Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 51

Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 51 „Fullfrískt fólk í fiskrínnu hefur ekki einu sinni 65 krónur á tímann,“ segir bréfritari, sem finnst aö nú etti að standa við fyrirbeitin um að hekka laun þeirra lægst launuðu. Forðumst troðnar slóðir 3320-9398 skrifar: Kæri Velvakandi! Mig langar til að senda þér nokkrar línur í tilefni af þessu ömurlega verkfalli hjá fólkinu í landinu (eins og hann orðar það blessaður fjármálaráðherrann okkar svo fagurlega). Það er eitt sem vefst fyri mér og varnar því að veita mér gleði, sem vissulega ætti að vera fyrir hendi, til þess að samgleðjast þessu dugmikla fólki, sem að þessu verkfalli stóð svo dyggilega, hvað þrek og þor snerti. Sjálf er ég Sóknarkona, með mín lágu laun eins og þetta láglauna- baráttufólk, sem i baráttunni hef- ur staðið að undanförnu, fyrir bættum kjörum sín og annarra. En hvað skeður, hvað er eiginlega að ske með íslenska launþega? Hvernig í ósköpunum getum við verið svona einhuga að ganga um með bundið fyrir bæði augu og neita gjörsamlega að hugsa? Við með alla okkar gagnmenntuðu þegna, því þar stöndum við þó jöfnum fótum við þá sem eiga fleiri krónur. Menntafólkið er ekki síður í okkar röðum sem (ég má til með að nota þetta orðatiltæki sem hefur klingt í eyrum okkar undan- farið) minna má sín, eða einfald- lega láglaunafólk. Eða litli maður- inn, sem loksins eignaðist vin í ríkisstjórninni, hver er þessi litli maður? Hver er lítill og hver er stór? Það sem ég vildi segja: Getur þessi vel upplýsta þjóð ekki fundið upp raunverulega leið til bættra kjara? Hvers vegna er stöðugt hjakkað i sama farinu, stöðug ein- blínt á sömu vonlausu leiðina til úrbóta? Það koma fáeinar krónur í launaumslagið um næstu mán- aðamót, en það eru miklu fleiri krónur teknar til baka. Við höfum staðið frammi fyrir þessu öllu áð- ur, verðbólga, hækkun vöruverðs, launalækkun. Það er grátlegt að hugsa til þess ef það er þetta sem við uppskerum að lokinni harðvít- ugri baráttu og þetta þýðir ein- faldlega „ver farið en heima set- ið“. Það hlýtur að finnast heilla- vænlegri leið ef að er gáð og fyrir- liðar launþegasamtaka fást til að hugsa rökrétt og láta troðnar slóð- ir eiga sig. Ein uppáhaldssetningin hjá for- ystu stéttarfélaga og stjórnarlið- inu er: Endilega að hækka laun þeirra lægst launuðu, en minna hjá þeim sem hæstu launin hafa. En hvað gerist? Það kom ekkert annað til greina en prósentuhækk- un á allan launastigann. Ég held að þetta hljóti að teljast vinnu- brögð sem þarfnast athugunar. Hvað gerist í heilabúinu á verka- lýðsforystunni þegar fullfrískt fólk í fiskvinnu hefur ekki einu sinni náð 65 kr. á tímann i dag- vinnu? Þetta fólk hlýtur að vinna tvöfalda vinnu, en verkalýðsfor- ystunni virðist sjást yfir það. Síð- an er til málamynda talað um að stytta vinnudag þessa fólks og gef- in út skipun um að nú skuli ekki unnið á laugardögum. Ætli þeim þætti ekki lítið til launanna koma þeim sem eru ekki í röðum „litla mannsins" i þjóðfélaginu, eins og þeim þykir sæma að kalla þetta dugmikla fólk? Að lokum langar mig til að koma á framfæri einni fyrirspurn og hirði þeir spurninguna sem eiga. Eru smjörlíkisgerðirnar virkilega svo illa staddar fjár- hagslega, að þær þurfi að hækka vöru sína samstiga hækkun land- búnaðarvara? Varla þurfa fram- leiðendur smjörlikis að bera dýran áburð á túnin sin, eða hvað? Þeir eru venjulega fyrstir til að hækka sina vöru og hækka oftar en aðrir. Fyrir stuttu hækkaði kílóið af brauð- og jurtasmjörlíki um leið og mjólkur- og kjötvörur hækkuðu og kostar hvert kíló nú 68—69 krónur i stað 55 króna áður! Það mun trúlega vera von á kveðju frá smjörlíkisframleiðendum fljótlega eftir launahækkun. Hvað veldur þessari hækkun? Ekki voru laun- þegar þarna að verki, þetta virðist vera forskot á sæluna. Nordurljós og vetrarkvíði Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: Ég var að lesa Gárur Elínar Pálmadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þann 18.11. Þar skrifar hún meðal annars um norðurljós og vetrarkvíða. Satt er það, að bæjarbúar fara mikils á mis, að sjá ekki norður- ljós nema sem fátíðan viðburð og þá svo takmarkað að varla er tekið eftir vegna ljósaflóðs borgar- ljósanna. Öðru máli gegnir á Vest- fjörðum og Austfjörðum, en þar hef ég séð þau í allri sinni dýrð og fjölda litbrigða, þar á meðal rauð og furðuleg fyrir vestan og sem slæðu um mestan hluta himin- hvolfsins sem gekk í bylgjum yfir og með miklum hraða á Austfjörð- um. Ég gat þeirra síðarnefndu í veðurlýsingu til veðurstofunnar á sínum tíma, einnig glitský, sem eru mjög merkileg, en af allt ann- arri gerð en norðurljós. Ég ætla ekki að fjölyrða um þá miklu unun sem norðurljós veita ef tekið er eftir þeim og þar sem þau njóta sfn á dimmum og kyrr- um vetrarkvöldum og -nóttum allt til dögunar. Það er annað sem ég vildi líka minnast á og Elín skrifar um, en það er vetrarkvíði. Annaðhvort skil ég ekki rétt lýsingu hennar á vetrarkvíða, ellegar hún hefur ekki rétta lýsingu á honum. Vetrarkvíði er tvenns konar það ég veit, en Elín hefur fyrir sér um- sögn Páls Bergþórssonar og lýsir sem ískristöllum. Þannig vetr- arkvíða hef ég aldrei heyrt getið um og er þá enn eitt fyrirbæri á vetrarkvíða sem ég hef aldrei séð eða tekið eftir. Vetrarkvíði var al- gengur í engjunum hjá okkur fyrir vestan og er viss grastegund sem skríður með grasrót og getur orðið allt um og yfir metri að lengd. Ég er ekki frá því að hann geti verið nokkur mælikvarði á hörku vetr- arins. önnur tegund af vetrarkvíða er af völdum einhverrar köngulóar- tegundar sem spinnur vef sinn oft um stór svæði á túnum og annars staðar, en aldrei hef ég getað stað- ið hana að verki. Það einkenni- legasta við þetta er það, að þessi vefur getur náð í meira en hálfan metra á sléttri grund, frá jörðu, þó í litlum mæli sé. Hvernig sem það getur nú skeð. Helzt er ég ég því, að vefurinn sé svo léttur að hann svífi hreinlega upp í loftið. Þessi vetrarkvíði lýsir sér sem slæða á jörðinni, eins og Elín Pálmadóttir lýsir í Gárum sínum. Hér læt ég staðar numið, en gaman væri að fá fleiri til um- sagna. /**. er Opið til kl. 4 og á sunnudag. BIS6A6NAB0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK * 91-01199 Ofl 81410 X 8ESTA \ ELDHÚSHJÁLPIN KENWOOD « „GOURMET" k NÝJA UNDRATÆKIÐ K K Hrærir deig, sker niður grænmeti, hakkar kjöt, saxar grænmeti, þeytir rjóma og ótal m.fl. Mjög auðvelt og fljótlegt er að hreinsa tækið eftir notkun. „GOURMET" undratækið er knúið af jafn- öruggum mótor eins og notaður er í stóra bróðurnum „Kenwood Chef" og hefur hann þrjár hraðastillingar. Mótorinn er þeim eigin- leikum búinn að hann slær út ef tækið er yfirfyllt. K K K Komid og kynnist nýja undratækinu |£ frá Kenwood. IC HEIMILIS- 0G RAFTÆKJADEILD XXXXS6XXXXXXXX66 66 66X66 XXXX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.