Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 17 Símjunynd/AP. Reagan og Nakasone að loknum viðraeðum þeirra í Los Angeles. Nakasone og Reagan: Tilraun verði gerð tii að ná viðskiptajöfnuði Loh Aifeles, 3. janúar. AP. YASUHIRO Nakasone, forsætisráðherra Japans, og Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, sögðu í yfirlýsingu í lok viðræðna sinna í Los Angeles í gær, að þeir vildu báðir að gerð yrði alvarleg tilraun til að ná jafnvægi í viðskiptum landanna, sem eru nú mjög óhagstæð Bandaríkjamönnum. Bandaríkjaforseti sagði frétta- mönnum eftir að fundinum lauk, að viðskipti landanna hefðu verið efst á baugi í viðræðunum, en auki hefði verið rætt um sameiginlega hagsmuni í öryggismálum og fund Gromykos og Shultz í Genf í næstu viku. Kvað forsetinn fund- inn hafa orðið til þess að styrkja tengsl landanna. Hann sagði að þeir Nagasone hefðu orðið ásáttir um að reyna að halda mörkuðum hvors ríkis um sig opnum og vinna gegn tollmúrum. Eftir ónafngreindum embættis- mönnum forsetans er hins vegar haft, að forsetinn hafi ekki beitt Nagasone þeim þrýstingi, sem þeir hafi vonast eftir. Háttsettur embættismaður í fylgdarliði Reagans sagði að ánægjulegasta niðurstaða fundar- ins væri fyrirheit Nagasone um að beita sér gegn því að sérstakir skattar og tollar verði lagðir á bandarískan fjarskiptabúnað, sem seldur er i Japan. Kínverjar láta undan „andlegu menguninni“: Stærsta tísku- sýning allra tíma í Kína Pekinr. 3. janúar. AP. UM ÁRAMÓTIN -var haldin sú stærsta tískusýning sem haldin hef- ur verið í Kína, sex klukkustunda glanssýning og var sýningarhópur- inn um hundrað manns að tölu. Sýningin var haldin í stærsta leik- húsi Peking og áhorfendur voru heldra fólkið í borginni. Kínverska fréttastofan Xinhua greindi frá því, að sýningarfólkið hefði verið allt frá sex ára strák og upp í tvo aldraða verkamenn, en ungar, fríðar stúlkur voru þó í miklum meirihluta og allir, jafnt ungu stúlkurnar, verkamennirnir og strákurinn litli, dönsuðu og skóku sig í takt við vestræna diskótónlist. Á árunum 1966 til 1976 hefði senur á borð við þessa aldrei bor- ið fyrir augu í Kína, þá þótti vest- rænn klæðaburður argasta klám og dýrkun á úrkynjuðum lifnað- arháttum. Upp úr 1976 fór þetta að breytast dálftið, afar hægt fyrst í stað, en fyrir nokkrum ár- um fóru stórverslanir að efna til minni háttar tískusýninga og hvetja Kínverja jafn framt til að leggja af íhaldssemi í klæðaburði. Reyndust Kínverjar hinir æst- ustu til tilbreytingarinnar og var stöðug þróun allt þar til í lok árs- ins 1983, en þá reyndi kommún- istaflokkurinn að brjóta á bak aftur hin vestrænu áhrif í klæða- burði Kínverja með þeim orðum að hér væri um „andlega meng- un“ að ræða. Hvarf flokkurinn fljótt frá aðgerðum sinum sökum óvinsælda þeirra meðal alls þorra almennings. I flestum stærstu borgum Kína, er nú algengt að sjá yngra fólkið í gallabuxum, sérsaumuð- um jökkum og pilsum, jakkaföt- um, samfestingum og einstaka stúlka klæðir sig meira að segja djarflega á kínverskan mæli- kvarða og er þá átt við að það glitti í hnéskeljar eða að pilsin séu lítillega opin upp eftir lærun- um. Það er helst að eldri kynslóð- in haldi í gömlu góðu „Maó-föt- in“. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁOKKUR etðíff 1 Kynnum London lamb AÐEINS 275- Víðir í Mjóddinni - Hefur þú heimsótt stærstu og nýjustu matvöruverslun landsins? Opið til kl. 21 í kvöld í MJÓDDINNI en til kl. 19 í austurstræti & starmýri. Opið á morgun laugardag til kl.16 í MJÓDDINNI & STARMÝRI en til kl. 13 í AUSTURSTRÆTI STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆT117 MJÖDDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.