Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Lúsíubrauð og smákökur Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON úsíuhátíð er einkum hald- in í Svíþjóð, þar sem hin ljósum krýnda, syngjandi Lúsía ásamt meyjum sínum færir fólki Lúsíubrauð í rúmið að morgni hins 13. desember. Lúsía var dýrlingur frá Sikiley sem dó árið 304. Var hún fyrst dýrkuð á ít- alíu en síðar norður um Evrópu. Tveir kirkjur á íslandi voru helgaðar Lúsíu í katólskum sið. í annarri þeirra var eina Lúsíumyndin, sem getið er um að til hafi verið á Norðurlöndum fram á 16. öld. Eftir siðaskiptin varð mikil breyting á eðli Lúsíu á Norðurlöndum og hún varð smám saman að hættulegum myrkravætti í skammdeginu eins og Grýla á íslandi. Á sama hátt og íslensku jólasvein- arnir hafa bætt ráð sitt hina síðari áratugi, er sú Lúsía sem heiðruð er í Svíþjóð á okkar dögum bæði góð og fögur. Á síðari árum hefur Sænsk-íslenska félagið haldi Lúsíuhátíð hér á landi, en fyrst mun Lúsíu- hátíð hafa verið haldin á Akureyri árið 1946. Þá hafði sænskur maður, Gösta Myrgart, komið til Akureyrar til að æfa karlakór Akureyrar. Á hljómleikum sem haldnir voru í Nýja bíói 13. des- ember komu nokkrar stúlkur, nemendur úr Menntaskólanum á Akur- eyri, fram sem Lúsíur. Voru þær 11 talsins, klæddar hvítum kyrtlum og báru logandi kerti, en sú sem fremst gekk bar járnkórónu á höfði með 5 logandi kertum. Var það Guðrún Tómasdóttir söngkona sem söng þar einsöng, Ave María eftir Schubert, en hinar 10 Lúsíurnar sungu síðar ásamt henni Santa Lúsia við texta sem birtist hér með laglínum úr laginu. Fleira er á boðstólum í þætti þessum en hið sænskættaða Lúsíubrauð, svo sem piparhnetur sem munu vera danskar jóla- kökur og íslenskar gyð- ingakökur, sem mörgum finnst ómissandi kökur á jólunum. Lúsíubrauð 500 g hveiti 1V2 dl sykur 'k tsk salt 1 g saffron (mjög dýrt fagurgult krydd) 50 g pressuger eða þurrger 1 eggjahvíta 1 egg 150 g smjörlíki 1 'k dl mjólk 1 eggjarauða + 1 tsk volgt vatn nokkrar kúrennur 1. Sigtið saman hveiti, sykur og salt. 2. Bræðið smjörlíki, kælið örlít- ið. 3. Hitið mjólkina í 35°C. Þið getið fundið hitastigið með því að dýfa litlafingri í mjólkina. Ef hvorki finnst hiti né kuldi er mjólkin mátulega heit. 4. Hrærið gerið út í mjólkina, ef þið notið pressuger, en stráið út í hveitið, ef þið notið þurrger. 5. Myljið saffronþræðina út í mjólkina. Best er að steyta þá í morteli. Stundum er saffron í duftformi. 6. Blandið saman mjólk (pressugeri), eggjahvítu, eggi og smjörlíki. Hrærið út í hveiti- blönduna með sleif eða setjið í hrærivél. óþarfi er að hræra lengi. 7. Breiðið þunnt stykki eða plast yfir skálina, setjið volgt vatn í eldhúsvaskinn (35°C), lát- ið skálina standa í vatninu þar til deigið hefur lyft sér. 8. Hnoðið deigið síðan með ör- litlu hveiti og mótið brauð eins og á myndinni. 9. Penslið brauðin með eggja- rauðu/vatni, setjið nokkrar kúr- ennur ofan á. 10. Breiðið stykki yfir brauðið, og látið lyfta sér meðan bakara- ofninn er að hitna. 11. Hitið bakaraofninn í 210°C. Bakið brauðin í miðjum ofninum í u.þ.b. 10 mínútur. Athugið Saffron er mjög dýrt krydd, sem er oftast selt sem þræðir. I einu kryddboxi eru 2—3 g af kryddinu. Boxið virðist nærri því tómt. Þetta kryddbox kostar á þriðja hundrað krónur. Saffron gefur sérstakt bragð. Mér vitan- lega getur ekkert annað krydd komið í þess stað. Ég hefi nokkr- um sinnum rekið mig á, að af- greiðslufólk í verslunum bendi fólki á að kaupa annað fagurgult krydd, sem heitir turmerik. Það krydd er ódýrt, en á ekkert skylt við saffron annað en litinn. Betra er að sleppa kryddi alveg í brauðin en nota turmerik. Piparhnetur 125 g smjörlíki 375 g syróp 125 g púðursykur 500 g hveiti Vi tsk kanill 'k tsk negull 1 tsk engifer 'h tsk pottaska (lyftiefni sem fæst víða) 'k tsk hjartarsalt 1. Setjið smjörlíki, syróp og púð- ursykur í pott, látið sjóða upp. 2. Hrærið pottöskuna út með 'h msk af vatni og setjið út í pott- inn, þegar suðan er alveg farin úr. 3. Blandið saman hveiti, hjartar- salti, kanil, negli og engiferi. Hrærið út í pottinn með sleif. 4. Látið deigið standa við stofu- hita í 2—3 daga. 5. Mótið litlar kúlur úr deiginu. Leggið á smurða bökunarplötu og bakið við 190°C í 10 mínútur. Stærð kúlanna er á við stóra heslihnetu. Athugið: Þetta deig geymist mjög vel, jafnvel vikum saman, en ef þið ætlið að geyma það, þarf það að vera á köldum stað. Takið það úr kuldanum nokkrum klst. áður en það er mótað. Gyðingakökur 100 g smjör 100 g smjörlíki 150 sykur 2 egg 425 g hveiti Vi tsk hjartarsalt 8 steyttar kardimommur (má sleppa) 200 g möndlur 2 msk sykur 1. Setjið hveiti, sykur og hjart- arsalt í skál ásamt steyttum kardimommum. 2. Skerið smjörið og smjörlíkið smátt og nuddið saman við hveitið. 3. Sláið eggin sundur og bætið saman við deigið. 4. Hnoðið deigið vel saman þar til það er alveg sprungulaust. Geymið deigið á köldum stað í 6 klst. 5. Fletjið deigið eins þunnt út og þið getið. Mótið kringlóttar kökur með glasi. 6. Þeytið eggjahvíturnar saman með gaffli. 7. Afhýðið möndlurnar með því að hella yfir þær sjóðandi vatni og láta þær standa í því í 5 mín- útur. 8. Saxið möndlurnar með hníf. Setjið sykur saman við þær. 9. Smyrjið kökurnar með eggja- hvítu og stráið möndlunum og sykrinum yfir. 10. Hitið bakaraofninn í 180°C og bakið kökurnar í miðjum ofninum í 10 mínútur. Hæ og hó. i dag drögum vid Hreinn um 9 Fisfier Price kubbakassa frá Kristjánsson hf. Númerin eru: 213313 61961 118944 144289 28287 136364 128446 197468 198988 Vinningshafar hafi samband við skrifstofu S/Á/Á i síma 91-82399. Ps. Það skiptir engu máli hvenær miðarnir voru greiddir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.