Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984
B 17
A ráðstefnunni sagði dr. Rosenthal
... að 30 af 34 sjúklingum hefðu
breyst í vvorglatt“ fólk pegar þeir
voru látnir vera í björtu ljósi ...
SJÁ: Slen & þunglyndi
BLOÐBAÐ
Ekkert lát á
ofsóknunum
jT
í Iran
Baháíar og gyðingar í íran
hafa þúsundum saman flúiö
ofsóknir í heimalandi sínu og
komist til Pakistan. Þaðan leita
þeir eftir pólitísku hæli á Vestur-
löndum. Frá þessu hefur lítt verið
skýrt opinberlega og er megin
ástæðan náin viðskiptatengsl Pak-
istans og írans.
Talsmaður Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna skýrði ný-
lega frá því í Islamabad í Pakistan
að á síðustu þremur árum hefði
tugum þúsunda Baháía tekizt að
komast frá íran til Pakistans, en
þaöan hafa þeir dreifst til ýmissa
Evrópulanda auk Bandaríkjanna,
Kanada og Ástralíu.
Baháíar sæta meiri ofsóknum í
íran en fólk af öðrum trúflokkum
vegna þess að þeir eru sannfærðir
um að öll trúarbrögð séu í grund-
vallaratriðum þau sömu. Stjórn-
völd á Vesturlöndum hafa gert lít-
ið til þess að hjálpa þeim til að
flytjast búferlum en söfnuðir Ba-
háía í Evrópu og Norður-Ameríku
hafa gengist fyrir fjársöfnunum,
reynt að hafa áhrif á þjóðþingin í
löndum sínum og útvegað flótta-
mönnum farmiða og vegabréfsá-
ritanir.
Baháíarnir, sem koma frá íran,
hafa ófagrar sögur að segja. Þeir
hafa meðal annars skýrt frá því að
byltingarverðir hafi drepið heilar
fjölskyldur. Þá hafi konum verið
nauðgað, áður en þær voru drepn-
ar eða þvingaðar til að ganga af
trú sinni, og ennfremur hafa börn
verið skotin við landamærin til að
koma í veg fyrir að foreldrar
þeirra stykkju úr landi. Þess eru
líka dæmi að fólk hafi verið látið
greiða stórfé í mútur til að fá
brottfararleyfi en brögð verið af
því að landamæraverðirnir hafi
hirt peninga og rekið fólkið við svo
búið aftur til Teheran.
Herforingjastjórninni í Pakist-
an hefur verið óljúft að skýra frá
morðum og illri meðferð á fólki í
íran vegna þess að samskipti
landanna eru náin sem fyrr er
sagt. Stjórnin í Teheran hefur
samt á undanförnum árum hvatt
Baháíar hafa raunar löngum verið
ofsóttir í íran. Myndin af þessum
tveimur í hlekkjum er frá 1896.
Múgurinn ræðast að einum af helgi-
dómum Baháía.
til trúbyltingar í Pakistan. En að
undanförnu hefur hún látið af
allri gagnrýni í garð Pakistana
vegna þess að íranir eru mjög
háðir innflutningi frá þeim vegna
Persaflóastríðsins við Iraka.
Um 50.000 efnaðir kaupsýslu;
menn og iðnaðarmenn hafa flúið
frá Teheran og setzt að í Pakistan.
Þeir hafa komið þar á fót fyrir-
tækjum. Þúsundir manna af ætt-
flokki Baluch í íran hafa einnig
flúið til Pakistans vegna þess að
þeir hafa verið ofsóttir og
þvingaðir til þess að taka þátt í
bardögum við íraka. Þá hafa Pak-
istanar veitt viðtöku um það bil
þremur milljónum Afgana. Það er
því allt annað en auðvelt fyrir þá
að taka við fleiri flóttamönnum
frá íran, og ekki sízt þar sem um
„vinveittar" þjóðir er að ræða og
með sömu trúarbrögð.
— JOHN STOKES
IIMFEHDARMAL
Kassinn sem
kjaftar frá
Hong Kong er sú borg á heims-
byggðinni þar sem umferðar-
öngþveitið er mest og nú er nýtt
áhyggjuefni að bætast við hjá bíl-
stjórunum þar. Innan þriggja ára á
hver einasti bíll að vera kominn
með lítið box, á stærð við venjulegt
myndband, sem soðið verður fast
fyrir aftan númerið að framan og
mun, ef allt gengur eftir, koma í veg
fyrir verstu „æðahnútana" í gatna-
kerfinu. Raunverulega er um það að
ræða, að stjórnin í krúnunýlend-
unni ætlar að selja aðgang að mið-
borginni á mesta umferðartíman-
um.
Ökumenn í öðrum löndum hafa
fulla ástæðu til að óttast tilraunina
í Hong Kong. Að vísu hefur hún
komið til tals í Bretlandi og verið
hafnað en nú eru breskir tölvu- og
rafeindasérfræðingar að verða sér
úti um dýrmæta reynsiu með því að
koma svona kerfi upp í Hong Kong.
Ekki tekur nema tíu mínútur að
koma fyrir „rafeindanúmerinu"
eins og ökumenn eru farnir að kalla
boxið sem tekur við sér og skráir
ferðir bílsins þegar hann fer fram-
hjá móttakara í götunum á vissum
NIGERIA
Mál að linni,
finnst þeim
hjá Amnesti
Aftökusveitir hafa tekið af lífi
rösklega 70 manns í Nígeríu
frá því að herinn tók þar öll völd
undir forustu Buhari hershöfð-
ingja. Þeir, sem dæmdir hafa verið
til dauða, hafa stundum verið flutt-
ir til heimahaga sinna og skotnir
fyrir framan fjölskyldur sínar.
Síðustu aftökurnar sem sögur
fara af þar um slóðir áttu sér stað í
Port Harcourt fyrir skömmu. Sex
menn, sem fundnir höfðu verið sek-
ir um vopnað rán, voru leiddir fyrir
aftökusveit á íþróttavelli bæjarins.
Samtökin Amnesty Internation-
al hafa farið þess á leit við ríkis-
stjórn Nígeríu að hún láti af þess-
um aftökum. í málaleitan samtak-
anna segir, að mikill áhorfenda-
skari fylgist jafnan með þegar líf-
tímum dagsins, en þeim hefur verið
komið fyrir í um 200 aðalgötum og
gatnamótum, sem liggja að mið-
bænum. Raunar er varla rétt að
tala um vissan tíma því að hann
stendur frá 7 á morgnana til 7 á
kvöldin og í hvert sinn sem bifreið
fer framhjá sendir móttakarinn boð
eftir símalínum til tölvumiðstöðv-
ar, sem skráir númer viðkomandi
bifreiðar, dagsetningu og tíma
dagsins.
Við mánaðamót fær bíleigandinn
reikninginn fyrir afnotin af gatna-
kerfi miðbæjarins á mesta umferð-
Herforingjarnir eru ósparir á líf-
látsdómana.
látsdómum sé framfylgt og að ekki
sé óalgengt að börn séu meðal
áhorfenda.
Innanríkisráðherra Nígeríu,
artímanum. Meðalreikningurinn
gæti verið þetta 18—32 dollarar,
720—1280 ísl. kr., á mánuði og
aukaútgjöldin á ári um 400 dollar-
ar, um 16.000 ísl.
Umræðan í Hong Kong um þetta
mál er dálítið taugaveiklunarkennd
og menn langar að vita hve miklar
upplýsingar munu verða skráðar á
reikninginn. Ætlar „stóri bróðir" að
fara að fylgjast með ferðum hvers
einasta manns? Verður fjölskyld-
unni kannski sagt nákvæmlega frá
því hvar ökuþórinn var á ferð síð-
asta mánuðinn?
Sumir óttast líka, að nýja kerfið
geti fjölgað umferðarhnútunum
þannig, að menn taki allt í einu upp
á því að snúa við á óheppilegum
stöðum til að forðast gjaldheimtu-
manninn í götunni.
Af þessu hafa Hong Kong-búar
nokkrar áhyggjur en John Dawson,
talsmaður Transpotech, breska
fyrirtækisins, sem sér um að koma
upp kerfinu, segir, að innheimtan
verði með alveg sama sniði og hjá
símanum. „Áætlað er, að þrír fjórðu
daglegs aksturs í Hong Kong verði
ekki skattlagðir," segir Dawson.
„Svarti kassinn er þannig úr garði
gerður, að það á ekki að vera hægt
að fikta neitt við hann og með allar
upplýsingar er farið sem algert
trúnaðarmál.“
- SUE BAKEK
hvatti einn ríkisstjóra landsins til
þess í september sl. að láta hraða
fullnægingu dauðadóma til þess að
rýmka í fangelsum landsins, en
samkvæmt nýjustu fréttum bíða
nú rúmlega 800 manns þess að
verða teknir af lífi í Nígeríu.
Þær herforingjastjórnir sem far-
ið hafa með völd þarna í landinu
hafa jafnan iðkað það að láta taka
menn af lífi opinberlega til þess að
halda uppi lögum og reglu, eins og
það er orðað. Lengi vel var algengt
að fullnægja dauðadómunum í Bar
Beach í Lagos og sjónvarpa frá af-
tökustaðnum.
í júlí sl. gengu í gildi lög, þar sem
kveðið er á um, að menn verði
leiddir fyrir aftökusveitir ef þeir
hafa gerst sekir um peningafals-
eða íkveikjur.
Amnesty International fer þess
nú á leit við æðsta herráð Nígeríu
að það breyti dauðadómum þeim,
sem það fær til staðfestingar og fái
dómstóla landsins til þess að haga
refsingum í samræmi við það, sem
þykir réttlátt og sanngjarnt meðal
lýðræðisþjóða.
- RI('HAKI) HALL
KÍNA/TÍSKAN
Hætt að þykja
fínt að vera
luralegur
Svínahirðir í Kína leitaði ný-
lega til „Flokksins" síns og
bað hann þess lengstra orða, að
hann losaði sig við stórpólitískt
vandamál: Hvort átti hann heldur
að klæðast upp á vestræna vísu
eða nota bara gamla maójakkann
sinn þegar hann öslaði forina á
eftir svínunum sínum?
Það, sem olli svínahirðinum
áhyggjum, voru tilmæli Hu Yaob-
ang, aðalritara kommúnista-
flokksins, í fyrra mánuði þegar
hann skoraði á Kínverja að sýna í
verki stuðning sinn við umbóta-
stefnu flokksins með því að ganga
í nýtískulegum fötum. í Kína þýð-
ir það að klæðast eins og Vestur-
landamenn.
Nýsköpun er lykilorðið í kín-
verskum stjórnmálum nú um
stundir og svínahirðirinn er að
reyna að átta sig á því hvað það
þýðir. Fyrir Deng Xiaoping þýðir
það, að um aldamótin hafi þjóðar-
framleiðslan verið fjórfölduð og
Kína orðið þróað land eftir 50 ár.
Það er að segja, ef það tekst að
koma „vinstrivillunni", sem Deng
kallar maóismann, fyrir kattarnef
og gefa nýsköpuninni lausan
tauminn. Það er þess vegna sem
Kínverjar eiga að fara í vestræn
föt en kasta maóklæðunum.
Nú er það svo í Kína, að það er
engin ný bóla að flokkurinn skipti
um kúrs og þess vegna vilja menn
hafa vaðið fyrir neðan sig, sér-
staklega menntamennirnir. Ein-
hvers staðar á kistubotninum eiga
þeir enn snjáðu og bættu maófötin
sín ef það skyldi nú allt í einu ríða
á lífi þeirra að líta út eins og ör-
eigi. Vestrænu fötin eru stundum
allra andst.vggð, stundum það eina
rétta. Það, sem flokkurinn getur
þó alltaf reitt sig á, er að fólkið
játar allt með vörunum.
Það kemur Kínverjum ekkert á
óvart þótt þeir þurfi að sýna
flokknum hollustu með ýmsum
hætti en það, sem þá langar til að
vita, er hvað kemur næst. Fyrir
réttu ári var skorin upp herör
gegn andlegri mengun, smáborg-
aralegu klámi eins og það var kall-
að, og ungar konur með axlasítt
hár stöðvaðar á götum úti og skip-
að að setja hárið í tagl. Verkamað-
ur í verksmiðju var neyddur til að
gagnrýna sjálfan sig fyrir að eiga
í fórum sínum eftirprentun af
málverki eftir Botticelli og tíbesk-
ir hirðingjar voru varaðir við að
skemma sjálfa sig með því að lesa
franska rithöfundinn Jean Paul
Sartre.
Þessi herferð var runnin undan
rifjum andstæðinga Dengs og í
mánuð eða tvo fóru þeir sínu fram.
Einstaklingshyggju, öllu, sem út-
lent var, og nýsköpuninni var út-
húðað en gömlu byltingarhugsjón-
irnar hafnar upp til skýjanna. Þá
náðu Deng og hans stuðnings-
menn undirtökunum á ný.
í janúar á þessu ári baðst Hu,
aðalritari kommúnistaflokksins,
opinberlega afsökunar á því í
ræðu að hafa ekki komið því við að
mæta í vestrænum fötum og
hundruð milljóna Kínverja vissu
þá hvað klukkan sló. Að vera „fal-
legur og fínn“ var nú aftur orðið
ofan á og þýðir t.d. sítt hár, vara-
litur og klæðnaður, sem leyfir
sköpulaginu að njóta sín. Það er
því ekki að undra þótt einn vesæll
svínahirðir hafi lent í ógöngum
þegar hann fór að velta fyrir sér
tiskunni.
- JONATHAN MIRSKY