Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
<?
ssíSr-
•vjet'
■öVt-
1
Revklausi öskubakkinn
heldur
reykmengun
i lagmarki.
Ef þú vilt losna vió hvimleiðan reyk og halda
andrúmsloftinu hreinu kemur nýi reyklausi
öskubakkinn aó góóum notum.
Reyklausi öskubakkinn dregur reykinn
í gegnum tvöfalda síu.
Góógjöf, tilvalin fyrirheimiliog ó skrifstofuna
Vinsamlegast sendiö mér eftirfarandi:
□ stk. Reyklausa(n) öskubakka Kr. 499,— □ stk. Aukafilter Kr. 48,—
□ stk. sett (2 stk.) Rafhlöóur
□ Hjálögö greiösla Kr..
□ Sendist í póstkröfu (kostn.Kr. 63,50)
Nafn
Heimili
Póstnr./staöur
Póstverslunin Príma (Oplð allan sólarhrlnginn.)
Pöntunarsími: 91/54943 Pósthólf 63 222 HAFNARFJÖRÐUR
Einar Gíslason
Bernskusög-
ur Einars
Gíslasonar
EINAR J. Gíslason forstöðumaður
Fíladeiríusafnaðarins hefur ritað
minningahrot úr bernsku sinni og
kallar þau „Hannasögur", sem Ffla-
dclfíu-forlag hefur geflð út.
„Sögusviðið er sjávarþorpið og
sveitin, fjaran og fjöllin á árunum
milli stríða. Margt ber við og les-
andinn er leiddur inn í skemmtilega
veröld fjörmikils stráks, sem sífellt
er að lenda í ævintýrum.
Þrátt fyrir græskulaust gaman
og kátínu, sem er yfirbragð margra
sagnanna, er alvara lífsins aldrei
langt undan. Lífsbaráttan er hörð
og blandast við leiki barna og ungl-
inga,“ segir m.a. í frétt útgefanda.
Sigmund Jóhannsson teiknari og
uppfinningamaður hefur mynd-
skreytt bókina.
„Hannasögur" eru tuttugu og
fjórar talsins, bókin er 56 bls. í
stóru broti. Hún er prentuð i
Prentstofu G. Benediktssonar og
bundin í Arnarbergi.
Útgefandi er Fíladelfía-forlag,
Hátúni 2,105 Reykjavík.
Uppboð á gömlum
bókum og fleiru
á Hótel Borg
UPPBOÐ verður haldið á Hótel Borg
á sunnudaginn og hefst það klukkan
15. Það eru Listaverkauppboð Sigurð-
ar Benediktssonar hf. og Bókavarðan í
Reykjavík sem bjóða þar til sölu gaml-
ar íslenzkar bækur og fleira.
Meðal bóka verða bækur frá
gömlu íslenzku prentstöðunum Leir-
árgörðum, Hólum, Viðey, Hrappsey
og víðar. Ýmsar merkar bókaskrár
verða á boðstólum, hlutar af Jarða-
bók Árna Magnússonar, 1. bindið af
Safni til sögu fslands, fágætar
kvæðabækur og fleira. Þá verða
gömul Ijósmyndaalbúm boðin upp
með myndum frá íslenzkum byggð-
um og þorpum um síðustu aldamót.
Frímerkjablokk útgefin af Jóni
Baldvinssyni fyrrum formanni Al-
þýðuflokksins.
Gripirnir verða til sýnis á Hverf-
isgötu 52 á morgun frá klukkan 14
til 18, en uppboðið hefst klukkan 15
á sunnudag í Gyllta salnum á Hótel
Borg.
HALLDOR LAXNESS
- áritar bók sína „Og árin líða"
í Bókabúð Máls og menningar laugardaginn, 15. des.
kl. 15:30-17:30.
Skáldið mun einnig árita eldri bækur sínar, sígildar
og vinsælar gjafir.
Bókabúð
LmAls&menísbsigarJ
Athugið að við sendum áritaðar bækur í póstkröfu.
Ogárinlíða .............................kr. 951.-
Sjálfstætt fólk ........................kr. 642.-
Heimsljós ..............................kr. 642.-
íslandsklukkan ........................ kr. 642.-
Salka Valka ............................kr. 642.-
Gerpla ..................s.............kr. 642.-
Brekkukotsannáll .......................kr. 519.-