Morgunblaðið - 01.12.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
29
Ráðstefna Kaupþings:
Verðtryggðir reikningar hag-
stæðastir næstu sex mánuði
Fnimmslendur á ráðstefnu Kaupþings hf.: (tv.) dr. Sigurður B. Stefánsson, Brynjólfur Helgason og Höskuldur
Jónsson. I ræðustól er fundarstjóri, Baldur Guðlaugsson lögfræðingur.
Verðbólgu-
hraðií
janúar
1985 verð-
ur 79%
VERÐBÓLGA í árslok 1985 verður
um 25%, þegar litið er á eitt ár, en
verðbreytingar verða örar fyrri part
ársins og ná allt að 79% hækkun f
janúar. Þessar tölur komu fram í
framsöguræðu Dr. Sigurðar B. Stef-
ánssonar hagfræðings á ráðstefnu
Kaupþings hf. um stöðu óverð-
tryggðra bankareikninga, sem hald-
in var síðastliðinn fimmtudag á Hót-
el Loftleiðum.
í erindi sínu gerði Dr. Sigurður
B. Stefánsson grein fyrir verð-
bólguspá til ársloka 1985, miðað
við óbreyttar forsendur. Vísitala
framfærslukostnaðar hækkar
fyrstu þrjá mánuði ársins um
64%, en fer síðan lækkandi. Ef
lánskjaravísitala er sett á 100 í
nóvember 1984, verður hún orðin
120 i maí, samkvæmt útreikning-
um Sigurðar.
Sé litið til næstu sex mánaða,
verða óverðtryggðir reikningar að
gefa 44% ávöxtun til að halda í við
verðlag, en á hinn bóginn munu
verðtryggðir 6 mánaða reikningar
gefa 53,4% ávöxtun, spariskírteini
ríkissjóðs 55,5% og verðtryggð
veðskuldabréf 65,6%. Dr. Sigurður
B. Stefánsson tók fram að ef rétt
væri á málum haldið gætu spari-
fjáreigendur treyst því að kaup-
máttur sparifjár rýrnaði ekki,
enda bjóðast nú fleiri og betri
tækifæri til ávöxtunar.
Höskuldur Jónsson ráðuneytis-
stjóri i fjármálaráðuneytinu fjall-
aði um spariskírteini ríkissjóðs og
bankareikninga. Þar kom fram, að
eigendur sparifjár verða að velja
sér ávöxtunarleið eftir því hve
lengi þeir ætla að binda pen-
ingana, en spariskírteini rikis-
sjóðs verða ekki eins laus hér eftir
og undanfarin ár. Sagðist Hös-
kuldur Jónsson ráðleggja sparend-
um að verðtryggja fé ef kostur er.
Það sem sparifjáreigendur
verða að fyrst og fremst að huga
að er fernt: I fyrsta lagi nafnvexti
og/eða vísitölubinding á banka-
reikningum og hversu oft vextir
eru reiknaðir út, það er hversu oft
vextir leggjast við höfuðstól. Þá
þarf einnig að huga að binditíma,
hvenær lagt er inn og áhættu.
Brynjólfur Helgason rekstrarhag-
fræðingur í Landsbankanum sagði
ráðlegast fyrir eigendur sparifjár
er ætluðu að binda peninga í sex
mánuði að leggja þá inn á verð-
tryggða reikninga. Ef hins vegar
sé litið til lengri tima verður
ávöxtun á óverðtryggðum reikn-
ingum ekki síðri á 12 mánaða
timabili.
Að mati Brynjólfs Helgasonar
er þörf á umtalsverðri hækkun
innlánsvaxta og þar með útláns-
vaxta, svo sparifé landsmanna
rýrni ekki. Gallar hárra raun-
vaxta eru aðallega tveir. í fyrsta
lagi eru bæði einstaklingar og
fyrirtæki tilbúin til að taka lán
hvað sem það kostar vegna slæmr-
ar fjárhagsstöðu og i annan stað
eru engir markaðsvextir til við-
miðunar. Þá gat Brynjólfur þess
að raunvextir hefðu tilhneigingu
til að lækka þegar Verðlag fer
hækkandi, en væru háir þegar
verðbólga minnkar.
Um þessar mundir eru 15 millj-
arðar króna á óvérðtryggðum
reikningum, 8,7 mitljarðar króna
eru á almennum reikningum, en
vextir á þeim eru háðir ákvörðun
Seðlabanka.
Ráðstefna Kaupþings hf. var
mjög vel sótt og voru margar
fyrirspurnir bornar fram til fram-
sögumanna.
Fundur Félags læknanema um inntökupróf:
„Ekki má skerða jafnan
rétt manna til náms“
— sögðu stúdentar meðal annars og segja nemendur ekki vera vandamál Háskólans heldur stjórnun skólans
FÉLAG læknanema gekkst fyrir
almennum fundi um inntökupróf í
Háskóla íslands sl. fimmtudags-
kvöld. Eins og kunnugt er hafa
komið upp hugmyndir um að taka
upp inntökupróf í læknadeild en
þar hafa verið fjöldatakmarkanir
eftir fyrsta námsár í deildinni.
A fundinum voru fimm fram-
sögumenn og tók fyrstur til máls
Björn Þ. Guðmundsson prófess-
or f guðfræði. Hann sagði að
vandi Háskólans væri húsnæð-
isleysi, peningaleysi og skiln-
ingsleysi stjórnvalda, vandamál
sem varðaði allar deildir Há-
skólans en ekki einungis lækna-
deildina, brýn þörf væri einnig á
því að móta stefnu f menntamál-
um Haákólans.
Næstur tók til máls Gunnar
Þór Jónsson prófessor f lækna-
deildinni. Hann ræddi um þróun
læknadeildarinnar og sagði að
sú krafa að takmarka fjölda
nemanda f deildina væri orðin 20
ára gömul. Stúdentum f læknis-
fræði hefði fjölgað jafnt og þétt
og að meðaltali hefðu 54 kandi-
datar útskrifast undanfarin ár á
meðan lönd eins og Danmörk
hafa útskrifað 18 miðað við fbúa-
tölu og Bandaríkin 32. Einnig
nefndi Gunnar að læknastöðum
fjölgaði einungis um 22 á ári.
Taldi hann að inntökuprófið
væri skásti kosturinn og betri en
þær fjöldatakmarkanir sem nú
væru eftir fyrsta námsár. Inn-
tökupróf f Háskólann myndi
ekki að hans mati rýra gildi
stúdentsprófsins.
ólafur Ásgeirsson skólastjóri
fjölbrautaskólans á Akranesi
mótmælti þvf að vanda Háskól-
ans væri varpað yfir á fram-
haldskólana. Hann taldi beinlin-
is rangt að stúdentspróf væri
ósambærilegt milli hinna ýmsu
framhaldskóla, og ekki fjarri
sanni að menn væru nú betur
undir háskólanám búnir en áður,
og að ekki mætti gleyma þvi að
menntun hefur gildi f sjálfu sér
og ekki væri óhamingja f þvf
fólgin að starfa við annað en það
sem viðkomandi er menntaður f.
Páll Skúlason prófessor í
heimspeki taldi að ef inntöku-
próf f Háskólann yrðu almenn
hefði það í för með sér að mikið
bákn myndi rísa til að standa
undir þeim kostnaði sem þau
myndu hafa í för með sér. Hann
taldi einnig að inntökuprófið
myndi ekki leysa þann vanda
sem Háskólinn glfmir við heldur
væru einungis viðleitni til að
bregðast við honum. Vandinn
væri sá að stjórnleysi hefði verið
látið viðgangast og stjórnvöld
látið reka á reiðanum um árabil.
Alveg vantaði t.d. samfellda
menntastefnu sem tæki til alls
skólakerfisins. Páll gerði það að
tillögu sinni að skipulagi Há-
skólans yrði breytt f þá veru að
fyrstu 2—3 árin í Háskólanum
yrði almennt nám en síðan tæki
við sérhæft nám í 3—4 ár eftir
atvikum. Á móti væri hægt að
stytta framhaldsskólana um til
dæmis 1 ár.
Síðastur frummælanda var
Sigurgeir Kristjánsson nemandi
f Fjölbrautaskólanum i Breið-
holti. Sagði hann að að inntöku-
próf gætu haft í för með sér
aukna sérhæfingu f fram-
haldsskólunum og aukna hættu
á samkeppni meðal nemenda á
þvf skólastigi.
Eftir framsögur voru almenn-
ar umræður þar sem komu fram
mörg og ólík sjónarmið. Þeir
sem töluðu úr röðum stúdenta
lögðu áherslu á að nemendur
væru ekki vandi Háskólans held-
ur stjórnunarmál og ekki mætti
skerða jafnan rétt manna til
náms.
Gunnar Þór Jónsson prófessor
varaði við því að tala fjálglega
um þá staðreynd að fjöldi manna
fær enginn störf við sitt hæfi
eftir kannski 15 ára nám eins og
t.d. f læknisfræði, það væri síst
af öllu gamanmál, og vitnaði þá
til fjölda lækna sem starfa er-
lendis en vonast eftir þvf að fá
störf hér. Helgi Valdimarsson
prófessonr f læknisfræði gerði
það líka að umtalsefni að við svo
búið væri háskólinn ófær um að
gegna sínu hlutverki skv. 1 gr.
háskólalaganna að hafa þekk-
ingarsköpun að meginmarkmiði.
Hann taldi að þar sem Háskól-
inn væri f slfku fjársvelti sem
nú, gæti hann ekki sinnt því
hlutverki að veita stúdentum
vfsindalega kennslu með jafn
marga nemendur. Sagði hann að
meðan svo væri fengju stúdentar
vart betri kennslu en á fram-
haldskólastigum. Helgi sagði
einnig að ekki hefðu komið fram
neinar tillögur frá stúdentum til
lausnar vanda Háskólans t.d. f
stað inntökuprófa. I þessu máli
væri þörf á mikilli samstöðu
milli stúdenta og kennara skól-
ans sem vakið gæti stjórnvöld af
dvalanum.
í lok fundarins var borin upp
tillaga þess efnis að fundurinn
væri alfarið á móti inntðkupróf-
um f læknadeild sem ekki væri
rétt leið til lausnar fjárhags-
vanda Háskólans. Var tillagan
samþykkt með 51 atkvæði á móti
3. Einnig var borin upp tillaga
þar sem skorað var á alla skóla-
menn að standa saman f barátt-
unni við rfkisvaldið svo að Há-
skólinn gæti áfram risið undir
því að vera óskabarn þjóðarinn.
Var sú tillaga samþykkt með 51
atkvæði og var enginn henni
mótmæltur.
Frá fundi Félags læknanema f hátíðarsal Háskólans í fyrrakvöld. Morgunbia&it/Árni S»berg