Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 British Council, sem er óháð stofnun er miölar upplýsin«- um um málefni og þjóðlíf í Bret- landi og styrkir menninnarlen o« vísindaleg samskipti Breta og annarra þjóða, er fimmtíu ára um þessar mundir. Hefur afmælisins verið minnst á margvíslegan hátt í Bretlandi og erlendis, og liður í hátiðahöldunum er heimsókn leikhópsins London Shakespeare Group til Reykjavíkur og Akur- eyrar 12.—15. desember nk. British Council var sett á stofn árið 1934 og hét þá The British Committee for Relations with Other Countries. Nafninu var síð- ar breytt og árið 1940 var stofnun- inni sett konungleg reglugerð, þar sem kveðið er á um sjálfstæði hennar og hlutverk. Þau eru, að kynna lifnaðarhætti og hugmynd- ir almennings í Bretlandi fyrir öðrum þjóðum og stuðla að gagn- kvæmri miðlun þekkingar og við- horfa; að efla enska tungu; að gera erlendum námsmönnum kleift að stunda nám í Bretlandi, og að kynna stefnumið og starf Breta á sviði mennta, iðnaðar og stjórn- sýslu, og koma á framfæri breskri tækniþekkingu, bókmenntum og listum. Fjölbreytt starfsemi Fyrstu árin miðaðist starf stofnunarinnar einkum við Evr- ópu, Austurlönd nær og Róm- önsku Ameríku, og fólst starfsem- in í því að skipuleggja ýmiss konar sýningar, heimsóknir hljómleika- manna, bókakynningu og fyrir- lestraferðir. Starfsemin efldist fljótlega að umfangi og reyndist þá nauðsynlegt að opna sérstakar skrifstofur British Council í nokkrum ríkjum. Hinar fyrstu voru settar á stofn í Egyptalandi, Póllandi og í Portúgal árið 1938. British Council hafði ennfremur veg að stofnun vináttufélaga í mörgum ríkjum á fyrstu starfsár- um sínurn; í lok síðari heimsstyrj- aldarinnar voru þau orðin 50 í Rómönsku Ameríku einni. Um það leyti voru skrifstofur stofnunar- innar erlendis orðnar 46. Hálf öld liðin frá stofnun British Council: Miðlar breskri menningu og þekkingu um heimsbyggðina Á þeim fimmtíu árum sem Brit- ish Council hefur verið við lýði hefur starfsemin aukist gífurlega og er hún umfangsmest í þróun- arlöndunum. Segja má að hún ein- kennist einkum af fimm þáttum: enskukennslu, miðlun breskrar vísinda- og tækniþekkingar, kynn- ingu á bresku listalífi, kynningu á bresku skólastarfi og útbreiðslu breskra bóka, blaða og tímarita. Gerir stofnunin hvort tveggja, að senda fulltrúa sína (fyrirlesara, kennara, sérfræðinga og lista- menn) víða um heim til kynn- ingarstarfa og bjóða útlendingum til lengri eða skemmri vistar á Bretlandi. íslenskir styrkþegar ætíð í fremstu röð Rætt við Richard Thomas, sendiherra Breta, um starf British Council á Islandi „ÍSLAND var eitt þeirra landa, þar sem British ('ouncil kom fyrst á fót sérstakri skrifstofu. I‘að var í desember 1940 og maðurinn, sem veitti skrifstofunni forstöðu og var jafnframt lektor í ensku við háskólann hér, hét (’yril Jackson. Hér var þá, eins og allir vita, breskt herlið, og ég held að bæði bresk og íslensk stjórnvöld hafi talið starfsemi stofnunarinnar heillavænlega fyrir samskipti þjóðanna á erfiðum tímum. Það er Richard Thomas, sendi- hcrra Breta á Íslandi, sem hefur orðið, en blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hann að máli í vik- unni til að forvitnast um nærri hálfrar aldar starfsemi British Council á íslandi. Bókasafnið lenti á Selfossi British Council á íslandi er rakin. Sumarið 1941 bauð stofnunin t.d. ritstjórum dagblaðanna í Reykja- vík í kynnisferð til Bretlands og var mikið skrifað um það ferðalag í blöðin hér. Veturinn 1943—1944 efndi stofnunin til viðamikillar bóka- og listaverkasýningar í Reykjavík og var bókasafnið fyrr- nefnda sett á fót í framhaldi af því. Thomas sagði, að British Coun- cil hefði starfrækt sérstaka skrif- stofu á Islandi í röskan aldar- fjórðung, en árið 1967 hefði henni verið lokað af fjárhagslegum ástæðum og síðan hefði sendiráð Breta í Reykjavík haft milligöngu um starf stofnunarinnar hér. „Ég held að lengst af hafi íslendingar sett British Council í samband við bókasafn það, sem stofnunin starfrækti hér og naut mikilla vinsælda," sagði Thomas. Hann kvað safnið hafa verið lagt niður um leið og skrifstofuna og nokkru síðar hafi bækurnar verið gefnar ýmsum söfnum hér, en flestar hafi þær lent á bókasafninu á Selfossi. Af mörgu er að taka þegar saga íslenskir námsmenn í fremstu röð Á síðari árum er líklegt að flest- ir íslendingar setji jafnaðarmerki milli British Council og náms- styrkja, sem stofnunin veitir á ári hverju. Eru námsstyrkirnir gildur þáttur í starfinu hér, en þó aðeins hluti, því stofnunin hefur milli- göngu um margvíslegt kynn- ingarstarf á íslandi og kynnisferð- ir íslendinga til Bretlands. „Ég er sérstaklega hreykinn að geta skýrt frá því,“ sagði Richard Thomas, „að íslenskir námsmenn, sem hlotið hafa styrki British Council hafa ætíð verið í röð fremstu námsmanna í sínum greinum á Bretlandi. Hér á landi virðist þeim líka hafa vegnað mjög vel í starfi. í styrkþegahópn- um eru t.d. margir kunnir stjórn- málamenn, vísindamenn og emb- ættismenn." Og Thomas réttir blaðamanni lista með nöfnum styrkþega frá árinu 1940. Á hon- um eru margir þjóðkunnir menn: dr. Karl Strand geðlæknir, Þórður Einarsson sendiráðunautur, Þorsteinn Hannesson söngvari, dr. Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri, Hallgrímur Dalberg ráðu- neytisstjóri, dr. Selma Jónsdóttir listfræðingur, Agnar Þórðarson rithöfundur, dr. Björn Þorsteins- son sagnfræðingur, Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Al- þingis, dr. Gunnar Guðmundsson prófessor, dr. Gunnar G. Schram alþingismaður, Guðmundur Steinsson rithöfundur og Krist- björg Kjeld leikkona, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Richard Thomas sagði að þegar tekin væri afstaða til veitingar námsstyrkjá væri einungis miðað við hæfni umsækjenda. Stjórn- málaskoðanir þeirra skiptu engu máli, og mætti t.d. ráða það af því, að sama árið hlutu þeir Hannes H. Gissurarson sagnfræðingur og Össur Skarphéðinsson, núverandi ritstjóri Þjóðviljans, styrki Brit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.