Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 t Grein Jörgens Brendekilde og teikning í Roskilde tidende um beimsóknina í Tinggaarden. arvín og á barnum, sem Haukur Dór smíðaði sjálfur, má dreypa á íslenzku ákavíti. Nýir réttir eru á matseðli dagsins í hverri viku auk fastra þátta. Haukur Dór er aðal- kokkur í vetur, en fær þó kokk að um helgar og Ástrún gengur um beina og saman sjá þau um allt annað, innkaup, undirbúning og ræstingu. Þau hugsa jafnvel um að fá íslenzkan matsvein til starfa að sumrinu, því að þá er auðvitað miklu auðveldara að reka slíkan stað. Mjög margir gesta þeirra eru sumarbústaðafólk, Danir, Svíar, Norðmenn og Þjóðverjar, og svo eru heimamenn í nágrenninu farnir að koma. Þeim er farið að skiljast, að staðurinn hefur skipt um eigendur og aðbúnað allan. Allt tekur sinn tíma. Ekki má gleyma að kynna fjöl- skylduna á Tinggaarden nánar fyrir lesendum. Þótt Haukur Dór sé þekkt nafn heima, er svo langt síðan þau fluttu af tslandi, að rétt er að rifja ýmislegt upp. Lesendur Morgunblaðsins rámar kannski í ítarlega grein Gísla Sigurðssonar í Lesbókinni um Hauk Dór og Ást- rúnu á Marbakka á Álftanesi fyrir um 8 árum. Þangað fluttu þau í ársbyrjun 1969 og byggði Haukur vinnustofu þar nokkrum árum seinna, en Ástrún vann að kerta- gerð í Kópavogi. En förum lengra aftur. Ástrún Jónsdóttir er Skag- firðingur að ætt og uppruna. Er hún alin upp að Brúnastöðum i Fljótum og er bróðir hennar Rík- harður bóndi þar. Hvað annað ætti að segja um hana í blaða- grein? Ekkert, segir hún, nema að hún hafi unnið og unað með Hauki í 24 ár. Haukur Dór Sturluson er Heimasæturnar Tinna og Tanja. Reykvíkingur, Austurbæingur nánar tiltekið, og ætlaði sér að verða gullsmiður. En það fór öðru vísi en ætlað var, hann nam járnsmíði og stundaði jafnframt myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskólanum 1958—62. Lærði hann síðan í listaháskólanum i Edinborg 1962—64 og þar vaknaði áhugi hans fyrir keramik. Fór hann þar á eftir til Kaupmanna- hafnar og fékk inngöngu í Lista- akademiuna 1965 og stundaði hér nám næstu tvö árin, einkum í grafík. Heim kominn seint á árinu 1967 setti hann upp keramikverk- steæði á Bergstaðastræti 4 og síð- an hefur hann unnið margan fagr- an gripinn úr Ieir og sú listgrein verið aðalviðfangsefni hans. Um nokkurra ára skeið ráku þau hjón- in verzlunina Kúnigúnd i sam- starfi við aðra, en síðar seldi hann aftur beint úr vinnustofu sinni, þá á Marbakka. Til Bandaríkjanna og síðar Danmerkur 1980 hófst svo nýtt skeið í lífi þeirra Hauks Dór og Ástrúnar. Þau fluttu til Bandaríkjanna ásamt dætrum sínum tveim, Tinnu, sem nú er ellefu ára, og Tönju, sem er nú níu ára. Þau dvöldu i Columbia i Maryland og var Haukur Dór þar viðloðandi listaskóla, en vann þó aðallega að keramikframleiðslu og seldi mik- ið. Segir hann keramiklistamenn í Bandaríkjunum vera fyrirtaks góða og hægt að selja vandaða vöru á sannvirði þar, en hér i Danmörku sé lítill áhugi fyrir ker- amik og leirmunir virðist ekki geta öðlazt rétt verðgildi. Þar kom þó, að fjölskylduna fýsti að breyta til og ákvað að reyna fyrir sér í Danmörku, þar sem hjónin þekktu vel til. Fluttu þau beint hingað í maí 1983 án viðkomu á íslandi B 13 Ástrún, Haukur Dór og Tanja. nema á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að setjast hér að. Stuttu eftir komuna hingað var það dag einn, að hjónin óku um Frederiksværkveginn og tóku auð- vitað eftir fallegu gömlu bygging- unum á Tinggaarden. Þeim leizt strax vel á staðinn og töluðu um, að þarna gæti verið skemmtilegt að eiga heima, en Tinggaarden var alls ekki auglýstur til sölu. Það lét Haukur ekki á sig fá, bankaði upp á og eldri maður, sem kom til dyra, var strax til með að selja. Og þar með urðu þau eigendur hins gamla bóndabæjar, fluttu inn og hófust handa við að laga og prýða. Fyrst innréttuðu þau verkstæði og höfðu kaffisölu með, en sl. vor opnuðu þau svo veitingastaðinn. Rúmast um 60 manns í sæti í stof- unum þremur og geta hjónin vel tekið á móti svo stórum hópum, ef pantað er með fyrirvara. Hafa þau mikinn áhuga á að komast í sam- band við íslenzkar ferðaskrifstof- ur með sumarumferðina í huga. íslendingar sérstak- lega velkomnir En víkjum aftur að okkur þarna í vistlegri veitingastofunni. Því miður er Tinna ekki heima, en Tanja segir þær vera ánægðar í skólanum. Þær systurnar fara með skólabil í Ramlöseskóla, þar sem þeim var strax geysivel tekið og fenginn enskumælandi kennari fyrstu þrjá mánuðina. Haúkur Dór var heima á tslandi í fyrra vegna sýningar, sem hann hélt i Listmunahúsinu. 1 bili verður keramikin út undan, meðan lista- maðurinn vinnur sem kokkur, en það er líka mikil list að vera góður kokkur og segist Haukur una því starfi vel. I áðurnefndri grein í Roskilde Tidende, sem prýdd er fallegum teikningum blaðamanns- ins Jörgens Brendekilde, hrósar hann bæði útliti veitingastaðarins og matnum, sem hann segir ekki geta verið betri. Þau hjónin gera sér vonir um, að viðskiptin verði mikil næsta sumar og bjóða fs- lendinga sérstaklega velkomna og vona, að þeir láti ekki fjarlægðina frá Kaupmannahöfn aftra sér frá að koma. Okkur blöskrar ekki fjarlægðir heima. Þeir, sem ekki aka sjálfir, geta tekið lestina til Hilleröd, skipt þar yfir I Frede- riksværklestina og tekið síðan strætisvagn 315 frá stöðinni þar. Svolítil fyrirhöfn, en hún borgar sig. Þyrstir þig í góðan drykk? er á leið í verslanir Gosi er nýr appelsínudrykkur sem inniheldur minnst 15% hreinan appelsínusafa og sætuefnið Nutra Sweet (aspartame). Gróður þessi GOSI-þú kemst að því!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.