Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 13 Tré og tungutak Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Kristján Karlsson: Kvædi 84. Almenna bókafélagiö 1984. „Snertu mig ljós sem lifir", yrkir Kristján Karlsson í ljóðinu Snertu mig ljós í Kvæði 84. Það er orðið áliðið og sá sem talar í ljóðinu æðrast. „Þungt logn þétt- ist í myrkur" og itfjaðrirnar þagna, það fölnar fjórlitur páfugl hugans ljósin á engi og eyrum Páfugl hugans er djarfleg mynd á þessum stað, ekki síst þegar framhaldið er um fjar- læga á sem blikar „afskipt/ - uppsrettu ljóssins/ ranghverfa rökkurs og hugar". En hún á eft- ir að falla yfir andlit og hverfa hljóðlaust í myrkrið. Þá er snertingin ein eftir. Hugur og veruleiki takast hér á. „Snertu mig ljós sem lifir", verður ákall. Eins og í fleirum ljóðum Kristjáns Karlssonar er það frumleiki hans sem gefur okkur hér hlutdeild í reynslu sem er í senn einföld og flókin. Merking ljóða Kristjáns liggur ekki alltaf í augum uppi. En það er unnt að ganga inn i þau og koma sér fyrir í þeim eins og húsi. Það má til dæmis velta lengi vöngum yf- ir Bréfi: Fyrir gafli hússins stendur tré hér fellur föl í morgun bar telpa steina að rótum trésins grá hávaxin kona er tréð og silfruð frá hvirfli til ilja nema svartar glitrandi rendur laufsins skera sig úr fyrir utan tungutak hennar. Grafið hennar milda harða hjarta hér, undir rótum trésins. Það sem í fyrstu vekur athygli er hin skýra mynd eða myndir: gafl húss, tré, föl, telpa með steina, grá hávaxin kona sem er silfrað tréð, svartar rendur laufsins. En skyndilega víkur ljóðið að tungutaki. Og að lokum er talað um hjarta sem er í senn milt og hart. Telpan, tréð og konan verða eitt. Það er hið óvænta orð tungutak, andstæða náttúrumyndanna sem ljær ljóð- inu vængi. Og svo vitanlega lokalínurnar tvær. Ég spái því að þetta ljóð muni leita á marga sem kynnast því. Kristján Karlsson beitir myndmáli á alveg sérstakan hátt. En annað sem einkennir ljóð hans er hrynjandi, aídrei fyrirhafnarlaus og sjálfsögð, en stundum þess eðlis að hún skipar hlutunum í nýtt samhengi: „Dauf fyrirmynd og líking lífs/ - er lampinn; borðið hvítt og bert/ er upphaf ljóðsins; ljósið deyr/ við líking dagsins ófull- gert.“ Endurtekningar er skáldið ekki hrætt við, enda eru þær rík- ur þáttur formsins sem er bæði Kristján Karlsson frjálst og bundið. Stuðlasetningu og rím fer Kristján Karlsson vel með, bregður oft á leik, en notar aldrei slíkt að tilefnislausu. Segja má að Kristján Karls- son sé á ný innhverfari í Kvæð- um 84 en í New York (1983). En þetta segir ekki alla sögu. Það sem einkennt hefur skáldskap Kristjáns Karlssonar frá upp- hafi er endurskoðun fornra sanninda og nýrra. Hann hefur kappkostað að nálgast yrkisefni sín, oft hversdagsleg á yfirborði, frá nýrri hlið. Sjaldan tekst hon- um þetta betur en í ljóðum um menn og eru þess mörg dæmi í nýju bókinni: ljóð um Sighvat, Dylan Thomas, Tómas Guð- mundsson og Einar Benedikts- son. Ég er ekki enn farinn að ná mér eftir ljóðið um Tómas, Skuggann á grasinu, þar sem ort er um planka. Svo ágengt að setja slíkt orð inn í ljóð um fag- urkerann Tómas, en segir kannski meira en flest annað um það sem hann var ekki. En Kristjáni leyfist þetta því að hver hefur kennt okkur betur að sjá Tómas í réttu ljósi en einmitt hann? í Kvæði 84 eru nokkur ljóð sem hljóta að teljast meðal merkari ljóða Kristjáns Karls- sonar. Ég nefni auk ljóðaflokks- ins Guðríður á vori ljóð eins og Fornt herbergi við sjó, Hvít krukka, Um afræktan veg og La Belle Dame Qui Bégaie. Vissulega má setja stimpil eins og heimspeki á ljóðagerð Kristjáns Karlssonar. En með þeim fyrirvara að í heimspeki getur búið ákaflega rík tilfinn- ing. Það er aftur á móti vissulega fagnaðarefni að svona vitsmuna- leg ljóð skuli ort á fslandi. Og vonandi fjölgar þeim sem kunna að meta þau. Jólaéiafimar írá Hei niil istajk jum Sinclair Spcctrum 48 K. Pínulölvan. Ótrúlega fullkomin tölva bæði fyrir leiki, nám og vinnu. Verð kr. 6.990.- Ljósormurinn hefur klemmu á öðrum endanum, Ijósaperu á hinum, með gorm á milli og gefurfrá sér Ijós þegar honum er stungið I samband við rafmagn. Verð kr. 575.- Allsherjargrillið frá Philips Grillar samlokur, bakar vöfflur, afþýðir, grillar kjöt, heldur heitu o.sfrv. Dœma- laust dugleg eldhúshjálp. Verð frá kr. 5.680- Utvarpsklukkur frá Philips Morgunhanann frá Philips þekkja flestir. Hann er bœði útvarp og vekjaraklukka í einu tæki. LW, MW og FM bylgjur. Verð frá kr. 3.143.- BráWTrístir frá Philips eru með 8 mismunandi stillingum, eftir því hvort þú vilt hafa brauðið mikið eða lítið ristað. Verð frá kr. 1.554.- Rafmagnsrak - vélar frá Philips Þessi rafmagns- rakvél er tilvalinn fulltrúi fyrir hinar velþekktu Philips rakvélar. Hún er þriggja kamba með bartskera og stillan- legum kömbum. Hún er nett og fer vel í hendi. Verð frá kr. 4.314.- Gufustraujárn frá Philips Laufléttir krumpueyðar sem strauja með eða án gufu. Hitna fljótt og eru stillanleg fyrir hvers kyns efni. Verð frá kr. 2.247.- Philips kassettutæki. Ódýru mono kassettutœkin standa fyrir sínu. Verð frá kr. 4.787,- Kaffívélar frá Philips Þær fást í nokkrum gerðum og stærðum sem allar eiga það sameiginlegt að laga úrvals kaffi. Verð frá kr. 2.708 - Teinagrill frá Philips snúast um element, sem grillar matinn fljótt og vel. Grillið er auðvelt í hreins _____ og fer vel á matborði. Verð kr. 2.864. Útvarpstæki frá Philips fyrir rafhlöður, 220 volt eða hvort tveggja. Mikið úrval. LW, MW og FM bylgjur. Verð fis kr. 1.780.- Ryksuga frá Philips gæðaryksuga með 1000 W mótor, sjálfvirkri snúruvindu og 360° snúningshaus. Verð frá kr. 6.51 50%* Philips Maxim með hnoðara, blandara, þeytara, grænmetiskvörn, hakkavél og skálum. Verð kr. 6.463.- Philips solariumlampinn til heimilisnota. Verð kr. 9.719.- Kassettutæki fyrir tölvur. Ödýru Philips kassetlu tækin eru tilvalin fyrir Sinclair tölvurnar. Verð kr. 4.841.- Handþeytarar Ifrá Philips ' með og án stands. Þriggja og fimm hraða. Þeytir, hrœrir og hnoðar. Verð frá kr. 1.257.- Steríó ferðatæki Úrval öflugra Philips sterríótækja. Kassettutæki og sambyggt kassettu- og útvarpstækimeð LW, MW og FM bylgjum. Verð frá kr. 7.233.- Grillofnar frá Philips. / þeim er einnig hægt að baka. Þeir eru sjálfhreins- andi og fyrirferðarlitlir. Verð frá kr. 4.485.- . / j I Hnifabrýnin frá I Philips Rafmagnsbrýnin " hvessa bitlaus eggvopn, hnífa, skœri asfrv. Gott mál. Straujárn frá Philips éru afar létt og meðfærileg Verð frá kr. 1.155.- Heyrnatólin frá Philips. Tilvalin jólagjöf handa unga fólkinu í fjölskyld- unni. Heyrnatólin stýra tónlistinni á réttan stað. Verð frá kr. 72 Vasadiskó fnTPhilips Þó segulbandið sé lltið þá minnka gæðin ekki. Dúndur hljómur fyrir fótgangandi og aðra sem vilja hreyfanlegan tónlistarflutning. Verð frá kr. 3.135.- Djúpsteikingarpottur frá Philips. Tilvalinn fyrir frönsku kartöflurnar, fískinn, kjúklingana. laukhringina, camembertinn, rækjurnar, hörpufiskinn og allt hitt. Verð kr. 4.775.- ihf Hafnarstræti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.