Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 LISY-ANN NIELSEN VARÐ NÚMER TVÖ í FEGURÐARSAMKEPPNI , Hreppti ferð til Islands í verðlaun Ekki alls fyrir löngu fór fram fegurðarsamkeppni i New York þar sem stúlkur af skand- inavískum ættum kepptu um titil- inn Ungfrú Noregur. Þeir sem sáu um tilstand og fjármögnuðu keppnina voru samtökin Scand- inavian American Business Ass- ociation. Skilyrði til þátttöku var m.a. að vera af skandinaviskum ættum. Stúlkan sem hreppti ann- að sæti í keppninni var Lisy-Ann Nielsen og fékk hún m.a. ferð til íslands í verðlaun frá Flugleiðum. Er hún var stödd hérlendis fyrir skömmu ræddi blm. stuttlega við hana. — Hvað voruð þið margar stúlk- urnar sem tókuð þátt í keppninni. — Við vorum 45 stelpurnar sem reyndum við þetta og við vorum allar spurðar spurninga fyrst um Skandinavíu og siðan farið út i aðra sálma. í hverri lotu voru ein- hverjar felldar úr og að lokum vorum við orðnar tvær eftir sem drógum um titilinn. Sú sem varð númer eitt fór til Noregs. — Ertu í námi eða vinnu? — Ég hef nýlokið BS-prófi í „Business Administration" og það var eiginlega í gegnum þessa keppni að ég fékk starf, þ.e.a.s. við norskan banka, „Bergen Bank“, og þá hjálpar það að ég babla dálitið bæöi í dönsku og norsku, því móðir mín er norsk en faöir minn dansk- ur og ég stundaði nám um tíma í Danmörku. — Hvernig list þér á Island? — Mér finnst ísland ákaflega heillandi og fallegt land. Það er svo allt öðruvísi en að vera t.d. í New York. Hér eru ekki þessar hrikalegu stóru borgir og fólks- mergðin. ísland er hreint land og notalega stórt. Ég hef farið í nokkrar útsýnisferðir og meðal annars til Vestmannaeyja sem heilluðu mig alveg. Svo skrapp ég í Hollywood og Broadway. Þau eru ekki af verra taginu diskótekin hér. Fötin eru líka falleg. Hér er miklu meira úrval af þvi nýjasta i tískunni en heima og ég er búin að þræða verzlanir hér og fata mig upp. Það sem mér finnst einkenna íslendinga og Skandinava al- menna er gestrisni og við Banda- rikjamenn eigum margt ólært í þeim efnum. Þetta hefur verið frábær ferð! EDDA ANDRÉSDÓTTIR Erfitt að finna jafn góðan samstarfsmann Flestir hafa veitt því athygli að í kpnnun Kaupþings nýlega reyndist samtalsbók Eddu Andrésdóttur og Auðar Laxness vera fyrst á lista. Af því tilefni sló blm. á þráðinn til Eddu og spurði hvort hún væri ekki lukkuleg með móttökurnar á bókinni og hvort þetta væri fyrsta bók hennar. — Þetta hefur verið mjög skemmtileg reynsla og það var einstaklega gaman að kynnast Auði svona. Við áttum mjög góða samvinnu og þetta er okkar beggja Ætlar að giftast tengdamóður sinni Einn maður, tvær konur. Hann er í rauninni ekkert nýtt í veraldarsögunni ástarþrihyrningurinn víðkunni. En það er annað sem er óvenjulegt við þetta mál og það er að eftir að Alan Monk hafði verið giftur fyrri konu sinni í fimm ár varð hann ástfanginn af tengdamóður sinni, Val að nafni. Þau hyggjast nú ganga í það heilaga á næstunni en fólk í USA er mikið á móti þessu því þetta brýtur í bága við hina hefðbundnu ímynd hjónabandsins. Fyrri konan, Jeanette, þ.e. dóttir núverandi unnustu Alans, er ekkert á móti áformum þessum. Val segir svo frá fyrsta fundi þeirra: „Hann kom heim með Jeanette yngstu dóttur minni og mér leist ekki illa á hann þó innst inni hafi maður velt fyrir sér hvort hann væri nógu góður fyrir hana. Jeanette varð síðan ófrísk, fyrst af strák og siðan eignaðist hún stúlku. Ég hef alltaf gætt barnanna að mestu. Mér datt ekki í hug að það væru vandræði í hjónaband- inu þeirra. Og þegar Bob þáverandi eiginmaður minn benti mér á það, reyndi ég allt til að þau gætu fundið hvort annað aftur. En hjónabandið var komið I rúst, og í dag segist Jean- ette ekki hafa verið tilbúin í hjónaband á þeim tíma.“ Þetta gerðist á síðasta ári og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Maður Val lést og Alan studdi hana á þeim tíma. Semsagt, nú stefna tengdasonurinn og tengdamamman i hjónabandið og eini þrándurinn í götu þeirra er að fá leyfi hjá yfirvöldum, en þau hafa enn ekki samþykkt ráðahaginn. bók. Ég hef aldrei áður gert neitt í líkingu við þetta en hef þó komið nálægt því að skrifa þvf ég var blm. á Vísi í ein átta ár og ritstjóri tímaritsins Hús og híbýli í tvö ár. — Hvernig vildi það til að þú fórst út í þetta? — Ólafur Ragnarsson var rit- stjórinn minn er ég var á Vísi og það var í kringum síðustu áramót að hann vildi að ég skrifaði fyrir sig viðtalsbók. Ég vildi helst tala við konu og hugsaði mig vel og rækilega um. Loksins var það eitt kvöldið að mér datt þetta í hug og dreif mig í að tala við Auði. — Ætlarðu að halda áfram nú þegar þú ert komin á sporið? — Ég gæti vel hugsað mér að gera það, en ég er hrædd um að það verði erfitt að finna jafn góð- an samstarfsmann. — Verðurðu ekki alveg sjóðrík? — Ég er nú ekki farin að hugsa út í það. Ég hef aldrei á ævinni verið rík og óar við þeim ólíklega möguleika. — Við hvað starfarðu? — Ég er forstöðumaður félags- miðstöðvar í Kópavogi sem ber nafnið Agnarögn. Það er einnig nóg að gera í augnablikinu við að árita bækur. Almn Monks með núverndi unn- ustu sinni, Valerie. A myndinni er með þeim fyrrverandi eiginkona Alans, Jeanette, sem er dóttir Val. Þá má sjá barnabörn Val, Stewart og Shelley Ann, sem eru börn Al- ans. Flókin fjölskyldumál á þeim bæ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.