Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
Opið hús
hjá Ossa
LISTMUNA- og gjafavöruverslunin
Ossa hefur opið hús í verzluninni í
GlæsibK í dag, laugardag. Veittur
verður sérstakur 10—20% afsláttur.
Meðal muna eru handunnin
teppi frá Mexíkó, antikteppi frá
ýmsum löndum. Einnig norskur
sérhannaður kristall frá Hadel-
and, finnskir listmundir, hand-
gerðir kínverskir dúkar, svo og
keramikvörur.
Eigandi Ossa er Oddný Ingi-
marsdóttir.
Barnaslys
í GREIN í blaðinu sl. fimmtudag frá JC-Reykjavík varð ruglingur í töflu þar sem skýrt er frá aðaF slysavöldum eitrana. Taflan vera þannig: á að
Aldur, ár 00 01 02 03 04 00-0405-09
Efni til hreing. — 27 7 3 2 39 2
Vindlar, vindl., tóbak 39 56 7 i 2 107 2
Lyf 1 28 27 16 4 76 4
Plöntur 4 1 a) Einnig skrásett undir öðrum orsökum 3 - en 02 og 18 1 9
Bladburóarfólk
óskast!
Austurbær Hvassaleíti
Grettisgata frá 18—30.
frá 37—98.
Alsamningurinn staðfestur:
Tekjuauki fjögur-
hundruð þús. á dag
Barnabótaauki hækkaður
Samningurinn við Alusuisse
staðfestur
Samningur ríkisstjórnarinnar og
Alusuisse um hækkað orkuverð til
álversins, úr 6,5 millum kWst í 12,5
mill sem lágmark og stighækkun allt
í 18,5 mill, eftir þróun álverðs, og
sátt í eldri deilumálum (Alusuisse
greiði rúmlega 100 m.kr. í sáttafé)
var staðfestur á Alþingi sl. fimmtu-
dagskvöld.
Miðdegis þann dag fór fram at-
kvæðagreiðsla í neðri deild. Allir
viðstaddir þingmenn stjórnar-
flokkanna og Bandalags jafnað-
armanna greiddu atkvæði með
staðfestingu, utan Magðalena
Margrét Sigurðardóttir (F) sem
sat hjá. Viðstaddir þingmenn
A-flokka og Kvennalista greiddu
atkvæði gegn staðfestingu. Sjö
þingmenn vóru fjarverandi.
Þriðja umræða í þingdeildinni
fór fram sl. fimmtudagskvöld og
var útvarpað. Þar var samningur-
inn staðfestur með 23:12 atkvæð-
um og einni hjásetu.
lækkun tekjuskatts. Hliðarfrum-
varp fylgdi sem fjallar um sér-
stakan barnabótaauka.
Með lögum nr. 43/1984 var kveð-
ið á um greiðslu sérstaks barna-
bótaauka það ár að fjárhæð kr.
12.000 fyrir hvert barn innan 16
ára áldurs. Þetta frumvarp gerir
ráð fyrir sams konar barnabóta-
auka 1985, 25% hærri en í ár.
AIMAGI
Skattur á verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði
Fjármálaráðherra hefur einnig
lagt fram frumvarp um framleng-
ingu sérstaks skatts á verzlunar-
og skrifstofuhúsnæði næsta ár, en
þessi skattur, sem fyrst var álagð-
ur 1979, hefur æ síðan verið fram-
lengdur árlega, til eins árs í senn.
Frádráttur vegna fjárfest-
ingar í atvinnurekstri
Loks hefur fjármálaráðherra
lagt fram frumvarp sem kveður á
um að frádráttur af þessu tagi
skuli ekki vera hærri en kr. 25.000
á hverju ári hjá einstaklingi og
ekki hærri en kr. 50.000 hjá hjón-
um. í greinargerð kemur fram að
vegna þess að skattvísitala verði
ekki ákveðin í fjárlögum 1985 sé
nauðsynlegt að hækka þessar fjár-
hæðir um 25%, til samræmis við
áætlaða hækkun launa milli ár-
anna 1984—1985.
Stúdentaleikhúsið:
„Skrýtin blanda“
úr nýjum bókum
Tekjur Landsvirkjunar af
orkusölu til álversins hækka frá
og með þessari staðfestingu um
nálægt kr. 400.000 á degi hverjum.
Bygging leiguhúsnæðis
Kristín Ástgeirsdóttir (Kvl.)
mælti sl. fimmtudag fyrir tillögu
um átak í byggingu leiguhúsnæðis
í Sameinuðu þingi. Meginefni til-
lögunnar er „að skora á ríkis-
stjórnina" að hefjast handa í
þessu efni og verja 200 m.kr. á ári
til verkefnisins. „Fjárins verði afl-
að með sérstökum hátekjuskatti."
Sérstakur barnabótaauki
Svo sem frá var greint á þing-
síðu Morgunblaðsins sl. föstudag
lagði fjármálaráðherra fram í vik-
unni frumvarp um fyrsta áfanga í
Stúdentaleikhúsið hefur hafið
sýningar á nýrrí dagskrá sem nefnist
„Skrýtin blanda,“ sagði Brigid. Er
þetta dagskrá unnin úr nýjum ís-
lenskum skáldsögum og Ijóðabók-
um.
Þær bækur sem unnið hefur
verið úr eru: Ekkert slor eftir
Rúnar Helga Vignisson og Ydd
eftir Þórarin Eldjárn, sem Forlag-
ið gefur út, Þel eftir Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur, Með kveðju frá
Dublin eftir Árna Bergmann og
maður og haf eftir Véstein Lúð-
víksson, sem Mál og menning gef-
ur út, smásagnasafn eftir Fríðu Á.
Sigurðardóttur sem Skuggsjá gef-
ur út og heitir Við gluggann og
Gaga eftir ólaf Gunnarsson sem
Iðunn gefur út. Einnig er efni úr
óútkomnum handritum eftir
Gyrði Elíasson, Sveinbjörn I.
Baldvinsson, Lilju K. Möller, Sig-
fús Bjartmarsson og Stefán Snæv-
arr.
Leikstjóri er Guðmundur ólafs-
son en samantektinni stjórnuðu
Páll Valsson og Helgi Grímsson.
Næsta sýning verður í Félags-
stofnun stúdenta í kvöld og síðan
verður sýnt 7., 8. og 9. desember.
STAÐUR MJÖÐS OG MATAR
Hel^armatscöill
Léttsoönir humarhalar
meö melónum, mandarín-
um og koníakssóu kr. 375,-
Grafiö nautafille meö
kiwisalati og ristuöu
brauöi kr. 350,-
Glóöaöur léttreyktur áll
bökuöum rauölauk kr. 580,-
Piparkryddaöur karfi
meö smjörsoðnu
rósakáli kr. 360,-
Kryddaöur léttsteiktur
lambavöövi meö
myntusmjörl kr. 495,-
Döölufylltur grísahryggur
með döölusósu kr. 510,-
Innbakaöur ferskur ananas
með vanillumús kr. 150,-
Hnetumassi meö bláberjum
og rjóma kr. 130,-
Jón Möller sér um dinner tónlist.
TRYGGVAGÖTU 26 BORÐAPANTANIR í SÍMA 26906
Flutningsmiðlun
í flugfrakt
FLUTNINGSMIÐLUNIN hefur gert
samning við alþjóðleg samtök fiutn-
ingsmiðlara í flugfrakt, „WACO“,
en Flutningsmiðlunin hefur nú í
hálft fimmta ár veitt þjónustu í sam-
bandi við flutninga á landi og sjó.
í frétt frá fyrirtækinu segir, að í
WACO-hópnum sé eitt fyrirtæki í
hverju landi í Vestur-Evrópu,
Norður-Ameríku og Ástralíu, fjöl-
mörgum Asíulöndum og nokkrum
Afríkulöndum.
Framkvæmdastjóri Flutn-
ingsmiðlunarinnar er Steinn
Sveinsson og auk hans vinna 4 hjá
fyrirtækinu.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
ísafjörður
Skrifstofa sjálfstæðisfelagarina aö Hafnarstræti 12, 2. haBÖ, veröur
opin frá kl. 18.00—20.00 frá 26. nóvember til 4. desember.
Komið og lítiö inn og gerlö um leiö skil á happdrælllnu eöa hringlö í
sima 94-3232 og þá veröur greiösla sótt heim.
Fulltrúaráóiö.
Bolungarvík —
stjórnmálafundur
Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn I
Verkalýöshúsinu Bolungarvik sunnudaginn 2.
desember kl. 15.00.
Fundarefnl: Stjórnmálaviöhorflö.
Framsögumaöur: Halldór Blöndal alþingls-
maður. Fundurlnn er öllum oplnn.
Stjórntr sjaifstæólslélaganna í Bolungarvik
Launþegar
Aöalfundur launþegafélags Sjálfstæöisfólks á Suöurnesjum veröur
haldinn mánudaginn 3 desember kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu i
Keflavik.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Björn Þórhallsson varaforseti ASl mætir á fundinn.
Stjórnin.