Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 B 7 ætlar að vera í stuttan tíma en sest svo að. Sömu sögu sagði okkur oddvitinn í Hrísey, Björgvin Pálsson sem keyrði með okkur um vegi og vegleysur um eyjuna. Hann ætlaði upphaflega að byggja eitt hús í Hrísey, en þau urðu sí- fellt fleiri og nú hefur hann verið í eyjunni í 20 ár! Eins og fleiri í eyjunni hefur Ingveldur gegnt mörgum hlut- verkum. Hún hefur um árabil ver- ið með „apotek" staðarins, „ég var með heilsugæslu fyrstu árin mín hér, hafði þá samband við lækninn á Dalvík, hann kom hingað bara í neyðartilfellum en lét mig um að útvega meðul, og í 20 ár var ég með meðulin á staðnum." Nú kemur læknir til Hríseyjar einu sinni í viku en Ingveldur er enn með meðulin. Hún segist vera búin að taka á móti 60—70 börnum frá upphafi, jfyrstu tuttugu árin fæddu konur svo til eingöngu í eyjunni, en nú fæða þær allar á Akureyri. „Það komu þó alitaf annað slag- ið fyrir að fylgjur festust eða eitthvað þessháttar, en þá lét ég sækja lækninn. Ein barnsfæðing raskaði lítið ró heimilanna hér áð- ur fyrr, konurnar voru á fótum fram á síðasta dag, það var kallað í mig þegar þær voru komnar með verki og eftir smá stund var allt um garð gengið. Ég get ekki hugs- að mér eðlilegri hlut en barnsfæð- ingu. Það var ekkert mál að eign- ast barn hér áður fyrr. Það er eitthvað annað en núna.“ Og hún segist vera ósköp ánægð með að vera komin yfir barneigna- aldur. „Máttu spyrja mig hvað ég sé gömul? Svo sannarlega! Ég er 53 ára og man ekki eftir því að hafa verið á betri aldri, það trúið því áreiðanlega enginn fyrr en hann reynir það sjálfur!" í dag sér Ingveldur um mæðra- skoðun og ungbarnaeftirlit, „ég hef verið með svona 5—7 börn á ári“. í tómstundum hefur hún m.a. tekið þátt í störfum leikfélagsins, „lék Siggu gömlu í Deleríum í fyrra. Jú, það er eitt neikvætt við það að eldast, og það er að vera ekki gjaldgengur í öll kvenhlut- verkin lengur! “ Seinna fréttum við að Ingveldur ætti það til að kasta fram einni og einni vísu, og þessi vísa eignuð henni sem varð vitaskuld til í verkfallinu, er hún líkt og aðrir gat ekki náð í uppáhaldstóbakið sitt. Vísan er sungin við sama lag og hlíðin mín fríða: Svæli ég Salem sigarettur núna. í harðindum hálmur var lagður fyrir kúna. Mig er lagt á meira mótlæti að þola en beljur og bola Kröflugos? Kröflugos! Við rekum augun í auglýsingu í glugga Kaupfélags- ins. Undir þessari hrópandi fyrir- sögn stendur skrifað smærri stöf- um: „fyrirhugað er að halda leik- listarnámskeið ef næg þáttaka fæst. Allt áhugafólk velkomið og einnig þið áhugalausu, komið og fáið áhuga." Það er leikklúbburinn Krafla sem stendur fyrir þessari auglýs- ingu. Við lítum inn hjá forsvars- mönnum leikklúbbsins, þeim Þór- laugu Arnsteinsdóttur formanni og Veru Sigurðardóttur sem er einn af stofnfélögum klúbbsins og jafnframt fréttaritari Mbl. á staðnum. — Eru margir búnir að skrifa sig niður á námskeiðið? Þær skiptast á dularfullum augnsendingum. „Ætli við séum ekki búnar að skrifa niður svona 10, þar af einn sem við höfum ekki talað við enn.“ — Hafa hinir áhugalausu skil- að sér? „Það fá allir áhuga. Við höfum gengið í hús og kallað í fólk á götu með góðum árangri!" Við fáum að vita að leikklúbbur- inn var stofnaður í febrúar 1977, og hefur sett upp sex leiksýningar, flest gamanleikrit, Blessað barna- Texti: Vajgeföur Jónsdóttir Myndin Ámi Sæberg lán, Barn í vændum, Beðið í myrkri, Afbrýðisöm eiginkona, Orrustan á Hálogalandi, Deleríum Bubonis, „og ekki má gleyma kabarettunum“ bæta þær stöllur við, og segja Árna Tryggvason leikara, sem á sumarhús í eyjunni vera búinn að bjóða fram aðstoð sína við kabarettsýningu næsta vor. „Okkur gengur yfirleitt ágæt- lega að fá leikara í kvenhlut- verkin, enda eru þau yfirleitt mun færri í flestum leikritum, en það" er verra með karlana, þeir hafa víst svo mikið að gera!“ Um 20 manns eru félagar í Kröflu, „það eru bara tveir karl- menn í klúbbnum hérna núna, hinir eru á sjó“. Leikklúbburinn Krafla hefur farið með sýningar í nágranna- sveitirnar. „Við höfum m.a. farið til Raufarhafnar og tvisvar til Grímseyjar. í Grímsey fengum við eitt sinn 64 áhorfendur af um hundrað heimilisföstum íbúum, áhorfendur voru a öllum aldri, frá þriggja mánaða og upp úr. Við settum jafnvel upp barnagæslu meðan á sýningu stóð.“ Þessar umræður um barna- gæslu leiða hugann að leikskólum og sambærilegum stofnunum, og við fáum þær upplýsingar að í Hrísey sé ein dagmamma starf- andi. — Hvaða leikrit ætlar Leikklúbburinn Krafla að taka til sýninga í vetur? „Við ætlum að sjá hvað kemur út úr þessu námskeiði," segir Þór- laug og við kveðjum þær stöllur þar sem þær sitja yfir kertaljósi ' að spá og spekúlera í næstu Kröflugosum. Auk leikfélagsins eru fleiri félög starfandi í eyjunni, ungmennafé- lag, slysavarnardeild, Lyonsklúbb- ur, kvenfélag og foreldrafélag. Presturinn er að heiman „fór með bátnum í morgun" segja þau Al- vilda og hreppstjórinn Björn Björnsson þar sem við stöndum og horfum yfir grænu byltinguna. „Leitt að þið skylduð ekki koma fyrr,“ segir hreppstjórinn, „hér var allt fullt af rjúpu fyrir nokkr- um vikum, þær voru hér hundruð- um saman." — Þið takið ekkert fram hagla- byssurnar og farið á rjúpnaveið- ar? Hreppstjórinn virðist hneyksl- aður á spurningunni. „Nei, við látum þá uppi á landi um það,“ og bætir svo við „annars er okkur sagt að það sé auðveldur leikur að skjóta rjúpurnar sem hafa verið hér á eyjunni, þær eru allt of gæfar og gæta ekki að sér.“ Það er tekið að kvölda og tími til kominn að bragða á Galloway sneiðum og Brekkusnigli, en svo er bjórlíkið nefnt í Brekku. Kjötið á góðri leið með að verða ekta Gall- oway að sögn Guðjóns Björnsson- ar sveitastjóra, en hann var ráðs- maður á Einangrunarstöðinni fyrstu árin. Guðjón bætist í hóp þeirra sem komu til eyjarinnar og ætluðu í fyrstu ekki að vera lengi. „Ég giftist konu héðan úr Hrís- ey og langaði að prófa stemmning- una á staðnum svona eitt til tvö ár, en er búinn að vera í 21 ár.“ Hann segir Hríseyingum ekkert að vanbúnaði, þurfi þó að bæta hafnaraðstöðuna á Sandinum, „Þar eru allt of mikil þrengsli, jafnvel í verstu veðrum verður að leggjast utan í stóra báta og láta fólk brölta yfir þá.“ Stytta af gömlum guðföður eyj- unnar, Jörundi Jörundssyni, sem nefndur var Hákarla-Jörundur ber við himinn á leið niður að bryggju að Sævari. Við ákveðum að koma aftur næsta dag og leita uppi afkomendur hans. NÆSTA SUNNUDAG: FISKRÆKT ER FRAMTÍÐIN — segir Björn Ólason afkomandi Hákarla- Jörundar sem fæddur er og uppalinn í Hrísey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.