Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 B 31 Spánn og Portúgal í EB: Inngangan frestast trúlega Brussel. 6. desember. AP. FLEST ÞYKIR nú henda til þess að fjölgunin innan Evrópubandalags- ins, sem var á dagskrá 1. janúar 1986 verði frestað. Spánn og Portú- gal áttu þá að taka sæti í bandalag- inu, en mörg vandkvæði hafa orðið til þess að óttast er að færa verði aftur um óákveðinn tíma inngöngu þeirra. í Brussel er nú nýlokið leiðtoga- fundi bandalagsríkjanna tíu og endurspegluðu viðræðurnar þar nokkuð vel þau vandamál sem uppi eru, en þau snúa að ýmsu, m.a. vínframleiðslu Spánar og Portúgals, fiskveiðum og fleiru. Þó tókst leiðtogunum að koma sér saman um ýmis tilboð til handa inngönguþjóðunum, en þar setti strik í reikninginn, að gríski full- trúinn áskildi sér rétt fyrir hönd stjórnar landsins, að setja stólinn fyrir dyrnar og hefta framgöngu inngöngunnar, ef ekki tækist að afla aukins fjármagns til að efla landbúnað og iðnað í landinu. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Mótmælir kjarnorku- tilraunum Frakka WHIjntjlon, 7. desember. AP. DAVID Lange, forsætisráðherra Nýja Njálands, sendi í dag frá sér harðorð mótmæli vegna kjarnorku- vopnatilrauna Frakka við Mururoa- eyjar í Nuður-Kyrrahafi í vikunni. Lange sagði að sérfræðingar á Nýja Sjálandi hefðu orðið varir við tvær tilraunasprengingar neð- anjarðar síðustu daga. Hin öflugri þeirra varð í morgun, en hin sl. sunnudag. Lange kvað það ekki skipta máli hver styrkur spreng- inganna væri, heldur hitt að Frakkar héldu þessum tilraunum áfram þó að fyrir lægju skýlaus mótmæli við þeim frá stjórnvöld- um og almenningi á Nýja Sjálandi og öðrum ríkjum í Suður-Kyrra- hafi. Bangladesh: Sovétmenn bjóðast til að reisa kjarnorkuver PhaKa, Bangladesh, 5. deaember. Al*. SOVÉTRÍKIN hafa boðist til að fjár- magna gerð 440 megavatta kjarn- orkuvers í norðvesturhluta Bangla- desh, að því er erlendir sendiráðs- menn sögðu í dag. Sögðu þeir einnig, að Sovét- menn settu það skilyrði fyrir að- stoð sinni, að samkomulag tækist um nokkur pólitísk atriði, en vildu ekki skýra það nánar. Samskipti ríkjanna biðu hnekki, þegar 14 sovéskir utanríkisþjón- ustumenn og sendiráðsstarfsmenn voru reknir úr landi í desember í fyrra, sakaðir um starfsemi sem samræmdist ekki stöðu þeirra. Bangladesh hefur enn ekki svar- að tilboði Sovétmanna að sögn heimildarmannanna. Ingólfur opnar jólatréssölu BJöRGUNARSVEIT Ingólfs mun opna jólatrjáamarkaði sína mánu- daginn 10. desember og verða þeir á eftirtöldum stöðum: A tjaldstæð- inu í Laugardal, í Mjóddinni í Breiðholti, í Gróubúð — björgun- arstöð sveitarinnar á Grandagarði og við verzlunina Glóey í Ármúla. { fréttatilkynningu frá Ingólfi segir að sveitin muni kappkosta að vera með gott úrval trjáa á Ein af torfærubifreiðum Björgun- arsveitar Ingólfs. bezta fáanlega verði. Kredit- kortaþjónusta verður á öllum stöðunum. Öll vinna sveitarinn- ar er unnin af sjálfboðaliðum. Tækjakostur sveitarinnar krefst mikils viðhalds og reksturs- kostnaðar og er nær eingöngu fjármagnaður af frjálsu fram- lagi borgarbúa. Því — segir í frétt frá Ingólfi — væntum við þess að borgarbúar taki okkur vel í fjáröflun Björgunarsveitar Ingólfs. HINSEGIN SÖGUR FORLAGK) kynnir qlettileqa qóðar bækur á viðráðanlegu verði Guðbergur Bergsson Skáldið skyggnist inn í leyndustu afkima þjóðlífsins og dregur sitthvað fram í dagsljósið. Þrettán sögur eftir einn fremsta og frumlegasta rithöfund okkar. Meðal þeirra má nefna Hanaslag hommanna, Undrið milli læranna, Sætu ánamaðkastúlkuna og Náttúrulausa karlinn. Seiðandi sögur - tileinkaðar ástarlífi Tslendinga á öllum sviðum. Þórarinn Eldjárn Þórarinn hvessir stílvopnið og yrkir á opinskáan hátt um lífsreynslu sína og stöðu sem listamaður. Honum verður málið, máttleysi þess og möguleikar að yrkisefni og á skorinorðan hátt yrkir hann um líf þjóðar sinnar í andlegu stefnuleysi og tilfinningadoða. Áleitin jjóð sem hitta í mark. Verð kr. 494,00. Verð kr. 691,60. EKKERT SLOR Rúnar Helgi Vignisson Sögusviðið er Fiskhúsið hf. í iðandi mannlífi sögunnar birtast ungir þorpsbúar sem fengið hafa slor í hárið og dreymir drauma um lífið utan frystihússins. Oftar en ekki tengjast draumar þeirra hinu kyninu sem flögrar fyrir augum þeirra meðan bónusinn sveiflar sviþunni yfir mannskapnum. Ólg- andi og óstýrilát skáldsaga ungs höfundar. Verö kr. 494,00 GAGA Ólafur Gunnarsson Saga Valda í sjoppunni, mannsins sem ákveður að skipta um plánetu og vaknar morgun einn á Mars. Saga mannsins sem lesið hefur yfir sig af tískusögum okkar tíma, líkt og henti Don Ki'kóta forðum daga. Sagan um átök einfarans sjúka við sljóan og tilfinningadauðan heim. En er Valdi alveg gaga? - Meistaraleg skáldsaga eins af ág^tustu rithöfundum Okkar. Verð kr. 494.00. ““ BRÚÐUBILLINN KYNNIR: AFMÆLISDAGURINN HANS LILLA Helga Steffensen Hvaða börn kannast ekki við Brúðubílinn? Nú situr Gústi frændi við stýrið og flytur gesti í afmælið hans Lilla. Allir krakkar eru velkomnirl - Ein fallegasta barnabók sem út hefur komið á íslandi. Prýdd fjörutíu stórum litmyndum. Verð kr. 389,00 NY MYNDASAGA: ^fyuí?TILU=lKS ^Gdyrið grálynda -feitur, e'9/no«^ atur* ur)dirförull, hrekkjóttur, morgunsvæfur, matgráðugur. Samt er Grettir ómótstæðilegur. Kattahatarar elska hann líka ef hann nær að læsa í þá klónum. Verð kr. 163,00. FORLAGIÐ FRAKKASTÍG 6A, SÍMI9I-25I88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.