Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 38

Morgunblaðið - 01.12.1984, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 Minning: Guðrún Guðmunds- dóttir, Akureyri Fædd 14. maí 1907 Dáin 25. nóvember 1984 f dag er kvödd í hinsta sinni og jarðsett á Akureyri Guðrún Guð- mundsdóttir húsfrú á Hríseyjar- götu 14, er lést á heimili sinu 25. nóv. sl. Guðrún fæddist 14. maí 1907 að Gróuhólum í Bakkadal, Ketil- dalahreppi í Arnarfirði. Móðir hennar var Matthildur Jónsdóttir, ættuð af Barðaströnd, en faðir Guðmundur Kolbeinsson úr Borg- arfirði. Vegna erfiðleika á að fá viðunandi jarðnæði og þess líka að þurfa að búa þurrabúðarlífi með stóra fjölskyldu, ákváðu þau að flytjast til Kanada. Til að létta sporin til nýrra heimkynna var Guðrúnu, þá nokkurra mánaða gamalli, komið fyrir til uppeldis á fyrirmyndarheimili hjónanna Ragnheiðar Gísladóttur og Gisla Jónssonar hreppstjóra og síðar oddvita á Fífustöðum í sama hreppi. Foreldrar Guðrúnar höfðu þá áður eignast fjóra syni, Sæmund, Pétur, Lúðvík, Gísla Ragnar og dótturina Svanhvíti. Gísli Ragnar var tvíburi við Guðrúnu, sem hér er minnst, en dó nokkru eftir fæð- ingu. Á leiðinni til fyrirheitna landsins misstu þau einnig Svanhvíti, þá tveggja ára. Þau settust að við Winnipeg-vatn og áttu ekki afturkvæmt þaðan. Á Fifustöðum ólst Guðrún upp við dálæti og ástúð fósturforeldra og barna þeirra, enda þroskaðist hún vel og varð glaðlynd, hispurs- laus fríðleikskona, sem allir að- hylltust er kynntust. Sautján ára að aldri fór hún á Kvennaskólann á Blönduósi og lauk þar góðu prófi. Miðað við atvinnuhætti á æsku- dögum Guðrúnar var allmikið um- leikis á Fífustöðurn við sjósókn og búskap. Þar var fjöldi manns í heimili og jafnan aðkomumenn við ýmis störf. Þar kynntist hún Bjarna Þorbergssyni, sem vann þar við nýbyggingar á búinu. Bjarni var al-vestfirskrar ættar, fæddur 23. mars 1898 á Klúku, næsta bæ við Fífustaði. Foreldrar hans voru Þorbergur Bjarnason og Sigríður Sveinsdóttir, en bróðir hennar var Friðrik faðir Árna hins alþekkta fiskifræðings og vís- indamanns. Bjarni var glaðsinna og dagfarsprúður og hvers manns hugljúfi. Hann lagði gjörva hönd á allt sem að smíðum laut og vand- virkni hans og afköstum var við- brugðið. Guðrún og Bjarni giftust 19. des. 1926 og settust að á Bíldudal. Bjarni vann þar við smíðar. Þar eignuðust þau syni sína, Elías, f. 4. jan. 1929; Guðmund, f. 17. febr. 1930, skipasmiður og verkstjóri við Slippstöðina hf. á Akureyri, og Gísla Svan, f. 15. sept. 1933, bif- vélavirki í Borgarnesi. Á kreppuárunum er atvinna minnkaði mjög í iðngreinum, leit- aði dugnaðarfólk ýmissa ráða sér og sínum til framfærslu. Þau hjónin tóku sig þvi upp og fluttu til Akureyrar árið 1934. Bjarni hóf störf við bátasmíði hjá vini sínum Guðbjarti Friðrikssyni, en Guð- bjartur hafði nokkru áður flust þangað og komið sér upp tré- smíðaverkstæði. Áður höfðu þeir unnið mikið saman í þessari iðn á Bíldudal. Á Akureyri lauk Bjarni námi sínu í trésmíði við Iðnskól- ann og öðlaðist upp úr því tré- smíðaréttindi sín. Auk þess gátu hjónin notið þar hugðarefna, sem ekki gáfust miklir möguleikar á i fámennara byggðarlagi á Vest- fjörðum. Guðrún gekk í kvenfélög og naut viðkynningar við fólk í ríkum mæli. Bjarni var mjög tón- elskur, hafði undur þýða og hreina bassarödd. Hann söng í Kantettu- kórnum. Söngstjórinn, Björgvin Guðmundsson, vildi síst án Bjarna vera til að halda jafnvægi f rödd- um, svo og að hinn hreini djúpi tónn hljómaði tært er sungið var opinberlega. Upp úr 1940 er fjárhagur varð rýmri byggðu hjónin hús sitt á Hríseyjargötu 14. Það var þeim og fjölskyldu þeirra óbrigðult skjól. Hjónin höfðu mætur á að blanda geði við fólk. Margir sóttu þau heim og nutu gestrisni þeirra og ástrfkis. Tryggð þeirra við heima- stöðvarnar fyrir vestan var mikil og hver sá, er þaðan kom, var sér- stakur aufúsugestur. Á miklum hamingjutímum stendur sorgin oft nærri. Elsti sonur þeirra, Elías, hafði veikst af sykursýki og lést úr þeirri veiki rétt tvítugur hinn 1. apríl 1969. Bjarni hafði þá tekið sjúkdóm, Parkinsonsveiki. Eftir erfitt stríð við sjúkdóminn lést hann 17. maí 1964. öllum þessum sorgum mætti Guðrún með styrku hugarfari og hjúkraði syni og eiginmanni af fágætri nærfærni til hinstu stund- ar. Eðlislæg bjartsýni og heilbrigt lífsviðhorf jók henni kraft til að brjótast út úr erfiðleikunum. Hún starfaði úti við eins og kraftar leyfðu og naut samskipta við vini sína, syni og fjölskyldur þeirra eins og tök voru á. Afkomendur þeirra hjóna eru nú orðnir tuttugu og einn. Sá er þetta ritar á hjónunum Guðrúnu og Bjarna mikið að þakka. Á fyrstu vegferð minni út f heiminn er ég var 7 ára, og eftir tveggja heiða yfirreið frá Pat- reksfirði til Arnarfjarðar, kom ég í hús þeirra á Bíldudal. Mér er enn ferskt í minni bjart, brosleitt og frítt andlit konunnar, sem strauk mér um kinnar og bauð mig vel- kominn til fyrrum heimkynnis síns á Fífustöðum. Atlæti og orð hennar jók sjálfstraust lftils snáða að takast á við mikilvæg verkefni, að hans dómi, sem biðu á framtíðarheimilinu. Sjö árum sfð- ar er við Andrés bróðir minn sigldum til Akureyrar til að hefja þar skólagöngu, tók Guðrún á móti okkur með sama kankvfsa og Ijúfa brosinu, sem ég þekkti frá fyrri tíð. Á stuttum tíma sýndi hún okkur allt hið markverðasta í höfuðstað Norðurlands. Hún hafði þá þegar undirbúið komu okkar til skólans og komið okkur fyrir á mætu heimili þar til þau hjónin gætu hýst okkur, en Bjarni var þá við smíðar á sfldarverksmiðjunni á Dagverðareyri og þar bjuggu þau yfir sumarið. Aðstoð þeirra við fósturmóður okkar bræðra, Þórunni Jónasdóttur, eftir að hún flutti til Akureyrar, var okkur mjög mikilsverð. Þeim var báðum ljúft að veita öðrum lið og spöruðu þá hvorki fyrirhöfn eða kostnað ef gagna mætti erindinu. Nú á seinni árum höfðu ýmsir sjúkdómar sótt að Dúnu, en svo var Guðrún venjulega kölluð af vinum. Þurfti hún á stundum að fara á sjúkrahús til lækninga. Þrá hennar að vera sjálfs sfn á eigin heimili bar hana oftast fljótt aft- ur heim að Hríseyjargötu 14, þó raunverulegur bati væri ekki fyrir hendi. Síðustu árin þjáðist hún af kransæðastíflu og hafði fyrir nokkrum vikum fengið blóðtappa f lunga. Hún var nýlega komin heim af sjúkrahúsi án þess að hafa fengið viðhlítandi bata, er hún varð bráðkvödd að morgni sunnu- dagsins 25. nóv. sl. Vegna fjarlægðar á búsetu hafði fundum við Dúnu fækkað mjög á seinni árum, en við fjölskylduaðil- ar frá Fífustöðum, sem nutum vináttu, mikillar tryggðar og oft ótakmarkaðrar hjálpsemi hennar og Bjarna, söknum þeirra mikið. Við vottum sonum þeirra og fjöl- skyldum þeirra svo og öðrum að- standendum innilega samúð. Sigurjón Davíðsson ÍSLENSKUR HÚSBÚNAÐUR Langholtsvegi 111 sími 686605 MICHELLE LEÐURSÓFASETT Aðeins 30% útborgun og eftirstöðvar lánaðar í allt að sex mánuði. Húsgagnasýning laugardag og sunnudag kl 1-4 Minning: Þórunn Jóhanna Stefánsdóttir Fædd 4. október 1912 Dáin 21. nóvember 1984 Þórunn Jóhanna fæddist á Stóra-Grindli í Haganeshreppi í Fljótum, þar bjuggu foreldrar hennar, Stefán Benediktsson og Anna Jóhannesdóttir, frá 1910 til 1913. Það vor, 1913, fluttu þau bú- ferlum að Berghyl í Holtshreppi. Stefán var bóndi á Berghyl og stundaði sjóinn jöfnum höndum. Hann var stýrimaður á þilskipinu Maríönnu frá Akureyri og stóð þar að störfum er Marianna fórst í aftaka norðanveðri 13. maí 1922. Skipstjóri á Maríönnu var Jóhann Jónsson frá Syðsta-Mói í Fljótum. í sama ofveðri fórust fimm önnur skip, með þeim skipum hurfu f hafið 44 sjómenn þar af 13 með Maríönnu. Ekkjan Anna Jóhannesdóttir hélt áfram búskapnum á Berghyl með börnum sfnum til vorsins 1926, þá brá hún búi og fór f hús- mennsku að Skeiði f sama hreppi með yngstu börnin sín. Þórunn var með móður sinni á Berghyl öll hjúskaparárin hennar þar, hún fór til Siglufjarðar vorið 1927 þá nýfermd. A Siglufirði réð hún sig í vinnumennsku hjá And- rési Hafliðasyni og var þar í þrjú ár. Þá tók hún sig upp og flutti til Reykjavíkur. Þar var hún önnur þrjú ár og vann fyrir sér en hvarf aftur norður til Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist Þórunn ungum manni, Sigtryggi Leví Agnarssyni, og var rúmlega tvítug er þau gengu i hjónaband. Eftir giftinguna fluttu þau til Reykja- víkur og bjuggu þar meðan þau lifðu. Árið 1942 byggði Sigtryggur þeim íbúðarhús á Langholtsvegi 37. Bílskúrinn við húsið innréttaði Sigtryggur og gerði að íbúð fyrir foreldra sína og þar hlúðu þau Þórunn að þeim, öldruðum hjón- unum, meðan þau lifðu. Þau Þór- unn og Sigtryggur komust vel af og lifðu í farsælu hjónabandi. Þau eignuðust tvö börn, Svanhildi Sig- tryggsdóttur, sem búsett er í Nor- egi með manni sínum og fimm börnum þeirra, og Ómar Sig- tryggsson. Hann á fjögur börn. Sigtryggur Leví lést 28. maí 1967 og eftir það bjó Þórunn sem fyrr á Langholtsvegi 37 og síðari árin með syni sinum ómari og dóttur hans Kolbrúnu sem nú er níu ára. Þórunn móðir mín var okkur börnunum góð og ástrík móðir, eins unni hún barnabörnunum af heitum hug og minntist þeirra hvern dag í bænum sínum sem voru hennar hjartans mál. Hún var trúhneigð og hugljúf í öllum framgangsmáta, ljóðelsk og söng- gefin eins og margir hennar ætt- menn. Hún var náskyld Gaut- landsbræðrum sem voru þekktir söngmenn. Móðir mín var mjög heimilisrækin og bjó vel að sínu og sínum, hún var elskuð og virt af þeim sem þekktu hana best. Við Svanhildur systir mín og öll barnabörnin kveðjum hana með hlýjum hug, móður okkar og ömmu sem var okkur öllum svo góð, svo góð. Blessuö sé minning hennar. Ómar Sigtryggsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.