Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 36
36 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 fclk í fréttum Sólveig Þórisdóttir Luxus-drottning A leið til Vínarborgar í fegurðarsamkeppni Skipt um allt nema útveggi og bita í lofti Þeru alltaf að spretta upp nýjir veitingastaðir í borginni og blm. veit sannast sagna ekki nöfnin á þeim öllum. Við hlið Morgunblaðshúss- ins, nánar tiltekið í Fichersundi, hafa miklar breytingar átt sér stað undanfarið í húsi einu og er þar risinn hinn föngulegasti veitingastaður „Duus hús“. Blm. fór á stúfana, kíkti inn og hitti þar fyrir eigendur staðarins, þau Láru Lárusdóttur, Sigfríð Þórisdóttur og Valdimar Jó- hannesson. — Hver var hin upprunalega saga þessa húss? „Eftir því sem ég hef komist næst,“ sagði Valdimar, „reisti svokölluð Ficher verzlun þetta hús ásamt fleirum hér í miðbæ, um miðja nítjándu öld. Það er síðan maður að nafni H.P. Duus, athafnamaður mikill, sem settist að í Keflavík og setti hann upp verzlun ýmiskonar. Um aldamót fór verzluninni að hraka og flutti hann þá til Reykjavíkur og keypti þessi hús hérna. Rak hann hér umfangsmikla verzlun og útgerð og því til sönnunar má færa að teinalest gekk í gegnum Álafosshúsið á horni Vesturgötu og Hafnarstrætis og út í höfn. Þegar fór að þrengjast um Duus í miðbænum ákvað hann að byggja fiskverkunarstöð í Kaplaskjól- inu og uppúr því kemur að hans endalokum. Sagan segir að hann hafi byggt þar á álfasteini og álfadrottningin hafi orðið afskaplega óhress með þetta ónæði, þannig að hún hafi séð til þess að tveir fyrstu togar- arnir sem Duus keypti færust á leiðinni til landsins og einnig tvær skútur. Það voru endalok Duus, því þetta var víst óskaplegt tap.“ — Hvernig var húsið þegar þið tókuð við? „Þetta var drasllager og húsið var afskaplega illa farið eins og það leggur sig, svo ekki sé meira sagt. Við skiptum bókstaflega um allt. Það eina sem er upprunalegt í húsinu eru útveggir og bitar í loftinu uppi. Þetta er auðvitað afspyrnu dýrt fyrirtæki, en leigan bætir það upp, því hún er sanngjörn." — Hvað bjóðið þið aðallega uppá? „Við bjóðum fullan matseðil uppi á lofti allan daginn en niðri veitum við fljótlega smárétti í hádeginu s.s. bökur, langlokur, ferskt salat o.s.frv. Við erum með bjórlíki sem Valdimar blandar og þurfum vart að taka fram að við biðum eftir alvöru bjór.“ — Hvað var til þess að þið ákváðuð að fara út í veitingarekstur þegar staðir spretta upp á nær hverju horni? „Það má segja að það hafi verið framkvæmdagleði," sagði Valdimar. „Samkeppnin er vissulega hörð og það er um að gera að standa sig. Ef vel er gert við gestina koma þeir aftur og aftur og við reynum að stilla verði í hóf. Þennan hálfa mánuð sem hér hefur verið opið, hefur það sýnt sig að sama fólkið kemur aftur og þetta virðist ætla að ganga vonum framar." Sovéski stórmeistarinn Alexander Beliavsky hampar hér ólympíubik- arnum eftir að sovéska sveitin hafði unnið fyrsta sætið á ólympíumót- inu í Salonici í Grikklandi. Framkvæmdastjóri mótsins, Kynmon Koulouris (annar frá vinstri) afhenti verðlaunin. Sovétmenn fengu alls 41 vinning en í öðru sæti urðu Englendingar með 37 vinninga. Eigendur Duus húss, Valdimar, Sig- fríð og Lára. Þessir treir á barnum eru alreg ómissandi, sagði Valdi- mar. Morgunblaðid/Júllus Þessir treir á barnum eru alreg ómissandi, sagöi Valdimar. Pétur Sturluson til rinstri og Þór Krist- jánsson. Amiðvikudagskvöldið síð- asta var valin Luxus- drottning í Broadway en þá voru forráðamenn tímaritsins Luxus með kynningu á blaði sínu. Sól- veig Þórisdóttir varð fyrir val- inu og blm. náði stuttu tali af henni áður en hún hélt til Vín- arborgar til að taka þátt í nýrri keppni um ungfrú Evrópu. „Eg mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að mér gangi sem best og ég verði landi mínu og þjóð til sóma. Þetta er ákaf- lega spennandi, en það hefur verið svo mikið að gera hjá mér fyrir ferðina að maður hefur varla haft tíma til að hugsa um það.“ — Hvernig verður dagskráin hjáykkur? „Eg veit það varla ennþá. Ég legg af stað níu í fyrramálið (föstudaginn 7. des.) og kem til Vínarborgar á miðnætti því ég millilendi í London. Keppnin fer svo líklegast fram á þriðjudag DUUS- HÚS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.