Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
Vargöld f Chile:
Prestar
og nunn-
ur í hópi
handtekinna
Santiago, Chile. 29. nÓTember. AP.
HER- og lögreglusveitir Augosto
Pinochets forseta Chile fóru um
alla höfuðborgina í dag, uppræt-
andi mótmælagöngur og handtak-
andi grunaða stjórnarandstæðinga.
Meðal hinna handteknu í dag voru
tvær nunnur og þrír kaþólskir
prestar, þar á meðal pólskur trú-
boði. Fjöldi manns særðist af
skotsárum og barsmíðum, en að-
eins einn hættulega, 16 ára piltur
sem vart er hugað Iff eftir að lög-
reglumaður skaut hann í höfuðið.
Pinochet hefur hert aðgerðirn-
ar gegn andstæðingum sínum
frekar en hitt síðustu dagana.
Talsmenn stjórnarandstæðinga
hafa hins vegar hvatt forsetann
til að „sýna stillingu, því erfið-
leika þjóðarinnar sé ekki hægt að
leysa með ofbeldi. Ricardo Lagos,
formaður Lýðræðisbandalagsins,
sagði í dag; „Aðgerðir hersins og
lögreglunnar síðustu dagana eru
hernaðarsigur Pinochets, stjórn-
málalega sló hann sér hins vegar
ekki upp á þeim.“ Lagos sagði
jafnframt, að alþýða manna í
Chile hefði fengið sig fullsadda
af kúgunarstjórn'nni og mót-
mælum og „ýmsum öðrum að-
gerðum" yrði haldið áfram.
bíLVANGUR sf
l.. i ! I 1 I
HOFÐABAKKA 9 • IE4 RGYKJAVIK SIMI 687BOO
I I 1 1 M I
Þessi glæsilegi þýski fjölskyldubíll
er fáanlegur bæöi 4ra og 5 dyra á
verði síðan fyrir gengislækkun.
Ath! Takmarkaöur fjöldi bíla.
Hinsta ferðin
ÓLAFUR Noregskonungur og Sonja prinsessa voru í hópi þeirra, sem
fylgdu Tryggve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra Noregs, til grafar
á dögunum. Þau sjást hér við kistu hans ásamt mönnunum, sem báru
hana úr kirkjunni; Gunnar Berge, Egil Knudsen, Oddvar Nordli, Ivar
Leveraas, Tor Halvorsen og Reiulf Steen.
Um 74 % aukning
miöað við fyrra ár
AUuU, <íeorgíu, 30. nófember. AP.
Bandarískir sérfræðingar sem
fylgjast með uppgangi sjúkdómsins
AIDS, sem kallaður hefur verið
áunnin ónæmisbskhin, segja að svo
mörg tilfelli hafi komið upp það sem
af er þessu ári, að um 74 prósent
aukningu sé að ræða miðað við árið
á undan. Næstum þrír af hverjum
fjórum sem tóku sjúkdóminn fyrir
árið 1982 eru nú látnir.
Frá og með þessari viku hafa
6.993 fengið AIDS i Bandarikjun-
um og alls hafa 3.342 þeirra þegar
látist, eða alls 48 prósent. Um 86
prósent allra AIDS-tilfella hafa
komið fram á tveimur síðustu ár-
unum. Á þessu ári hefur sjúkling-
unum fjölgað um 3.821 og telja
sérfræðingarnir að reikna megi
með mikilli fjölgun út þetta ár og
allt það næsta. Vilja þeir ekki spá
lengra fram i tímann.
Þótt tölurnar séu aðrar í öðrum
löndum þar sem AIDS hefur fund-
ist, er einnig um aukningu að
ræða. Þá segja sérfræðingarnir að
eftir sem áður séu flestir sjúkl-
ingarnir kynvilltir karlar, eða 73
prósent. Eiturlyfjaneytendur fylla
næsta hæsta flokkinn, 17 prósent.
4 prósent sjúklinga hafa verið af
haitisku bergi brotnir og má þar
nefna 17 börn sem fengið hafa
sjúkdóminn. Alls hafa 72 börn
undir 13 ára fengið sjúkdóminn,
flest börn eiturlyfjaneytenda.
Hulin ráðgáta er hvers vegna fólk
frá Haiti virðist viðkvæmt fyrir
þessari óþyrmilegu veiru.
Strauk þrýstna þjóhnappa ókunnrar konu:
Sex mánaða fangelsi
— en síöan náðaður!
Binni.jckam, AUbanu. 30. aÓTcmber. AP.
UNGUR maöur, Lester Scott, hlaut
áfrýjun ■ stað sex mánaða fangels-
isdóms og 1000 dollara sekt fyrir
að hafa látið undan freistingu að
strjúka þrýstna þjóhnappa ókunn-
ugrar konu á almannafæri. Var
hann ekki einungis dæmdur fyrir
ósiðlegt athæfi, heldur einnig fyrir
að lenda í ryskingum við eigin-
mann ungu konunnar sem horfði á
sjónarspilið og líkaði illa.
Lester var sum sé náðaður eft-
ir að lögfræðingi hans tókst að
sannfæra áfrýjunardómstól um
að brotið verðskuldaði ekki svo
hrikalegan dóm. „Það er ekki til
sá maður á jörðu hér sem hefði
ekki viljað strjúka þjóhnappana
á konunni," sagði lögmaðurinn.
Konan, Toni Lynn Harris, 22
ára, var að þvo þvott í almenn-
ingsþvottastöð er Lester bar að.
Eiginmaður Toni beið hennar
fyrir utan. Fregnir herma að
Toni sé löguleg í meira lagi og
hafi verið íklædd níðþröngum
buxum sem urðu til þess að
freista Lesters svo mjög. Seildist
hann eftir konunni, en eiginmað-
urinn sá til hans ...
AIDS-tilfelli