Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 Tílbúnar til slátrunar. MorKunblaðift/Arni SæberK. Peking-endur: Nýjung á jólamatseðlum NOKKURRA nýjunga mun gæta á jólaborðum landsmanna samkvæmt viðtölum við verslunarstjóra stór- markaða síðustu daga. Auk hefð- bundinna jólarétta svo sem hangi- kjöts, rjúpna og svínakjöts hefur víða verið mjög mikil sala í Peking- öndum og mikið er spurt um aligæs- ir og kalkúna. Peking-endur eru nú í fyrsta sinn framleiddar hérlendis í nokkru magni og er t.d. slátrað að meðaltali 800 til 1.000 Peking- öndum hjá ísfugli í Mosfellssveit á viku hverri, en allt árið í fyrra var þar aðeins slátrað um 1.000 öndum. Samfara hefur verðið á þeim lækkað um helming, þ.e. úr um 470 kr. kíló- ið í fyrra í 247 kr. í ár og er þar átt við heildsöluverð. Peking-endurnar eru ekki nema 49 daga að ná sláturstærð, en þá eru þær um 2,2 kg að þyngd. Kjúklingar ná sláturstærð á sama tíma, en þeir eru þá um 1,2 kg að þyngd. Talið er að ein Peking-önd nægi þriggja til fjögurra manna fjölskyldu í máltíð, en allt að fjög- urra til fimm manna fjölskyldu sé hún fyllt, en hún rýrnar nokkuð við steikingu. Innlendir kalkúnar eru einnig á markaðnum, en ekki í sama magni og Peking-endur. Peking- andartak Uppskriftín hér á eftir er eft- ir Úlfar Eysteinsson mat- reiðslumeistara á Pottinum og Pönnunni. Pekingandarkrydd: (fyrir ca. 4—5 endur). 1 bolli sykur 1 bolli salt (Sama kornastærð af sykri og salti, annars minna salt.) '/2 bolli kjúklingakrydd. (Euro- spice, Lederhausen) 1 matsk. paprikuduft. Matreiðsla: Kryddiö öndina og setjið inn í 190° heitan ofn. Steikið I 15 mín. með bringuna upp, snúið öndinni við og steikið í 15 mín. Hellið fitunni af og geymið fyrir sósuna, kryddiö öndina aftur og steikið í 30 mln. (miðast við 1900 gr. önd). Sósa: Brúnið innmatinn og vængendana ásamt niðurskorn- um lauk og gulrót, hellið vatni yfir og sjóðið. Rifið appelsínubörk og kreistið appelsinu útí soðiö eftir að hafa sigtað pað. Búið til smjörbollu úr andafitunni (hveiti + andafita) bætið sósulit og kjötkrafti útí. Ef ekki er nóg appelslnubragð af sósunni má bæta hana með syk- urlausu Egils appelsini. Verð á þeim mun vera um 390 kr. kílóið í heildsölu. Ragnar Haraldsson verslunar- stjóri í Hagkaup sagði engan vafa á því að Peking-öndin myndi verða víða á jólaborðum í ár, því hún hefði selst í þúsundatali hjá þeim í Hagkaup síðustu vikur. Þórður Þorgrímsson hjá Vörumarkaðnum tók í sama streng með vinsældir andarinnar. Hann kvaðst telja, að aligæsir yrðu einnig vinsælar því hið sama ætti við um þær og Peking-öndina, að verðið hefði lækkað um allt að helming frá í fyrra. Guðjón Sveinsson hjá Fjarðarkaups í Hafnarfirði sagði að mikið væri spáð í Peking- endurnar, en hann yrði var við sí- gilda íhaldssemi. Hjá þeim lægju fyrir mjög margar pantanir á svínakjöti, en þar sem óvissa ríkti enn um, hvort þeir fengju allt það svínakjöt sem þyrfti, gætu komið til breytingar á jólamatseðlum nokkuð margra fjölskyldna. Þar sem Peking-andakjöt er nýmæli hjá flestum þeim, sem fjárfest hafa í Peking-önd sem jólamat, ræddi blaðamaður við matreiðslumeistara og fékk heim- ild þeirra til að birta meðfylgjandi uppskriftir. Alfreð Jóhannsson framkvæmda- stjóri ísfugls með eina tilbúna til matreiðslu. ísfugl hefur sett á mark- að blandað krydd fyrir Peking- endur í umbúðum eins og Alfreð hcldur á. Á færibandi til hreinsunar. Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari með eina beint úr ofninum, en af myndunum má nokkuð gera sér grein fyrir rýrnuninni við mat- reiðsluna. Gjörið þið svo vel... Góð ráð og réttir frá Arnarhóli Eftirfarandi ráð og uppskriftir gefa matreiöslumeistararnir Skúli Hansen og Guðmundur Guömundsson á Arnarhóli: „Pekingönd án fyllingar er ætluð fyrir þrjá, en önd með fyllingu fyrir fjóra eða fimm. Látið fuglinn þiðna i kæliskáp i tvo sólarhringa eða yfir nótt við stofuhita. Kryddinu er nudd- að vel inn I húðina, þegar fuglinn hefur verið snyrtur vel og þurrkaöur innan og utan. Innmatur er brúnaöur sér og soðinn i sósukraft eða hakk- aður I fars eða fyllingu. Meðlæti sem fer vel saman: Gul- rætur og blómkál, kiwi og rósinkál, broccoli og sellerlstangir, rauðkál og baunir." PEííino önn HUNANGSLEGIN PEKINGÖND Efni: 1 stk Pekingönd 1 peli rjómi kjötkraftur salt, pipar, 3ja kryddið, timian, maiz- ena-sósujafnari Kryddlögur: 6 msk hunang safi úr 1 appelsinu 1 msk edik 3 msk portvín 50 gr smátt saxaðir sveppir 3 blöð lárviöarlauf Matreiðsla: Læri og bringur skorin frá beinun- um og sett út í kryddlöginn, látið liggja I honum ca. 8 tfma. Læri og bringur teknar úr krydd- leginum og raðað í ofnskúffu og steikt i 180° heitum ofni I 30 minút- ur, kryddað með salti og pipar. Bein og innmatur brúnað í potti og soðið i 1 '/2 tima i 1 lltra af vatni, kryddaö með salti, pipar og þriðja kryddinu. Síðan er soðið sigtað og sósan jöfnuð með maizena-sósujafn- ara, krydduð eftir smekk með pipar, timian, örlitlum kjötkrafti og dálitlu af kryddleginum. PEKINGÖND MEÐ RIFSBERJASÓSU LÉTTSTEIKT Efni: 1 stk Pekingönd 1 stk laukur 1 stk gulrót 2 stönglar selleri 2—3 lárviðarlauf heill pipar 5—6 korn maizena-sósujafnari Matreiðsla: Orbeinið fuglinn, losið lærin og bringuna frá beininu, hreinsiö fituna vel frá. Kryddið með salti og nýmðl- uðum pipar og brúnið rólega I smjörllki á báðum hliðum. Færið upp úr og geymiö. Sósa: Smjörliki er brætt I potti og beinin höggvin niður og brúnuð vel ásamt öllu ferska grænmetinu. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar og lárviöarlaufum. Bætið vatni I pottinn og sjóðið í 30—40 mlnútur. sigtið soöiö og jafnið sósuna meö maizena-sósujafnara. Bragöbætið sósuna meö salti og pipar. 3ja kryddi, örlitlu af „sage“ eða „ört seasoning" litið eitt af kjötkrafti. Að lokum er bætt i sósuna rifs- eöa tltu- berjasultu og portvlni. Andarbringan og lærin eru nú sett út I sósuna og soðin rólega I 15—20 mlnútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.