Morgunblaðið - 01.12.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984
39
Minning:
Vigfús Guð-
mundsson frá Seli
Fæddur 12. mars 1901
Dáinn 19. nóvember 1984
í dag kveðjum við Vigfús Guð-
mundsson hinstu kveðju. Á slíkri
stundu lítum við yfir farinn veg og
afabarnið rifjar upp minningar
frá liðnum tíma.
Fyrst kynntumst við afa í Seli.
Það var afinn sem barnið leit upp
til og hafði hæstan í virðingar-
sessi. Heima í Seli var ævintýra-
heimur æskunnar raunverulegur.
Allt var þar best og stærst og af-
inn meistari sem gat allt og gerði
flest. Smíða úr járni og tré, sníða
úr leðri og sauma á vél. Já, allt
sem vakti eftirvæntingu og gleði
sameinaðist í störfum afa og
ömmu.
Næsti kafli í afasögu er afi í
Reykjavík. Þar var sami hæfi-
leikamaðurinn búinn að bæta við
sig nýju hlutverki sem fórst hon-
um jafnvel úr hendi. Húsmunir úr
Seli orðnir stofustáss í Reykjavík
og þótt maður væri viss um að
hlutirnir kæmu aldrei til með að
passa inn í annað en baðstofuna i
Seli tókst afa að afsanna þá kenn-
ingu jafnskjótt og hann skipti um
heimili.
Barnið óx og sá afa sinn í nýju
ljósi. Maður með manngæsku að
leiðarljósi. Sannast það best á
þeirri umhyggju sem hann sýndi
ömmu allt hennar líf. Daglegar
heimsóknir að sjúkrabeði i ára-
raðir þar sem hver heimsókn varð
þeirri síðustu erfiðari því sjaldn-
ast var amma á batavegi. Afi fékk
ósk sína uppfyllta um að deyja áð-
ur en sjúkrahús yrði hans eina
heimili og þessa úrlausn átti hann
fyllilega skilið því ef einhver hafði
tekið þátt i og verið með í barátt-
unni við elli og sjúkdóma var það
hann. Afi upplifði dauðastrið með
ömmu. Hennar lega og þrautir
voru þeirra beggja.
Myndir frá liðinni tið skýrast.
Mynd af strák sem settur er á
hestbak til að hafa með i lamba-
leit að vori. Mynd af afa og Mugg
saman á ferð. Gleðin yfir góðum
hesti og sú ölvun sem afi fylltist
þegar riðið var í hlað í Seli eftir
vel heppnað manna- og hestamót.
Ölvun sumpart vegna vasapel-
ans en mest yfir gleðinni við að
ríða fjörmiklum hesti í hlað á góð-
um sumardegi eftir mannfagnað
og vinafund.
Afi unni því sem hann þekkti og
eitt af því var náttúra landsins. A
seinni árum var hann ólatur að
fræða sér yngri menn um örnefni
á slóðum þar sem hann á hesti
hafði smalað fé til rétta. Við nú-
tímafólk notum og umbreytum
sömu náttúru til að geta notið
þeirra lífsþæginda sem sjálfsögð
eru í dag.
Minning mín um afa er góð.
Minningin um hann tengd traust-
um og heilsteyptum manni sem
vert er að reyna að líkjast.
A.G.
Þann 19. nóvember síðastliðinn
lést Vigfús Guðmundsson frá Seli,
Ásahreppi til heimilis að Hátúni
10A í Reykjavík.
Vigfús fæddist 12. mars 1901 á
heimili foreldra sinna í Bala,
Þykkvabæ. Foreldrar hans voru
Sesselja Vigfúsdóttir og Guð-
mundur Jóhannesson. Þau bjuggu
þar fyrstu 4 búskaparár sín, en
fluttu þá að Seli til foreldra Guð-
mundar. Sesselja og Guðmundur
bjuggu síðan allan sinn búskap í
Seli og eignuðust þau 14 börn, 6
drengi og 8 stúlkur. Var Vigfús
næstelstur í þessum stóra systk-
inahóp og lifa hann 1 bróðir og 6
systur.
Á þessu fjölmenna heimili ólst
Vigfús upp við þau sveitastörf sem
þá tíðkuðust. Fljótlega upp úr
fermingu þurfti hann að fara að
vinna úti frá heimili sínu.
Hann fór til sjós og réri frá
ýmsum verstöðvum. Meðal annars
réri hann frá Vestmannaeyjum 15
vertíðir, þar af 11 hjá sama skip-
stjóra. Á sumrin og milli vertíða
vann Vigfús á búi foreldra sinna,
og á ýmsum bæjum enda held ég
að búskapurinn hafi alltaf verið
honum hugleiknari en sjórinn.
Þann 21. mars 1931 kvæntist
Vigfús Margréti Friðriksdóttur
frá Hávarðarkoti, Þykkvabæ. Það
sama ár tóku þau við búsforráðum
úr höndum foreldra Vigfúsar, sem
dvöldu hjá þeim til dauðadags, en
Guðmundur dó 1947 og Sesselja
1952. Var Vigfús 4. ættliður sem
hóf búskap í Seli. Vigfús og Mar-
grét eignuðust tvo syni, Guðmund
Friðrik, f. 28. júní 1932, kvæntur
Klöru Ándrésdóttur, búa þau nú I
Seli, þau eiga 4 syni, og Egil Guð-
mar leigubifreiðastjóra í Reykja-
vík, f. 18. ágúst 1936, hann er
kvæntur Sigríði Skúladóttur og
eiga þau 3 börn.
Jafnframt búskapnum stundaði
Vigfús sjómennsku nokkur ár og
lagði stund á smiðanám sem nýtt-
ist honum vel við búskapinn.
Hann var laginn til allra verka og
var eftirsóttur af sveitungum sín-
um til þeirrar vinnu sem vanda
þurfti til, t.d. smíðaði hann skeif-
ur og margt annað sem til féll.
Vigfús var mikill hestamaður og
naut hann ríkulega samvista
sinna við bæði menn og hesta, og
varð aldrei þreyttur á að ræða
skemmtileg atvik og ferðir sem
hann fór á gæðingum sínum.
Hann fór á fjall í mörg ár og var
hann mjög kunnugur örnefnum og
staðháttum á þeim slóðum enda
oft til hans leitað því hann var
stálminnugur og upplýsingagóður.
En upp úr 1960 urðu þáttaskil I
lífi þeirra Vigfúsar og Margrétar
því hún veiktist og varð árið 1967
að fara í sjúkrahús en þaðan átti
hún ekki afturkvæmt og lést þar
hinn 19. mars 1980. Þær urðu því
ekki fleiri stundirnar hjá þeim eða
ánægjan að vinna og vera með
þeim í Seli, þar sem þau undu sér
best.
Eftir að Margrét leggst með
ólæknandi sjúkdóm I sjúkrahús,
flytur Vigfús til Reykjavíkur.
Fyrst leigði hann íbúð með Guð-
mundi bróður sínum og held ég að
nágrenni þeirra hafi létt honum
vistaskiptin en um þau varð aldrei
spurning eftir að Margrét fór í
sjúkrahús. Fljótlega fór hann að
vinna sem vaktmaður hjá Eimskip
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
og má segja að þar hafi hann hafið
sitt þriðja lífsstarf. Var umönnun
hans við konu sína slík að betur
væri ekki hægt að gera. Margrét
og Vigfús fluttu í hús öryrkja-
bandalagsins við Hátún er það var
tekið í notkun. Var það þeim mik-
ill léttir því þó þau væru hvort í
sínu húsinu nutu þau betur sam-
vista hvort við annað. Er hér með
öllu starfsfólki Öryrkjabandalags-
ins og þeim sem með Vigfúsi voru
í Hátúni þökkuð af alhug sú um-
hyggja sem hann hlaut og ég veit
að hann mat mikils.
Eru sérstakar þakkir færðar
Sigurbirni Jakobssyni sem var
nábúi hans í áraraðir. Eins eign-
aðist hann marga góða vini í fé-
lagsstörfum aldraðra, sérstaklega
á spilasamkomum og ferðalögum.
En mér eru þær stundir sem við
sátum saman að spilum ógleym-
anlegar ánægjustundir.
Nú þegar við kveðjum Vigfús
sjáum við á bak góðum manni og
ekki síst þeir sem nutu hans sem
föður, tengdaföður, afa, langafa og
fjölskylduvinar. Öllum þessum
hlutverkum skilaði hann á þann
hátt að skarð hans verður vand-
fyllt. Eins veit ég að systkini hans
sjá á bak elskuðum bróður því
milii hans og allra systkina hans
var mikill kærleikur.
Ég vil svo að lokum þakka ára-
tuga vináttu og órofa tryggð við
heimili mitt um leið og ég sendi
sonum hans og fjölskyldum
þeirra, systkinum hans og vinum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Vigfúsar
Guðmundssonar.
Grétar Andrésson
Þegar slík þáttaskil verða í lífi
mínu að komið er að því að kveðja
ástkæran tengdaföður minn, Vig-
fús Guðmundsson frá Seli, eftir
rúmlega þrjátíu ára kynni, þá fer
ekki hjá því að minningarnar
hrannist upp.
Ég minnist þess fyrst þegar við
unnurn saman við búskapinn I
Seli. Oft vorum við bara tvö við
útiverkin með litlu strákana með
okkur, þegar maðurinn minn vann
utan heimilis langtímum saman.
Það var erfitt tímabil þegar
tengdamóðir mín, Margrét Frið-
riksdottir, missti heilsuna upp úr
1960. Fyrst var hún heima en varð
síðan að fara á sjúkrahús 1967. Þá
urðum við Fúsi svo sannarlega að
vinna saman. Síðan tók Fúsi þá
erfiðu ákvörðun að flytjast til
Reykjavíkur til þess að geta verið
henni nær, heimsótt hana og stytt
henni stundir, en hún lést 1980.
En Fúsi gleymdi okkur ekki, því
austur kom hann eins oft og hann
gat. Hér var hugur hans löngum
og öllu fylgdist hann vel með, bæði
velferð okkar og búskapnum og að
ég ta.ll nú ekki um hestunum, því
að af þeim hafði hann mikið yndi.
Núna allra síðustu árin gat hann
lítið gengið um úti, því fæturnir
voru alveg búnir. Þá var reynt að
fara á bíl út um tún og haga eða
tíminn notaður til að taka i spil og
spjalla saman. Var þá rifjað upp
frá gamalli tíð en Fúsi var stál-
minnugur og sagði vel frá.
Ég sá Fúsa fyrst fyrir rúmum
þrjátíu árum og nú síðast fyrir ör-
fáum dögum. Hann var alltaf sami
trausti rólegi maðurinn, heiðar-
legur bæði í orði og verki. Við gát-
um alltaf gengið að honum vísum,
hann var alltaf eins. Að fá að ala
börn sín upp í návist slíks heið-
ursmanns tel ég vera forréttindi
og ekki hægt að meta til fjár.
Það var alltaf hátíð í bæ þegar
afi kom austur og ég veit það vel
að synir mínir búa að þvi alla ævi
að hafa alist upp með honum, því
mikill kærleikur var á milli þeirra
allra. Þegar slíkur afi er horfinn
verður stórt skarð sem ekki verður
auðveldlega fyllt.
Með hjartans þökk fyrir sam-
fylgdina.
Klara Andrésdóttir