Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 B 23 Þarna voru tímamót, því eins og Geoffrey T. Hellman hafði skrifað nokkrum árum áður: „... hvað á að gera við fyrrverandi æðstufrú? Sú spurning hefur aldrei fyrr vaknað vegna þess að engin for- setafrú hefur áður gert hlutverk sitt að eigin starfsferli. Hvað sem um það má segja má treysta því að Eleanor Roosevelt mun leysa það mál betur en nokkur fyrrv. forseti hefur leyst úr því hvað í ósköpun- um á að gera við fyrrverandi for- seta..." Eftir að kjarnorku- sprengjunni hafði verið varpað á Hiroshima og Nagasaki var hún enn sannfærðari en áður um að nú yrðu sameinaðar þjóðir mikilvæg- ari en nokkru sinni. Hún taldi þetta mikilvægasta arf eigin- manns síns og bauð ættaróðal hans í Hyde Park og land fram sem heimkynni slíkrar stofnunar. Þótt það væri ekki þegið, þá leið ekki á löngu áður en leitað var til hennar um að verða fulltrúi í sendinefnd Bandaríkjanna á fyrsta þing Sameinuðu þjóðanna í London. „Hún hefur sannfæringu og mun ekki hika við að fylgja henni fram“, voru rökin. Enda nefndi Henry Spaak fyrsti forseti allsherjarþingsins hana sérstak- lega í sinni fyrstu ræðu, sagði þarna stadda marga sem hefðu unnið meira fyrir frið en hann og einkum Eleanor Rooseveit, sem ætti allra samúð og virðingu. En Eleanor Roosevelt var ekki þar komin til að hlusta á lof. Sjálfsagt þótti að hún skipaði sæti í 3. nefnd, sem fjallaði um félags-, menningar- og mannúðarmál. Ekki talið að þar yrðu mikil póli- tísk átök. En þar gaus einmitt upp fyrsta alvarlega austur-vestur- deilumálið og brátt var hún komin í hörkuandstöðu við rússneska fulltrúann Vishinsky um rétt flóttafólks. Um allan heim var nú flóttafólk úr stríðinu og Eleanor Roosevelt vildi að því yrði hjálpað til að komast til baka til síns heima, ef það svo kysi en fengi að ráða hvort það sneri aftur eða settist að þar sem það var komið. Hafði sjálf heimsótt flóttamanna- búðir í Evrópu og orðið fyrir áhrifum af eymd þessa fólks. Sov- étmönnum fannst það litt koma alþjóðamálum við, en ef farið væri að skipta sér af því þá vildu þeir að allir flóttamenn yrðu einfald- lega sendir til síns heima. Þeir sem ekki vildu snúa heim til föð- urlandsins hlytu að vera svikarar og landráðamenn. En Eleanor benti t.d. á að víða væru breyttar aðstæður eftir stríðið og ný stjórnvöld, eins og t.d. í Eystra- saltslöndunum og ekki væri hægt að senda manneskjur nauðugar til baka, án tillits til þess hvað um þær yrði. í meðferð þessa mikla deilumáls aflaði Eleanor Roose- velt sér aðdáunar allra og henni lauk með því að tillaga Sovét- manna var kveðin niður. Formaður Mannrétt- indanefndar Það var því eðlilegt framhald að Félagsmálanefndin bæði Eleanor Roosevelt um að vera í sérnefnd þeirri er móta skyldi vinnubrögð og koma á fastanefnd um mann- réttindamál. Ekki hafði unnist tími til að móta þann þátt á San Francisco-ráðstefnunni og málinu frestað þar til Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu tekið til starfa. Þarna var hún ekki sem fulltrúi Bandaríkj- anna heldur allra þjóðanna og var umsvifalaust kosin formaður. Að þremur vikum liðnum hafði nefn- din lokið verkefninu, en rétt áður skiptu Sovétmenn um mann og settu þar Alexander Borisov. Hann bað Eleanor um að setja sig inn í málin, sem hún gerði á frönsku — þrisvar sinnum — þar sem hann kvaðst ekki skilja þótt hann talaði frönsku og að lokum kom í ljós að hann var að krefjast þess að þurrkað væri út úr bókun- um allt sem fyrirrennari hans hafði sagt, sem Eleanor tók ekki í mál. Og hún fór enn yfir allt mál- ið. Rússinn endaði með því að sitja hjá. í janúar 1947 tók svo 18 manna Mannréttindanefndin til Líbanon, kristinn mannúðar- stefnumaður sem stöðugt vitnaði til Tómasar Aquinas. Umræðurn- ar urðu í fyrstu ákaflega heim- spekilegar, en Eleanor tók í taum- ana og minnti á að hér væri verk að vinna. Og nú hófst tveggja ára barátta, sem lauk með Mannrétt- indasáttmála SÞ. Fljótlega kom í Ijós ágreiningur milli þeirra sem töldu mestu máli skipta þjóðfélagið og skyldur ein- staklinganna við ráðandi samfélög og hins vegar þeirra sem lögðu höfuðáhersluna á rétt einstakl- ingsins. Eleanor Roosevelt tók af- stöðu með þeim síðarnefndu: Roosevelt var ekki sátt á orðalagið eftir að þeir höfðu gengið frá því, sagði að textinn ætti að vera að- gengilegur öllum manneskjum um allan heim og hafði áhrif í þá átt, sem ekki var auðvelt vegna mis- munandi baksviðs og reynslu- heims allra þeirra 55 þjóða sem hún taldi að yrðu að geta sætt sig við hann. Til dæmis urðu deilur um orðin „Allir menn eru skapaðir jafn réttháir". Sæst var á fólk í staðinn fyrir menn, því sums stað- ar eru konur ekki taldar menn, og fæddir í stað orðsins skapaðir því öll trúarbrögð gera ekki ráð fyrir skapara. í upphafi urðu miklar umræður um það hvort plaggið ætti að verða sáttmáli eða samningur sem þjóðirnar yrðu að fara eftir. Ekki virtist blása byrlega í fyrstu um samning, þar sem þjóðirnar voru tregar til að undirgangast slíkar bindandi skuldbindingar á ýmsum sviðum. Eleanor var ekki einu sinni viss um að koma slíkum samningi gegn um Bandaríkjaþing þar sem Suðurríkjaþingmenn vildu engar skuldbindingar sem styddu svertingja í kröfum þeirra. Heldur en að sitja uppi með samn- ing, sem þjóðirnar annað hvort fullgiltu ekki eða gerðu svo ekkert með, kaus hún að fá fyrst mann- Pranklín D. Roosevelt þegar hann var í þriðja sinn kjörinn forseti Bandaríkjanna. Aö baki hans standa Eleanor kona hans og Anne dóttir þeirra. starfa, eins og undirbúnings- nefndin hafði lagt til. Eleanor Roosevelt var fulltrúi Bandarikj- anna þar, skipuð af Truman til fjögurra ára. Aftur var hún kjörin formaður með lófataki. Varafor- maðurinn var hálærður kínversk- ur diplómat og fílósóf, dr. Peng- Chun Chang, og talsmaður nefnd- arinnar var dr. Charles Malik frá Eftir tveggja ára þrotlaust starf í mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, þar sem Eleanor Roosevelt var formaður, var mannrétt- indaskráin loks sam- þykkt í alls- herjarþinginu 10. desember 1948. Enginn átti meiri hlut að henni en Eleanor Roosevelt, sem hér sést með plaggið, „Magna Carta mann- kynsins". Eleanor með son- um sínum fjórum 1958. Frá hægri: John, James, Elliott og Franklín yngri. Hjá Sameinuðu þjóðunum og í mannréttindanefndinni átti Eleanor margar skarpar umræður við Sovétmennina. Hér er hún með Molotov utanríkisráð- herra og í baksýn er Andrei Gromyko, fulltrúi Rússa í Öryggisráðinu. „Hvar byrja í rauninni mannrétt- indi heimsins? Á litlum stað, í kring um lítið heimili, svo litlum að hann finnst ekki einu sinni á landakortinu. Samt er þetta allur heimur þessa einstaklings, um- hverfið sem hann lifir í, skólinn sem hann gengur í, verksmiðjan, bóndabærinn eða skrifstofan þar sem hann vinnur. Það er á þeim stað sem sérhver maður, kona og barn leita sama réttlætis, jafnra tækifæra, sömu reisnar án mis- réttis. Hafi sá réttur ekki merkingu þarna, þá hefur hann | það hvergi. Án aðgerða þeirra, sem láta sig hlutina varða, í nánd við heimilin, munum við árang- urslaust leita framfara í hinum stóra heimi," sagði hún. Þriggja manna nefnd var sett í að semja drög að texta sáttmálans, sem öll nefndin tók svo við. Flestir ráð- gjafarnir voru lögfræðingar og frú réttindasáttmála, sem legði lín- urnar um hvaða réttindi öllum mönnum bæri hvar sem þeir séu, þótt ekki væri hann bindandi og það tókst. Var sáttmálinn sam- þykktur á fundi Allsherjarþings- ins kl. 3 f.h. þann 10. desember 1948 með atkvæðum 48 þjóða, engu mótatkvæði, 8 sátu hjá og 2 voru fjarstaddar. Þótt haldið væri áfram að vinna að samningi á grundvelli hans, fékkst engin framlögð tiliaga samþykkt af þjóðunum. En sáttmálinn hefur reynst vera „lifandi plagg", sem hefur mótað samvisku þjóðanna, eins og Hammerskjöld orðaði það á 10 ára afmæli sáttmálans. Og flestir alþjóðalögfræðingar telja að nú sé Mannréttindasáttmálinn orðinn að vissu leyti bindandi af hefð í samskiptum þjóða. Eleanor Roosevelt ljómaði þegar George Marshall, aðalfulltrúi Bandaríkj- anna hjá SÞ, sagði að allsherja- þingið 1948 mundi í minnum haft sem „Mannréttindaþingið". Og dr. Malik eftirmaður hennar í for- mannssæti nefndarinnar sagði: „Ég get ekki séð hvernig við hefð- um getað náð því sem tókst að gera án Eleanor Roosevelt. Stung- ið var upp á henni til Nóbelsverð- launa, sem ekki varð þó af, en hún hlaut fyrstu Mannréttindaverð- laun Sameinuðu þjóðanna. Besti sendiherrann Eleanor Roosevelt hélt áfram störfum í fastanefnd Bandaríkja- manna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún barðist fyrir öflugum stuðn- ingi Bandaríkjamanna við Sam- einuðu þjóðirnar til að koma í veg fyrir að þjóðirnar skiptust upp í vopnaðar blokkir, sagði: „Ef við byggjum ekki upp öflugar samein- aðar þjóðir þá liggur í augum uppi að Sovétríkin, Bandaríkin og Stóra-Bretland, þessir þrír miklu bandamenn í heimsstyrjöldinni, munu hver um sig safna í kring um sig þjóðum og byggja hver um sig upp sjálfstæðar blokkir." Þótt hún væri ósátt við Churchill þegar hann kom til Hyde Park eftir Járntjaldsræðu" sína í áheyrn Trumans forseta og vildi enskt- amerískt bandalag, þá tók hún ákaflega vel á móti honum. Sam- vinnan við Marshall, sem var for- maður sendinefndarinnar og höf- undur Marshallhjálparinnar til þurfandi þjóða, var aftur á móti frábær. Og Marshall lét hafa eftir sér eftir allsherjarþingið 1947 að þótt verkefni hans hefði verið erf- itt í New York 1947 þá hefði engin hjálp verið betri, skynsamlegri, liðlegri og áhrifameiri en aðstoðin sem Eleanor Roosevelt veitti hon- um. Vonbrigði hennar voru mikil með viðhorf Sovétmanna eftir viðskiptin við þá: „Það verður langt þolinmæðisverk að fá nokk- urn skilning frá Sovétríkjunum. En við getum ekki látið þá leggja undir sig hvert landið af öðru. Lífsgæðin verða að batna hjá þeim og þeir að hætta að verða svona hræddir við að hleypa nokkrum manni inn eða út úr landinu áður en nokkur von er til þess að þeir breytist." Upp úr 1950 ferðaðist Eleanor Roosevelt víða um heim í opinber- ar heimsóknir og var alls staðar fagnað gífurlega, hlaut nafnbótina „Besti sendiherra Bandaríkj- anna“. Eftir að Eisenhower varð forseti og Dulles utanríkisráð- herra hætti hún að vera fulltrúi hjá SÞ, en ferðaðist þó enn í opin- beru boði til Japan og starfaði mikið í hinum frjálsu stuðnings- samtökum Sameinuðu þjóðanna. Hún hafði ekki stutt Eisenhower til forseta og í næstu forsetakosn- ingum vildi hún ólm fá Adlai Stev- enson og studdi hann gegn Kenn- edy. Það kom niður á henni að vera á móti kosningu tveggja for- seta og fjöldamörg blöð hættu við daglega blaðadálka hennar, töidu að þeir yrðu túlkaðir sem málgögn ákveðinna hópa. Við það dró mjög úr tekjum hennar. Þótt hún væri 72 ára gömul hikaði hún ekki við að flytja starf sitt yfir til New York Post sem lengi hafði viljað fá hana. Blaðið vildi senda hana til Kína, en Bandaríkjastjórn veitti henni ekki fremur en öðrum ferða- leyfi, svo að ferðin varð til Sovét- ríkjanna, þar sem henni var mjög vel tekið. Eleanor Roosevelt lést haustið 1962 eftir nokkur veikindi, sem reyndust vera berklar í beinmerg. Hún hvílir í Rósagarðinum í Hyde Park.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.