Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 pHIPM 'GJUM VIÐ fAPASKANA YFIR 12 VIKNA TÍMABIL !íi Hli.t „ i, ,í 3EE*......jíj* if m w w Tn i 1 m ■' ** <*> jyfjNí *.. [>;L|úw**v, .. •Í 'A z ~ - og efnum auk páskaferðarinnar til fimm einstakra skíðaferða til CRANS MONTANA í Sviss Crans Montana er eitt allra fullkomnasta og glæsilegasta skíðasvæði veraldarog hefur m.a. verið valið sem keppnisstaður í heims- meistarakeppninni á skíðum árið 1987. íslensku skíðamennimir í þessum hópferðum munu njóta alls hins besta sem þessi skíðalönd hafa upp á að bjóða. Gistingin er að sama skapi hin glæsilegasta, - dvalist verður á Hotel Mira- beau, rómuðu hóteli sem þjónað hefur fjölda íslendinga í páskaferðum okkar undanfarin ár við sérstaklega góðan orðstír. Skíðaferðirnar til Crans Montana eru engu líkar. Hér er þér einfaldlega boðið upp á eitt af því allra besta sem völ er á þegar skíðasvæði og allur aðbúnaður þeirra er annars vegar. Brottfarardagar: 12. janúar - 2 vikur 2. febrúar - 2 vikur 16. febrúar - 2 vikur ■ 2. mars - 2 vikur 16. mars - 2 vikur 30. mars/0 dagar (páskaferð) Leitið ykkur nánari uppiýsinga. Vídeóspóla á skrifstofunni. Dæmi um verð: (Páskaferðin) Kr.26.420.- Gengisskráning 21 nóv. '84 Miðað við tvo fullorðna saman ( 2ja manna herbergi. Óvenju mikill barnaafsláttur. Góðir greiðsluskilmálar. Innifalið í verði: Flug Keflavík - Zurich - Keflavík, gisting á Hotel Mirabeau, Crans Montana (fjögurra stjömu hótel), morgun- og kvöldverður á hótelinu, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn. Hotel Mirabeau Eitt af allra bestu hótelum staðarins, staðsett í hjarta þorpsins. öll herbergi eru með svölum, baðherbergi, síma, sjónvarpi og „mini-bar". Crans Montana Heimsþekkt skiðasvæði, brekkur við allra hæfi, yfir 40 skíðalyftur, skíðaskóli fyrir byrj- endur og lengra komna, sérstakur barna- skíðaskóli fyrir börn allt frá 3ja ára aldri, fjölbreytt hvíldar- og skemmtiaðstaða, skautasvell, tennisvellir, golfvellir, skemmti- staðir, diskótek o.fl. o.fl. Þorpið er í 1500 m hæð yfir sjávarmáli og skíðað er allt frá 3000 metra hæð. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Borgartúni 34, 105 Reykjavík. Sími 83222. Spari fj ár eigandi! Varúð! — Overð- tryggt sparifé eftir Pétur H. Blöndal Á næstu 3 mánuðum er búist við að verðlag mælt með lánskjara- visitölu hækki um 13% og það mun fyrirsjáanlega hækka um 20% á næstu 6 mánuðum. Ef þú átt peninga til ávöxtunar á óverðtryggðum reikningi í banka mun sá peningur rýrna að verð- mæti (kaupgetu) í þessari hol- skeflu nema bankavextir á reikn- ingnum þínum hækki í 63% mán- uðina desember til febrúar á næsta ári og verða síðan 26% mars til maí. Ég reikna ekki með því að bankarnir sjái sér fært að hækka vexti þetta mikið og ég hefi engan hitt, sem reiknar með því. Og þó að bönkunum tækist að hækka vextina þetta mikið fengir þú bara verðgildi þinnar inneignar til baka en enga ávöxtun. Því er það ráð mitt til þín og allra þeirra, sem eiga óverðtryggt sparifé, sem þeir ætla ekki að nota á næstu 3 mánuðum, að koma því á verð- tryggða ávöxtun. Aðeins þannig geta menn forðað sparifénu frá mikilli rýrnun. Ef þú átt innstæðu á hinum nýju sérreikningum bankanna (Kaskó o.s.frv.) getur þú yfirleitt sofið rólega. Bankarnir hafa flest- ir tekið upp reglur um verðtrygg- ingu á þeim, en þó misgóðar. í undirbúningi eru breytingar á kjörum þessara reikninga, þannig að þeir verða sambærilegir við verðtryggða reikninga á meðan verðbólguskriðan gengur yfir (þ.e. með mánaðarlegum samanburði við verðtryggða reikninga). íslendingar eiga um 22 millj- arða króna á innlánsreikningum bankanna, þar af 15 milljarða á óverðtryggðum reikningum (sér- reikningar ekki taldir með). Þessi upphæð mun fyrirsjáanlega rýrna um ca. 1.100 milljónir króna á næstu 3 mánuði og um 300 millj- ónir króna mars til maí á næsta i ári eða samtals um 1.400 milljónir króna sem svarar til kr. 12.000 hvern vinnandi mann næstu 6 mánuði. Eru það tæp mánaðar- laun iðnverkamanns í dagvinnu. Þetta getur orðið mikil kjara- skerðing hjá launafólki, því að meginhluti sparifjár þjóðarinnar er eðlilega í eigu launþega. Það er undarlegt að heyra þá kröfu frá verkalýðsfélögum í kjarabaráttu að tækka beri vexti. Verkalýðsforingjarnir eru þar ef- laust að hugsa um skammtíma erfiðleika þess tiltölulega litla hluta launþega, sem er að koma yfir sig þaki, en gleyma öllum þeim launþegum sem af lágum Pétur H. Blöndal „Því er það rád mitt til þín og allra þeirra, sem eiga óverdtryggt sparifé, sem þeir ætla ekki að nota á næstu 3 mánuð- um, að koma því á verð- tryggða ávöxtun.“ launum hafa nurlað saman fyrir lítilli innstæðu til þess að mæta ófyrirséðum áföllum: slysum, veikindum og tilgangslausum verkföllum. Síðari hópurinn er miklu stærri, en hann lætur ekki mikið yfir sér, já, það liggur við að hann skammist sín fyrir ráðdeild- arsemina. Enda má enginn láta uppi að hann eigi aur á bankabók eigi hann að fá frið fyrir vinum og vandamönnum. Svona er nú komið fyrir okkur íslendingum. Við leysum ekki hinn mikla vanda ungs fólks sem er að koma yfir sig þaki og verður að greiða háa raunvexti með því að drepa niður innlendan sparnað. Og ef við ætlum einhvern tíma að grynnka á skuldum okkar við erlenda sparifjáreigendur, sem krefjast og fá háa raunvexti, verðum við að byggja upp innlendan sparnað með því að upplýsa almenning um gildi sparnaðar og hlúa að og gera vel við sparifjáreigendur. Skrifað i Reykjavík 4. desember 1984. Dr. 1‘étur //. Blöndal er stærðfræð- ingur og framkyæmdastjóri Kaup- þings hf. VERSLUNARSTJORAR EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 685300. i ÉjH/ * r'S« Sm v _ r . \ I ' w Frímerkja- útgáfa næsta árs ákveðin POST OG símamálastofnunin hefur ákveðið frímerkjaútgáfur á næsta ári 1985. í marzmánuði verða gefin út blómamerki með fjórum verðgild- um, Evrópumerki með tveimur verðgildum koma í maí og verða þau gefin út í tilefni tónlistarárs Evrópu. Þá kemur út hinn 28. maí sérstakt frímerki, sem helgað verður aldarafmæli Garðyrkjufé- lags íslands. Gefið verður út frí- merki í tilefni alþjóðaárs æskunn- ar með einu verðgildi og loks er ákveðið að gefa út jólafrímerki með tveimur verðgildum. í fréttatilkynningu frá Póst- og símamálastofnuninni segir að nánar verði tilkynnt síðar um upphæð verðgildanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.