Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 Kristín Halldórsdóttir Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista: 99 Þegar þröngt er í búi þarf að fara vel með“ KRISTÍN Halldórsdóttir (Kvl.) gagnrýndi það að linsfjáráætlun komandi árs, sem væri hluti af fjár- lagadæminu, hefði enn ekki séð dagsins Ijós, en án hennar hefðu þingmenn ekki heildaryfirsýn í ríkis- búskapnum, sem væri nauðsynlegt við fjárlagaafgreiðslu. Þar að auki vantaði enn ýmsa þætti í fjárlaga- dæmið, Ld. varðandi tekjuhliðina, en þar væru ekki öll kurl komin til grafar. Hún gagnrýndi söluskatts- hækkun, sem segði til sín í fram- færshi fólks. Þegar þröngt er í búi er nauð- synlegt að fara vel með það sem til skiptanna er. Ríkisstjórnin hækk- ar hinsvegar skrifstofu- og mið- stýringarkostnað ráðuneyta en sker niður nauðsynlega þjónustu við almenning. Hún kynnti landsfundarsam- þykkt Kvennalista um stórátak í atvinnuuppbyggingu, samátak í hverjum landsfjórðungi fyrir sig, sem ekki hafi komizt til skila um fjölmiðla. Ríkisstjórnin hældi sér af góðu atvinnustigi, aðeins 1% atvinnuleysi, en hafa yrði í huga, að atvinnuleysi hafi aðeins mælst 0,3—0,5% fyrir fáum árum. Á þessum vettvangi þurfi lausnir í verki — en ekki pappírslausnir. Krístin mælti fyrir tillögu, sem konur á þingi flytja, um 1 m.kr. framlag til „samstarfsnefndar" lokaárs á kvennaáratug Samein- uðu þjóðanna. Hún kvað Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur (Kvl.) mæla fyrir breytingartillögum um hækkuð framlög til dagvistar- stofnana og Háskóla íslands en Guðrún Agnarsdóttur (Kvl.) fyrir hækkuðu framlagi til Námsgagna- stofnunar. Pálmi Jónsson, form. fjárveitinganefndar: Tekjutap ríkissjóðs fjórir milijarðar — miðað við sömu gjaldstofna og 1982 — Skattalækkanir 1200 m. kr. á verðlagi 1985 SkattheimU ríkisins var 32,3 %af þjóðarframleiðslu 1982, sagði Pálmi Jónsson (S) formaður fjárveitinganefndar, er hann mælti fyrir breyt- ingartillögum nefndarinnar við frumvarp til fjárlaga 1985 í sameinuðu þingi í gær. Áætlaðar tekjur ríkisins á næsta ári eru 24,9 milljarðar króna og innheimtuhlutfall þeirra 28,1 %af þjóðarframleiðslu. Þetta innheimtu- hlutfall hefur lækkað á fjórum árum um 4,2%. Ef þjóðarframleiðslan hefði staðið í stað frá árinu 1982, sem var fyrsta ár samdráttarskeiðs sem enn stendur, væri hægt að meta þennan mismun í krónum talið á fjóra milljarða. Hér er um gífurlegan mismun að ræða og sýnir hann, að ríkissjóður „hefur fyllilega að sínum hluta tekið þátt eða á sig þann mikla samdrátt sem orðið hefur í þjóðarbúinu**. Formaður fjárveitinganefndar sagði eftirgjöf í skattheimtu, vegna beinna ákvarðana ríkis- stjórnar og Alþingis, nema á verðlagi næsta árs um 1.200 milljónum króna. Hefur þá verið dregin frá söluskattshækkun, sem gert er ráð fyrir að lögfesta fyrir jólaleyfi þingmanna. Inn í þessa tölu er hinsvegar ekki metin skattalækkun til atvinnu- rekstrar i landinu. Heldur ekki 600 m.kr. tekjuskattslækkun, sem ráðgerð er 1985, né 450 m.kr. endurgreiðsla uppsafnaðs sölu- skatts til sjávarútvegs á næsta ári. Þessvegna mætti hækka til- greinda eftirgjöf um rúman milljarð. Við þessar aðstæður hefur reynzt erfitt að ná saman endum í ríkisrekstrinum og víða þurft að beita aðhaldi og niðurskurði. Tekjuhlið frumvarpsins verð- ur tekin sérstaklega til meðferð- ar við þriðju umræðu, ásamt nokkrum veigamiklum þáttum öðrum, og sagðizt Pálmi Jónsson geyma sér að ræða hana til þess tíma. Það væri þó sín skoðun að við núverandi aðstæður í efna- hagsmálum þjóðarinnar, alvar- legan viðskiptahalla út á við og vaxandi greiðslubyrði erlendra skulda, væri mikilvægt að ná endum saman í ríkisbúskapnum, eða hafa ríkissjóðshalla sem allra minnstan. Við höfum þegar skorið út- gjöld allverulega niður, sagði Pálmi. Lengra væri naumast gengið í samdrætti fram- kvæmda. Frekari niðurskurður þyrfti að koma til með því að fella niður einhverja starfsemi, sem rikið hafi með höndum, en geti allt eins verið annars stað- ar, hjá sveitarfélögum eða ein- staklingum. Auk aðhalds, sem þegar hefur verið beitt, þurfi að koma til: frekari takmörkun yfirvinnu, samdráttur í starfi stofnana meðan sumarleyfi standa yfir, sterkara eftirlit og meiri hóf- semi í utanferðum á kostnað ríkisins, takmörkun aukafjár- Pálmi Jónsson, formaður fjárveitinganefndar veitinga, varúð í tilurð nýrra ríkisstofnana o.fl. Tillögur þær, sem fjárveit- inganefnd flytur sameiginlega, hækka útgjöld um 132 m.kr., sem er rúmlega 1% af heildarút- gjöldum fjárlagafrumvarpsins. Geir Gunnarsson, Alþýðubandalagi: Fjárlaga- gerð stórlega ábótavant Geir Gunnarsson (Abl.) sagði fjöl- mörg veigamikil málefni óafgreidd hjá fjárveitinganefnd: tekjuhlið fjár- lagafrumvarps, vegamál og B-hluta- stofnanir, þar með talinn Lánasjóður námsmanna, lánsfjáráætlun bygg- ingarsjóða og framkvæmdahlið rík- isspítala. Meðan afstaða stjórnar- flokkanna liggi ekki fyrir til þessara málaflokka sé ekki ástæða til að ræða þá sérstaklega. Geir rakti fjárlagagerð fyrir líð- andi ár, sem hafi endað í ráðvillu, enda hafi vantað ríflega tvo millj- arða upp á að endar næðu saman í raun. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi snúizt ráðvilltir í fjárlagagatinu, hring eftir hring, og loks náð sam- an í nýjum erlendum lántökum. Þeir hafi því síður en svo efnt fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um samdrátt í erlendum skuldum. Geir sagði sýnt að ríkisstjórnin hefði gefizt upp við að móta hald- bæra stefnu í peninga- og efna- hagsmálum almennt. Fjárveit- inganefnd hafi nú fjallað um fjár- lagafrumvarp í tvo mánuði án þess að nefndarmenn hafi séð stafkrók af lánsfjáráætlun fyrir næsta ár. Allt vaði á súðum og gengi ríkisstjórnarinnar hríðfalli hjá fólki. Jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins kæri sig ekki lengur um að taka sæti í ríkis- stjórninni. Vitnar Geir til leiðara í Morgunblaðinu 5. desember sl. þar sem segir: Geir Gunnarsson „Fjárlagagatið sem tók margar vikur að fylla á útmánuðum varð til þess að rýra traust manna á stjórninni og hitt bætti ekki úr skák, hve það tók langan tíma fyrir stjórnarflokkana að finna málamiðlunarlausn. Flest bendir til þess að sagan frá því á útmán- uðum sé að endurtaka sig. Það er ekki nægilega markvisst tekið á því að ná endum saman í fjárlaga- dæminu." Þetta eru orð að sönnu sagði Geir. Það er svo líklega ekki til- viljun að ritstjórar Morgunblaðs- ins skilja eftir dálítið pláss fyrir stuttan leiðarabút, sem heitir „Glæsilegur árangur í handbolta", þar sem rakinn er frábær árangur landsliðsins í keppnisferð erlendis fyrir skemmstu. Þegar Morgun- blaðið hefur rakið ófarir þing- manna stjórnarflokkanna við síð- ustu fjárlagagerð sem víti til varnaðar, minnir það á í eins kon- ar viðbótarleiðara, að til eru þó þeir íslenzkir menn, sem vinni verk sín á þann veg að þjóðin þurfi ekki að skammast sín fyrir. Karvel Pálmason: Enn eitt skipbrot ríkis- stjórnarinnar blasir við Guðmundur Bjarnason, Framsóknarflokki: Allir benda á eyðslu, enginn bendir á tekjur — Hvernig á að fjármagna eyðslutillögur stjórnarandstöðu? Guðmundur Bjarnason (F) taldi störf fjárveitinganefndar hafa verið með erfíðasta móti vegna takmark- aðs ráðstöfunarfjár. Þetta hafi bitnað illa á ýmsum framkvæmdum, en raunhæfar rekstraráætlanir fyrir líð- andi ár hafi létt róðurinn á þeirri hlið- innL Guðmundur gagnrýndi stjórnar- andstöðu, sem taiaöi gegn hvers konar tekjuöflun ríkissjóðs; ekki mætti hækka skatta, ekki taka er- lend lán, ekki reka ríkissjóð með halla, en samt ætti að stórhækka rfkissjóðsframlög á flesta grein. Erfitt væri að ráðstafa fjármunum sem ekki væru til. Útgjaldatillög- um stjórnarandstöðu mætti gjarn- an fylgja, hvern veg eigi að fjár- magna þær, ef alvara búi að baki. Guðmundur svaraði sérstaklega gagnrýni á skerðingu fjármagns til byggingar hafna. Minni fjármunir til skipta í rfkisbúskapnum hafi bitnað á þeim sem öðrum fram- kvæmdum. Mikið hafi verið unnið í hafnargerð gengin allmörg ár og mjög óvíða væri mikill vandi á höndum í þessu efni. Ef sá hluti heildarsamdráttar, sem bitnaði á höfnum, væri færður yfir á aðrar framkvæmdir í strjálbýli, gæti af- leiðingin orðið mun verri. Guðmundur Bjarnason í umræðum um fjárlagafrumvarpið fyrir 1985 gagnrýndi Karvel Pálma- son, Alþýöuflokki, ríkisstjórnina og sagði neyðarástand blasa við hundr- uðum heimila á sama tíma og verið sé að leggja seinustu hönd á fjárlög næsta árs. Benti þingmaðurinn á að aðhaldi og niðurskurði sé fyrst og fremt beitt gegn félagslegri þjónustu. í ræðu sinni lagði Karvel Pálma- son áherslu á að enn eitt skipbrot ríkisstjórnarinnar sé f sjónmáli á næsta ári. Erlendar skuldir munu aukast um 75,9% og halli á ríkis- búskapnum verður rúmlega þrír milljarðar króna. Til húsnæðis- mála vantar um 1 % milljarð. Þrátt fyrir samdrátt í þjóðar- búskapnum verða heildarútgjöld ríkissjóðs hærri en áður og ætlar ríkisstjórnin að afla tekna 1.200 milljónum umfram almennar verð- hækkanir. Samkvæmt lögum á að verja sem svarar 1 'h söluskatts- stigi til að jafna húshitunarkostn- að, eða um 750 milljónum króna. Hins vegar er ekki annað að sjá, en að í fjárlögum næsta árs verði ein- ungis varið 250 milljónum króna til þessa, með öðrum orðum, ríkis- stjórnin ætlar sér að taka 500 milljónir króna ófrjálsri hendi. Karvel Pálmason mælti enn- fremur fyrir nokkrum breyt- ingartillögum við fjárlaga- frumvarpið, sem meðal annars gera ráð fyrir eins milljarðs tekju- Karvel Pálmason auka rikissjóðs vegna innheimtu stighækkandi eignaskatts. Þá er einnig lagt til að lagðir verði viðbótarskattar á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og innlánsstofn- anir. Jóhanna Sigurðardóttir, Alþýðu- flokki, mælti fyrir breytingum til hækkunar á fjárlögum til bygg- ingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna, ásamt hækkunum til ffkniefnalögreglunn- ar og framkvæmdasjóðs fatlaðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.