Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
Kvenfélag Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra:
Basar haldinn á sunnudag
KVENFÉLAG StyrkUrfélags lam-
adra og fatlaðra heldur basar í
húmueAi félagsina við Háaleitia-
braut klukkan 14, sunnudaginn 2.
desember.
1 frétt frá kvennadeildinni
segir m.a.:
„ötullega hefur verið unnið að
fjáröflun i þágu fatlaðra á þessu
ári, og hefur kvennadeild Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra
gefið eina milljón króna til upp-
byggingar dvalarheimilis fyrir
fötluð börn í Reykjadal.
Fé þetta safnaðist á hjólreiða-
daginn í vor, sem kvennadeildin
hafði veg og vanda af i samvinnu
við nemendur i grunnskólum á
Reykjavíkursvæðinu.
Einnig hefur kvennadeildin
veitt 75 þúsund krónum i
námsstyrk til handa Markúsi
Einarssyni, sem er við nám í
iþróttaþjálfun fyrir fatlaða og
jafnhárri upphæð tii skóla fatl-
aðra, sem á við mjög erfiða fjár-
hagsstöðu að striða.
Auk þessa hefur kvennadeild-
in reynt að styðja íþróttafélag
fatlaðra og íþróttafélagið ösp og
veitt fé til kynningar á táknmál-
inu Bliss, sem þeir sem eru al-
gerlega lamaðir, geta notað til
þess að tjá sig.“
Búvörudeíld SÍS:
305 sláturhross
seld til Belgíu
NÝLEGA fór gripaflutningaskip á
vegum búvörudeildar SÍS með 305
sláturhross til Gent í Beigíu. Hrossin
voru tekin um borð á Sauðárkróki
og í Þorlákshöfn og gekk flutningur-
inn út til Belgíu vel að sögn Magnús-
ar Friðgeirssonar framkvæmda-
stjóra búvörudeildarinnar.
{ sumar fór annað skip hlaðið
sláturhrossum til Belgíu með slát-
urhross og gekk sú ferð og fram-
kvæmd slátrunar vel að sögn
Magnúsar. Sagði hann að fyrir
hrossin fengist sem svarar 66% af
grundvallarverði kjöts en ef
hrossum er slátrað hér heima og
kjötið flutt út fengist aðeins um
48% af grundvallarverði. Bændur
fá um 8 þúsund krónur fyrir hvert
hross. Magnús sagði einnig að út-
flutningur sláturhrossa væri eina
leiðin til að koma hrossakjöti á
markað í Evrópubandalaginu
vegna þess að hér væru engin stór-
gripasláturhús sem viðurkenningu
hefðu til að slátra fyrir þann
markað.
Kaupandi hrossanna er belgískt
fyrirtæki sem að sögn Magnúsar
kaupir og slátrar þúsundum
hrossa á viku hverri sem það
kaupir um allan heim. Markaður-
inn fyrir hrossakjöt er lélegur um
háveturinn en Magnus sagði að í
lok mars væri stefnt að því að
hefja aftur útflutning slátur-
hrossa og væri það til athugunar
að sameina þá útflutning á slátur-
hrossum og reiðhestum á markað í
Evrópu.
Símaþjónusta til út-
landa hækkar um 17—35%
Heimilislæknar hefja inn-
FRÁ OG með 1. desember nk.
hækka gjöld fyrir símaþjónustu til
útlanda um 17—35% í hinum ýmsu
gjaldflokkum talsíma, telex og sím-
skeyta.
f frétt frá Póst- og sfmamálastofn-
uninni segir, að hækkun þessi stafi
af hækkun á gengi gullfranka frá 1.
júní 1983, en þá hafi gjöldum síðast
verið breytt í samræmi við gengið.
Sem dæmi um hin nýju gjöld
má nefna að hver mínúta í sjálf-
virku vali á talsima mun kosta kr.
31,00 til Hollands og Norðurland-
anna, nema Finnlands kr. 35,00, til
Bretlands kr. 40,00 og kr. 78,00 til
Bandaríkjanna og Kanada.
Geta má þess að i dag geta sim-
notendur hringt sjálfvirkt til alls
122 landa.
f telexþjónustunni mun hver
minúta til Danmerkur kosta kr.
16,50, til Englands, Noregs og
V-Þýskalands kr. 17,50 og til
Bandaríkjanna kr. 80,00.
Fastagjald fyrir hvert simskeyti
mun kosta kr. 174,00, hvert orð til
Evrópulanda kr. 8,50 og til Banda-
ríkjanna kr. 9,50.
Söluskattur 7,5% er innifalinn i
uppgefnum gjöldum.
heimtu á gjaldi fyrir símaviðtöl R-rtrá f Qi(ftrtlli
— standa í viðræðum um gjaldskrá sína B.1 d 1 Ölg l Ulll
KJARARAÐ heimilislækna hefúr
beint þeim tilmælum til heimilis-
læluu að frá og með deginum í dag,
1. desember, hefji þeir innheimtu
hjá fólki sem kemur á stofu til
þeirra á greiðslum vegna símavið-
tala sem fólkið hefur átt við lækn-
inn. Hér er um að ræða 40 kr. gjald
sem læltnarnir hafa haft heimild til
að innheimta en af tæknilegum
ástæðum ekki innheimt fyrr nema
símaviðtalið hafi leitt til útgáfu lyf-
seðils og befur gjaldið þá verið inn-
heimt í apótekunum og skilað þaðan
til viðkomandi lækna. Gjaldið verð-
ur innheimt fyrír viðtöl aftur í tím-
ann eftir þvf sem við verður komið.
Ofangreint kom fram í samtali
blm. viö Gunnar Inga Gunnars-
son, formann kjararáðs heimilis-
lækna. Hann sagöi að kjararáðið
hefði farið fram á það að Trygg-
ingastofnunin greiddi þessi við-
talsgjöld en því hefði verið hafnað.
Þeim hefði i staðinn verið bent á
að innheimta þau með giróseðlum.
Læknarnir hefðu hafnað þvi fyrir-
komulagi og tækju nú að inn-
heimta ógreidd viðtalsgjöld þegar
fólkið kæmi i viðtöl á stofu. Sagði
hann að hið almenna stofugjald
yrði óbreytt eftir sem áður, en það
Frímerkja-
sýning hjá
Pósti og síma
Á MORGUN, sunnudaginn 2. des-
ember, verða sýnd íslensk frímerki í
húsakynnum Pósts og sima við Aust-
urvöll (áður Sigtún) frá kl. 13.30 til
18.00.
Sýningin er haldin í tilefni af
degi frimerkisins, 6. desember nk.
segir i frétt frá Pósti og síma.
Dyngjan
Þátturinn Dyngjan, sem reglu-
lega hefur birst í Morgunblaðinu á
laugardögum, birtist i blaðinu á
morgun vegna þrengsla í blaðinu í
dag.
er 75 kr. Gunnar sagði einnig að
reynt yrði að innheimta gjaldið
eins og hægt væri aftur í tímann,
aö minnsta kosti aftur til 1. júní.
Gunnar Ingi Gunnarsson sagði
að kjararáðið hefði staðið í við-
ræðum út af sínum gjaldskrár-
málum frá því i vor en samningar
um hana hefðu verið lausir frá 1.
mars, en samningaviðræður hefðu
gengið illa. Gunnar Ingi sagði að
þeir stæðu meðal annars í viðræð-
um við fulltrúa ríkisins í samning-
anefnd Tryggingastofnunarinnar.
Það hefði því komið þeim nokkuð
á óvart þegar Matthías Bjarnason,
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra, hefði gefið um það yfir-
lýsingu á Alþingi að sjúkingar
yrðu ekki látnir greiða meira fyrir
læknisþjónustu á næsta ári en nú
er. Sagði hann að þetta benti til að
Tryggingastofnun og sjúkrasam-
lögum væri ætlað að greiða þá
óhjákvæmilegu hækkun sem yrði
á gjaldskrá heimilislækna til sam-
ræmis við þjónustu annarra sér-
fræðinga og væri ekki nema gott
eitt um það að segja, ef sú yrði
niðurstaðan.
SIGMAR Pétursson veitingamaður í
Sigtúni hyggst á næstunni opna
bjórkrá í húsnæði, sem áður var
eldhús og geymslur Sigtúns. Verður
þarna um að ræða sal fyrir um 150
manns.
„Ég er nú ekki steindauður, þó
ég sé farinn að minnka við mig,“
sagði Sigmar Pétursson í samtali
við blm. Morgunblaðsins á dögun-
um. Sigmar sagðist hafa selt stóra
salinn, en haldið eftir þessu hús-
næði og efri hæð Sigtúns, þar sem
nú er rekinn veitingastaður fyrir
aldurshópinn 25 ára og eldri.
Sigmar sagði að rekstur þessara
tveggja veitingastaða yrði alveg
aðskilinn, enda um mjög ólíka
starfsemi að ræða.
Á bjórkránni verður boðið upp á
bjórlíki og allar almennar veit-
ingar. Sigmar sagði að aðal-
áhersla yrði lögð á að hafa ódýra
smárétti á matseðlinum.
Ekki hefur enn verið ákveðið
með opnunartíma, en stefnt er að
því að opna staðinn um miðjan
desember.
Útsýnarkvöld tileinkað Frí-klúbbnum
Ferðaskrifstofan Útsýn efnir til
Útsýnarkvölds í veitingahúsinu
Broadway sunnudagskvöldið 2.
desember. Kvöldið er tileinkað
Frí-klúbbnum í tilefni af vel
beppnuðu starfi klúbbsins sl.
sumar, eins og segir í fréttatil-
kynningu frá Útsýn.
Kynnt verður vetraráætlun
Útsýnar. Vetrarstarf Frí-
klúbbsins verður kynnt, stefna
klúbbsins og markmið. Frum-
sýnd verður kvikmyndin „Frí-
klúbbsfólk á sólarströndum ’84“.
Ingólfur Guðbrandsson forstjóri
kynnir. Fararstjórar Frí-
klúbbsins mæta til leiðbeiningar
og skemmtunar. Heiðursgestur
verður Antonio Renosto, for-
stjóri Eurosun — Lignano.
í fréttatilkynningu Útsýnar
segir m.a.: „Frí-klúbburinn er í
dag einn stærsti klúbbur lands-
ins og hafa yfir 6.000 manns ver-
ið skráðir sem gildir félagar frá
stofnun þann 20. janúar sl.
Markmiðum og stefnu Frí-
klúbbsins hefur verið tekið
opnum örmum af öllum almenn-
ingi, fólki sem kýs aukna lifs-
orku, lífsgleði og hamingju í til-
verunni. Frí-klúbbskjör, kjara-
bót fyrir félaga Frí-klúbbsins
hjá fyrirtækjum og verslunum
og í Útsýnarferðum hefur þegar
á liðnu sumri náð gífurlegum
vinsældum og ánægju félags-
manna. Starf Frí-klúbbsins hér
heima og erlendis grundvallast á
hollustu og hreyfingu ásamt lík-
ams- og heilsurækt, iðkun
íþrótta og útilífs ásamt heil-
brigðu lífi við aukin lífsþægindi.
Námskeið, fræðslukvöld og hin-
ar ýmsu skemmtanir Frí-
klúbbsins hafa náð hylli fólks og
starfsmenn Frí-klúbbsins er-
lendis á liðnu sumri unnu við
fræðslu- og leiðbeiningarstörf
eftir markmiðum Frí-klúbbsins
auk skemmtanastjórnunar við
fádæma vinsældir sinna félaga í
sólarferðum sumarsins."
Úr Frí-klúbbsferð til Spánar.