Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 B 21 staðar mótív og þá get ég málað fleiri myndir á nokkrum dögum, mynd á dag þess vegna. Það er erfitt, ef ég er t.d. að mála undir sýningu, og ég þarf að pína mig áfram, án þess að vera í stuði eða með andann yfir mér ... En þegar þér finnst þú ekki getað málað, ertu hrædd um að þetta komi ekki aftur, stuðið? JKY: Já, stundum. Stundum er ég mjög hrædd. Sérstaklega ef það er eitthvað sem liggur fyrir. En málarar þurfa að hvíla sig eins og annaö fólk. Þú hlustar stundum á tónlist þeg- ar þú málar. JKY: það er misjafnt, ég ég hlusta oftast á tónlist. Sinfóníur, óperur og svo nýjustu dægurlögin. Stundum jazz, ekki oft. Þér að segja, þá hef ég tónlist til að losna við eigin hugsanir, svo þær fari ekki að trufla mig. Ef mér gengur mjög vel, er í nánu sambandi við málverkið, litinn, pensilinn, þá líð ég áfram eins og í öðrum heimi. En ef hugsanirnar fara eitthvað að trufla mig, angra mig, setja mig út af laginu, þá hef ég tónlist- ina til að koma í veg fyrir það. Þetta er kannski skrítið, en þetta er satt. Ég þoli ekki eigin hugsanir undir þessum kringumstæðum. En getur þú sjálf gert eitthvað til að kalla fram þetta ástand? JKY: Ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta, en nei. Ég þarf helzt að vera í góðu jafnvægi til að geta málað. Allir erfiðleikar hamla mér. Ytri aðstæður geta gert mér erfitt fyrir. Þegar þú ert að vinna og gengur vel, þá viltu helzt halda áfram. JKY: Já, þá vil ég bara helzt halda stanzlaust áfram, því ann- ars get ég glatað þessari tilfinn- ingu fyrir því sem ég er að gera. Það er ekki víst að hún komi endi- lega aftur á morgun eða hinn. Og ef hún glatast alveg, þá verð ég að byrja aftur. Oft mála ég mörg málverk á sama strigann. Þú vilt vera ein þegar þú málar, ekki satt. En hvað með einmana- leikann, er þín leið ekki fáfarin? JKY: Já, ég vil helzt vera ein þegar ég mála. Ég er ekki einmana þegar ég er að mála, en oft þegar ég er að fara að mála, þá getur gripið mig eitthvert eirðarleysi. Ég æði um allt húsið í einhverri einmanaímyndunarveiki, æði glugga frá glugga. Hingað koma fáir, við erum einangruð, útúr. Það er helzt að síminn hringi og einmitt þegar sízt skyldi, þá hringir hann nokkrum sinnum of oft. Eg er vön að vera ein frá því ég var barn, það er kannski þess vegna að ég vil ekki hafa marga í kringum mig. Mér líður ekki vel í margmenni, þoli ekki við. Ég er fædd og uppalin í þessu húsi og var oft ein sem barn. Ég verð alltaf að eiga einhverja stund ein á hverjum degi. Ég skil ekki fólk sem getur stöðugt verið innan um aðra, maður glatar sjálfum sér einhvern veginn. Þegar að því kemur að þú færð hugmynd, sem þú vilt útfæra, viltu þá byrja strax, eða útfærir þú hana frekar í huganum? JKY: Þá vil ég helzt byrja strax. Þegar þú stendur frammi fyrir hvítum striganum og ert búin að finna þér viðfangsefni, á hverju byrj- arðu þá? JKY: Annaðhvort byrja ég strax að nota litinn beint, þannig að ég teikna ekki með penslinum strax útlínur, heldur teikna bara með litnum, eða og reyndar oftast, þá byrja ég að teikna útlínur. En það setur manni ákveðnar skorður vegna þess að þá fer maður ósjálfrátt að miða við línurnar í staðinn fyrir að leika sér svolítið með fleti. Yfirleitt fer ég í útlínur fyrst, það er auðveldast. Þú notar dökka liti töluvert. Af hverju? JKY: Bara ósjálfrátt. Ég ætla kannski að mála bjarta mynd, en svo endar hún dökk. Ég hef aldrei hugsað út í litinn fyrr en upp á síðkastið, því ég er svo oft spurð um hann. En maður er ekkert að hugsa um það sem maður gerir ósjálfrátt. Þú málar gjarnan stórar myndir. Af hverju þarftu svona mikið pláss? JKY: Stórir fletir verka meira hvetjandi á mig til að mála í expr- essjónískum anda. Lítil formöt valda því að ég fer ósjálfrátt að nostra. Hvað ertu lengi með mynd? JKY: Hvað á ég að segja. — Þeg- ar andinn er yfir mér get ég málað mynd á dag. Það hefur ekki mjög oft komið fyrir vegna þess að ég hef ekki haft frið. Svo get ég verið með myndir í nokkra daga, vikur, jafnvel mánuði. Það hefur farið upp í tvö ár. Þú getur málað mynd á stuttum tíma, en geturðu eða viltu koma að mynd aftur og aftur? JKY: Það fer eftir mynd. Sumar myndir get ég tekið aftur og aftur, verið að vinna í sumum myndum í tvö ár. En ég fæ hryllilega leið á öðrum, vil helzt ekki sjá þær framar. Þær myndir hefur mér kannski gengið illa með, mér er ekki lengur hlýtt til þeirra. En geturðu þá ekki litið á þær sem fullgerðar? JKY: Nei, ég get ekki afskrifað mynd, nema að ég sjái að hún geti staðizt, tilfinningin sem ég hafði fyrir myndinni í upphafi sé komin. Þær verða nú sjaldnast eins og ég hafði hugsað mér þær. Þær breyt- ast. Kannski liturinn, fígúran, formið, og allt getur breyzt. Ég get kannski byrjað á hvítri mynd og endað á svartri mynd. Geturðu gert þér grein fyrir því hvenær þér flnnst þú vera búin með mynd, hvað er það sem gerir þig ánægða með mynd? JKY: Þegar ég sé að formið og liturinn spila saman. Þegar allt spilar saman, að það sé ekkert sem stingur þig sérstaklega. En það er ekki hægt að skýra það í orðum, það er bara viss tilfinning. Þú lær- ir ekki þessa tilfinningu, en þú getur þroskað hana með þér ef hún er til staðar. Þegar þú ert búin með mynd, ertu þá glöð eða hvaða tilfínningar bær- ast með þér? JKY: Já, að sjálfsögðu er ég glöð, ef ég er ánægð með hana. Þú málar yflr myndir? JKY: Ég mála hikstalaust yfir myndir. Það er engin spurning. Ef mynd er mér sérstaklega erfið og það er ekkert sem ég sé eftir í henni, þá mála ég yfir hana. Ég get líka sýnt myndir og málað yfir þær eftir á. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir. Flestar myndir sem ég hef málað eru með einhverjum myndum undir. Það eru kannski tvær eða þrjár undir. Hvað er það viö myndirnar sem fær þig til að mála yflr þær? JKY: Það er bara allt, mér líkar bara ekki málverkið. Mér hefur kannski gengið mjög illa, eða sé kannski ekki'fram á að ná því sem ég ætlaði mér í upphafi. Sum and- lit eru jafnvel með nokkur andlit undir, bara andlitið. Ég get ekki liðið mynd, sem hefur ekki symp- atískt andlit. Hvað er það sem gerir mynd að góðri mynd? Ég á ekki aðeins við þegar þú horflr á eigin verk heldur eiiwig á verk annarra? JKY: Ég get ekki svarað þessu. Fyrir utan það að hún standist al- veg myndrænt séð, þá verður hún að snerta þig, að hún snerti eitt- hvað innra með þér. Af hverju merkirðu ekki myndirn- ar þínar? JKY: Ég bara gleymi því, enda geri ég ráð fyrir því í myndbygg- ingunni. En ég geri það ef fólk biður um. Þegar þú ert búin að mála mynd, hefurðu þá þörf fyrir að tala um myndirnar? JKY: Nei, enga þörf fyrir að tala um myndirnar, alls ekki. Ég vil aldrei tala um myndirnar, þær eru ákaflega mikið feimnismál fyrir mig. Ef ég rekst á þær einhvers staðar, í einhverjum húsum, þá verð ég mjög feimin, vil helzt ekki horfa á þær, ekki vera inni hjá þeim. Já, ég er feimin við mál- verkin mín, það er eins og að hitta ástvin. Það er ákaflega óþægilegt fyrir mig. Hvernig er að skiíja við mynd sem maður hefur málað? JKY: Það getur verið mjög sorglegt. Sjá þær aldrei aftur. Sumar myndir eru manni ná- tengdari en aðrar. Þær sem eru mér mikils virði get ég frekar gef- ið en selt. En það er óhjákvæmi- legt að selja myndir. Gleymirðu myndum, þegar þær eru farnar? JKY: Nei, ég held ég hafi aldrei gleymt mynd. Það er ekki hægt að gleyma mynd. Það eru misjafnar minningar, sumar eru svo erfiðar að ég er fegin að losna við þær úr húsinu. Sýningar eru ákveðnar með löng- um fyrirvara. Hvernig er að hafa sýningu hangandi yflr sér? JKY: Ég er á móti sýningum. Ef ég mætti ráða, þá vildi ég helzt ekki sýna hér á íslandi fyrr en eftir svona fimm ár og þá ekki að vinna undir sýningu, heldur bara vinna hérna heima í friði og ró. Mér þykir erfitt að hafa sýningu hangandi yfir mér. Þegar færist nær sýningunni, þá verður það mér ákaflega erfitt að mála. Ég býst við að ég sé skorpumann- eskja. Hvað er svona óþægilegt fyrir sýn- ingu? JKY: Ég er yfirleitt komin á fremsta hlunn með að taka mynd- irnar og fara bara. Eftir hverja sýningu er ég niðurbrotin mann- eskja í marga daga á eftir. Það er kannski hræðslan við að standast ekki, og svo eru myndirnar svo nánar mér. Finnst þér ekkert gott eða eftir- sóknarvert að líta á sýningu sem tækifæri til að staldra við, líta yfir farinn veg eða eitthvað þess háttar? Fá gagnrýni? JKY: Nei, alls ekki. Ég vildi aldrei sýna nokkurn skapaöan hlut. Það er hægt að rífa niður ævistarf í nokkrum orðum í fjöl- miðlum. Gagnrýnendur geta rakk- að sýningu niður og ævistarf er orðið að engu. Viðkomandi er fífl, hann er búinn að eyða ævinni í einhverja vitleysu. Allir listamenn taka list sína mjög alvarlega og það er mjög alvarlegt að vera með ábyrgðarlaus skrif. Það er mikil áhætta að sýna. Oflof er heldur ekki gott, það er líka vont fyrir listamennina. Umfjöllun er náttúrulega nauð- synleg. Það er alvarlegt mál þegar listamaður fær engan hljóm- grunn. Listamaður þarf hljóm- grunn. Hann verður að fá stuðn- ing einhvers staðar, finna að verk hans séu metin. Hvernig viltu hafa gagnrýni, ég á ekki við lofsamlega gagnrýni, heldur hvernig gagnrýni gerir gagn? JKY: Ég veit það ekki. Ég hef enga patentlausn í því. Ég held að umfjöllun sé einna bezt, hófleg gagnrýni. Eg spurði þig í upphafí af hverju þú hefðir orðið málari. Nú þegar þú ert orðin það, hvað heldur þér þá við efnið? JKY: Heilbrigð skynsemi... Viðtal: Sigrún Davíðsdóttir EYFIRSKAR ÆTTIR 1.- —7. bindi eftir Hóimgeir Þorsteinsson. 1. bindi Hvassafellsætt 2. “ Randversætt Upplagið er Göngustaðaætt aöeins 250 Hólsætt tölusett ein- 3. “ Svarfdælskar ættir tök. 4. “ Eyfirðingaþættir I Ritsafniö 5. “ Eyfirðingaþættir II kemur út 14. 6. “ Molar og mylsna desember. 7. “ Ættartölur Sögusteinn — bókaforlag. Áskriftarsimi: 46831 á kvöldin. AMERÍSK HEIMILISTÆKI í SÉRFLOKKI ÞURRKARI GÓÐIR HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKLAHF LAUGAVEGI >70- 172 SIMAR 11687 ■ 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.