Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 53

Morgunblaðið - 01.12.1984, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 53 • Steve Foster seldur til Luton Town. Day óhress Fré Bob Hwinmsy, héttamanni MorgimMaMna I Englandi. MERVIN Day, aem undanfarið hefur leikið í marki Aston Villa, er nú kominn é sölulistann hjá félaginu að eigin ósk. Graham Turner framkvæmda- stjóri liösins tilkynnti í fyrradag aö Nigel Spink, sem nú er oröinn góö- ur af meiöslunum, yröi í marki liös- ins í dag gegn Sunderland. Day var ekki hress meö þaö og heimtaöi aö veröa settur á sölulísta. i dag Handbolti Einn leikur fer fram í 2. deild karla í handbolta í dag. KA og Fylkir leika á Akureyri og hefst viöureign þeirra kl. 14. Tveir leikir veröa í 3. deild í dag: IH og Týr mætast svo og IR og Selfoss. Báðir leikirnlr hefjast kl. 14. Sá síöarnefndi fer fram i Seljaskóla. Víkingur og IBV leika í Laug- ardalshöll kl. 14 í 1. deild kvenna og í 2. deild kvenna leika Stjarnan og Haukar í Kópavogi kl. 14 og Fylkir og Breiöablik í Seljaskóla kl. 15.15. Körfubolti Einn leikur er í 1. deild karla i dag: Laugdælir og Keflvík- ingar eigast viö á Selfossi. I 2. deild leika UMFS og IA í Borg- arnesi og Reynir og KR í 2. flokki í Sandgeröi. Allir þessir leikir hefjast kl. 14. Sund Bikarkeppni 1. deildar í sundi fer fram um helgina í Sundhöll Reykjavíkur. Hún hófst reyndar í gærkvöldi, en veröur fram haldiö í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 16 í dag og kl. 14.30 á morgun. 0 A morgun Handbolti Fram og HK mætast í 2. deild karla kl. 15.15 á morgun í íþróttahúsi Seljaskóla, þar eru einnig tveir leikir í 1. deild kvenna, á undan og eftir. Kl. 14 leika Valur og ÍBV og kl. 16.30 Fram og FH. Körfubolti Tveir leikir eru í úrvalsdeild- inni á morgun: kl. 14 leika Haukar og iR í Hafnarfiröi og kl. 20 Valur og KR í Seljaskóla. i 1. deild karla leika Fram og Reyn- ir í Hagaskólanum kl. 14, í 2. deild Léttir og Esja í Seljaskóla kl. 21.30 og Tindastóll og UÍA í íþróttahúsi Glerárskóla á Akur- eyri kl. 15.30. i 1. deild kvenna eigast Haukar og ÍR viö kl. 15.30 í Hafnarfiröi. Tveir leikir veröa í Lávarðadeildinni: iS A og Valur mætast kl. 15.30 i Hagaskóla og UMFN og ÍR i Njarövík kl. 15.30. „Þetta var eins og aö fá hníf í bakiö frá framkvæmdastjóranum," sagöi Day. Hann er 28 ára og var keyptur frá Orient sem varamaöur fyrir Spink. Sá síöarnefndi meidd- ist og hefur ekki komist í liöiö und- anfariö þar sem Day lék mjög vel. Turner sagöi í síöustu viku aö Day væri besti leikmaöur Villa um þessar mundir, þannig aö þaö kemur nokkuö á óvart aö hann skyldi setja hann út. „Ég heföi hæglega getaö beöiö þar til Day ætti slakan leik en þaö heföi veriö aö fara i kringum hlut- ina. Ég hef tvo mjög góöa mark- veröi, en ég hef alltaf sagt aö Spink sé númer eitt. Þaö var aö- eins tímaspursmál hvenær hann færi í liöið á ný,“ sagöi Turner. • Aston Villa seldi miövöröinn Steve Foster til Luton í vikunni fyrir 75.000 pund. Hann var keyptur frá Brighton í fyrra fyrir 200.000. • Alan Ball stjóri Portsmouth keypti í vikunnl útherjann kunna Vince Hilaire frá Luton. Hann var lengi hjá Crystal Palace, en hefur aöeins veriö hjá Luton í fimm mán- uöi. Portsmouth borgaöi 95.000 pund fyrir hann. Danaleikirnir ekki sýndir LANDSLEIKIRNIR við Dani, sem fram fóru í Óöinavéum og Hors- ens í vikunni, verða ekki sýndir í íslenska sjónvarpinu. Skýringin er einfaldlega sú að danska sjón- varpið tók leikina akki upp. Allar líkur eru hins vegar á því að leikurinn viö Noreg á Polar Cup, sem fram fer í dag, veröi sýndur í íslenska sjónvarpinu, og þaö gæti jafnvel orðiö á mánudagskvöldiö aö sögn Ingólfs Hannessonar, iþróttafréttamanns sjónvarps. Sýnt beint frá Goodison LEIKUR Everton og Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í knattspyrnu verður sýndur beint í íslenska sjónvarpinu í dag, og hefst leikurinn kl. 15. Þess má geta aö þessi sömu lið léku til úrslita í bikarkeppninni áriö 1966 á Wembley. Wednesday komst þá í 2:0, en Everton tókst aö sigra í leiknum, 3:2. Everton er efst í 1. deildinni þessa stundina, en Wednesday er í 6. sæti, 7 stigum á eftir efsta liö- inu. Bein útsending 15. desember ÁKVEÐIÐ hafur verið að sýna einn leik í onsku 1. deildinni f knattspyrnu beint 15. desember nœstkomandi. Ekki er enn Ijóst hvaða leikur það veröur. Viö höfum flutt mm> erum nú á KLAPPARSTÍG 40 Finnsku kuldahúfurnar fyrir herra Mokkahúfur og mokkalúffur eru nú aftur til í öllum númerum á alla fjölskylduna m\ / Jéhi p Æu , •* m Æ W RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆT119 sImar 17910 & 12001

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.