Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 29 Karl Sæmundsson „Hefur gífurlega hag- ræðingu í för með sér“ segja Karl Sæmundsson og Örn Pet- ersen vidskiptavinir tölvubankans RÚMUR mánuður er nú liðinn frá því að Iðnaðarbankinn tók í þjón- ustu sína tölvubanka og eru korthafar nú alls átta hundruð. Fyrstu tveir tölvubankarnir voru sem kunnugt er settir upp í and- dyri bankans í Lækjargötu og í útibúinu í Hafnarfirði, en fyn. hugað er að setja upp slíka tölvu- banka á fleiri afgreiðslustöðum bankans á næstunni. Helgi Már Haraldsson, deildar- stjóri innlána í Iðnaðarbankanum, sagði að sífellt bættist við um- sóknir um lykilkort en afgreiðsla þeirra tekur að meðaltali þrjá daga. Sagði Helgi að eftir áramót yrðu settir upp tölvubankar í Grensásútibúi og á Akureyri og í febrúar er fyrirhugað að bæta við tölvubankann þannig að við- skiptavinir geti einnig lagt inn peninga með lykilkortum sínum. Síðar á árinu er svo áætlað að auka þjónustu tölvubankans enn meir þannig að viðskiptavinir geti aflað sér upplýsinga um stöðu reikninga, vaxtakjör, gengið o.s.frv. Blaðamaður leit við í Iðnaðar- bankanum i Lækjargötu síðla dags í vikunni og rakst þar á tvo viðskiptavini tölvubankans sem voru að taka út af reikingum sin- um. Voru þeir inntir álits á þess- ari nýjung bankans. „Losna við að bíða eftir afgreiðslu þegar ösin er mikil í bankanum“ Karl Sæmundsson, ellilifeyris- þegi, kvaðst hafa skipt við Iðnað- arbankann frá stofnun hans. „Auðvitað fékk ég mér svo lykil- kort um leið og tölvubankinn var tekinn í notkun," sagði Karl. „Ég kann sérlega vel við þetta fyrir- komulag þó að ég sé nú almennt litið gefinn fyrir tölvur. Þetta er afar handhægt fyrir fólk sem ekki kemst í banka á venjulegum opnunartíma auk þess sem af- greiðsla tölvubankans tekur mun mun skemmri tíma. Ég notfæri mér mér t.d. tölvubankann óspart á daginn, þó að afgreiðslan sé opinn því þannig losna ég alveg við að biða í langri röð eftir af- greiðslu þegar ösin er mikil. Svo ég tali nú ekki um þægindin þegar að einnig verður hægt að leggja inn á reikninga sina í tölvubank- anum. Þó að tölvan sé ekki eins hlýleg i viðmóti og afgreiðslufólk bank- anna þá verður því ekki neitað að þessi nýjung Iðnaðarbankans er til mikillar hagræðingar fyrir viðskiptavini hans,“ sagði Karl Sæmundsson. „Starfa í verslun og átti því erfítt með að ná í banka“ Örn Petersen, verslunarstjóri, kvaðst hafa byrjað að skipta við Iðnaðarbankann fyrir tveimur ár- um og fékk hann sér lykilkort að tölvubankanum skömmu eftir að hann var opnaður. „Tðlvubankinn kemur sér afar vel fyrir mig þar sem vinn ég í verslun og hef sjald- an tök á að komast í banka. Nú er sá höfuðverkur úr sögunni að þurfa að þeytast í hádeginu í bankann þegar mest er ösin og all- ur matartíminn fer í það að bíða eftir afgreiðslu. Nú kem ég bara við í tölvubankanum að lokinni vinnu og tek út eftir þðrfum. Tölvubankinn kemur sér líka afar vel í jólaösinni þegar verslanir eru opnar fram á kvöld og aldrei gefst ráðrúm til að skreppa frá. Allir mínir vinnufélagar hafa nú farið að mínu fordæmi og feng- ið sér lykilkort og því þurfum við ekki lengur að velta vöngum yfir því hverjir geti farið frá í hádeg- inu í það og það skiptið til að fara í banka. Ég veit að ég á ekki síður eftir að notfæra mér þá þjónustu tölvubankans þegar einnig verður hægt að leggja inn peninga með lykilkortunum," sagði örn Peter- sen. Jólakveðjur í útvarpi IMON ÚTVARP IMON, sem er útvarp ís- farin. lendingafélagsins i Malmö og Kveðjurnar verða lesnar i út- nágrenni, gefur fólki kost á að varpinu sunnudaginn 23. desem- senda jólakveðjur til ættingja og ber milli kl. 20.30 og 21.30. vina fyrir þessi jól eins og undan- KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HE LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 Tölvunámskeið MS-DOS námskeið Þriöjudaginn 19. desember nk. veröur haldiö tveggja daga námskeið um MS-DOS stýrikerfiö fyrir notendur WANG PC tölvurnar. Kennt veröur fyrir hádegi báöa dagana í kennslustofu aö Sætúni 8, 4. hæö. Helstu efnisatriöi sem tekin veröa fyrir eru þessi: Kynning á stýrikerfum og MS-DOS. Helstu hlutar MS-DOS og útfærsla á WANG PC. Uppbygging skráa. Skipanir og hjálparforrit í MS-DOS. Lotuvinnsla. Skjáritinn PCEDIT Sérhæföar aðgerðir og notkun prentara. Ýmis heilræöi. Leiöbeinandur veröa kerfisfræöingar tölvudeildar HT. Notendur WANG PC og aörir þeir sem áhuga hafa, eru hvattir til aö skrá sig sem fyrst hjá Guörúnu Magnúsdóttur í Tölvudeild. Síminn er 27500. Heimilistækl hf TÖLyUDEILD S/ETÚNI8 - SÍMI27500 (WANG JÓLA- TILBOÐ DviMnr SKÍDASKÓM SKÁTABÚDIN Snorrabraut 60 simi 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.