Rússarnir í bréfinu að slíkar hugmyndir séu út í hött. Alþjóðaólympíunefndin fundar um hugsanlegar refsiað- gerðir um helgina og er búist við deilum. Bandaríkin: Létta kvöð af neyðarbirgðum — vegna hjálparstarfsins í Afríku Washington, 29. nóvember. AP. JOHN R. Block, landbúnaöarráö- herra Bandaríkjanna, ætlar aö taka 300.000 tonn af hveiti af neyöar- birgöum landsins, svo aö unnt veröi aö koma til móts viö þarfir hjálpar- starfsins á hungursvæöunum í Afr- íku, aö því er starfsmaður hjálpar- stofnana sagði í gær. Robert Dole öldungadeildar- þingmaður og fleiri hafa mjög þrýst á Block um að létta neyð- arkvöðinni af hveiti- og mjöl- birgðum í því skyni að hjálpa til við að lina hungrið í Eþíópíu og öðrum Afríkulöndum. „Við vitum ekki til hvaða landa hveitið muni fara,“ sagði John Ochs, sem vinnur við hjálparstarf- ið. „Áætlun Blocks á eftir að hljóta blessuií hjá fjárlaganefnd og fleiri aðilum í stjórn Reagans," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.