Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.12.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1984 B 35 Guðrún Landgrebe er eftirminnileg í hlutverki nútímagleðikonu í mynd- inni Eldheita konan. Konur kuldans Kvíkmyndír Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Eldheita konan („Die Flambierte Frau“) Leikstjórn: Kobert Von Ackeren. Handrit: Ackeren og ('atherina Zweren. Kvikmyndataka: Jiirgen Jiirges. Tónlist: Peer Raben. Eastman-lit- ir. Vestur-þýsk, gerð 1983. Aðal- hlutverk: Gudrun Landgrebe, Mathieu Carriere, Hanns Zischles, Gabriele Lafari. Eva snýr baki við borgaralegu lífi. Háskólanámi og niðurdrep- andi sambúð við hrokafullan menntamann, — og gerist vænd- iskona. Selur sig af frjálsum vilja jafn auðveldlega og drekka vatn. Á götunni kynnist hún starfsbróður sínum, Chris, sem reyndar gagnast báðum kynjum og fella þau hugi saman. Taka íbúð á leigu og fellur nú enginn skuggi á þessa makalausu sam- búð, lengi vel. Peningarnir streyma inn. Hún selur sig hverskyns öfuguggum uppi á loftinu, sá heittelskaði fullnægir kerlingum og kynvillingum á götuhæðinni. En þegar að því kemur að Chris tekur að þreytast á vænd- islifnaðinum, og að því er virðist vinnugleði hinnar fullkomnu gleðikonu — ástkonu sinnar — og kaupir eitt stykki restaurant, fer samlíf þeirra í hundana. Eva vill nefnilega ekki fórna sjálf- stæði sínu og atvinnu fyrir upp- vask og hreingerningar, Chris grípur til örþrifaráða með eng- um árangri. Svo sannarlega sjáum við ver- öld gleðikvenna í nýju ljósi í þessari eftirtektarverðu og ákaf- lega tilfinningaköldu mynd Von Ackerens. Hér gefur nefnilega ekki að líta hina ólánsömu ein- staklinga, sem sökum fátæktar, heimsku, eituráts eða einhverra annarra gamalkunnra ástæðna hafa leiðst útí skækjulifnaðinn, heldur ágætlega menntaða, stór- glæsilega stúlku sem fer þessa „einföldu" leið útúr hinu hefð- bundna lífsmunstri til að hlotn- ast sjálfstæði og drjúgar tekjur. Okkur er sýnd veröld dýrra gleðikvenna og hórkarla — í dag, þar sem gatan er starfinu lítið viðkomandi heldur er varan boð- in á síðum dagblaðanna innan um annan neysluvarning. Kalt og tilfinningasnautt yfirbragðið fær okkur til að hallast á þá skoðun að vændi í þessum klassa sé að öllum líkindum ákjósan- legra starf fyrir ákveðnar mann- gerðir en t.d. bókmenntafræði! Eldheita konan vakti geysi- athygli í V.-Þýskalandi á síðasta ári. Hún er hennar einnig verðug hérlendis en vafalaust snertir hún okkur ekki nándar nærri jafn mikið og meginlandsbúa þar sem sú næturveröld sem hún fjallar um er víðsfjarri okkar saklausa húmi. Tónlistarfólkið, sem leikur í Langholtskirkju. Kvöldlokkur á jóla- föstu í Langholtskirkju í Langholtskirkju í Reykjavík verda haldnir tónleikar nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30 (11. des.). Þetta er í fimmta sinn sem tón- leikar af þessu tagi „Kvöldlokkur á jólaföstu" eru haldnir, en að þeim standa ungir blásarar sem hafa verið mjög virkir í tónlistar- lífi borgarinnar undanfarin ár. Þeir sem koma fram eru Bern- harður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson og Janet Wareing, óbó, Einar Jóhannesson og Gunn- ar Egilson, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, Björn Árnason og og Rúnar Vilbergsson, fagott, og Joseph Ognibene og Jean P. Ham- ilton, horn. Á efnisskránni eru fjölbreytt og aðgengileg verk eftir Mozart, Beethoven og Krommer. Tónleikarnir eru núna haldnir í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar og mun allur ágóði renna til styrktar hungruðum í Eþíópíu. Jólasveinamir sjáwnsína Það er líf ogfjör í Jólatrésskemmunni v/Miklatorg í dag. Það verður heitt á könnunni handa mömmu og pabba og appelsín handa ykkur krakkar. Jólasveinamir leika við hvum sinn fingur ogfinna rétta jólatréð handa þér. Dönsk jólatré: íslensk jólatré: Normannsgrerti, Nobilis og Fura Reuðgreni og Fura Kl. 4.30 koma Litli og stóri Kláus ásamt félögum og skemmta í Jólatrésskemmunni okkar. VIÐ MIKLATORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.