Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 56

Morgunblaðið - 01.12.1984, Page 56
SDIM3TIÁNSIRMJST OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI. SlMI 11633 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. TVÆR BÆKUR FRÁ GUÚFRÁSTEINI HJÓNIN á Gljúfrasteini sendu í gær baeði frá sér nýjar bækur. Nýtt ritgerðasafn „Og árin líða“ er að koma út hjá Helgafelli eftir Halldór Laxness, en þar eru „Kaþólsk viðhorr* endurútgefin m.a. Þá kemur út samtalsbók Auðar Sveinsdóttur og Eddu Andrésdóttur, en þar er fjallað um lífsferil Auðar og birt eru dagbókarbrot og sendibréf. Á myndinni eru Auður og Halldór Laxness með þremur barnabörnum sínum, frá vinstri eru Auður yngrí, Rannveig og KUengur. Sjá blaðsíðu 28 Útver hf. á Bakkafirði stefnir ríkisvaldinu: Islenzka sveitin tefldi við Rússa: Flestra augu beind ust að „háborðinu“ ÍSLENSKA skáksveitin á Ólympíu- leikunum í Þessaloníku í Grikklandi tefldi í gær við ólympíumeistara Sov- étmanna og lauk þremur skákum með jafntefli, en viðureign Helga Ólafssonar og Belyavsky fór f bið og hefur Helgi lakari stöðu, líklega tap- aða biðskák. Hinum þremur skák- unum lyktaði með jafntefli. Margeir Pétursson gerði jafntefli við Vladi- mir Tukmakov eftir spennandi við- ureign, Arthur Jusupov og Jóhann Hjartarson gerðu jafntefli svo og Jón L. Árnason og Andrei Sokolov. Staðan er því jöfn, V/2-V/1. Viðureign þjóðanna vakti mikla athygli áhorfenda og flestra augu beindust að „háborðinu" þar sem Rússar og íslendingar tefldu. Tvær skákanna voru sýndar á sýn- ingartöflu. Það vakti athygli af hve mikilli hörku íslensku skák- mennirnir tefldu — greinilegt að þeir voru staðráðnir í að gefa sinn hlut hvergi. „Hinir hæfileikamiklu íslensku skákmenn tefldu mjög vel, en meðalaldur íslensku sveitarinnar er innan við 25 ár,“ sagði í frétta- skeytum AP frá mótinu, en líklega tapar íslenska sveitin með minnsta mun fyrir sovéska birnin- um. Af öðrum úrslitum má nefna að bandaríska sveitin sigraði þá sænsku. Sovétmenn eru i efsta sæti með 30'/2 vinning og biðskák, Bandaríkin 28% og ísland er i 4.-5. sæti með 26 vinninga og biðskák. Larsen teflir á afmælismótinu DANSKI stórmeistarinn Bent Lar- sen hefur þekkst boð Skáksam- bands íslands um að tefla á afmæl- ismóti sambandsins í febrúar næst- komandi. Hann er þriðji stórmeist- arinn sem þiggur boð Skáksam- bandsins um að tefla á afmælismót- inu. Áður höfðu Vlastimir Hort og Boris Spassky þekkst boð um að tefla í mótinu. Morgunblaöiö/Júlfu8. SALA JÓLATRJÁA UNDIRBÚIN Næsta föstudag hefst sala jólatrjáa hjá Landgræðshisjóði. Starfsmenn sjóðsins eru þessa dagana að undirbúa söluna. Er mikill fjöldi jólatrjáa, bæði innlendra og innfluttra, kominn á athafnasvæði Landgræðslusjóðs í Fossvogi. Þessi mynd var tekin þar í gærmorgun af þeim Guðmundi Erni Arnasyni og Hauki Hafstað þar sem þeir unnu við að mæla hæð danskra jólatrjáa sem komu til landsins í vikunni. Samþykkt framkvæmdanefndar Efnahagsbandalagsins: Tollun á salt- fiski og skreið FRAMKVÆMDANEFND Efnahagsbandalagsins hefur nú samþykkt að lagður verði 13% tollur á saltfisk og skreið og 20% á söltuð þorskflök, sem flutt eru inn til aðildarlanda þess. Til þessa hefur verið í gildi undanþága frá tolli þessum. Ráðherranefnd bandalagsins fjallar að öllum líkindum um mál þetta í upphafi næsta árs og að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins, verður reynt að hafa þau áhrif, að tollurinn verði ekki lagðurá. Þórhallur Ásgeirsson sagði ennfremur, að mál þetta hefði komið upp í byrjun nóvember. Það væri að nafni til tollur á þessum vörum frá árinu 1971, en hann hefði verið felldur niður til þessa. Efnahagsbandalagið hefði fullan rétt á þessari ákvörðun, en skoðun íslendinga væri sú, að með þessum tolli væri verið að innieiða ný höft og hömlur á viðskipti, sem brjóti í bága við yfiriýsingar bandalagsins um frjáls alþjóðleg viðskipti. Yrði þessi tollur lagður á hefði það að sjálfsögðu alvarleg áhrif á þessi viðskipti, sem væru nokkuð stór hluti utanríkisviðskiptanna. Nú flytjum íslendingar þessar vörur út til Ítalíu, Grikklands og Frakklands, sem eru í bandalag- inu. Á síðasta ári var verðmæti þessa útflutnings til landanna þriggja auk Spánar og Portúgals um 87,4 milljónir dollara, 3,5 milljarðar króna. Spánn og Port- úgal eru enn ekki meðlimir i Efna- hagsbandalaginu, en hafa sótt um inngöngu. Til þeirra landa voru samtals fluttar 33.100 lestir af saltfiski i fyrra og til landa bandalagsins voru fluttar út 13.200 lestir skreiðar og saltfisks. Krefst 345.000 króna bóta vegna upptöku gengismunar HöFÐAÐ HEFUR verið mál á hendur sjávarútvegsráóherra og fjármáiaráö- berra vegna upptöku gengismunar frá árinu 1983. Þaó er Jón Steinar Gunn- laugsson, lögfræðingur, sem höfðar málið fyrir hönd Útvers hf. á Bakkafirði og nemur fjárkrafa á hendur ráðherrunum fyrir bönd ráðuneyta þeirra 345.666 krónum. Stefnan er tilkomin vegna upp- töku gengismunar á fiskbirgðum, sem voru í eigu stefnanda, Útvers, fyrir gengislækkun um 10% 27. mai 1983, en fluttar út eða greidd- ar eftir þann tíma. Upptaka þessi var gerð með bráðbirgðalögum nr. 55/1983 um ráðstafanir i sjávar- útvegsmálum. Þar kveður meðal annars svo á um að 10% gengis- munur útfluttra sjávarafurða skuli ganga inn á sérstakan reikn- ing rikissjóðs i Seðlabankanum. Fé, sem á reikninginn komi, skuli ráðstafað af rikisstjórninni i þágu sjávarútvegsins og sjóða hans. Er stefnan byggð á því að skatt- lagning þessi á útflytjendur sjáv- arafurða brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og tilgreindar eftirfarandi ástæður: Með þessu lagaákvæði framselji löggjafinn skattlagningarvald sitt til stjórnvalda („ríkisstjórnarinn- ar“) umfram það sem 40. gr. sbr. 77. gr. stjórnarskrárinnar heimili. Með lagaákvæðinu sé brotið gegn fyrirmælum 41. gr. stjórn- arskrárinnar um að heimild þurfi á fjárlögum eða fjáraukalögum til að ríkið megi greiða gjald af hendi. Skattur þessi komi alls ekki inn á fjárlög né aukafjárlög. I lög skorti nær alveg ákvæði um hvernig verja eigi skattinum. Ekki fái staðist að skattleggja megi borgarana og fá stjórnvöld- um féð til frjálsrar ráðstðfunar með þeim hætti, sem hér sé gert. Felist þetta almennt í 40., 41. og 77. gr. stjórnarskrár. Með skatti þessum sé mjög freklega brotið gegn þeirri jafn- réttisreglu, sem talin er felast (67. gr. stjórnarskrárinnar. Tveir sovéskir stórmeistarar tefla á mótinu og binda forráða- menn Skáksambandsins vonir við að annar þeirra verið heimsmeist- arinn Anatoly Karpov. Sex ís- lenzkir skákmenn tefla á mótinu, Helgi ölafsson, Margeir Péturs- son, Jóhann Hjartarson. Jón L. Árnason, Guðmundur > Sigurjóns- son og Karl Þorsteins. Frá og með 1. desember kostar áskrift Morgunblaðsins kr. 330 á mánuði. Lausasöluverð er óbreytt, kr. 25. Grunnverð aug- lýsinga verður frá og með sama tíma kr. 198 pr. dálksentimetra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.