Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 Fjalirnar heilla Hálfsmánaðarlega, nánar til- tekið klukkan 20.20 á mið- vikudögum, á dagskrá rásar 1, er starfs- og námskynningarþáttur í umsjón Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. Vil ég fara nokkrum orðum um þennan þátt er þær stöllur nefna Hvað viltu verða? því ég tel persónulega allt- of lítið gert af því að kynna ungu fólki þá starfs- og náms- möguleika, er blasa við því í flóknu samfélagi er nú hyllir undir. Það vill svo til að ég tek ár hvert á móti hópi unglinga er leita inn í fjölbrautaskólakerfið, í leit að hentugri námsbraut. Það er næsta fróðlegt að skoða hversu ráðvilltir unglingarnir eru marg- ir hverjir. Þá er gjarnan þrauta- lendingin viðskiptasviðið, en allir telja þeir sig geta gengið að vís- um starfa inn í skrifstofubákni framtíðarinnar. Þetta er ekki sagt til hnjóðs námi á sviði við- skipta, sem er frábærlega skipu- lagt þar sem ég þekki til, heldur til að benda á hversu ráðvilltir krakkarnir eru oft á tíðum. Hér þarf að taka til hendinni i anda ólafs Gunnarssonar, sem hóf hérlendis fyrstu manna skipulega starfsfræðslu. Sviðsbakterían bráðdrepandi í fyrrgreindum starfskynn- ingarþætti Helgu Arnardóttur og Sigrúnar Halldórsdóttur var kynnt náms- og starfssvið sem er ansi langt frá viðskiptasviðinu margumrædda, í það minnsta í atvinnulegu tilliti, því þeir sem leggja út á fyrrgreint svið geta nánast treyst því að verða at- vinnulausir. Auðvitað er hér átt við leiksviðið sem margur góður drengurinn hefir hrasað á í gegn- um tíðina. En ekki má gleyma því að þeir sem standa á leiksviði, ná stundum upp á stjörnuhimininn, eins og það er kallað. Viðmælend- ur Sigrúnar og Ernu, úr leik- húsheiminum voru hins vegar á einu máli um að leikarastarfið væri púlsvinna og þegar Helga Hjörvar skólastjóri leiklistar- skólans var að því spurð, hvort hún ráðlegði ungu fólki að leggja fyrir sig leiklist, svaraði hún því til að Ieikarinn þyrfti að leggja sig fram 120% og einn ungu leik- listarnemanna á 4. ári svaraði þessari sömu spurningu orðrétt: „Ef þú getur ekki hugsað þér neitt annað starf, því þetta er mjög erfið vinna og oft fylgja starfinu mikil vonbrigði, en líka mikil gleði, þegar vel gengur." Hinn atvinnu- lausi leikari Af framangreindu má ráða að leikarastarfið er kannski ekki umvafið þeim dýrðarljóma sem lýsir gjarnan af leikarablöðun- um. Það er svo aftur annað mál að leikaramenntunin er hið prýðilegasta veganesi hvort sem menn hyggjast kenna, starfa meðal leikhópa eða fara út í poppið, sem krefst æ meiri leik- araskapar, nú eða leita starfa hjá fjölmiðlum, ferðaskrifstofum, á sviði almannatengsla eða niðrá Alþingi. Möguleikarnir eru ótæmandi og að mínu mati verð- ur mikiL þörf fyrir leiklistar- menntað fólk í upplýsingastarf- semi framtíðarinnar. Hitt er svo aftur annar handleggur að hið leiklistarmenntaða fólk, h'tur vafalaust á fyrrgreind störf sem tímabundin hjáverk, áður en tek- ist verður á við lífshugsjónina á sviðinu mikla, sem er nú þegar allt kemur til alls ekki nema sirka 180 sentímetrum hærra en öH hin. ó,afur M Jóhannesson ÚT VARP / S JÓN VARP íþróttir og ýmis konar tónlist í þættinum „Léttir sprettir“ á Rás 2 ■1 Léttir sprettir 00 nefnist þáttur sem er á dag- skrá Rásar 2 í dag. Að sögn stjórnandans, Jóns Ólafssonar, er þetta tón- listarþáttur, en jafnframt er fléttað inn í hann um- fjöllun um íþróttamál. Tekin verða viðtöl við íþróttamenn og sagt frá því sem helst er að gerast á þessum vettvangi. f þættinum í dag ræðir Jón Ólafsson við skák- landsliðsmenn, sem ný- Jón Ólafsson stjórnar þættinum Léttir sprettir. lega tóku þátt í Ólympíu- skákmótinu í Saloniki í Grikklandi. Einnig ræðir hann við Ingólf Hannes- son, íþróttafréttamann. Jón sagðist spila tónlist fyrir alla aldurshópa, gömul og góð lög en einnig lög, sem lítið hafa heyrst. Sem sagt úr öllum áttum. En hann vildi taka það skýrt fram að hann myndi ekki spila eftir vinsælda- listum. Þáttur þessi verður á dagskrá Rásar 2 kl. 17.00—18.00 á föstudög- um, en eftir áramót verð- ur hann tveggja tíma langur. Rás 2 sunnudag: Tónlistar- krossgátan „Jólafögnuðurw í Morgunstund barnanna ■I í Morgunstund 05 barnanna I út- ““ varpinu í dag er þriðji og síðasti lestur Sigrúnar Guðjónsdóttur á jólasögum eftir mÓður hennar, Ragnheiði Jóns- dóttur. Á miðvikudag var sagan Jólagleði lesin en Hvít jól á fimmtudag. Sagan sem lesin verður í dag heitir Jólafögnuður. Sigrún sagði að þetta væru allt sögur, sem sam- dar voru sérstaklega fyrir Barnablaðið Æskuna á árunum á milli 1940 og 1950. Á þessum árum skrifaði Ragnheiður mikið fyrir blaðið, en maður hennar, Guðjón Guðjóns- son, var ritstjóri þess um árabil. ísafold gaf síðan út þessar sögur ásamt fleiri jólasögum Ragnheiðar í bók sem heitir Hvít jól. Sögurnar eru byggðar á bernskuminningum Ragnheiður Jónsdóttir, rit- höfundur. Ragnheiðar og lýsa vel þeim tíma, sem þær ger- ast á, þ.e. á fyrstu árum þessarar aldar. Sigrún sagði að samt sem áður Sigrún Guðjónsdóttir, lista- kona, les söguna Jólafögn- uður eftir móður sína Ragnbeiði Jónsdóttur í Morgunstund barnanna í dag. höfðuðu þær til barna enn ídag. ■i Hér birtist 00 tónlistarkross- —1 gáta nr. 14. Þáttur Jóns Gröndal er á dagskrá Rásar 2 á sunnu- ■I Síðast á 25 dagskrá sjón- — varpsins í kvöld er ungversk bíómynd frá 1974. Myndin er gerð eftir skáldsögunni Kisuleikur eftir Istan Örkény. Myndin fjallar um eldri konu, Orbán. Hún er ekkja og býr f Búdapest. Giza systir hennar er löm- uð og býr með syni sínum í Vestur-Þýskalandi. Syst- urnar halda sambandi sín á milli með bréfaskriftum og símtölum. Viktor er gamall kær- asti Orbán og heimsækir daginn kemur. Lausnir sendist til Ríkisútvarps- ins Rás 2, Efstaleiti 1,108 Reykjavík, merkt Tónlist- arkrossgáta. hana á hverju fimmtu- dagskvöldi. Ekkert virðist geta breyst í lífi þeirra. En einn góðan veðurdag hittir Orbán Paulu, sem hún þekkti i stríðinu og verður Paula ástfangin af Viktori og hann af henni. Samband þeirra Orbán og Viktors verða að engu eft- ir að Paula kemur í spilið. Leikstjóri myndarinnar er Károly Makk en með aðalhlutverk fara Margit Dayka, Elma Bulla, Marg- it Makay og Samu Balázs. Þjóðleikhúsið sýndi leikgerð sögunnar árið 1982. Kisuleikur ÚTVARP FÖSTUDAGUR 14. desember. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Jóhanna Sig- marsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Jólafögnuður". Sigrún Guðjónsdóttir les smásögu eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (utdr). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. (RÚVAK.) 11.15 MOrguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 A bókamarkaðinum. Andrés Björrtsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14J0 A léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar. a. Konsert I a-moll fyrir fiðlu, selló og hljómsveit op. 102 eftir Johannes Brahms. Dav- id Oistrakh, Mstislav Rostr- opovitsj og Sinfónluhljóm- sveitin I Cleveland leika; George Szell stj. b. Konsertante I F-dúr fyrir flautu, óbó og hljómsveit eftir 19.15 A döfinni Umsjónarmaöur: Karl Sig- tryggsson. Kynnir: Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Veröld Busters Lokapáttur. Danskur framhaldsmy flokkur I sex þáttum. Þýðandi Ölafur Haukur Slm- onarson. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós Ignaz Moscheles. Heinz Holl- iger, Auréle Nicolet og Ut- varpshljómsveitin I Frankfurt leika; Eliahu Inbal stj. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldfréttir. Tilkynningar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Frá safnamönnum. Guð- mundur Ólafsson spjallar um jólaköttinn. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Guöjón Einarsson. 21.25 Grlnmyndasafnið Kapp er best með forsjá Skopmyndasyrpa frá árum þöglu myndanna. 21.45 Hláturinn lengir llfiö Sjötti þáttur. Breskur myndaflokkur I þrettán þáttum um gaman- semi og gamanleikara I fjöl- miðlum fyrr og slðar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.25 Kisuleikur Ungversk blómynd frá 1974, b. úr Ijóðum Jóns Trausta. Elln Guðjónsdóttir les. c. Erfiður aðlangadagur. Ulf- ar K. Þorsteinsson les frá- sögn eftir Rósberg G. Snæ- dal. Umsjón: Helga Agústs- dóttir. 21.30 Hljómbotn. Tónlistarþátt- ur I umsjón Páls Hannesson- ar og Vals Pálssonar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Traöir. Umsjón: Gunn- laugur Yngvi Sigfússon. gerð eftir samnefndri sögu eftir Istvan örkény. Leikstjóri: Károly Makk. Aöalhlutverk: Margit Dayka og Samu Balázs. Myndin er um samband aldr- aðra systra og er jafnframt ástarsaga annarrar þeirra. Hún sýnir að ástin á sér eng- in aldurstakmörk fremur en aðrar mannlegar tilfinningar. Þjóöleikhúsið sýndi leikgerð sögunnar áriö 1982. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. 00.20 Fréttir I dagskrárlok. 23.15 A sveitallnunni. Umsjón: Hhda Torfadóttir. (RUVAK). 24.00 Sðngleikir I Lundúnum. 10. þáttur: „Little Shop of Horrors". Umsjón: Arni Blandon. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. RÁS 2 10.00—12.00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist. Viötal, gullaldarlög, ný lög og vin- sældalisti. Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluö óskalög þeirra ásaml annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Hlé: 23.15—03.00 Næturvakt á rás 2 Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar sarétengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 14. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.